Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
í tilefni af
Morgunblaðsleiðara
Eftir Vilmund
Gylfason
í leiðara Morgunblaðsins í dag,
sem ég giska á að sé ritaður af
Styrmi Gunnarssyni, er réttilega
um það fjallað, hvernig flokkseig-
endablöð, Tími, Alþýðublað, Þjóð-
vilji, fjalla lágkúrulega um þann
atburð að Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
hlaut laka útkomu í prófkjöri
flokksins. Leiðarahöfundur fer
hörðum orðum um þessi lágkúru-
legu flokksþrælaskrif, þar sem að-
eins er reynt að nudda salti í sár,
en engin heiðarleg tilraun gerð til
þess að útskýra, eða skilgreina,
bakland þessara merkilegu tíð-
inda.
Þetta er einkenni hins þrönga
flokksvalds. Ég vil taka undir það
með Styrmi Gunnarssyni (?) að
þessi ómerkilegu skrif eru auðvit-
að fyrir neðan allar hellur.
En málið er það að á íslandi er
engin frjáls fjölmiðlahefð til. Mik-
ilvægri tilraun er auðvitað lokið,
þegar nýdínamíkin gekk í eina
sæng með gamla haftavaldinu,
með sameiningu síðdegisblaðanna,
og enda er annar ritstjóri síðdeg-
ispressunnar orðinn þingmanns-
efni fyrir Sjálfstæðisflokkinn!
Fjölmiðlakerfinu, ekki aðeins
þeim þremur „dagblöðum", sem
nefnd hafa verið, heldur einnig
Morgunblaðinu og ríkisfjölmiðl-
unum er stjórnað af fámennis-
valdi, sem er efst í píramítum
stjórnmálaflokkanna. Þetta er hin
skelfilega staðreynd um þá and-
upplýsingu sem því miður lekur um
samfélagið, undir merkjum
svokallaðra fjölmiðla.
Nefnum eitt dæmi, tilraun til
alvarlegrar skýringar: Það er
staðreynd, að Geir Hallgrímsson
fékk slaka útkomu í prófkjöri, þó
svo hann sé formaður Sjálfstæðis-
flokksins. Það eru auðvitað mik-
ilsverð pólitísk tíðindi, sem kunna,
og kunna ekki, að draga mikinn
dilka á eftir sér. Þessi tíðindi
verða auðvitað ekki skýrð með
mannkostum eða mannkostaleysi
Geirs Hallgrímssonar. Ég er auð-
vitað sammála ritstjórum
Morgunblaðsins um það að Geir
Hallgrímsson er heiðarlegur
mannkostamaður — eins og við
erum raunar flest. En að ætla að
gera þetta að einhverri höfuðskýr-
ingu, eins og Morgunblaðið hefur
reynt að gera í væmnum — og að
minni hyggju afar ósmekklegum
leiðaraskrifum — með öðrum orð-
um, að fólkið hafi verið að kjósa
gegn mannkostum Geirs, að nú sé
um sinn liðinn tími heiðarlegra
stjórnmálamanna, og allt þetta
rugl, er náttúrlega fyrir neðan all-
ar hellur. Nei, meiri háttar skýr-
ing kynni að standa Morgunblað-
inu nær en þetta heiðarleikarugl.
Nefnilega sú skýring, að margt
fólk hafi verið að kjósa gegn Morg-
unblaðsvaldinu sjálfu, þeim
þrönga hópi, sem nærfellt einokar
skoðanamyndun á vegum Sjálf-
stæðisflokksins, sem þó hefur til
þessa talist nokkuð stór stjórn-
málaflokkur.
Þetta ætti að vera ritstjórum
Morgunblaðsins alvarlegt íhugun-
arefni. Einokunarvald er alltaf
hættulegt — og það á við um
Morgunblaðið eins og alla aðra.
En sjálfs er nafli næstur
En því miður, siðferðisþrek
Styrmis (?) ritstjóra náði aúðvitað
ekki lengra en niður í miðjan leið-
ara. Eftir að hafa lýst réttilega
beinum óþverraskrifum flokks-
blaðanna um Geir Hallgrímsson,
þá tekur hann að skrifa um aðra
stjórnmálaflokka. Hann segir:
„Og hvað um Alþýðuflokkinn?
Þar hlaupa fulltrúar ættanna út
og inn um flokksgluggann, eftir
því hvort þeir telja sér gert nægi-
lega hátt undir höfði eða ekki. A
að dæma hæfni þessara manna og
flokkinn allan eftir því hver hefur
betur í slíku skæklatogi?"
Hvernig getur maður, sem rétti-
lega fordæmir lágkúrulega flokks-
blaðamennsku, komist svona að
orði?
Og nú skulu menn vera hrein-
skilnir. Þetta smekklega orðaval
fjöldahreyfingarinnar á Morgun-
blaðinu vísar til þeirrar stað-
reyndar, að sá sem þessar línur
ritar, sagði fyrir nokkrum vikum
skilið við Alþýðuflokkinn. Það
hafa a.m.k. ekki aðrir þingmenn
þess flokks gert, mér vitanlega,
svo hér hlýtur að vera átt við mig.
Ég er þó ekki nafngreindur, en
„fulltrúar ættanna" hlýtur að vísa
til þeirrar líffræðilegu staðreynd-
ar að ég mun sonur Gylfa Þ. Gísla-
sonar, sem lengi sat á Alþingi
fyrir Alþýðuflokkinn, og var um
skeið formaður þess flokks. Um
„ættarveldi" okkar Gylfa hefur
mér raunar verið ókunnugt til
þessa, en vera má, að Morgunblað-
ið viti betur. „Hlaupa út og inn um
flokksgluggann", segir Styrmir. Sé
hér enn átt við sama mann, þá er
ljóst að ég hef einu sinni gengið
út, og ætla aldrei inn aftur, hef
fengið rækilega nóg. Auðvitað vill
Morgunblaðið að þetta sé upphlaup
og allt það. Og „ekki gert nægilega
hátt undir höfði" á sennilega að
vísa til þeirrar staðreyndar, að ég
féll oft í kosningum innan míns
gamla flokks, og, sem meira máli
skiptir, varð undir á svo mikilvæg-
um málasviðum, að fyrir rest var
vera í þessum flokki orðin mál-
efnalega óbærileg. Um þetta
síðasttalda vill Morgunblaðið auð-
vitað ekki vita. Og sú ritsóðalega
leiðaraklausa, sem hér hefur verið
vitnað til, er til marks um hvað
þeir vildu að gerst hefði!
Tilraun til skýringar
Islenskt þjóðfélagskerfi lýður
fyrir óheiðarlega fjölmiðla, sem
skýra samtímaatburði með þeim
hætti, sem Morgunblaðið gerir í
umræddri klausu. Og Morgunblað-
ið er að því leyti óheiðarlegast ís-
lenskra blaða, að það er stærst.
Auðvitað er enginn munur á að-
ferðum Morgunblaðsins og þeirra
þriggja blaða, sem það sjálft þyk-
ist hafa efni á að fordæma.
En sannleikurinn er sá, að um
áraraðir hefur engin tilraun verið
gerð af Morgunblaðsins hálfu, sem
þó þykist öðru hverju vera að
flytja fréttaskýringar, til þess að
útskýra um hvað var tekist í hin-
um gamla Alþýðuflokki.
Ég vil aðeins nefna eitt dæmi,
sem þó er auðvitað gríðarlega
mikilvægt, en einnig vegna þess að
það snertir væntanlegt Bandalag
jafnaðarmanna og hið fyrsta þing-
mál, sem flutt hefur verið á vegum
þess.
Þetta er tillaga til þingsálykt-
unar um aðgreiningu löggjafarvalds
og framkvæmdavalds.
Þó svo hugsun stjórnarskrár-
innar geri ráð fyrir þremur meg-
ALL' f BYGGINGUNA
TEPPI í miklu úrvali. Berber-alull- argólfteppi á aðeins kr. 299 pr. m2. Ath. alls konar stakar mottur og teppi. BUCHTAL flísarnar viðurkenndu. Flestar gerðir fyrirliggjandi. Munið að allar BUCHTAL flísarnar eru bæði frostheldar og eldfastar. Skoðiö BUCHTAL sýninguna í verslun okkar. Sjón er sögu ríkari.
KORKFLÍSAR. Por pr. m2. túgalskar korkflísar með vinylhúö á aöeins 416 VEGGDÚKAR GÓLFDÚKAR
PARKET
PANELL
Sænska parketið frá
TARKET fáanlegt í furu, eik,
beyki og aski. Sænskur furu
og greni panell.
ÞAKJARN
ÞAKPAPPI
Allt til einangrunar: Glerull — steinull — plast.
Staðgreiðsluafsláttur
eða ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Allt niöur
20% útborgun og lánstími allt að 6 mánuðum.
HREINLÆTISTÆKI
BLÖNDUNARTÆKI
Royal Sphinx hreinlætistæki og
Grohe blöndunartæki.
BAÐTEPPI, BAÐMOTT-
UR, BAÐHENGI
MALNINGARTILBOÐ
Viö bjóðum málingu á sérstöku afslátt-
arverði og greiðsluskilmálum, þar aö
auki 5% afsláttur af kaupum yfir kr. 800.
10% afsláttur af kaupum yfir kr. 1.200.
15% afsláttur af kaupum yfir kr. 2.000.
20% afsláttur í heilum tunnum.
ALLT TIL PIPULAGNA
SPONAPLÖTUR
OG
GRINDAEFNI
Opnunartími
í desember:
Mánudaga — fimmtudaga
8—18.
Föstudaga 8—19.
Laugardag 4. des. 9—16.
Laugardag 11. des. 9—18.
Laugardag 18. des. 9—22.
Þorláksmessa 23. des.
8—19.
Aðfangadag 24. des. lokað.
Gamlársdag 31. des. 8—12.
»••<
BYGGINGAVORUR
IC
HRINGBRAUT120: Símar:
Byggingavörur......... 28-600
Gólfteppadeild ........ 28-603
Timburdeild ................28-604
Málningarvörur og verkfæri___28-605
Flísar og hreinlætistæki.....28-430
]
Vilmundur Gylfason
„En sannleikurinn er sá,
að um áraraðir hefur eng-
in tilraun verið gerð af
Morgunblaðsins hálfu,
sem þó þykist öðrum
hverju vera að flytja
fréttaskýringar, til þess að
útskýra um hvað var tekist
í hinum gamla Alþýðu-
flokki.“
invaldþáttum, sem séu óháðir
hver öðrum, hefur sú grundvall-
arhugsun aldrei verið virt á Is-
landi, og hefur þó síðasta áratug-
inn sigið mjög á ógæfuhlið. Þetta
er kannski alvarlegasta megin-
skekkjan í íslensku stjórnkerfi.
„Völd“ alþingismanna eru ekki
fólgin í því að þeir hafi áhrif á
hinar almennu leikreglur, og síðan
eftirlit með því að þeim sé fram-
fylgt, sem þó er hugsun með svo-
kölluðu löggjafarvaldi, eins og í
orðinu felst. Völd alþingismanna
felast þvert á móti í því að koma
sér í bankaráð, stjórn
í Morgunblaðinu 14.11,82 er
grein sem J.Þ. hefur skrifað hér
í dálki félagsins Geðhjálpar. í
greininni eru sagðir merkilegir
hlutir um aðstöðu geðsjúklinga
og aðstandenda þeirra. Ég gríp
þetta tækifæri sem J.Þ. gefur til
að koma með ýmis sjónarmið
geðlæknis um sömu mál. Orðrétt
stendur í grein J.Þ.:
„Samt langar mig af þessu til-
efni að benda á aðra tegund
neyðarþjónustu, sem tíðkast hef-
ur á Norðurlöndum jafnframt
hinni. Er hún fólgin í því að
fylgst er með sjúklingum eftir
útskrift af sjúkrahúsi og þeir t.d.
heimsóttir ef þeir mæta ekki
samkvæmt umtali á göngudeild-
ir. Einnig geta þeir sem hafa
slíka sjúklinga á heimilum sín-
um hringt og fengið fólk heim
þegar ljóst er að sjúklingur er
hættur að taka nauðsynleg lyf og
dregur þessi þjónusta að sjálf-
sögðu mjög úr innlagningartíðni.
Ef geðsjúklingur ákveður að
hætta að taka lyfin sín er að-
standandi oftast síðasti aðilinn
sem getur talið honum hughvarf,
enda sjúklingnum þá svo er
komið oftast meinilla við alla
ættingja með tölu. Liggur í aug-
um uppi að þetta er nöturlegt
ástand fyrir aðstandandann,
hann veit mæta vel að hverju
dregur, en getur samt enga hjálp
fengið fyrr en sjúklingurinn er
sannarlega orðinn snargalinn og
þar af leiðandi hæfur spítala-
matur. Víst er hægt að panta
tíma hjá lækni þegar svona
stendur á, en meira en lítið vafa-
samt að sjúklingurinn fáist til
að mæta, að sjálfsögðu fá þeir
sjúklingar sem búa einir úti í bæ
að vera snargalnir í friði.“
Það eru orð í tíma töluð að
minna almenning og fagfólk á
sjálfhelduna sem geðsjúklingar
hrekjast einatt inn í ásamt að-
standendum sínum. Einnig er