Morgunblaðið - 15.12.1982, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. DESEMBER 1982
Graham
Smith
tryllir
fiðluna
„Þá og nú“
• Graham Smith er iðinn við
kolann og nýjasta fiðluplata
hans frá SG-hljómplötum undir-
strikar ágæti hans og ferskan
blæ í þeirri tónlist sem hann
flytur. Platan sem ber nafnið Þá
og nú er útsett af Ólafi Gauk,
sem jafnframt stjórnaði hljóð-
færaleik og hljóðritun. Platan
ber því merki fagmannsins, því
það er valinn maður í hverju
rúmi þar sem nær 30 hljóðfæra-
leikarar koma við sögu.
Það eru allt gamalkunn lög á
þessari plötu, en það er
skemmtileg tilbreyting að heyra
þau í þessum útsetningum þar
sem hin létt leikandi fiðla Gra-
ham fer með einleikshlutverkið.
I sumum lögunum er ef til vill
heldur mikill hraði, en á hinn
bóginn er það ekki óeðlilegt að
stíla upp á það þar sem textarnir
sitja heima og fiðlan býður upp á
blússandi fjör.
Það eru mjög fjölbreyttar út-
setningar á plötunni hjá Óla
Gauk. Hann byrjar á Fljúgum
hærra eftir Jóhann G. Jóhanns-
son, gott lag í lotunni, þá kemur
Söknuður eftir Jóhann Helga-
son, fallegt lag í heldur flókinni
útsetningu, því hún gengur á
hinn ljóðræna blæ lagsins. Af
litlum neista úr sönglagakeppni
Sjónvarpsins er þarna á ferð-
inni, skemmtilega útfært, en
höfundurinn er Guðmundur Ing-
ólfsson. Þá er hið gullfallega lag
Jóns Nordal við Barnagæluna úr
Silfurtungli Halldórs Laxness,
eilítið jössuð útsetning, en mjög
falleg. Þá eru lögin Hótel Jörð
eftir Heimi Sindrason, þjóðlögin
Austan kaldinn og Þorraþræll,
Sailor á Sankti Kildu eftir Ólaf
Gauk, Tondeleyó eftir Sigfús
Halldórsson og Gvendur á eyr-
inni eftir Rúnar Gunnarssop.
Svavar Gests er næmur fyrir
tónlistarsmekk íslendinga á
dægursviðinu og fljótur að finna
aflamenn sem vert er að senda á
sjó. Graham Smith er gott dæmi
um það því það er fengur að
þessari plötu, hún er bæði
skemmtileg og vel unnin.
Guðmundur Rúnar,
Trölli, Stúf-
ur og krakkar
með jólalögin
I skóinn, plata Guðmundar
Rúnars, er létt og leikandi, enda
byggir hún á alkunnum jólalög-
um eftir Ómar Ragnarsson, Hin-
rik Bjarnason, Ólaf Gauk, Stef-
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
án Jónsson og fleiri. Að þessu
sinni hefur Guðmundur Rúnar
með sér tríó barna og setja þau
skemmtilegan svip á plötuna.
Guðmundur Rúnar hefur fært
mörg lögin í nýjan búning, en
það er erfitt að fara í sporin
hans Ómars Ragnarssonar þegar
um slíka texta er að ræða.
Guðmundur Rúnar hefur
fengið til liðs við sig hina ágætu
Hljómsveit Stefáns P. og fellur
leikur þeirra vel að hinum gam-
alkunnu textum og einfaldur og
smekklegur stíll þeirra skilar sér
vel á þessari plötu.
Guðmundur Rúnar er uppá-
tektarsamur og í nokkrum lag-
anna bregður hann sér jafnvel í
hlutverk Stúfs og Trölla til
skiptis, en það verður að segjast
eins og er, að dimmur rómur
Trölla er ekki nógu þróttmikill
til þess að skila textanum eins
og bezt væri á kosið. Að öðru
leyti er hér skemmtilegur prakk-
araskapur á ferðinni, en þar sem
rödd Guðmundar Rúnars hljóm-
ar eðlilegust eru beztu kaflar
plötunnar. í stöku lagi gætir
hann þess ekki að skila textan-
um eins skýrt og ákveðið og vera
ber þar sem von er til að börn
hlusti á.
Margar skemmtilegar útsetn-
ingar eru á plötunni og þótt erf-
itt sé að hnika við gamalgrónum
kunnum lögum, þá fer ekkert á
milli mála að Guðmundur Rúnar
hefur mótað sjálfstæðan svip á
þessa plötu. í stuttu máli er hún
skemmtileg eins og lagavalið
býður upp á.
Þá var það eftir Guðmundi
Rúnari að láta sérstakt jólaspil
fylgja með plötunni með áprent-
uðum leikreglum sem tengjast
m.a. lögunum á plötunni og ég
fékk svo sem tækifæri til þess að
kynnast spilinu einnig, því 5 ára
gamall sonur minn heimtaði spil
eftir spil og fannst æðislega
skemmtilegt, eins og hann orð-
aði það þegar ég lenti á stjörn-
unum þar sem fyrirskipað var að
hoppa á öðrum fæti fjóra hringi
og gala eins og hani, eða hoppa
upp á stól og segja: Gleðileg jól.
Það má segja að jólaspilið sé
eins konar aukabiti með því sem
var I skónum.
Menningar-
auki Ingveldar
Hjaltested
Stundum minnir rödd hennar
á þytinn af vængjum arnarins,
stundum á þeyinn sem vaggar
holtasóleynni svo blíðlega og
stundum spinnur hún tónana
þannig að úr verður norræn
stemmning til allra átta. Ing-
veldur Hjaltested hefur sér-
stæða sópranrödd fyrir ljóða-
söng og það er með ólíkindum
hvað hún nýtur sín vel þegar
mest á reynir.
Á plötu hennar sem SG-
hljómplötur hefur gefið út ný-
lega eru 16 lög, margar af perl-
um íslenskra sönglaga. Þá er
hlutur Jónínu Gísladóttur píanó-
leikara mjög glæsilegur, túlkun
hennar einkennist af öryggi og
reisn.
Nokkur laganna finnst mér
bera af í túlkun Ingveldar og má
þar nefna Við Sundiö og
Draumalandið sem söngvarinn
flytur af tærri snilld. Gígjan er
glæsileg í túlkun Ingveldar og
Vöggukvæðið fagurt. Þá eru Sjó-
mannavísurnar fluttar á
skemmtilegan hátt og þannig
mætti lengi telja.
Þetta er tíunda einsöngvara-
plata SG-hljómplatna og það er
mikill fengur að því menning-
arstarfi sem Svavar Gests hefur
unnið á þessum vettvangi. Kom-
andi kynslóðir eiga eftir að meta
það starf að verðleikum þótt
fremur fari hljótt í dag.
Ingveldur hóf söngferil sinn í
Þjóðleikhúsinu, en henni hefur
sífellt vaxið ásmegin og hún er
mikili stemmningssöngvari á
tónleikum. Hún hefur numið
söng víða hjá hæfustu kennurum
bæði heima og heiman, en þegar
hún rís hæst ber hún þess merki
að hafa notið kennslu Þuríðar
Pálsdóttur.
Ingveldur hefur óvenju mikla
sópranrödd og sérstæða að sama
skapi og það fer einhvernveginn
ekki á milli mála að það er hin
norræna kona sem syngur, hún
syngur út í víðáttuna.
Þær Ingveldur og Jónína hafa
starfað saman á undanförnum
árum, enda er örugg samvinna
þeirra hnökralaus og byggir þar
hvor upp aðra. Þessi plata er
menningarauki.
1
<
m
jj
2
>
Z
m
5
m
JO
tr
m
<o
c/>
>
3J
>
30
T3
0>
Crt
O
O
30
>■
I
>
cz
O)
cfw
Q O
eita
_ V\ú^
% o>
ANNA SKOÐAÐI HEIMINN LlKA
VMMV 8KOÐVÐI HEIIAIIHM HKV
Unglingar á fylliríi
Bókmenntír
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Páll Pálsson:
HALLÆRISPLANIÐ
102 bls. Iðunn.
Þessi skáldsaga Páls Pálssonar
er auglýst af útgefanda í sjónvarpi
sem barna- eða unglingabók. Hún
hefur því kannski lent á rangri
hillu, þegar mér var falið að skrifa
um hana. Hún gæti sem sagt verið
ágæt sem slík, þótt mér hafi ekki
þótt varið í hana. En hvað um það.
Mér finnst ekki gaman að þess-
ari sögu. Það er einkanlega vegna
þess að við lestur hennar finnst
mér ég ekki fá neina sérstaka
samúð og eiginlega varla nokkurn
áhuga á sögupersónunum, né held-
ur söguefninu, sem er að miklu
leyti þetta: Unglingar á fylleríi.
Það er ekkert óskaplega langt síð-
an ég var sjálfur unglingur en bók
Páls Pálssonar varð til þess að ég
fagnaði því enn og aftur að vera
ekki unglingur núna. Það virðist
ekki vera gaman. Ekki einu sinni
athyglisvert.
Saga Páls fjallar um unglinginn
Eirík, sem er skotinn í stelpu í
sama bekk og er líka í vandræðum
með fílapenslana og reykir og
drekkur í laumi. Fyrst fylgjumst
við með því er Eiríkur vaknar til
að fara í skólann. Móðir hans, sem
kölluð er „mamman" í bókinni,
vekur hann m.a. með þessum hlý-
legu orðum: „Drullaðu þér á lappir/'“~
segi ég.“ (bls 6).
Um kvöldið er skólaball og Eiki
hittir ástina sína og bingó, allt
gengur upp hjá þeim. Daginn eftir
er lagt á ráðin um að halda mikið
partý og Eiki og vinirnir fara að
útvega áfengi. Svo rennur upp
föstudagur og um kvöldið er fyll-
erí og farið á „Planið", þar sem
félagi Eiríks slasast í slagsmálum,
en Eiki kemst heim heilu og
Góðir straumar í
skógarkofanum
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Vigfús Björnsson: Skógarkofinn,
skáldsaga.
Útg. Bókaútg. Skjaldborg 1982.
Það er jafnan forvitnilegt, þeg-
ar nýr höfundur kveður sér hljóðs,
og mér er ekki kunnugt um að
Vigfús Björnsson hafi sent frá sér
bók áður, alténd er hér á ferð
fyrsta skáldsaga hans.
í upphafi virðist bókin fjalla um
Salva (eða Svala — prófarkalestur
á nafni hans mjög slæmur). Salvi
er listamaður af guðs náð, um það
efast enginn. Hann hefur komizt í
kynni við stúlkuna Rebekku, sem
er góð stúlka og með þeim takast
ástir. Svo kemur að því að Salvi
fær styrk til að fara út í heim að
forframa sig í listinni. Er nú Salvi
úr sögunni lungann úr bókinni og
Rebekka hverfur að mestu í bili
eftir að hún hefur orðið fyrir því
að láta samstarfsmann sinn gera
sér barn, það er mikil hneisa og
hún fer því huldu höfði langa hríð.
Á sviðinu birtist þá Brandur, vin-
ur beggja, hann er góður maður
eins og aðrar persónur, draum-
lyndur og jákvæður og kaupir sér
yndislegan skógarkofa, og dútlar
þar öðru hverju við skógrækt og
iðkar holla lifnaðarhætti fjarri
skarkala heimsins. Rakel eitur-
lyfjaneytandi mætir nú á svæðinu
og verður fyrirferðarmikil það
sem eftir er, hún er forfallin og
spillt., en þá grípur Brandur til
jjess ráðs að fara með hana í skóg-
arkofann og er ekki að orðlengja
að þaðan kemur hún áður en varir,
ný og betri manneskja. Brandur
Tröllatryggð
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Haukur Halldórsson:
SÖGUR OG TEIKNINGAR ÚR ÍS-
LENSKRI ÞJÓÐSAGNAVERÖLD
Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1982.
Haukur Halldórsson er einn
þeirra myndlistarmanna sem hef-
ur tekið ástfóstri við islenskan
þjóðsagnaheim. Þegar aðrir ungir
myndlistarmenn velja sér firringu
nútímans að viðfangsefni leitar
Haukur á vit löngu liðins tíma,
freistar þess að gæða þjóðsögurn-
ar nýju lífi með kraftmiklum
teikningum.
Því að kraftmiklar eru þessar
teikningar. Það er eitthvað upp-
runalegt og sterkt við teikningar
Hauks þótt stirðleika gæti á stöku
stað. Það er helst þegar hann
teiknar mannfólk, tröllin skilur
hann betur. Eitt af því sem gerir
teikningarnar skemmtilegar er
glettni þeirra, ekki síst erótíkin,
en Haukur hefur af því yndi að
túlka ástir trölla og manna á sinn
sérstæða hátt.
Nú hefur Bókaútgáfan Örn og
Örlygur sent frá sér bók með
tröllateikningum Hauks Halldórs-
sonar og eru jafnframt birtar í
henni sögur sem listamaðurinn
sækir innblástur í. Flestar eru
sögurnar úr Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, ein er úr Gráskinnu
Gísla Konráðssonar, nokkrar
samdar af listamanninum sjálfum
samkvæmt skilningi hans á hug-
arheimi íslenskra þjóðsagna.
Sumar myndanna eru án tengsla
við sögur í bókinni, en eiga að
skýra ýmislegt sem þjóðsögurnar
birta lesendum sínum.
Úr þessu hefur orðið hin eigu-
legasta bók sem margir munu
fagna. Hér má eiga endurfundi við
gamlar sögur og skoða þær á ný
með augum listamannsins og um
leið bera þær saman við eigin
hugmyndir um tröll. Hver man til
dæmis ekki eftir Jóni Loppufóstra
sem flagðkonan stal þegar hann
var við fjallagrasatínslu. Hún
hafði Jón heim í helli sinn, en þar
var systir hennar fyrir: „Systurn-
ar voru báðar í blóma aldurs síns,
en sökum þess að þá var kristni
fyrir löngu komin í land og tröll á
förum hugðu þær að efna Jón
þennan til fylgjulags við sig svo
þær gætu aukið kyn sitt. Lögðu
þær því alla alúð á að fara sem
bezt með hann og láta ekkert
skorta er eflt gæti þroska hans.
Iðulega tóku þær hann og mökuðu