Morgunblaðið - 15.12.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 15.12.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 27 höldnu og hugsar um Stínu sína. Sagan er sögð í þriðju persónu, umhverfislýsingar eru fremur litl- ar og persónusköpun enn minni, raunar virðast persónurnar allar bara vera týpur. Við sjáum að vísu dálítið í hugskot Eiríks, en þar er lítið að finna sem greinir hann frá hinni almennu unglings-týpu. Um stílinn á frásögninni er það að segja að hann er ákaflega hversdagslegur og algerlega óskáldlegur og baetir þannig engu við hið lítt áhugaverða söguefni. Gott daemi er þessi lýsing á kossi hinna ungu elskenda: „Það var gott bragð uppí henni. Vonandi þykir henni líka gott bragð uppí mér, hugsaði hann og hamaðist með tunguna á fullu til að draga athyglina frá því að hann var að lauma hendinni undir peys- una hennar. Hann vildi aldrei hætta. Það var svo gott að kyssa hana. Helst vildi hann vera svona alltaf. Loks, eftir um það bil kort- ér, dró Stína tungu sína til baka, lokaði munninum og kyngdi. Hún var að drukkna úr slefi." (Bls. 40). Það er eflaust með ráðum gert af höfundarins hálfu, að hafa stíl- Vigfús Björnsson fer til New York að leita að Salva, sem hefur horfið og er líkast til orðinn eiturlyfjaneytandi. Brand- ur er klókur og hefur upp á list- málaranum, sem er ekki svipur hjá sjón. Brandur kann ráð við því og fer með Salva í skógarkofann og fer þá á sömu leið og með Rak- Úr sögunni um Loppu og Jón Loppu- fóstra. Teikning eftir Hauk Hall- dórsson. í eins konar smyrslum eða feiti og teygðu hann milli sín; fannst hon- um það mikil raun. Þær orguðu líka í eyru honum til að trylla hann.“ En Loppa átti eftir að reyna að illt er að trúa mönnum því að Jón lék á hana með því að biðja hana inn og málið svo hversdagslegt og fátæklegt sem raun ber vitni, sjálfsagt til að líkja eftir hugar- heimi og talsmáta unglinga. Það hefur kannski tekist vel. En ekki er þetta skemmtileg lesning. Ég spurði sjálfan mig að því eft- ir lestur þessarar bókar, eins og eftir lestur margra annarra ný- legra bóka, hvort höfundurinn hefði virkilega aldrei lesið veru- lega góða skáldsögu eftir alvöru- höfund, hvort honum fyndist þessi saga sín virkilega vera eitthvert framlag til bókmenntanna, hvort honum fyndist hún kannski bara afskaplega snjöll og djúp og mikil skáldskapur. Eða hvort höfundur- inn gerði bara engar slíkar kröfur til verksins. Ekkert veit ég um það, en ekki fer hjá því að mér finnist að Páll ætti að hugleiða þetta áður en lengra er haldið. „Hallærisplanið" er ekki alveg afleit saga. Hún hefur söguþráð, þótt ekki sé hann bráðspennandi. Hún hefur persónur og á stöku stað er unnt að brosa út í annað að einhverju í henni. Kannski er það nóg, þegar unglingabók á í hlut. Hvað á maður að halda? el, hann rís von bráðar upp úr öskustónni og fer að mála eins og berserkur. Undir lokin er svo ákveðið að þau fjögur haldi jól 5 skógarkofanum, og er mjög vand- lega iýst útdeilingu jólagjafa milli þeirra: hvað Rakel gefur Brandi, hvað Salvi gefur Rebekku, hvað Rebekka gefur Salva o.s.frv. Svo fara allir að sofa í sátt og sam- lyndi og lesandi gerir sér ljóst að ástir hafa kviknað milli Rakel- ar/Salva, Rebekku/Brands og mun það áreiðanlega fara vel. Endir. Sagan hefur þá kosti að höfund- ur hefur mjög jákvætt viðhorf til persóna sinna og honum er annt um þær, annt um að reisa þá upp sem fallið hafa í vonda freistingu og ánetjast óhollum öflum. Sögu- þráðurinn er ansi sérkennilegur, meðal annars með hliðsjón af því sem í upphafi greindi, að sögu- persónurnar hverfa af sviðinu langtímum saman þegar þarf að koma öðru að og samhengi er því ekki í uppbyggingu sögunnar. Ein- lægni og hlýleiki, það er gott og gilt svo langt sem það nær. Kannski það nái lengra í næstu bók en hér. að sækja sér tólf ára gamlan há- karl. Gamansöm er túlkun Hauks Halldórssonar á viðskiptum þeirra Jóns og systranna. Þær maka hann í feiti á einni mynd- inni, á annarri teygja þær hann á milli sín, á þeirri þriðju orgar önnur þeirra í eyra hans og sú fjórða lýsir því hvernig hann er ginntur til ásta. í Móðólfi í Móðólfsfelli, inni- legri sögu Jóns Árnasonar um ást- ir tröllkarls og sveitakonu, lýsir teikningin lostafullri gleði: „Lögðu þau lag saman og unnust mikið. Varð konan ólétt, en fóstrið var svo mikilúðlegt að hún gat ekki fætt og dó af barnsförum." Þetta er í rauninni hugljúf saga. Tröllið í Drangey er saga eftir Hauk Halldórsson sjálfan, en kunnugleg er hún, sker sig ekki úr því sem lesa má í ýmsum þjóð- sagnasöfnum. Tröllið er sannfær- andi á teikningunni, en maðurinn hálf vesæll og eins og slitinn úr öllu samhengi, einkum á stærri myndinni. Ein besta teikningin er Þursa- bit, þursinn hrikalegur en þó mannlegur, konan þokkafull og ekki alveg ljóst hvort henni líkar betur eða verr í krumlum hans. Önnur mynd sem skýrir orðtak- ið tröll eru í tryggðum best og sýnir tröll halda á aflahluta bónda heim að bæ hans er myndlistarlega séð meðal þeirra mynda Hauks Hall- dórssonar í Tröllum sem bera af. Gloppótt Chicago Chicago 16 FULL MOON/WARNER BROS. /Steinar Það var árið 1969 sem hljómsveitin Chicago sendi frá sér sína fyrstu plötu og var hún tvöföld. Það var ári eftir að hún var stofnuð í LA. Merkilegast við þessa fyrstu plötu og reyndar allan feril. Chicago er að hún er fyrsta hljómsveitin sem blandar saman „Soul“ og rokki. Þetta tókst með slíkum ágætum hjá þeim piltum að fyrstu fjórar plöturnar voru tvöfaldar og ótrúleg sköpunargleði virtist vera innan hljómsveitarinnar. í gegnum árin hefur hún átt miklu fylgi að fagna eða þangað til Terry Kath framdi sjálfs- morð. Við það urðu mikil tíma- mót í tónlist flokksins. Ekkert sem komið hefur út síðan hefur verið í sama gæðaflokki og það sem áður var. Fyrir nokkru síðan gerði Chic- ago sína þriðju tilraun til að endurheimta eitthvað af þeim anda sem yfir þeim sveif l^ér á árum áður. Plötuna kalla þeir einfaldlega „Chicago 16“ og á henni eru 11 lög. Og sjá, hljómsveitin hefur að nokkru náð fyrri fótfestu. En hversu mikið kemur ekki í ljós fyrr en lengur er hlustað. Sem fyrr er grunnurinn rokk sem kryddað er með blásturshljóðfærum. „Soul- ið“ er jafn áberandi sem fyrr. En einhvernveginn virðist það vera svo að hljómsveitinni takist ekki eins vel að blanda þessu saman og áður. Á köflum er eins og hver spili eftir sínu höfði og svo koma kaflar þar sem samleikur- inn og útkoman er hreint unaðs- leg. Ekki hjálpar það til að sum lögin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, að minnsta kosti hefði Chicago aldrei liðist að gefa slíkt út á blómaskeiði sínu. plotur Frnnbogi Marinósson Sem hljóðfæraleikarar hafa þeir engu gleymt, þó eru hvergi snilldartilþrif. Langbesta lag plötunnar er „Hard To Say I’m Sorry". Rólegt og fallegt lag. Strax á eftir „Hard To ..." kemur frískur rokkari og saman mynda þau mjög skemmtilega heild. Chicago 16 er í senn prýðisgóð og misheppnuð. í einu orði er það kallað gloppótt. Engu að síð- ur er allt í lagi að leggja peninga í þessa plötu bara fyrir lagið „Hard To Say I’m Sorry“ og þá kafla sem góðir eru á plötunni. Þetta er mat hvers og eins og ef næsta plata verður skrefi betri þá treysti ég á hana. PS. Stærsti gallinn við það eintak sem ég fékk var skruðn- ingur sem af og til kom út í há- talarana og rekja má til press- unnar. Vonandi er þetta ekki al- gengt. AM/FM Bókmennta- fræðingur með sóló- plötu — af betri gerðinni fíonald Fagen THE NIGHTFLY Warner Bros. 23696/ Steinar hf. Donald Fagen fæddist í Pass- aic, New Jersey árið 1948. í æsku ferðaðist hann um fylkið með foreldrum sínum og seinna stundaði hann nám í enskum bókmenntum og útskrifaðist 1969. Þá kynntist hann Walter Becker og saman sömdu þeir lag- stúfa sem seinna orsökuðu stofn- un hljómsveitarinnar Steely Dan. Fyrsta plata Steely Dan kom út árið 1972 með Donald Fagen sem aðalsöngvara og hljómborðsleikara og varð hún mjög vinsæl. Sex aðrar plötur fylgdu í kjölfarið og sú síðasta, „Gaucho", kom út 1980. Nú hefur Steely Dan lagt upp laupana, en nýlega sendi Donald Fagen frá sér sólóplötu. Tónlist- in sem Steely Dan spilaði var einkennileg samsetning á jazzi og léttum laglínum, einhvers konar jazz-popp. Einnig setti rödd Donalds mikinn svip á tón- listina. „Gaucho" naut mikilla vinsælda hér sem annars staðar og er skarð fyrir skildi að hljómsveitin skyldi hætta. En þetta skarð fyllir Donald Fagen og gott betur. Það sem hann er að gera á þessari sólóplötu sinni er náskylt tónlistinni á „Gaucho“ og þegar betur er að gáð, beint framhald. Nú skyldi einhver sem ekki þekkir vel til fussa og segja hann vera að stæla dauða hljómsveit. En hvers vegna ekki? „Gaucho" er frábær plata og það sem Donald er að gera er jafn gott og á köfl- um betra. Það er sama hvar er borið niður í þeim átta lögum sem eru á plötunni, alls staðar er allt jafn gott og skemmtilegt. Allt undirspil er pottþétt, text- arnir meinlausir og söngur Don- alds frábær. Allar útsetningar hnökralausar og væri eflaust fróðlegt fyrir marga að kynna sér lagið „Ruby Baby“, en það ætti að segja öllum hversu góð tónlistin er. Donald hefur fengið til liðs við sig marga snjalia spilamenn og nægir þar að nefna gítarleikar- ann Larry Carlton og trommar- ann Jeff Porcaro úr hljómsveit- inni Toto. Um þessa plötu er fátt annað að segja en hún sé góð og án efa kemur hún til með að verma eitt af tíu efstu sætum yfir bestu plötur þessa árs. í lokin má taka undir orð Gary Katz, upptöku- stjóra plötunnar: „Það er ekki hægt að finna mun á tónlist Steely Dan og þessari. Þú ert ansi langt leiddur ef þú heyrir nokkurs staðar jafn gott „sánd“ og á þessari ðlötu. Þetta er án efa það besta sem við höfum lát- ið frá okkur til þessa.“ AM/ FM HVAÐ SEGJA SÖGUHETJURNAR? Ólafnr Þorsteinsson Að skrá í fyrstu persónu hluta af evisögu braðlifandi einstaklings og skella henni svo á þrykk er fáheyrt tUUeki. Finnast fordcmi aðsliku? Er höfundur ekki í raun að stelast inn i einkalif aðalsöguhetjunnar með þessu? 1 bókinni eru margir góðii sprettir enda var sögumaöur á þessum árum, sem og i dag, annalaöur fork- ur til allra verka, lét verkin tala. Vllmundur Gylfason___________________________________ ■ Vilmundur Gylfason sem Ijóst er að er aðalsöRuhetja bókannnar ,,Við i vesturbcnum’’ var famáll þegar hann var spuröur hvemig hon- umfyndist bókin vera. Hann kvaðst þó hafa haft gaman af lestri bókarinnar. Vissulega heföi hann þekkt sjálfan sig og cskuum- hverfi sitt á spjöldum bókannnar, en þar eð saklauslega væri sagt frá þessu og hvergi vm aö finna rang- færslur taldi hannenga astcðu til að zsa sig við utgefendur hennar Magdalena Sehram I Auðvitaö hafði ég gaman af að lesa bókina — nostalgian lætur svo sem ekki að ser hæða! Undarlegt hvaö sá sem sknfar bókina man litilfjörleg- ustu atvik Sökudólgurinn hlýtur aö hafa verið i bekk með okkur eða haft aðgang að nakvæmum dagbokum Og Vimmi hefði aldrei þorað aö kalla mig „helvitis heildsaladóttur’’ þvi aö ég var miklu stærri og sterk- an en hann i 12-ara bekk' UM EITT VORU ÞAU ÖLL SAMMÁLA: BÓKIN ER SKEMMTILEG (Dagblaðið-Vlsir 4. des. 1982)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.