Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Búnaðarbankinn í Frakk- landi, Credit Agricole, efndi til íslandskynningar í aðal- stöðvum bankans í Nor- mandí dagana 18.—21. nóv- ember. En Normandí er ann- að þeirra héraða Frakklands, sem vegna gamalla tengsla við norræna menningu og róta í víkingatímanum hefur mikinn áhuga á íslendingum, tungu þeirra og menningu. En íslandskynningin var í samvinnu og fyrir áhrif frá íslenzkudeildinni í háskólan- um í Caen og félaginu Ás- garði, sem ræktar tengslin við norrænan uppruna Nor- mandí-búa og gefur út blaðið Heimdall. Fulltrúum frá ís- landi var boðið til Normandí af þessu tilefni. Þrír þáðu boðið, Njáll Ingjaldsson, skrifstofustjóri Síldarútvegs- nefndar og kona hans, Hjördís Jónsdóttir, og Sveinn Sæmundsson, for- stöðumaður kynningardeild- ar Flugleiða. Einnig voru viðstaddir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiráðsritari í París, sem hafði verið milli- göngumaður um útvegun á munum, og Antoine Quitt- ard, svæðisstjóri Flugleiða í Frakklandi. Blaðamaður Mbl. sá sér ekki fært að þiggja boð bankans, en eftir heimkomuna var leitað frétta hjá Sveini Sæmundssyni. — íslenska sýningin var opnuð 18. nóvember í samkomusal Bún- aðarbankans í Saint-Lo, sem tekur nokkur hundruð manns og var al- veg fullt þar þótt á miðjum vinnu- degi væri, sagði Sveinn. Prófessor Regis Boyer frá Parísarháskóla, sem dvaldi lengi á íslandi og hefur þýtt íslenzkar bækur og fornsögur á frönsku, flutti klukkutíma fyrir- lestur um ísland og íslenzka menningu. Og sýnd var íslands- kvikmynd, sem fengin var að láni frá sendiráðinu í París. En Gunn- ar Snorri Gunnarsson mælti þakkarorð fyrir Islands hönd og opnaði sýninguna. Einnig töluðu borgarstjórninn í Saint-Lo og sýslumaðurinn í Manche. Islenskum fyrirtækjum hafði verið boðið að sýna þarna, en þátttaka var fremur dræm. Sýnd- ar voru ullarvörur frá Álafossi og sendiráð Islands hafði útvegað ljósmyndir frá Islandi. Auk þess höfðu verið fengnir að láni munir úr Þjóðminjasafninu og úr Byggð- asafninu á Akureyri, m.a. fyrir milligöngu íslenzkrar konu, Stein- unnar Filipusdóttur Breton frá Hrisey, sem búsett er í Normandí og kennir íslenzku við háskólann í Caen. Eftir það hófst dagskrá fyrir gestina frá Islandi, að því er Sveinn sagði. Var farið um marg- ar borgir í Normandí fylgd með Gamli virkisveggurinn í Saint Lo. Óskaplegt mannfall varð í Normandí I báðum heimsstyrjöldunum, en þar var innrás Bandamanna í Normandí í þeirri seinni. Minnismerki um þá sem fóru og ekki komu aftur. íslandskynning 1 Normandí: Komdu sæll, sögðu Normandí-búar í stað kveðjunnar bon jour Une délégation islandaise a Cherbourg íslenzku gestirnir (lengst til hægri) Sveinn Sæmundsson, Njáll Ingjaldsson og Hjördís Jónsdóttir ásamt fulltrúum verzlunarráðsins í Cherbourg. Myndin er úr blaðinu La Presse de la Manche. blaðafulltrúa bankans og M. Bern- age, sem er formaður Asgarðs og gefur út tímaritið Heimdall í Bay- eux. — Ferðin var ákaflega merkileg og vel undirbúin, sagði Sveinn. Áhuginn á íslandi er meiri á þessum slóðum en annars staðar sem ég hefi komið erlendis. Er sannarlega þess virði að auka samskiptin milli íslands og þess- ara staða. Alls staðar tóku á móti Islendingunum borgarstjórar og fulltrúar verzlunarráðanna á staðnum svo og framámenn í landbúnaði, fiskiveiðum og iðnaði. Skipst var á upplýsingum. íslend- ingarnir fræddir á samskiptum viðkomandi borgar við íslandinga og sagt frá atvinnulífi og viskipt- um á hverjum stað. En íslend- ingarnir veittu á móti upplýsingar um ísland og íslendinga. Sjálfur hafði Sveinn meðferðis kynn- ingarefni frá Flugleiðum um fé- lagið og íslenskt atvinnulíf. Mikill íslandsáhugi Á fyrsta degi var farið til Cherbourg, sem á víkingatíman- um hét Skerjaborg, að því er gest- unum var tjáð. — Þótt Cherbourg sé við Ermasund er þetta ekki fyrst og fremst fiskibær, sagði Sveinn. Öllu heldur mikilvæg miðstöð verzlunar og viskipta. Til dæmis fer um höfnina ógrynni af bílum, sem dreift er þaðan um allt meginlandið. Til dæmis er öllum Toyotum frá Japan skipað þar upp. Frá Cherbourg fóru á sínum tíma flestir frönsku innflytjend- urnir til Kanada. Þarna eru mikil hafnarmannvirki og er nú verið að breyta þeim. Áður kom fólk og flutningar með járnbrautarvögn- um og fór þar um borð í Atlants- hafsfarskipin. Nú er verið að breyta yfir í svokölluð „ro-ro“- skip, sem taka bíla og allt annað beint. Frá Cherbourg fer gífurlega mikið af farþegum og flutningi milli Frakklands og Bretlands með ferjum. Og þar er eini flug- völlurinn á stóru svæði. — I Cherbourg urðum við skemmtilega varir við þennan mikla Islandsáhuga, sem er svo áberandi í Normandí, sagði Sveinn. En fólk virðist þar sem víðar vera farið að hugsa meira um uppruna sinn og rætur. Tengslin við ísland eru mest frá Víkingatímanum, er víkingarnir sem töluðu íslenzku settust þar að. Þarna hittum við eins og reyndar í Bayerux fólk, sem ekki heilsaði með ávarpinu „Bon jour“, heldur „Komdu sæll og blessaður".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.