Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
Við fjöllin blá
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gudrún Audunsdóttir Stóru-Mörk:
VIÐ PJÖLLIN BLÁ. Ljóð. 109 bls.
Goóasteinsútg. Skógum, 1982.
»Vonum seinna birtist á bók
ljóðasafn Guðrúnar Auðunsdóttur
húsfreyju í Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum,« segja þeir í formála,
Jón R. Hjálmarsson og Þórður
Tómasson. En nú eru ljóð Guðrún-
ar sem sagt komin út — fyrir at-
beina þeirra. Guðrún hefur sem
húsfreyja á sveitaheimili haft öðr-
um hnöppum að hneppa í lífinu en
að sitja við skrifborð. Þráseta við
skriftir er ekki heldur vísust leið
til að finna hinn rétta tón í ljóð-
listinni, enda varð hún til löngu á
undan skrifborðum. »Höndin er
enn við hrífuna bundin/en hugur-
inn víða fer,« segir Guðrún líka í
kvæðinu Heyannir. Ljóð getur orð-
ið til hvar sem er.
Guðrún fæddist skömmu eftir
aldamótin síðustu. Ljóðin í bók-
inni eru ekki ársett og því ekki séð
hvenær þau eru ort. En 1956 sendi
Guðrún frá sér nokkrar þulur. Og
skömmu síðar skrifaði sr. Sigurð-
ur Einarsson í Holti um Guðrúnu
og ljóð hennar í tímaritið Heima
er best. Er sá þáttur endurprent-
aður með þessu ljóðasafni. Sr. Sig-
urður spyr hvers vegna skáld með
»jafn ótvíræða upprunalega hæfi-
leika hafi ekki látið meira að sér
kveða*. Og svarið verður: » ...
skortur á örvandi umhverfi ... «
Kynslóð Guðrúnar mat skáld-
skap mikils, leit upp til þjóðskáld-
anna, en horfði í raun og veru til
þeirra eins og þau væru stjörnur í
órafjarlægð. Erfiðisfólki bar að
halda sér við sitt verk og bægja
frá sér hugarórum, þar með töld-
um skáldskapariðkunum. Að visu
var ekki talinn ljóður á ráði
manns að vera »hagmæltur« og
geta kastað fram vísu. En færi
skáldskapartilhneigingin langt
fram úr því gat slíkt reiknast til
fordildar.
Það sýnir hófstillingu Guðrúnar
að hún yrkir mest um heimahaga
Verslið
ídag
á næsta ári
Ef þiö verslið fyrir 4000 krónur eöa meira
lánum viö helminginn í 1—2 mánuði.
Látið lána-tilboðið létta ykkur jólaversl-
unina.
Austurstræti 10
sími: 27211
og daglega reynslu: Heimabyggð,
ÍJtsýn frá Dalsseli, Heima i Mörk,
Horft úr hlaöi, Til bónda míns, svo
nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir-
myndir hennar eru auðsæjar, en
þær eru sú nýrómantíska ljóðlist
sem gekk hér upp úr siðustu alda-
mótum, að ógleymdum kvæðum
þjóðskáldanna frá nítjándu öld
sem einnig eru kennd við róman-
tík. Skáldkonan dásamar náttúr-
una og lífið í sveitinni, yrkir um
unað fábrotinna og eðlilegra lífs-
hátta og hugleiðir rök lífs og til-
veru eins og þau blasa við henni
frá bæjardyrum séð. Guðrún fagn-
ar vorinu og sættir sig líka við
haustið. Hvort tveggja er sem flet-
ir á sama teningi, ljós og skuggar
til að skerpa ímynd lífsins. í
kvæðinu Sjötug skyggnist skáld-
konan aftur og fram í tímanum og
hugleiðir árstíðirnar i eigin lífi.
Ljóðið endar svona:
Enn er fagurt und Fjöllum,
friður um daginn langan,
skjól í hlíðum og hjöllum,
höfgi og blómaangan.
Þó hausti og hrími í brúnum,
hjartað það ekki skaðar,
ef hlýtt er í hugans túnum,
er hamingjan enn til staðar.
Einn er sá kveðskapur sem ber
af í þessari bók en það eru þulur
Guðrúnar. Þulan er gamalt form,
en öðru hverju endurvakið og
endurnýjað. Á æskuárum Guðrún-
ar var þulan einmitt í hávegum
höfð: Sigurður Nordal, Theódóra
Thoroddsen og Hulda ortu þulur,
svo dæmi séu tekin. Auðséð er að
Guðrún hefur lagt alveg sérstaka
rækt við þetta form, þar fær
smekkvísi hennar notið sín til hins
ýtrasta.
Ég tel lofsvert framtak þeirra,
Goðasteinsmanna, að gefa út þessi
ljóð Guðrúnar Auðunsdóttur.
Kvæði Guðrúnar munu tæpast
verða þjóðareign með sama hætti
og kveðskapur þeirra skálda sem
hún hefur sýnilega valið sér að
fyrirmynd í öndverðu. En skáld-
konur eins og Guðrún geta haft
ótvíræð örvandi áhrif á umhverfi
sitt — svo maður notist við orð sr.
Sigurðar í Holti — með þvi þó að
snúa þeim við.
Erlendur Jónsson
Vala
Bókmenntir
Siguröur Haukur Guöjónsson
VALA
Höfundur: Ragnheiður Jónsdóttir.
Myndir: Ragnheiður Gestsdóttir.
Prentun: Prenttækni.
Útgefandi: Iðunn.
Þetta er þriðja útgáfa sögunnar,
og undrar engan, sem lesið hefir,
svo snjöll sem hún er.
Vala er niu ára telpa, sem alin
er upp í sárri fátækt í upphafi síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. Um
margt er Vala óvenjulegt barn, og
alvara lífsins sezt að henni fyrr en
flestum. Hún á bróður, eldri, sem
með háttalagi sínu veldur henni
miklum áhyggjum. Hún skilur
heldur ekki ábyrgðarleysi foreldra
sinna, sem hrúga niður ómegð, þó
þau hafi enga getu til þess að sjá
fjölskyldunni sæmilega farborða.
Vala litla leggst í ólar með for-
eldrum sínum, er krafin um vinnu
sem nálgast þrældóm. Hún er
óvenju vel gerð telpa, sækist nám í
skóla betur en jafnöldrum og það
vekur henni þrá til mennta. En
hverra kosta völ á fátæk stúlka?
Þeir virðast ekki margir. Höfund-
ur leiðir Dóru að hlið hennar og
ævintýrið skeður, draumur Völu
breytist í vökumynd. En það er
fleira sem breytist, Kári kemur
allur annar úr sveitinni, er orðinn
lögulegasta mannsefni. Atvinna
eykst og bjartari hagur virðist
blasa við fjölskyldunni allri.
Ragnheiður segir söguna af
mikilli íþrótt, og það er því ungl-
ingum mikill fengur að kynnast
þessari bók.
Myndir bókarprýði. Prentun og
frágangur allur mjög góður. Hafi
útgáfan þökk fyrir.