Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 34

Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Minning: Ingimundur Guðjóns- son Þorlákshöfn Fæddur 28. desember 1916 Dáinn 4. desember 1982 Það er september 1962. íbúar Þorlákshafnar eru orðnir- 250 og nær 40 þeirra á skólaskyldualdri. Þorpið hefir verið gert að sérstöku skólahverfi og ég ráðinn til að veita skólanum forstöðu. „Mjög þarf nú að mörgu að hyggja" við að koma nýjum skóla á laggirnar auk þess umstangs, sem ávallt fylgir búferlaflutningi. Eitt af fyrstu kvöldum mínum hér kom í heimsókn vörpulegur maður á mínum aldri. Brosið var hlýtt og handtakið fast. Fram- koman öll hæglát og traustvekj- andi. Erindi gestsins var að tjá mér, að hér á staðnum væri starfandi söngfélag, sem seinni hluta síð- asta vetrar hefði æft í skólanum og nú langaði hann til að vita hvort enn væri rúm fyrir slíka starfsemi í skólahúsinu, þar sem þar yrði nú að vera bæði heimili skólastjórans og starfsvettvangur. Það kvöld eignaðist ég minn fyrsta vin hér í Þorlákshöfn. Æfingar voru tvö kvöld í viku og fóru fram í annarri kennslu- stofunni, en ég sat gjarnan við störf mín í hinni og vonaði að kór- inn truflaði mig ekki um of. Það var spilað og sungið, en svo datt alit í einu allt í dúnalogn og gegn um þögnina man ég hægláta og hógværa rödd söngstjórans, sem benti kórfélögum á, að hér væri ekki um neina keppni að ræða. Kórsöngur væri samstiga för hópsins frá upphafi lagsins til enda hvort sem sporin væru stigin hægt og hátíðlega eða létt og leik- andi. Það væri sama hvort verið væri að túlka síðustu spor öld- ungsins, sem ætti lífið að baki og gröfina eina framundan eða gáskafullar hreyfingar unglings- ins, sem væri að leggja út í lífið dansandi, léttur og kátur með fangið fullt af björtum vonum og framtíðardraumum, allt skyldi þetta túlkað af einum kór en ekki svo eða svo mörgum einstakling- um. En hver var hann þessi vandláti söngstjóri? Bóndasonur — bóndi — og nú verkstjóri við saltfiskverkun. Árin þutu hjá. Fyrsti skóla- nefndarformaðurinn safnaðist til feðra sinna og Ingimundur Guð- jónsson tók við. Ibúatala Þorlákshafnar jókst og nemendum fjölgaði. Vandamálin hlóðust upp — kennarastofur og húsnæðisleysi þjakaði okkur auk ótal smávandamála, sem alltaf þarf að leysa í sérhverjum skóla. Þá var ekki ónýtt að geta leitað til þessa fjalltrausta skólanefndar- formanns. Hjáróma rödd skyldi slipuð og fölsk nóta lagfærð svo að skólinn yrði ein samfelld heild, sem sam- stiga keppti að því marki, að koma sérhverjum nemanda til þess þroska, sem efni framast leyfðu. Þetta samstarf hélst í 12 ár án þess að nokkurntíma bæri skugga á og þau eru ófá vandamál skól- ans, sem voru leyst á vinnustað formannsins, þar sem tugir manna störfuðu að því að gera úr fiskinum eins góðan mat og efni framast leyfðu. Það er vertíð og daglegur vinnu- tími 12—16 stundir. Þá þykir mörgum gott að nota sunnudaginn til þess að sofa, en Ingimundur — og kórinn — láta ekki á sér standa hvort sem messað er á Hjalla, Strönd eða hér í skólanum. Það er vertíð — páskahrota — og landburður af fiski upp á hvern dag. Á föstudaginn langa er ekk- ert unnið og því er staðið í aðgerð frá kl. 8 á skírdagsmorgun til jafnlengdar daginn eftir. Fólkið fer heim og auðvitað beint í rúmið, en verkstjórinn þarf að ganga frá ýmsu áður en hann getur yfirgefið aðgerðarhúsin. Á slíkum dögum hefi ég séð Ingimund setjast við orgelið með rennblautt hárið af því að heima var ekki timi til annars en að fara í bað og hafa fataskipti áður en farið var til messu. Það er hátíð í Þorlákshöfn — áfanga náð. Kórinn kemur fram og túlkar gleði okkar og vonir. Ingimundur er tákn okkar í gleð- inni. Sorgin sækir okkur heim. Vinir kveðja og slys lama gleði okkar. Kórinn kemur og syngur í okkur kjark til þess að mæta sorginni. Ingimundur er traust okkar — hægur — fastur fyrir — öruggur. Hér var hvorki kirkja né kirkju- garður. Ingimundur skipar sér í sveit þeirra raanna, sem vilja byggja hvort tveggja og brátt varð hann stjórnandinn. Sóknarnefnd- arformaður, sem nú stjórnar „kór“ og leiðir að settu marki. Enn er söngstjórinn að verki. Enn eru raddir samæfðar og verki stjórnað — öruggur — skapfastur — éin- þykkur — já, stundum jafnvel ein- ráður. En tóneyrað bregst aldrei. Nú eru tónarnir framleiddir með hamri, sög og hrærivél. Nú er það sinfónía starfsins, sem verið er að flytja. Enn er hópur einstaklinga gerður að einni heild, sem sam- stiga stefnir að settu marki. Þegar grafreiturinn er fullgerð- ur er hafist handa við kirkjubygg- inguna. Hinn 28. apríl 1979 er grunnurinn helgaður og kirkjan steypt upp það ár. í árslok ’81 er hún fokheld og nú í byrjun að- ventu er múrverki og einangrun lokið. Nú geta hljóðfæraleikarar ham- ars og sagar hvílt sig um stund. Nú skal halda hátíð og messa í hinni nýjt/ Þorlákskirkju. Glaðst yfir unnum sigri og næsti áfangi undirbúinn með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Það er laugardagur 4. desember. Á morgun á að messa. Kirkjan er orðin eins vistleg og hægt er mið- að við aðstæður. Kiukkan er að verða sex. Kórinn er mættur til lokaæfingar fyrir morgundaginn og jafnframt til sinnar fyrstu æfingar í hinni nýju kirkju. En á hverju á að byrja? Hvert skal vera fyrsta ávarp kórsins til nýs helgidóms? Söngstjórinn hefir svar við þeirri spurningu. „Við skulum syngja, hér ríkir himneskur friður, en munið að kór er fjórar samstilltar raddir og takið þið vel eftir textanum, það er ekki síður hann, sem þið eigið að flytja." Og kórinn syngur: Hér ríkir himneskur Tridur. Illjótt er á bænastund. Krýp ég að krossinum niður kominn á Drottins fund. I*. Sigurg. Þetta er síðasta lagið, sem Ingi- mundur Guðjónsson stjórnar. Þarna í kirkjunni hnígur hann niður „kominn á Drottins fund“. Ingimundur Guðjónsson er all- ur. Við hjón höfum misst einn af okkar bestu vinum. Þorlákshöfn hefir misst þann sona sinna, sem hún má kannski hvað síst án vera. Hvað fjölskylda hans hefir misst VINDURINN OG ÉG er saga indíánastúlku sem höfundurinn byggir að nokkru á atburðum úr eigin lífi. Sagan lýsir baráttu hennar við sjálfa sig og umhverfi sitt. Lesandinn fær að skyggnast inn í líf og menningu Indíána og verður vitni að þeirri glímu sem á sér stað þegar indíáni hrökklast frá heimabyggð sinni til stórborgar. kr. 321,10 HRÍFANDI BÓK SEM ÞÚ GETUR EKKI HÆTT AÐ LESA EF ÞÚ ERT EINU SINNI BYRJAÐUR ÍALl Freyjugötu 27 Sími 18188 ætla ég ekki að gera neina tilraun til að tíunda, en láta nægja að færa henni innilegustu samúð- arkveðjur okkar hjóna, þó mér sé fuilljóst, að í sumum tilfeilum tal- ar þögnin langtum skýrara máli en nokkur orð fá gert. Gunnar Markússon Nú er liðinn Ijúfur dagur langa nóttin skollin á, getur enginn geisli fajtur, gegnum sortann brotist þá O jú, guð sem gefur Ijósið geislum stráir æfíhrósið. Eitthvað þessu líkt var hugsun- in sem smaug í gegnum huga minn þegar náinn samstarfsmaður og vinur, Ingimundur Guðjónsson, varð bráðkvaddur að kvöldi hins 4. desember sl. í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Hann var á æfingu hjá Söngfélagi Þorlákshafnar, kórnum sem hann stofnaði og stjórnaði í meira en 20 ár. Ingi- mundur lagði sig allan fram í því starfi, fórnfýsi hans og sjálfsagi voru slík að einstakt má telja. Aldrei fannst honum of miklum tíma né kröftum eytt í söngstarf- ið. Og nei var ekki til í hans munni ef leitað var til hans um söng eða annan greiða. Tilfinning hans fyrir fögrum tónum var honum í blóð borin, og einnig viljinn til að miðla öðrum þar af. Hann var org- anisti Hjallakirkju í Ölfusi og formaður sóknarnefndar, organ- isti í Strandakirkju í Selvogi og framkvæmdastjóri kirkjubygging- ar Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Öll voru þessi störf honum hjart- ans mál og unnin samkvæmt því. Þjónustustörfin sem hann innti af hendi fyrir byggðarlag sitt verða seint metin að verðleikum. Og sætið sem nú er autt verður vand- fyllt. Hér í Þorlákshöfn er skarð fyrir skildi við fráfall hans. Öll vissum við að Ingimundur gekk ekki heill til skógar en skaphöfn hans leyfði ekki að hann sparaði krafta sína. Hann gerði miklar kröfur, og fékk miklu áorkað, því hann höfðaði jafnan til hins góða i fari samferðamanna sinna. En mestu kröfurnar gerði hann til sjálfs sín. Ingimundur var einlæg- ur trúmaður og átti stóra og við- kvæma sál. Hans heitasta ósk var að sjá kirkjuna sína hér rísa fagra og fullbúna. Og síðustu kröftunum var eytt til þess að ganga svo frá henni að hægt væri að minnast þess nú á þessari aðventu að mikl- um og glæsilegum áfanga er náð, og kirkjan er tilbúin undir tré- verk. Hinn 5. desember sl. átti að hafa guðsþjónustu í kirkjunni í fyrsta sinni. En Ingimundur lifði ekki þann dag. Hann skipulagði allt sem gera átti og var gert þrátt fyrir allt. Síðasta söngæfingin var hafin. Einn sálmur bafði verið sunginn þegar kallið kom. Og svanurinn sveif á braut frá „hópnum sínum" með lofsöng til hans sem öllu ræð- ur í huga og hjarta sér. Þannig er sælt að kveðja þetta jarðlíf. Ég trúi því að hans starfsfúsa sál fái nú meira að starfa guðs um geim. Og nú að leiðarlokum þakka ég af alhug fyrir lærdómsrík kynni og samstarf og við hjónin þökkum honum áratuga vináttu. Við biðj- um guð að blessa og styrkja eig- inkonuna og börnin hans svo og ástvini alla. Blessuð sé minning hins látna heiðursmanns. Ragnheiður Ólafsdóttir Margar voru samverustundir okkar Ingimundar við ýmis tæki- færi, í gleði, sorg og starfi. Einhverju sinni barst í tal tilurð þess að hann flutti til Þorláks- hafnar. „Hann Egill sagðist þurfa að senda mig til Þorlákshafnar." Það var árið 1955. Sú sendiferð var landnámsferð þótt nokkrir hafi þegar verið komnir. Ingimundi var falið að annast verkstjórn á móttöku og vinnslu sjávarafla. Að öðru leyti kveikti hann tónlistarlíf sem hann rækt- aði og bar uppi til dauðadags. Vegna aðdáunar hans á tónlist hafa margir góðir listamenn heimsótt byggðarlagið, og naut hann þar aðstoðar Jónasar sonar síns. Það er ánægjulegt að geta þess, að Sigríður Ella Magnús- dóttir „debúteraði" í Þorlákshöfn á sínum tíma við undirleik Jónas- ar. Þetta er aðeins eitt dæmi. Oft og mörgum sinnum hefur Jónas glatt og hlýjað hjörtu okkar Þorlákshafnarbúa. Svona voru feðgarnir. Það landnám sem Ingimundur tók þátt í verður aldrei nógu þakk- að, hvað þá það sem hann afrekaði síðustu árin. Ég vona og bið þess að tónlist- arlíf í Þorlákshöfn haldi áfram að eflast og dafna. Þannig getum við best geymt minningu Ingimundar. Margréti, börnunum svo og öðr- um aðstandendum færi ég og fjöl- skylda mín fyllstu samúðar- kveðjur. Svanur Kristjánsson Minning: Hólmfríður Hulda Gunnlaugsdóttir Fædd 13. maí 1941 WF Dáin 3. desember 1982 b Tómleiki sækir að mér, þegar ég hripa þessar fátæklegu línur á blað. Kallið kom snöggt og án fyrirboða hjá henni Huldu vin- konu, kona á besta aldri hrifsuð úr faðmi manns sem hún unni svo mjög og barna. Fyrir rúmu ári flutti Hulda heimili sitt og barna sinna til Þorvarðar Lárussonar á Grundarfirði, sem reyndist henni mikið ljós og styrkur síðasta ævi- árið. Við Hulda erum búnar að eiga margar ánægjustundir sam- an á liðnum árum. Hulda vinkona ljómaði af fjöri og lífsgleði. Hún var ætíð létt og kát jafnt þegar vel gekk og illa. Minningar um góða vinkonu flæða að og ylja mjög á sárri skilnaðarstund. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég börnum hennar fjórum, foreldrum og Þorvarði, og ósk um styrk í sárri sorg. Að lok- um vil ég þakka Huldu vinkonu Jx_____________________ fyrir allt sem hún var mér og bið algóðan Guð að geyma minning- una um góða vinkonu. Minning þín er mér ei gleymd. Mína sál þú gladdir, Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaóir mér og kvaddir. (K.N.) Bubbý

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.