Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 4
formhonnun sf.
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
HHIIHH
Skáldsugn cftir Jóii Ón.ir Ríignurssoh.
(jclgafcll
Wghúsasfij; 5. Rcykjavík.
Sími. I6H37.
lýtc
n Sanitas m
AppeL-
sin
Viðburðaríkur
stjórnmálaferill
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Páll Lindal: INGÓLFUR Á HELLU.
Umhverfi og ævistarf. I. 288 bls.
Fjölnir. Reykjavík, 1982.
Margir söknuðu þess er Ingólfur
á Hellu bauð sig ekki lengur fram
og hætti þar með að taka virkan
þátt í stjórnmálunum. Maður, sem
búinn er að standa svo lengi í
sviðsljósinu, er orðinn svo sterkur
þáttur í þjóðlífinu að maður getur
naumast ímyndað sér stjórnmálin,
þingfréttirnar, fjölmiðlana og
daglegu umræðuefnin án hans. En
Ingólfur er sem betur fer ekki
horfinn af sjónarsviðinu. Nú lítur
hann yfir farinn veg og rifjar upp
það sem á daga hans hefur drifið á
viðburðaríkri ævi. Fyrra (eða
fyrsta) bindi endurminninga hans
er komið út »sem Páll Líndal hef-
ur skráð og búið í bókarform«,
eins og stendur á titilsíðu. Fram
kemur í formála Páls að útgefandi
bauð Ingólfi að velja sér höfund til
að skrá þessar endurminningar.
Og Ingólfur kaus Pál. Það val hef-
ur nú skilað góðum árangri.
Algengt er að ævisögur segi
mest frá bernsku og æsku, nokkuð
frá árunum milli tvítugs og þrí-
tugs, en síðan sé hlaupið hratt yfir
það sem eftir er. Því er ekki svo
varið um þessa bók. Ingólfur
greinir frá ætt sinni og uppruna,
sömuleiðis frá bernsku- og æsku-
árum, námi o.s.frv., en fjölyrðir
ekki mjög um það skeið ævi sinn-
ar. Sýnu fleira segir hann um
stjórnmálin allt frá því er hann
tók að fylgjast með þeim, ungling-
ur austur í Rangárvallasýslu.
Saga þessi er því í fyllsta skilningi
málefnaleg. Að lesnum þriðjungi
bókarinnar er komið að kafla sem
ber yfirskriftina: Stjórnmálasvipt-
ingar á fjórða áratugnum og upphaf
þeirra. Og þriðjungur er eftir þeg-
ar Ingólfur tekur að segja frá
sinni fyrstu ráðherratíð.
Ingólfur var aðeins tuttugu og
fjögra ára er honum var falið það
ábyrgðarstarf »sem margir töldu
nánast óvinnandi. Það var að taka
að mér stjórn á nýstofnuðu kaup-
félagi á Hellu.* Menn veltu þessu
vitanlega fyrir sér. Og eitt sinn
kom Ingólfur inn á fund, þeim að
óvörum er fundinn sátu, þar sem
menn voru einmitt að ræða um
ráðningu hans. Og um leið og
hann gengur inn segir maður: »Ég
held nú það. Hann er sonur Jóns
og Önnu.« Var það hvorki í fyrsta
né síðasta skipti sem Ingólfur
naut foreldra sinna.
Árið 1940 var fyrst tekið að orða
það að Ingólfur byði sig fram til
Alþingis. Kosningar skyldu fara
fram árið eftir, 1941. En þeim
kosningum var nú raunar frestað
um ár vegna styrjaldarinnar og þá
Ingólfur Jónsson
einnig umræðum um framboð. En
þegar að því kom að taka varð
ákvörðun voru þeir valdir til
framboðs, Ingólfur og Sigurjón í
Raftholti. í vorkosningunum 1942
hlaut Framsóknarflokkurinn
nauman meirihluta í Rangárvalla-
sýslu, Sjálfstæðisflokkurinn ör-
litlu færri atkvæði. En hlutfalls-
kosningar voru þá ekki enn komn-
ar til sögunnar, þvert á móti var
nú verið að kjósa um þær, þannig
að báðir framsóknarmennirnir
hlutu kosningu. Ingólfur tók eigi
að síður sæti á Alþingi sem
fimmti landskjörinn. Þar með var
hafin þátttaka hans í stjórnmál-
um. Og með breyttum kosninga-
lögum varð hann svo þingmaður
Rangæinga.
Röskum áratug eftir að Ingólfur
var fyrst kosinn á þing, það er
1953, tók hann sæti í nýmyndaðri
ríkisstjórn og þá sem viðskipta- og
iðnaðarráðherra. Iðnaðarmál voru
þá lítt í sviðsljósinu. öðru máli
gegndi með viðskiptamálin, þau
voru bæði umdeild og vandasöm.
Haftaskeiðið var ekki fullkomlega
á enda runnið þó mjög hefði
greiðst úr þeim málum frá því sem
var fáum árum áður og varð það
meðal annarra verkefna við-
skiptaráðherra að leysa þá hnúta.
Ingólfur segir frá því að er fyrsta
ríkisráðsfundi hinnar nýju stjórn-
p~ var lokið hafi Ólafur Thors boð-
ið sér heim í Garðastræti 41. Þar
var sest að borðum »og þar skál-
uðum við ásamt heimilisfólki
hans. Aðrir gestir en ég voru
ekki.« — ólafur Thors erfði það
ekki við hann að Ingólfur hafði á
sínum tíma verið andvígur Ný-
sköpunarstjórninni.
Þessu bindi lýkur er Ingólfur
stóð á fimmtugu, 1959, en þá gerð-
ist það minnisstæðast í stjórnmál-
unum að kjördæmaskipun og
kosningalögum var breytt í það
horf sem síðan hefur haldist og
skömmu síðar var viðreisnar-
stjórnin mynduð en hún sat að
völdum allan næsta áratug og
tókst, einni ríkisstjórna, að lægja
að nokkru þær upplausnaröldur
sem hér hafa annars gruggað
þjóðlíf og stjórnmál um langan
aldur.
Ingólfur segir frá því að hann
hafi í fyrstunni hallast »töluvert í
áttina að Framsóknarflokknum*.
En Framsókn brást í stjórnarsetu
1927—1932 og Ingólfur batt ekki
framar vonir við þann flokk.
Framkvæmdir voru þó talsverðar
á því tímabili og mikið af þeim
gumað. »Árið 1931 var meira að
segja gefin út á kostnað ríkissjóðs
furðu glæsileg myndabók, á þriðja
hundrað síður, dreift út um allt
land á opinberan kostnað.« En
hvaðan kom fé til þessara fram-
kvæmda? Það var fé sem Jón Þor-
láksson hafði sparað saman á ár-
um áður því »sá var munurinn, að
Jón Þorláksson hélt utan um það
fé, sem ríkissjóði aflaðist, en þeg-
ar umskiptin urðu 1927 snerist allt
á hinn veginn.«
Snemma á fjórða tugnum klufu
sig nokkrir menn frá Framsóknar-
flokknum og stofnuðu Bænda-
flokkinn. Ingólfur taldi strax að
slíkur flokkur — sem berðist ein-
ungis fyrir málefnum einnar
stéttar — ætti enga framtíð fyrir
sér enda lognaðist Bændaflokkur-
inn brátt út af og skyldi eftir sig
fá spor í íslenskri stjórnmálasögu,
Meginkostur þessarar bókar er
að mínum dómi sá hversu grannt
er farið ofan í saumana á íslensk-
um stjórnmálum allan þann tíma
frá því er sögumaður tók að fylgj-
ast með og þar til þessum hluta
endurminninganna lýkur. Ingólfur
á Hellu er, eins og Páll Líndal seg-
ir í formála, »maður, sem hófst af
sjálfum sér til æðstu metorða
fyrir skarpa greind, óvéfengjan-
legt raunsæi, ótvíræðan dugnað og
mikla ósérplægni.«
Og hvað sig snerti segist Ingólf-
ur álíta »að mitt viðhorf stafi af
því hversu hið fagra og stórbrotna
umhverfi eystra hefur alltaf haft
mikil áhrif á mig.«
Rangárþing er sögufrægasta
hérað landsins. Hvergi ber heldur
fyrir augu stórbrotnara landslag.
Og víðsýni getur hvergi meira.
Sagt er að fólk taki á hverjum stað
svip af sínu umhverfi, og þykir
mér það sannast rækilega með
þessari bók.
Svartur skuggi í friðsælu umhverfi
Iðunn Steinsdóttir:
KNÁIR KRAKKAR. Myndir teikn-
aði Auður Eysteinsdóttir. Káputeikn-
ing: Ástmar Ólafsson. Bókhlaðan
1982.
Nýr höfundur, Iðunn Steins-
dóttir, kveður sér hljóðs. Á bókar-
kápu stendur að sagan sé ætluð
börnum á aldrinum 8—12 ára.
Sagan gerist í sveit. „Sveitin er
girt háum fjöllum. Þau heita ýms-
um nöfnum, hvert eftir sínu lagi,
svo sem „Hæll“, „Öxl“ og „Litl-
atá“. En eitt er þó fjallið hæst og
mest og gnæfir yfir öll hin. Það er
„Stóratá".
Af tindi hennar sést um víða
vegu til allra átta.“
Aðalpersónur sögunnar eru tíu
ára leiksystkin, Búi, Lóa og Hrói.
Margar aðrar persónur koma vit-
anlega einnig við sögu.
Búi er alinn upp hjá ömmu sinni
og frænda. Hin tvö í skjóli for-
eldra með fleiri systkinum.
Skólinn er búinn. Framundan er
vorið með sínum ábyrgðarmiklu
störfum — og frelsið í ríki stór-
brotinnar náttúru landsins. Sauð-
burður stendur yfir og barnshend-
ur hjálpa ánni Surtlu í fæðingar-
nauð hennar. Margir atburðir ger-
ast í sögunni og reka þeir hver
annan.
Magnaður atburður úr raun-
veruleika síðari ára er meginþráð-
ur sögunnar.
Persónur komnar úr hinum
stóra heimi utan litlu eyjunnar
valda ungum þegnum og litlu
sveitarfélagi býsna miklum erfið-
leikum til umfjöllunar og úrlausn-
ar.
Höfundi lætur vel að lýsa fögru
umhverfi í friðsælli náttúru
landsins. En jafnvel þangað nær
skuggi umheimsins og veldur
átökum.
Sagan er rituð á léttu, lifandi
máli sem hentar ágætlega börnum
er ekki hafa náð fullkomnu valdi á
lestri. Atburðir sögunnar eru ekki
færðir í einfaldara form fyrir þaer
sakir, þeir skila fyllilega sínum
átökum. Saga Iðunnar er vel sögð
og verðskuldar athygli. Myndir
eru misjafnar, sumar ágætar og
frágangur á bókinni er vandaður.
Káputeikning er góð.