Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Matur og minnimáttarkennd — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent „Við getum aldrei eignast sér- fræðinga á öllum sviðum mat- vælaiðnaðar," sagði ágætur maður við mig á ráðstefnu um matvælavinnslu um síðustu helgi. Þetta viðhorf er enn einn ang- inn af þeirri minnimáttarkennd sem víða má merkja í íslensku þjóðfélagi, minnimáttarkennd sem á liðnum árum hefur kostað þjóðina ærnar fjárfúlgur. Til hennar má beint eða óbeint rekja slælegt gæðaeftirlit, van- þekkingu og vörugalia í íslensk- um útflutningsafurðum með til- heyrandi álitshjiekki fyrir þjóð- ina í heild. Ekki aðeins eigum við að stefna að því að eignast sérfræð- inga á öllum sviðum sem eru þjóðhagslega mikilvægust, held- ur eigum við að beina kröftum sérstakiega að matvælasviðinu. Islendingar eru og verða um langan aldur fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð. Á þeim vettvangi má helst engin þjóð standa okkur á sporði. Gildir það jafnt um menntun og rannsókn- ir. Á rannsóknasviðinu verður á næstu árum vaxandi áhersla lögð á úrvinnslurannsóknir, þ.e. nýtingu innlendra auðlinda. Þar verða fæðurannsóknir stór og vaxandi þáttur, Því miður hafa stjórnvöld ekki enn áttað sig á mikilvægi fæðu- rannsókna t.d. í landbúnaði. Er mikið í húfi að eitthvað fari að rofa til í þeim málum á næst- unni. Menntun og matvæli Við Háskóla íslands hófst fyrir fáeinum árum kennsla í matvælafræðum. Hefur þessi kennsla mælst vel fyrir og eiga háskólayfirvöld miklar þakkir skildar fyrir sinn þátt í því. Á iðnskólastiginu er kennslan hins vegar dreifð. Kjötiðnað- armenn og bakarar sækja sína menntun í Iðnskólann, fisktækn- ar í Fiskvinnsluskólann og mat- reiðslumenn og þjónar í Hótel- og veitingaskólann. Þá eru mjólkurfræðingar FÆDA OG HEILBRIGÐI menntaðir á Norðurlöndum, einkum í Danmörku. Á sumum sviðum matvælaiðnaðar, t.d. í öl- gerð og lagmetisiðnaði, svo dæmi séu tekin, er engin aðstaða innanlands til iðnmenntunar. Hér innanlands eigum við nú mjög hæfa kennara á sviði fisk- vinnslu, kjötiðnaðar, brauð- og kökugerðar og á matreiðslu- og veitingasviði. En það er því mið- ur ekki nóg. Til þessa hafa stjórnvöld sýnt þessum skólum lítinn skilning. Aðbúnaður þeirra er oft með þeim hætti að ekki verður við unað lengur, síst af öllu ef ætl- unin er að endurbæta iðnaðinn. Kannski er helsta vandamálið það að við erum að dreifa kröft- um, hírumst hver í sínu horni, í stað þess að vinna saman að einu marki, nýtum sameiginlega starfsaðstöðu. Á nýafstaðinni ráðstefnu RALA og Háskóla íslands var m.a. rætt um kennslumál mat- vælaiðnaðarins og var sú hug- mynd fram sett að réttast væri að setja á stofn sameinaðan matvælaiðnskóla. Þessi hugmynd er góðra gjalda verð og ættu stjórnvöld að hugleiða hana vel. Á ráðstefn- unni komu að vísu fram ýmis andmæli gegn henni, en meiri- hlutinn virtist henni þó fylgj- andi. En það er ekki hlutverk ráð- stefnu sem þessarar að leysa málin, heldur að ræða þá kosti sem í boði eru, síðan verða aðrir að taka við og leiða málið til lykta. Margt bendir til þess að ein- ungis með sameinuðu átaki mætti takast að lyfta matvæla- iðnaðinum í heild upp úr þeim öldudal sem hann er i. Tel ég að mörgum finnist það ekki seinna vænna. Þetta þýðir þó ekki að ekki sé margt vel gert í iðnaðinum. ís- lenskir bakarar hafa sýnt að- dáunarvert ' framtak með „brauðbyltingunni" svonefndu. Vona ég að þeir haldi ódeigir áfram á þeirri braut. í mjólkuriðnaði hefur vöru- þróun verið með ólíkindum. Er ólíklegt að mjólkurfræðin færist inn í landið enda augljóst að menntun mjólkurfræðinga er með því besta sem þekkist í iðn- aðinum. Rannsóknir Um það bil 90% af því sem við borðum eru landbúnaðarafurðir. Þar af eru um helmingurinn inn- lendar landbúnaðarafurðir, þ.e. hvorki meira né minna en 45% af allri okkar neyslu. Sem betur fer eru stjórnvöld loks að byrja að átta sig á því að það eru sjónarmið neytenda sem ráða úrslitum á markaðnum og að kröfur þeirra um meira val og betri gæði verða ekki hundsaðar lengur. Af þessum sökum m.a. hefur áhugi á úrvinnslurannsóknum aukist enda verður nú æ fleirum ljóst að það er einmitt á þessu sviði sem verðmætasköpunin er mest. Sem dæmi um skilningsleysi stjórnvalda má nefna að Fæðu- deild RALA sem á að sinna rannsóknaþörfum alls landbún- aðarins hefur aðeins fengið eina stöðu á fjárlögum. Á meðan stjórnvöld eru að átta sig hefur það verið áhuga Framleiðsluráðs landbúnaðarins að þakka og Kellogg-stofnunar- innar bandarísku að þessi þjóð- hagslega mikilvæga starfsemi var ekki kæfð í fæðingu. En það er ekki aðeins á þessu sviði sem vanþekking stjórn- valda hefur verið til bölvunar. Það er á flestum sviðum vísinda. Ef ekki verður breyting á getur þessi afstaða kostað okkur sjálfstæðið. Vonandi kemur þó ekki til þess. Eftir því sem yngri menn taka við í stjórnmálaflokkum og stjórnsýslu má búast við að skilningur á mikilvægi vísinda- legra rannsókna fari vaxandi. Staðreyndin er auðvitað sú að sérstaða íslands á sviði fæðu- framleiðslu og matvælavinnslu er slík að einungis þrotlausar rannsóknir munu skapa þann árangur sem allir íslendingar vilja sjá. Þá fyrst munu líka síendur- teknar fregnir og frásögur af gallaðri vöru og kvörtunum kaupenda á íslenskum matvæl- um heyra fortíðinni til. Það er því til mikils að vinna. Dul hafs og manns Bókmenntir Erlendur Jónsson Óskar Aðalsteinn: FYRIRBURÐIR Á SKÁLMÖLD. Skáldsaga. 152 bls. Bókaútg. Litbrá. Rvík, 1982. Óskar Aðalsteinn er vitavörður við Reykjanesvita. Þaðan sér skáldið út á Atlantshafið. Hafið er líka að talsverðu leyti sögusvið þessarar nýjustu skáldsögu Óskars Aðalsteins. Sagan gerist á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Þá stafaði sjómönnum hætta frá tundurduflum og kafbátum — auk þeirrar sífelldu hættu sem starfinu fylgir annars. Jóhannes heitir aðalsöguhetjan, ungur mað- ur sem hefur alist upp á afskekkt- um bæ en fer til sjós og fær að kenna á ógnum stríðsins. En þó svo að hafið eigi drjúgan þátt í að skapa örlög hans eru fleiri öfl sem mega sín mikils: ým- ,is dularöfl í tilverunni. »Þú hefur líknarhendur« segja við hann kon- ur tvær. Og framarlega í sögunni standa þessi orð: »Jóhannes hafði ekki komist hjá að veita því athygli síðan hann var drengur, að bæði menn og mál- leysingjar, sem á einhvern hátt voru vanheilir. sóttust eftir návist hans. Og oftar en ekki hafði sjúkt fólk kveðið sem svo að orði við hann: — Það er ósköp gott að hafa þig nálægt sér, þá er eins og manni létti heldur.« Það eru dulmögn ýmiss konar í kringum þennan unga mann. Und- irritaður á nú dálítið erfitt með að ná slíku á bylgjulengd sína, en ekki þarf það að vera ómerkara fyrir þá sök. Enda hefur skáldsag- an annars konar og auðskildari skírskotun. Þar er t.d. brugðið fyrir sjónir þeim þjóðlífsbreyting- um sem einmitt urðu hvað örastar á stríðsárunum og þar í kring er afskekktar byggðir eyddust smám saman, fólkið hvarf úr afdalnum í næsta kaupstað. Og þaðan kannski suður því »þar leysast allra vandkvæði á svipstundu.* Að vísu endar saga Jóhannesar með því að hann hverfur aftur í fásinn- ið — og í það sinnið til að hjálpa öðrum. En hann er undantekning, fórn hans er eins og að spyrna við straumi tímans. »Hvar eru börnin sem hér ólust upp?« spyr kona nokkurn undir lok sögunnar. »Voru þau alin upp bara til þess að setjast í kringum þá kjötkatla, sem kynt er undir í þessu stríði?« Eg met það svo að þessi orð beri að skilja í víðtækara samhengi en Við erum á leiðinni Myndlist Valtýr Pétursson í Norræna húsinu er nokkuð sérstæð sýning á ferð þessa dag- ana. Þar eru norrænir skólanem- endur á aldrinum 13 til 16 ára að tjá sig í myndmáli. Hér er um samnorrænt framtak að ræða og um margt fróðlegt að kynnast hugsanagangi og andlegu ástandi þessa unga skólafólks. Ekki vil ég slá því föstu, að þarna séu fyrst og fremst á ferð listræn átök — ég kýs heldur að kalla það myndræn átök og þjáningu. Eins og jafnan þegar unglingar eiga hlut að máli, er í verkunum að finna bæði lita- gleði og hugmyndaflug, en því miður örlar þar vart á lífsgleði. Svartsýni og ótti eru yfirgnæf- andi efnisþættir — óttinn við kynlíf og kynvillu, mengun og eiturnotkun, stríð og kjarnorku. Þetta er það tema, sem mest ber á hjá öllum þjóðunum á þessari sýningu, að íslenzku unglingun- um einum undanskildum. Þeir virðast enn ekki haldnir þeim „Weltschmerz", sem svo mjög virðist þjaka unga frændur okkar. Hver er ástæðan fyrir þessari geysilegu bölsýni, þessum ótta? Jafnvel unglingar sem gengu gegnum hörmungar stríðsár- anna eygðu von og fundu stöku sinnum til gleði í sínum hugar- heimi. Unglingar á Norðurlönd- um þekkja ekki ógnir stríðs og örbirgðar nema af afspurn, þótt mengunar sé ef til vill farið að gæta í nágrenni einhverra þeirra og margir hafi fengið uppeldi sitt í návist fíkniefna og klám- Jafnrétti. (Laugalækjarskóli, Reykjavfk). Tvær meðvitaðar smá- sögur í einni sæng? Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdottir Vinur vors og blóma, saga um ástir og örlög: Anton Helgi Jónsson. Útg. Iðunn 1982. Anton Helgi Jónsson hefur áður sent frá sér að minnsta kosti eina ef ekki tvær ljóðabækur og hann hefur fengizt við smásagnagerð, en ekkert af þessu hef ég því mið- ur. Ég segi því miður, vegna þess að það hefði yerið betra að þekkja til smásagnagerðar hans áður en skrifað er um þessa bók; það form virðist sennilega henta honum langtum betur. í Vinur vors og blóma eru í raun tvær smásögur, afar laustengdar, en haldnar þeim annmörkum, að höfundur áttar sig ekki alls kostar á, hvar sú fyrri endar og hin seinni tekur við. Gagnvart lesanda kemur þetta ansi mikið eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar efnið er nán- ast óforvarandis brotið upp. í byrjun segir frá þeim Magnúsi Anton Helgi Jónsson og Katrínu og dóttur Katrínar. Þau Magnús og Katrín hafa tekið upp sambúð, sem ekki sýnist ýkja skemmtileg, en hefur sjálfsagt sína kosti. Þau þrasa um ákaflega smávægileg atriði, sem draga úr því, sem hér gæti verið forvitni- legt að lesa um: maður og kona og hennar barn. Togstreitan milli mannsins og barnsins kemur nokkuð vel fram í byrjun sögunn- ar og það er óhjákvæmilega verð- ugt viðfangsefni að skrifa um þessa fjölskyldugerð, sem verður æ algengari með breyttum hátt- um. Efniö býður sem sagt upp á margt gómsætt og Anton Helgi er afar lipur penni, svo að það stend- ur ekki í vegi fyrir honum. Fyrr en allt í einu að María kemur til sög- unnar og ástir takast með þeim af svo miklum ærslum og innlifun að höfundur hreinlega steingleymir persónum sínum og fyrri hiuta bókarinnar. Einhverra hluta vegna þarf bróðir Katrínar að deyja sviplega. Hann hafði verið nokkuð fyrir- ferðarmikill í fyrri hluta bókar- innar og ruglast nú kaflarnir fyrst verulega saman. Magnús veit í lokin ekkert hvað snýr upp og hvað niður, Maríu fær hann víst ekki og Katrín vísar honum frá sér hin kuldalegasta — og skyldi út af fyrir sig engan undra eftir þá hringavitleysu sem á undan er gengin. Mér finnst einkenna frásögn Antons Helga það hið sama og margar aðrar bækur ungra höf- unda í ár og síðustu ár; það er einhvern veginn alltaf verið að segja svipaða sögu, meðvitaðar, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.