Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
U axn*u
Erlendar
hljomplötur
og bækurtil gjafa
Hagstætt verö.
Bokabúo Steinars
Bergstaöastræti 7-Sími 16070
Bókin umþi|*
veistu hver þú eít?
Þetta er bókin sem þú skrifar með eigin hendi,
ÆTTARBÓKIN þín. Þú safnar upplýsingum og
færir þær inn í ÆTTARBÓKINA og smám saman
verður til ritverk, sem rekur sögu ættar þinnar,
spennandi og viðburðaríka sögu með fjölmörgum
persónum, sögu sem veitir þér nýja innsýn inn í
lífið i landinu bæði fyrr og nú. Og enginn
skammtar þér tima til þessa verks eða rekur á eftir
þér, því að bókin þín er þegar komin út.
ÆTTARBÓKIN skrifar sig ekki sjálf fremur en
aðrar góðar bækur. Það verk er þér ætlað að vinna
— en ekki hjálparlaust. ÆTTARBÓKIN geymir
lykilinn sem þú þarft á að halda, skrá yfir
heimildir sem þú getur leitað til og einfalt skrá-
setningarkerfi, sem er aðgengilegt og auðskilið.
ÆTTARBÓKIN er ekki einvörðungu geymslu-
staður fyrir mannanöfn, dagsetningar og ártöl,
heldur rúmar hún líka fróðleik og frásagnir, sem
þú bjargar frá glötun. (
ÆTTARBÓKIN er ætluð fólki á öllum aldri,
sem vill vita meira um annað fólk, umhverfi ög
sögu. Hún er ætluð þér.
ÆTTARBÓKIN erjólagjöf sem tengir stórfjöl-
skylduna aftur saman.
SOGGSTEINN
Vilmundur
Gylfason
sýknaðurí
meiðyrðamáli
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ViJ-
mund Gylfason, alþingismann, í
meiðyrðamáii, sem Jósafat Arn-
grímsson, kaupmaður í Keflavík,
höfðaði vegna ummæla sem Vil-
raundur viðhafði í sjónvarpi í frétta-
þættinum Kastljósi 20. desember
1974. Jósafat gerði þær kröfur að
ummæli í átta liðum, sem Vilmundur
viðhafði í Kastljósi, yrðu dæmd dauð
og ómerk og að honum yrði dæmd
tilhlýðileg fjárhæð til að greiða
kostnað af birtingu málsloka í sjón-
varpi eða öðrum fjölmiðli. Til vara
krafðist Jósafat að Vilmundur yrði
dæmdur í þyngstu refsingu, sem lög
leyfa, fyrir að að raska opinberlega
friði einkalífs síns.
Þá krafðist hann þess, að Vil-
mundi, Ríkisútvarpi og fjármála-
og menntamálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs yrði gert að greiða
fégjald fyrir ófjárhagslegt tjón
eða miska. Dómur féll í héraði
Vilmundi í vil og krafðist hann
þess, að sá dómur yrði staðfestur.
Fyrir Hæstarétt voru lögð ný
gögn, þar á meðal endurrit af
dómi sakadóms Gullbringusýslu
frá 5. maí í sumar. Þar var Jósafat
sakfelldur fyrir að hafa gefið út 21
tékka, samtals að fjárhæð gkrón-
ur 21.463.375, án þess að næg inni-
stæða væri fyrir hendi. Jósafat
var dæmdur í sex mánaða fangelsi
en fullnustu þeirrar refsingar
frestað og hún felld niður að
tveimur árum liðnum frá upp-
kvaðningu dómsins ef almennt
skilorð 57. gr. almennra hegn-
ingarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr.
22/1955, verður haldið.
Við ákvörðun refsingar tók
sakadómari tillit til þess, að brot
voru játuð greiðlega og að langt
var liðið frá því að þau voru fram-
in — eða 1974. Þá höfðu hinir inni-
stæðulausu tékkar allir verið
gerðir upp að fullu ásamt kostn-
aði.
Jósafat krafðist þess, að um-
mæli Vilmundur í átta liðum yrðu
dæmd dauð og ómerk. Hæstiréttur
hafnaði þessari kröfu, taldi um-
mælin hvorki refisverðar móðgan-
ir né aðdróttanir, né voru þau tal-
in brjóta í bága við friðhelgi
einkalífs í skilningi 229. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940
eða vera óskráðar grundvallar-
reglur um persónuvernd.
Þó var einn liður ummæla Vil-
mundar í umræddu Kastljósi tal-
inn óviðurkvæmilegur en þau voru
svohljóðandi: „Og maðurinn segir
við vini sína: Hafið engar áhyggj-
ur, ég er dæmdur, ég er dæmdur
trekk í trekk, ég fer aldrei í tukt-
hús.“
Kröfu um fégjald fyrir ófjár-
hagslegt tjón eða miska var hafn-
að, svo og fékröfu til greiðslu
kostnaðar af birtingu dóms. Þá
var kröfum’á hendur Ríkisútvarp-
inu, menntamálaráðherra og fjár-
málaráðherra hafnað. Jósafat var
gert að greiða málskostnað fyrir
ríkissjóð og Ríkisútvarpið en
málskostnaður fyrir Hæstarétti
milli Jósafats og Vilmundar var
felldur niður.
Fann loft-
netsstangir
MAÐUR nokkur í Hlíðunum fann í
sunnudag fimm loftnetsstangir í bif-
reið sinni. Virðist sem stöngunum
hafi verið stolið og þær skildar eftir
í bifreiðinni. Þeir sem sakna loft-
netsstanga geta vitjað þeirra hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Wterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiöill!