Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Bladburðarfólk óskast! Austurbær Skólavöröustígur Laugavegur 1—33 Flókagata 1—51 Vesturbær Tjarnarstígur Garðastræti Faxaskjól Skerjafjöröur sunnan flugvallar Úthverfi Gnoðarvogur 44—88 Hjallavegur GÆEÐAMERK!Ðfæst nú á ís,andi Litrófið er lengra en stafróið. Óteljandi tegundir af peysum, buxum o.fl. fyrir dömur og herra frá 12 ára — 99 ára. SILFURSKIN Skólavörðustíg 5. Sími: 15050 0 12 Barnaföt, peysur, buxur, skyrtur, o.fl. frá 0—12 ára. Skólavörðustíg 4A. Sími 18875. „ ERTU ELDKLÁR?" Það er alltaf gaman til þess að vita þegar einkaaðil- ar eða einhver félagsskapur tekur sig til og skoðar brunavarnamálefni síns hér- aðs og beitir sér fyrir að fólk komi lagi á hlutina á sínu heimili. Landssambandi slökkviliðsmanna er ánægja að bjóða JC Árbæ velkomna í hóp brunavarnamanna á íslandi. Nú þegar dregur að jólum og áramótum eykst bruna- hætta á heimilum mjög mik- ið, kerti, jólatrésseríur, blys og rakettur eru tekin fram og þótt slökkviliðin búi sig undir þessa auknu hættu er skaðinn oft skeður þegar það kemur á vettvang. Búum okkur því sjálf undir hið aukna hættuástand og fjár- festum í þeirri ódýru líf- tryggingu sem slökkvitæki og reykskynjarar eru, það hefur sannast margoft að þessi tæki hafa bjargað mannslífum og enn oftar hafa þau bjargað eða komið í veg fyrir stórkostlegar skemmdir á heimilum fólks. Börnin á heimilunum eru oftast í hvað mestri hættu þegar eldur verður laus, er ekki kominn tími til að við útbúum okkar eigin flótta- áætlun, kennum öllum hvað hver eigi að gera ef eldur brýst út og hvar eigi að hitt- ast er út er komið. Athugið að ávallt verður að vera um tvær leiðir að velja út úr hverju herbergi. Hér á eftir koma svo nokkrar spurning- ar sem gott væri að kunna svörin við. í eldi geta sekúndur skipt máli því er nauðsynlgt að hafa tilbúna og æfða flótta- áætlun. Rétt væri að hver fjölskylda ræddi og æfði eft- irfarandi atriði: l*ú ert að laga hádegismatinn, þegar siminn hringir. Þú ferð fram til að svara og þegar þú kemur til baka stendur eldtunga upp frá steikarpönnunni. Hvað áttu að gera? A: Flytja pönnuna af eldavélinni? B: Slökkva hina brennandi feiti með því að hella vatni á pönnuna? C: Slökkva á eldavélinni og setja lok á steikarpönnuna? Þú býrð í gomlu húsi. Það hefur aukist að það springi öryggi og jafnvel að það finnist brunalykt þegar kveikt eru Ijós í kjallaran- um. Það er liðin hálf klst. síðan þú varst þar síðast og nú finnur þú brunalykt og sérð reyk leggja upp eldhúströppurnar, þú hleypur niður og sérð reyk koma út um hálfopnar kjallaradyrnar. Hvað áttu að gera? A: Galopna kjallaradyrnar og opna glugga til að fá reykinn út úr kjallaranum? B: Loka kjallaradyrunum og láta nágrannana vita? C: Fara niður í reykinn og athuga hvað hafi skeð? D: Kalla á slökkvilíðið og jafnvel halda dyrunum rökum með vatni? Þú situr reykjandi í hæginda- stól, þegar dyrabjallan hringir. Þú leggur sigarettuna frá þér á ösku- bakka sem stendur á stólarminum. Þegar þú kemur til baka hefur síg- arettan fallið ofan i stólinn og kveikt í honum. í hvaða röð áttu að framkvæma eftirfarandi? A: Kæfa eldinn meö teppi. B: Sækja vatn og skvetta því á stólinn með hendinni. C: Færa stólinn frá gardínum og öðrum stofuhúsgögnum. ist við að reyna slíkt. 8. Farið í næsta hús eða íbúð til að hringja í slökkviliðið. 9. Leggið símanúmer slökkviliðsins á minnið. Svör við spurningum 1-c, 2-c-a-b, 3-b-d. Þekkirðu hætturnar: 1. Kertaljós er of nálægt gardínunum. 2. Straujárnið stendur í sambandi á straubrettinu. 3. Rafmagnsinnstungan er ofhlaðin af straumfrekum rafmagnstækjum. 4. Bensín notað við hrein- gerningu, þar sem logar ljós og rafmagnsofn er í sam- bandi. 5 Barnið er að leika sér að eldspýtum. 6. Föt eru þurrkuð á raf- magnsofni. 7. Reykingar í rúmínu eru oft orsakir dauðsfalla. 1. Sofið með herbergisdyrn- ar lokaðar, það heldur af- tur af hinum eitraða reyk. 2. Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskyldu þína. 3. Athugaðu dyrnar, ef þær eru heitar, notaðu hina flóttaleiðina, séu þær kaldar settu öxlina í hurð- ina og vertu viðbúinn að loka ef reykur eða hiti kemur inn. 4. Skríddu í reyk, reykurinn og annað eiturloft stígur upp svo það er skárra loft niðri við gólf. 5. Vertu fljótur út. 6. Farðu á hinn valda móts- stað svo þú getir athugað hvort öll fjölskyldan sé óhult. 7. Farðu ekki aftur inn í eld eða reyk og vertu viss um að aðrir fari ekki heldur inn, fjöldi fólks hefur lát- 8. Rafmagnssnúra er fest við vegginn með nagla. Góðir landsmenn, sýnum gætni og árvekni á komandi hátíðum. Tökum höndum saman til að fækka eldsvoð- um og mannslátum á Is- landi. ERT ÞÚ ELDKLÁR? f.h. Landssambands slökkviliðsmanna Höskuldur Einarsson formaður. 9 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.