Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 93 Taka stæðin frá okkur SJ. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að leggja orð í belg og taka undir orð Olafs Jós- efssonar, sem hann ritaðí í Vel- vakanda 5. desember. Hann minn- ist á, hvort ekki geti komið til greina að taka Lækjargötuna und- ir bílastæði fyrir MR-inga, og er þá með í huga kröfu Verslunar- skólans um bíiastæði í nágrenni sínu. Eg bý mjög nærri Menntaskól- anum í Hamrahlíð. Ég sé ekki bet- ur en sá skóli hafi næg bilastæði. En viti menn. Fólkið nennir ekki að nota þau, heldur leggur undir sig stæðin við húsin okkar. Og við megum leggja bílnum okkar langt frá og bera vörur og annað, sem maður kemur með, langar leiðir. Svo þegar „unglingarnir" í skólan- um hætta, þá koma þeir eldri, sem eru í öldungadeild, og eru til kl. 7. Það er sem sagt aðeins á kvöldin sem við höfum stæðin fyrir okkur. Og það skal tekið fram, að í hverj- um bíl skólafólksins er yfirleitt aðeins einn maður, bílstjórinn, í hæsta lagi tveir. Góð nýting það.“ Svo má brýna deigt járn ... eigendur Pústkerfin eru ódýrust hjá okkur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir Mazda-bíla. Isetningarþjónusta á staðnum. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Sigurdur G. Haraldsson skrifar: „Velvakandi. , Nú þegar fullveldisdagurinn 1. desember er liðinn, er ekki óeðli- legt að ýmsum séu ofarlega í huga þær miklu kjaraskerðingar sem dunið hafa á íslensku launafólki. Ekki er heldur óeðlilegt að sjálf- skipaður málsvari þeirra sem minna mega sín, iáglaunafólksins og fleiri, Alþýðubandalagið, sé dregið inn í þessa umræðu. Eng- inn ætti að velkjast í vafa um hvers vegna Alþýðubandalagið er nefnt í sömu dandrá og 10% kjaraskerðingin. Ástæðan fyrir því er sú, að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur þóst bera hag launafólks meira fyrir brjósti en Alþýðubandalagið, sem er skilgetið afkvæmi Kommún- istaflokks íslands, sem starfaði á ar þeim sem alls ekki vilja leyfa fóstureyðingu, alveg sama hverjar ástæðurnar eru hjá viðkomandi konum. Hvað er hægt að gera, þegar um er að ræða mjög ungar telpur frá barnmörgum heimil- um? Á þá móðir þeirra að taka við og bæta á ómegðina? Hvernig er ástandið í húsnæðismálum að því er snertir einstæðar mæður? Ég fullyrði, að það er hrikalegt fyrir þessar konur að standa í að fá leigt. Dóttir mín er dagmamma, svo að ég þekki svolítið til þessara mála og hef kynnst því í gegnum árin. Og sjálf hef ég verið einstæð móðir. Þetta er erfiðara mál en þetta blessaða fólk virðist gera sér grein fyrir. Það er ekki tilhlökk- unarefni að fá í heiminn barn, sem ekkert er hægt að gera fyrir, sem fæðist inn í erfiðleika og basl og varla hægt að gefa því að borða. Eru þær konur, sem fordæma fóstureyðingar, tilbúnar til að leggja skerf af laununum sínum til hjálpar þessum konum? Þetta er bara fjáhagslega hliðin. Svo er það sálræna hliðin og allt í kring- um það. En við komumst aldrei svo iangt, því að bara í þessu óumflýjanlega og praktíska, fæði, húsnæði og klæði, því sem við verðum öll að fá hversu elskuleg og sæt sem litlu börnin eru og yndisleg, þar eru erfiðleikarnir við hvert fótmál, og engin miskunn. Það var bara þetta sem mig lang- aði að kæmi fram. Sigurður G. Haraldsson. árunum 1930—38. En Alþýðu- bandalagið var einmitt stofnað upp úr rústum Sósíalistaflokksins og sameiningarflokks alþýðu. þetta nafn er einmitt táknrænt fyrir það, þegar íslenskir komm- únistar reyna með því að skipta sí og æ um nafn á samtökum sínum að villa um fyrri fólki sem svo því miður hefur glapist til að ljá þeim atkvæði sitt og ætíð því til óheilla er upp hefur verið staðið. Gamalt og gott máltæki segir, að svo megi brýna deigt járn að bíti. Ég tel það engum vafa undir- orpið, að er íslenskir kjósendur ganga að kjörborðinu, og það get- ur orðið fyrr en varir, muni þetta máltæki sannast áþreifanlega og þá á þann hátt, að kjósendur munu veita Alþýðubandalaginu þá ráðningu sem það á skilið fyrir að ráðast aftur og aftur á kjör þeirra. Að lokum þetta: Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér, hvort það verði ekki erfitt fyrir verkalýðs- leiðtoga Alþýðubandalagsins, hvort sem þeir heita Guðmundur J. eða eitthvað annað, að horfa framan í kjósendur eftir að hafa tekið þátt í 10% kaupráninu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur borið gæfu til að vernda og varðveita lífskjör launafólks og almennings á liðn- um árum. Það hefur nefnilega alltaf orðið hlutskipti Sjálfstæðis- flokksins að hreinsa til og koma lagi á hlutina eftir óráðsíu og óstjórn vinstri flokkanna. Það er trú mín og vissa að svo muni einn- ig verða raunin á nú. Aðeins með því að stórefla Sjálfstæðisflokkinn að völdum og áhrifum í næstu kosningum getur fólk vænst batn- andi lífskjara á næstu árurn." Leiðrétting I grein dr. Magna Guðmunds- sonar, Gamla fólkið og spariféð, sem birtist hér á föstudag, 17. des., varð meinleg prentvilla. Ástæða þykir til að birta aftur efnisgrein- ina sem úr skorðum fór við þetta, um leið og dr. Magni er beðinn afsökunar á mistökunum: „Það er hins vegar engin ný- lunda, að áróðursmenn fyrir há- vöxtum, þeirra á meðal okurkarl- ar, beri fyrir sig gamalt fólk, líkt og afbrotamenn bera stundum fyrir sig gísla í varnarskyni. Af því tilefni vil ég láta þess getið, að ég gerði fyrir 2 árum ítarlega könnun fyrir Tryggingastofnun ríkisins á tekju- og eignastöðu ellilífeyrisþega. í ljós kom, að til- tölulega mjög fáir þeirra eiga sparifé. Hjá þeim, sem það áttu, var — með örfáum undantekning- um — um smáar upphæðir að ræða. Nú er orðinn almennur skilningur á því, að þjóðfélaginu beri skylda til að treysta afkomu þessa fólks, svo að það þurfi ekki að reiða sig á sparifé, sem það kann að hafa getað nurlað saman á langri ævi.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann er á förum til Japan. Rétt væri: ... til Japans. eigendur Við bjóðum ykkur snjódekk á felgum und- ir bílinn á sérstöku tilboðsverði: Mazda 323 allar gerðir kr. 1.900.00 pr. stk. Mazda 626 allar gerðir kr. 2.000.00 pr. stk. Mazda 929 allar gerðir kr. 2.100.00 pr. stk. Greiðsluskilmálar: Vz út og eftirstöðvar á 3 mánuðum. Tryggið öryggi í vetrarakstri og notið ykkur þetta hagstæða boð. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Sími 81265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.