Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Mikill andi í breyskum umbúðum 50 fremur. Eyrir kum að ég andmælti honum á kunnarafundum, sem raunar fæstir nerðu, tók hann því ekki illa, en auðvitað var aldrei neitt samþykkt þar annað en það, sem hann- lajjði sjálfur fram, en svo nat hann sajft að fundinum loknum: „Það var nokkuð til í því, sem þú varst að sejya, við skuium lala hetur um það,“ og svq kallaði hann mann á skrifstofu sína na'sta daR, on var málið þá rætt fram on aftur. Ilann tók að hjóða mér ekki síð- uren oðrum kennurum í kveldboð, sem hann hélt alloft, on eftir að ég kva-ntLst þáði hann hoð okkar hjóna, <>g var þar hrókur alls fajjn- aðar. Enda var hann að eðlisfari veisluj'laður, oj; nestrisni hans oj> veilingar a'tíð svo af bar. Það nuin hafa verið sumarið l!H.r>, sem Sigurður kom til mín daj> nokkurn <>n hafði það eitt er- indi að sejya mér, að hann ætlaði að sejya af sér þá um haustið. En þá var það ákVæði í löj;um að emb- a'ttismenn, sem orðnir voru 65 ára urðu að sa*kja um það til ráðu- neytis, ef þeir vildu sitja lenj;ur. Kvaðst hann eins oj; hann hafði raunar ofl saj;t áður, vera orðinn þreytlur oj; hefði lönj;um huj;sað s<'*r að eij;a nokkur starfsár í næði, er hann léti af skólameistaraemb- a*tti. En undir niðri þóttist éj; finna, að það, s(*m úrslitum réð var að hann hafði ekki j;eð í sér að sa*kja um framlenj;inj;u til þáver- andi menntamálaráðherra, Brynj- ólfs Hjarnasonar. En því kom hann að sejya mér þetta, að hann óttaðist um hver kynni að verða eftirmaður sinn, en hann vissi að éj; átti j;oða að innan ríkisstjórn- arinnar, þá Einn Jónsson oj; Emil Jónsson. Saj;ði hann að éj; skyldi leita til þeirra um stuðninj; til að hafa þau áhrif á menntamálaráð- herra að hann veitti mér embættið ef éj; siekti. Til þessa kom þó ekki, því að Sij;urður hætti við að sejya af sér fyrir eindregna áskorun kennara oj; annarra velunnara skólans, oj; veitti Brynjólfur hon- um framlenj;inj;una fúslej;a. Mér kom þessi ábendinj; Sij;urð- ar um skólameistaraembættið mjöj; á óvart. Bæði éj; oj; aðrir höfðu þá um skeið talið víst, að hann tmindi ætla Þórarni Björns- syni að taka við af sér, eins oj; síðar kom á daj;inn. Enda skipað- ist veður fljótt í þvi lofti. Þej;ar Sij;urður nálj;aðist sjö- tuj;t var uppi ýmislegt umtal um hverjir mundu sækja um embætt- ið. var éj; vafalaust tilnefndur ekki síður en aðrir. En nú brá svo við, að líkra fáleika fór að gæta í við- móti Sij;urðar við mig og í upp- hafi. Margir voru tilnefndir og meðal þeirra var Richard Beck. Sigurður hafði ætíð talað hlýlega um hann, en nú brá svo við, að hann fann honum allt til foráttu, notaði hvert tækifæri sem gafst á kennarastofunni til að niðra hann. Má fara nærri um hver ummæli hann hefir haft um okkur hina, sem tilnefndir voru og sóttu um embættið, því að allar tilgátur um Beck voru einskært slúður. Eftir að opinbert var að við Brynleifur sæktum um embættið, mátti sejýa, að hann virti okkur varla viðlits. Mig þó öllu síður. Var það næsta furðulegt, því lítil hætta var á, að framsóknarráð- herrann Eysteinn Jónsson mundi veita mér starfið, hvað sem Bryn- ieifi liði. Hinsvegar gekk sú saga, sem ég sel ekki dýrara en ég keypti, að Sigurður hefði ekki treyst áhrifum sínum og meðmæl- um betur en svo, að hann hefði sagt Eysteini, a<) Þórarinn hefði við einhverjar kosningar kosið með Eramsókn. Með því fengi hann nokkurn plús umfram okkur hina, því að enginn vændi okkur Brynleif um slíkt athæfi. En nátt- úrulega hefir Eysteinn verið í vandræðum með veitinguna, þar sem enginn umsækjandanna var framsóknarmaður. Engu breytti það í viðhrögðum Sigurðar gagn- vart mér, þó að embættið væri veitt. Varð það til þess, að ég tók ekki þátt í kveðjusamsæti því, sem honum var haldið. Enda hugsaði ég mér að það væri kaup kaups, hann heilsaði mér ekki þegar ég kom að skólanum, og ég kvaddi hann ekki við brottför hans. Ég var á ferðalagi, þcgar kennarar síðar um vorið 1948 fylgdu honum úr garði. Eg sá Sigurð aðeins einu sinni eftir þetta sumarið 1949. Mætt- umst við í anddyrinu á Hótel Borg. Eg hcilsaði honu.m að venju en hann tók kveðju minni fálega, og urðu það okkar síðustu samfundir. Ég hefi rakið persónusamskipti okkar Sigurðar Guðmundssonar svo nákvæmlega, af því að þar valt á ýmsu, og þau lýsa honum ef til vill betur en margt annað. Margt hofir verið um hann skrifað og skrafað. Elestir, sem um hann hafa ritað hafa gert úr honum hálfgerðan dýrling, en marga mis- jafna dóma hlaut hann sem aðrir í samtíð sinni. Voru margir þeir dómar ómaklegir með öllu og hann lastaður fyrir margt það, er hann gerði best og af mestri skynsemd. Engum, sem nokkur kynni hafði af Sigurði skólameistara, gat blandast hugur um, að hann var bæði margsamsettur og sterkur persónuleiki, svo að ég hefi fáum kynnst merkilegri, og mun svo um fleiri. Andstæðurnar í skaphöfn hans og allri gerð voru miklar, og oft furðumikið ósamræmi milli orða hans og framkvæmda. Má þar til nefna, að engan mann hefi ég heyrt hylla lýðræði og persónu- frelsi af meiri orðgnótt og sann- færingu en hann. En í aliri sinni skólastjórn og raunverulega í inn- sta eðli sínu var hann fullkominn einræðisherra. Þar var vilji hans og skoðun ein, sem ríktu. Það var ekki að ófyrirsynju að strákarnir sneru vísuorðunum í skólakvæði Davíðs Stefánssonar svo: AUl skal luta cinuni vilja. rtnum \ilja nx'istarans. allir M*m viA skólann akilja skulu s> n^a layió hans. Mjög vildi Sigurður innræta nemendum sínum hlutlægni, og fór um það mörgum áhrifaríkum orðum ekki síður en lýðræðið. En sjálfur var hann sá skapmaður, að hlutlægnin kom oft lítt til greina í skiptum hans við nemendur. Hann hafði þar sína hvítu og svörtu sauði, og hagaði sér eftir því. Þetta hcfði verið náttúrulegt ef mátt hefði rekja það til framkomu og atferlis nemenda í skólanum, en svo var hvergi nærri ætíð. Oft þurfti ekki annað en ætterni manna til að ráða þvi í hvern dilk- inn þeir voru dregnir. Kom það jafnvel fram í einkunnajgöf. Einn alvarlegasti áreksturinn í því efni varð einu sinni út af meðmælum með nemanda. Þá var regla að Menntamálaráð veitti einum nem- anda stóra styrkinn svo nefnda, sem var til nokkurra ára og ætlað- ur til utanfara. Var það orðin við- tekin hefð, að dúx skóians hlyti styrkinn, ef hann sótti. Þegar Ólafur Jóhannesson síðar ráð- herra varð stúdent hafði hann mjög hug á utanför, og hafði hann lengstum verið dúx bekkjarins. En svo gerðist það, að Ólafur missti dúxsætið í 6. bekk fyrir Hámundi Arnasyni, geysimiklum náms- manni en lítillar ættar, og hafði hann aldrei notið hylli Sigurðar enda þótt hann rækti nám sitt og skólaskyldur af mestu prýði. Ólaf- ur hafði hinsvegar frá öndverðu verið eftirlætisgoð, enda hvorki hægt að setja út á námsferil hans né hegðan. Að loknu prófi fór Há- mundur til skólameistara og bað hann um meðmæli til Mennta- málaráðs. Sigurður tók honum fálega og harðneitaði honum um meðmælin, enda hafði hann fyrir löngu verið búinn að heita Ólafi þeim og ákveða að hann skyldi fá styrkinn. Hámundur leitaði nú ásjár hjá dr. Kristni, þótti honum sem von var næsta ómaklegt, að dúx skólans skyldi vera neitað um meðmæli frá skólanum. Hafði Kristinn síðan samráð við mig, og gáfum við Hámundi meðmæli í sameiningu og hlaut hann styrk- inn. Hver veit hvaða áhrif þetta hefir haft á söguna. Ef Ólafur hefði gerst málvísindamaður má vel vera að þjóðin hefði aldrei öðl- ast stjórnmálaforystu hans. Nokkru eftir að kunnugt var um styrkveitinguna kallaði Sij^irður saman kennarafund, þar sem hann veitti okkur Kristni þungar ávítur og krafðist þess, að kenn- arafundur samþykkti, að enginn kennari mætti gefa slík meðmæli án samþykkis skólameistara. Við svöruðum fúllum hálsi, og kváð- umst gefa piltum meðmæli, ef okkur sýndust þeir meðmæla verðir, hvað sem hann segði. Varð ekki úr nokkurri samþykkt. Síðar heyrði ég á Barða Guðmundssyni, að Menntamálaráð hefði furðað sig mjög á þessari afstöðu Sij^irð- ar að neita skóladúxinum um með- mæli, og talið það óheyrt. Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna. Á hinn bóginn er skylt að geta þess, að Sigurður hjálpaði mörg- um nemanda, var þó oft teflt á tæpasta vað með einkunnir, ef greiða þurfti fram úr því að nem- andi næði prófi, sem þó tókst ekki ætíð, því að oft stóð á kennurum að breyta einkunnum. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SKLI) NORDIIRLJÓS Björn Th. Björnsson ræðir við fjór- tán fornvini Kinars Benediktssonar. Mál og menning 1982. Meðal viðmælenda Björns Th. Björnssonar í Seld norðurljós er Aðalbjörg Sigurðardóttir. Þáttur hennar nefnist því eftirminnilega nafni: „Skuggarnir gera myndina ennþá stærri og skýrari." Aðal- björg Sigurðardóttir kynntist Ein- ari Benediktssyni á tímabili í lífi hans sem kalla mætti niðurlæg- ingu, hann var þá mjög drykk- felldur og eiginlega bjargað frá al- gerri eymd af Hlín Johnson. Meðal þess sem Aðalbjörg segir um Ein- ar er: „Hann var fyrir mér aldrei ncinn maður. Ég hugsa aðeins um hann sem skáld." Að lokum leggur Aðalbjörg áherslu á að „allir menn eru breyzkir, en þegar frá líður, sem betur fer, þá minnist fólkið vonandi helzt þess, sem menn stóðu hæst, en gleymir öll- um breyzkleikanum. Og þannig eigum við vitanlega að geyma Ein- ar Benediktsson og munum geyma." Það er þetta sem Björn Th. Björnsson kallar „mikinn anda í breyzkum umbúðum". Sífellt er þess minnst í Seld norðurljós hve breyskur Einar var eins og það sé nauðsynlegt til að varpa ljósi á manninn og skáldið. Ljóst er eftir viðtölunum að dæma að Einar eld- ist snemma, hann er að mestu orð- inn skugginn af sjálfum sér þegar hann flyst til Herdísarvíkur. Þar hefur hann verið að mestu utan- gátta þótt einstaka sinnum brái af honum og hvöss tilsvör birti hans innsta eðli. Það kemur m.a. í ljós í því sem Þorvaldur Ólafsson frá Arnarbæli hefur til mála að leggja. í Herdísarvík þótti Einari að hann hefði aðeins ort eitt kvæði, Útsæ, og það er þar sem hann lætur hin eftirminnilegu orð falla um fórnina sem skýringu á Ijóðlínunni: „þitt verðmæti gegn- um lífið er fórnin." Séra Ólafur, faðir Þorvalds, spyr skáldið hvort hann trúi þessu. Einar svarar: „Já, herra prófastur minn. Þessu trúi ég, þó að ég hafi aldrei verið mað- ur til að lifa eftir því.“ Athafnamaðurinn Einar Bene- diktsson er dálítið í lausu lofti í Seld norðurljós. Það er greinilegt að Einar stefndi hátt og kom mörgu óvenjulegu til leiðar, en úr þessu öllu varð lítið sem ekkert. Stundum gæti maður trúað að hann hefði ráðið yfir heilli skrif- stofubyggingu í London á upp- gangstímum sínum, en svo hvarfl- ar það líka að manni að húsnæðið hafi í raun verið aðeins ein kompa. Stundum er hann með vasana fulla af peningum, en svo þarf hann að síá menn í þjónustu sinni, Kinar Benediktsson. Eftir málverki Gh. Ilenrida. jafnvel menn sem hann hafði ráð- ið til snúninga. Það sem Seld norðurljós helst gerir er að afhjúpa goðsögnina um Einar Benediktsson í meginatrið- um. Þetta gildir einkum um ver- aldleg umsvif hans. Skáldið lifir eins og Aðalbjörg Sigurðardóttir færir rök fyrir. Glæsileiki hans og gáfur slógu vopnin úr höndum manna svo að þeir fylgdu honum í blindni eða að minnsta kosti tign- uðu hann. En það er oftar en einu sinni sem við erum minnt á hve erfitt hann átti uppdráttar, tómleika lífs hans bak við gervið. Seld norð- urljós er eiginlega minnisvarði um niðurlægingu Einars Benedikts- sonar, þrátt fyrir alla jodlinguna á persónu hans glittir í eyðinguna sem hann var vígður. Það er með ólíkindum hve Birni Th. Björnssyni hefur tekist vel að fá viðmælendur sína til að segja „allan" hug sinn um Einar Bene- diktsson. Félagi ORÐ ENNEÍTT 8ÓKMENNTAAFKEK MATTHIASAR JOHANNESSEN í þes.sari bók, Félagi orð, eru greinar, samlöl og Ijjk) frá ymsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. í bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Rostropovits, sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, I ndir „smásjá hugans" (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías- ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.