Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
73
hópi langar mig ekkert til að
vera.“
eskja
leika
— Er það eitthvað ákveðið
sem þú vilt koma á framfæri í
sögum þínum?
„Boðskapur, meinarðu?
Kannski felst afdráttarlaus
boðskapur í þeirri afstöðu sem
ég hef til lífsins og sú afstaða
hlýtur að endurspeglast í því
sem ég geri. Ég er bjartsýn. Ég
hef ekki nokkra trú á því að
heimurinn fari versnandi. Ég
held hann sé að batna. Mér sýn-
ist margt benda til þess. Þetta
með verðbólguna og firringuna
og það allt saman — það er ekki
minn kveðskapur. Kannski er
óleyfilegt að hafa svona skoðanir
á tímum þegar grundvallarhug-
myndir manna eru mikið til lit-
aðar af svartsýni. En ég áskil
mér samt þann rétt að hafa slíka
skoðun. Kannski það hafi eitt-
hvað með trú að gera. Á hinn
bóginn hef ég aldrei haft þörf
eða löngun til að boða trú eða
skoðun. Slíkt hefur mér þótt
beinlínis ósæmilegt. Það felst í
því hroki og ófyrirleitni að vera
svo viss um að manns eigin skoð-
un eða eigin trú sé alsönn og al-
rétt og því beri fyrir hvern mun
að fá aðra á það band. Hitt er
svo allt annars eðlis, að vekja til
umhugsunar, að sýna nýja fleti,
að varpa ljósi á sem flestar hlið-
ar. Það hefur þann tilgang að
örva sjálfstæða hugsun sem aft-
ur verður vonandi til að stuðla
að því að fólk taki sjálft afstöðu.
Það er allt fullt af óprúttnum
skoðanamöngurum og í þeim
Og svo verður til ein-
staklingur sem manni er
hreint ekki sama um
— Hvað getur þú sagt mér um
tildrög þessarar bókar?
„Ég á unga vinkonu, stórvel
gefna og skemmtilega. Hún var
tólf ára þegar ég fór að velta
þessari sögu fyrir mér. Það sem
hún var að hugsa um á þeim
tíma varð til þess að ég fór að
rifja upp hvernig ég leit aítilver-
una á þessum aldri og við hverju
maður bjóst. Þetta varð út-
gangspunktur sögunnar. Svo
gerist það allt í einu að maður
stendur frammi fyrir sjálfstæð-
um einstaklingi sem er bara
hann sjálfur, ekki ég og ekki hún
litla vinkona mín. Skoðun þessa
einstaklings er samt ekkert sem
ég hælist um af, ekki frekar en
mér finnist það vera eitthvert
einkaafrek mitt að börnin mín
séu til og að þau séu eins og þau
eru. Maður er ekkert af sjálfum
sér.
En sagan um Sylvíu er af
stúlku sem fæðist inn í erfiðar
aðstæður og er framan af leik-
soppur þeirra. Utanaðkomandi
aðstæður og óverðskuldaðar, á
hvorn veginn sem er, hafa áhrif
á örlög fólks og stjórna þeim, en
á móti kemur það að því er gef-
inn frjáls vilji og spurningin er
sú hvort það notar hann. Sylvíu
er innprentað það í upphafi að
hún sé ekkert sérstakt og að hún
skuli ekki gera sér i hugarlund
að hún sé eitt eða neitt. En
Sylvía gerir sér grein fyrir því
að það er nú ekkert sjálfsagt
mál. Það er hún sjálf sem á að
ákveða hvort hún er og verður
þetta eða hitt. Þetta er stúlka
sem er sprottin úr öðru umhverfi
en því sem ég þekki bezt. Sama
gildir um söguefnið í fyrri bók-
inni. Reynslu persónunnar sem
þar var sett í öndvegi hafði ég
heldur ekki á minni afrekaskrá,
ef svo má til orða taka. Kannski
þetta sé kækur, — að taka fyrir
efni sem maður þekkir ekki
gjörla og kynna sér það náið með
þvi að skoða það ofan í kjölinn
og skrifa um það.
Afstaða manns til annars
fólks skiptir miklu í þessu efni.
Það er komin manneskja sem
manni stendur hreint ekki á
sama um. Og þessi manneskja
hefur þá sérstöðu að hún á eng-
an annan að fyrr en einhver fer
að lesa söguna og þá tekur hver
lesandi henni eins og hann hefur
tök á og huga til,“ sagði Áslaug
Ragnars að lokum.
Ad gledja
og þroska
Bókmenntír
Jenna Jensdóttir
ÚLsmoginn Einar Áskell. Téxti og
myndir: Gunilla Bergström. Sigrún
Árnadóttir þýddi. Mál og menning
1982.
í hugarheimi yngstu lesenda og
hlustenda hlýtur það að vera
bókmenntaviðburður á þeirra
vísu, þegar bók um Einar Áskel
kemur út. Fyrir börn sem eru að
byrja að skynja umhverfi sitt með
vaxandi talþroska eru þessar bæk-
ur eitt það besta sem völ er á.
Allar eiga þær það sameiginlegt
að flytja litla fólkinu raunveru-
leikann í þeirra unga lífi. Það er
hreint frábært hve myndir og
texti geta sameinast á leið sinni í
vitund barnsins gegn um sjón og
heyrn.
Þessi látlausa, einfalda frásögn,
í máli og myndum af hversdags-
leikanum í tilveru barnanna, skil-
ar sér í hrifningu til okkar eldri,
er við gefum okkur tíma til að eiga
stund með henni og yngsta fólkinu
okkar.
Hún þroskar og gleður, af því að
hún sameinast fyllilega því er ger-
ist í lífi barnsins sjálfs.
Því miður er það nú svo að við
eldri lítum ekki stórum augum á
bókmenntir þessara ungu þjóðfé-
lagsþegna — og látum okkur þær
litlu skipta — oft og tíðum.
Að vera barn og barnalegur eru
neikvæð orð á landi voru fremur
en annars staðar.
Þegar sá hugsunarháttur breyt-
ist hljóta bækur eins og sögurnar
um Einar Áskel að skipa veglegan
sess í hugum okkar, sem eigum að
miðla þessu litla fólki þekkingu í
samræmi við þroska þess og rækta
með því stig af stigi jákvæð lífs-
viðhorf sem vænleg yrðu til raun-
sannrar þekkingar á lífinu seinna
meir.
Það er gleðilegt að fá í hendur
svona góðar smábarnabækur og
ber að þakka það bæði þýðanda og
útgáfu.
^AirBalance
DÚNFATNAÐUR
Nýkomin sending af stór-
glæsilegum dúnfatnaöi frá
^Air Balance
□ Úlpur
□ Húfur
□ Frakkar
□ Buxur
Einnig barnaskíöafatnaöur
frá ítalska fyrirtækinu
EGIDO BONOMI
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8.
Sími 84670.
Nytjahlutir úr slípuðu stáli.
Stórkostleg ítölsk hönnun, sem hittir þá kröfuhörðustu
beint í hjartastað.
Kjörgripir til gjafa - eða bara til þess að gleðja sjálfan sig og
fjölskylduna.
Al.l
Sérverslun með
listræna húsmuni
Borgartúni 29
Sími 20640