Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 SéA til lands úr Grímsey. Svipur lands og þjóð- ar í máli og myndum — eftir Björn Þorsteinsson ÍSLAND svipur lands og þjóóar í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarson — mun ein fegursta bók, sem út hefur komið um land og lýð. — Bókin er ekki aðeins fög- ur, heldur einnig stórfróðleg; hún er eins konar ljósmyndasinfónía, raunsæ og rómantísk í senn og þrungin metnaði og aðdáun á til- verunni á Islandi. Hjálmar R. Bárðarson er ferða- garpur, sem hefur stundað Ijos- myndun um áratugi og gefið út nokkrar bækur á íslensku, dönsku, ensku og þýsku um ísland far- sældar frón og andstæður þess, eldinn og ísinn. ís og eldur er glæsileg bók og hefur komið út þrisvar frá því árið 1971. Að þessu sinni færist Hjálmar mikið í fang og gefur út rúmlega 400 blaðsíðna kynningarrit á landi og lýð og býr það betur og glæsi- legar að myndum en áður hefur verið gert, þegar fjallað er um landið okkar. Þótt hver opna bók- arinnar sé augnayndi, ég hef gam- an af myndum, þá er hún of stór. Bókin hans Hjálmars er saga tilverunnar á íslandi frá því að eyja reis úr hafi. Hún hefst að vísu á fundi landsins, og henni lýkur á Surtsey og hátíð í Herj- ólfsdal; menn urðu að koma hér á vettvang til þess að sjá og skilja. Landfundir Kaflinn um siglingar heilags Brendans norður í höf um 570 og heimsendaeyjuna Thule er skemmtilegur og talsvert sann- færandi. Hann er skreyttur ágæt- ri mynd af sérkennilegum krossi, sem þeir Anton Brian Holt, Guð- mundur J. Guðmundsson og félag- ar fundu í Hlöðuhellinum í Gegn- ishólum í Flóa í fyrstu krossferð- inni austur í sveitir 1976. Þetta var mjög merkur fundur, en vakti litla athygli á sínum tíma; forn- leifafræði er of lítið sinnt hér norður frá. Ég er illa að mér í krossum og á mörgum öðrum svið- um, en Gegnishóla-krossinn verð- ur að hljóta nánari umfjöllun en við Hjálmar getum veitt; hann hefur fest krossinn í íslenskri sögu, hve lengi sem hann helst þar. Við landfundi heilags Brendans er það helst að athuga, að handrit Brendanssögunnar eru yngri en landfundir víkinga á Norður-Atl- UTSOLUSTAÐIR: . TORGIÐ, HERRARIKI, RAMMAGERÐIN, VÖRUHÚS KEA akureyri IDNADARDEILD SAMBANDSINS GLERARGOTU 28 P HÓLF 606 602 AKUREYRI SIMI (96)215 antshafi. Tekið skal fram að Hjálmar fer gætilega í sakirnar og fullyrðir fátt, sem fær ekki stað- ist. Landnám Annar kafli segir frá landnámi og landafundum og er hefðbundn- ari bæði í myndum og máli. Þar verður Hjálmar fyrstur Islend- inga til þess að tengja myntfund vestur hjá Boston í Bandaríkjun- um við vesturferðir víkinga. Arið 1961 fannst peningur í sláttu Ólafs Noregskonungs kyrra (d. 1093) um Vfe m undir yfirborði jarðar vestur í Maine, en menn báru ekki glögg kennsl á skotsilfjið^ fyrr en 1978. Þetta var mjög skemmtilegur fundur, og sýnir að norrænir menn hafa verið eitthvað að sýsla vestra fram á 12. öld, en í annálum segir að Eiríkur biskup á Græn- landi hafi siglt til Vínlands 1121. Á íslandi hefur skaparinn rekið mikilfenglega tilraunastöð í landasmíð um aldir og árþúsundir. Við smíðarnar beitir hann eldgos- um, jarðskjálftum, misgengi, úr- felli og jökulskriði, sem fræsir yf- irborðið, svo að það verður eins og Miklabrautin eftir aðgerðirnar. Hann rífur landið öðru hverju sundur, ýtir því austur og vestur eftir landrekskenningunni og læt- ur það gliðna með hyldjúpum gjám og leikur sér að alls konar steypu og mótun. Ég held hann hafi falið Hjálmari Bárðarsyni sérstaklega að ljosmynda tilþrifin í vinnustofunni. Snorri goði á að hafa spurt á Alþingi árið 1000: ,Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Öll vísindi hvíla á því að kunna að spyrja, og íslendingar skildu fyrstir kristinna þjóða eldsmiðju skaparans. Jarðfræðinga eigum við bráðsnjalla, og Hjálmar leitar óspart fanga hjá þeim, eins og hann greinir frá í eftirmála og heimildaskrá. Hitt er jafnsatt að hann er ekki aðeins þiggjandi, heldur hefur hann sjálfur borið sig eftir björginni, klifið fjöll og jökla og farið um landið þvert og endilangt, útsker og eyjar. Hann hefur gist jötunheima og dverga- byggðir, Halamið og fuglinn í fjör- unni. Þjóðarsagan frá landnámi til þorskastríða og stórvirkjana er rakin í 4. þætti. Hann er hefð- bundinn og dálítið rómantískur og gerir menningarsögunni einkar geðþekk skil. Þar eru ágætar frá- sagnaropnur um ferðalög og flutn- inga að fornu og nýju (80—87), en leiðin forna yfir Ódáðahraun hef- ur breyst frá því að Hjálmar dró hana 1979 að ég held. Sama ár birtist í Árbók Fornleifafélagsins skýrsla manna, sem höfðu þrætt biskupsleiðina fornu úr Kiðagili og austur í Grafarlönd við Jökulsá á Fjöllum. Hér er unnið meira rannsóknarstarf en áður, svo að staðreyndir geta breyst á einu ári. Hjálmar hefur fylgst vel með og verður yfirleitt ekki staðinn að því að fara með úrelt fræði. Fyrstu 4 kaflana, 105 síður, ætti að gefa út sérstaklega handa skól- um landsins. Jafnfagurlega útgef- ið og greinagott yfirlit yfir sögu lands og lýðs er ekki til annars staðar í jafnknöppu formi. Útgáf- an er brýn af því að efnið skortir tilfinnanlega i skólana. Bókin á auðvitað að vera til í hverjum skóla og á hverju heimili, en hún er of fyrirferðarmikil til venjulegs skólabrúks. Eftir almennan inngang um landið og söguna skiptist ritið í kynningarþætti á einstökum landshlutum: Reykjavík og nágrenni, Reykja- nes, Faxaflói, Snæfellsnes, Vest- firðir, Norðurland vestra, Akur- eyri, Grímsey, Norðausturland, Herðubreið og Askja, Austfirðir, Vatnajökull og öræfi, Óbyggðir, Miðhálendið, Suðurland, Surtsey og Vestmannaeyjar. Þessum 20 þáttum er ætlað að birta svipmót hvers bæjar og byggðarlags. Þar er ekki keppt að fjölda staða heldur sérkennum. Bókin markar tímamót meðal slíkra kynningarrita bæði að markvísi og búnaði, en er of stór. Mér þykir bók Hjálmars fögur af því að myndir hennar eru í senn ferskar og frásagnarglaðar. Þar birtast mér gamlir kunningjar eins og Seljalandsfoss frá örlítið öðru sjónarhorni en venjulega; honum er hellt ofan af glitrandi bergi niður í grænbryddan hyl. — Frá byggð skúmsins á Ingólfs- höfða gnæfir hæsta eldfjall lands- ins, Öræfajökull, og auðnirnar, sem urðu til í eldgosunum miklu 1362 og 1727. — Þættirnir um Surtsey og Vestmannaeyjar eru líklega ævintýralegasti og magn- aðasti hluti bókarinnar. Þaðan eru frábærar fuglamyndir, og ekki má gleyma seföndinni á hreiðrinu við Mývatn, haftyrðlinum í Grímsey, súlunni á flugi yfir Reykjanesi og veislu hjá vestfirskum fálkum. Mér þykir hlutur okkar skóg- ræktarmanna ekki mikill í bók Hjálmars, en hlýt að viðurkenna að líklega eigum" við ekki skilið enn öllu meira pláss, en ég heimta nýja opnu í næstu útgáfu. Ég þakka Hjálmari R. Bárðar- syni fyrir ágætt verk, sem lengi mun minnst. Bók um Marco Polo BÓKAÚTGÁFAN Örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Marco Polo eftir Richard Humble í ís- lenskri þýðingu Dags Þorleifsson- ar. Bókin er í bókaflokki er fjallar um frömuði landafunda og fröm- uði sögunnar og hafa örn og ör- lygur hf. áður gefið út átta bækur í þessum flokki. 1 frétt frá útgefanda segir m.a.: „Marco Polo var tvímælalaust einn af helstu frömuðum sögunnar og för hans til Kína og margra annarra landa sem tók næstum aldarfjórðung var að vonum fræg. Ferðasaga hans hefur um langan aldur verið talin meðal sígildra verka í ferðasagnagerð, en í ferða- sögu sinni fjallar þó Marco Polo furðu lítið um sjálfan sig. í bók Richard Humble er hins vegar lögð áhersla á að kynna Marco Polo sjálfan, persónuleika hans og skapgerð. Þykir Humble hafa tek- ist sérlega vel til að skýra sögu Polos og greina frá svaðilförum hans og ævintýrum. I bókinni seg- ir frá ástæðum til leiðangursins mikla í austurveg, skelfilegum vonbrigðum og mistökum leiðang- ursmanna, stöðugum mannraun- um og lífshættum sem eltu þá á röndum svo að segja alla leiðina til hirðar Kúbilaís stórkans í Pek- ing. Einnig segir í bókinni frá ein- stökum frama og starfsferli Marco Polos í þjónustu stórkansins og MarcoPolo Kichani Hunéie ferðinni til Evrópu, sem varð ekki síður erfið og hættuleg en austur- ferðin. Þegar heim kom, höfðu ættingjar Marcos þar fyrir löngu talið hann af.“ í bókinni eru litmyndir og um eitt hundrað svarthvítar myndir. Marco Polo er sett, umbrotin og filmuunnin í Prentstofu G. Bene- diktssonar en prentun og band er unnið á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.