Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 63 ein af fáum sem Þröngt er um gömlu dómkirkjuna í Bayeux, en hún er sluppu viA eyAileggingu í innrásinni í Normandí. Því má skjóta hér inn í til skýr- ingar aA tímaritið Heimdallur birtir kennslustund í íslenzku og íslenska orðalista með beygingum og lengi hefur verið norræn deild við háskólann í Caen. En Sveinn sagði að einmitt hefði verið að hefjast núna nýtt námskeið í ís- lenzku, þar sem 3 innrituðust nýir í tíma hjá George Bernage. Nýtt grænmeti flugleiðis Næstu daga var farið um fleiri borgir. M.a. komið í lítinn bæ að nafni Sainte Mére Eglise, sem iperkilegur er vegna þess að þar lentu fyrstu fallhlífarhermennirn- ir í innrás Bandamanna á megin- landið í heimsstyrjöldinni síðari. — Þarna eru tvö merkileg söfn. Annars vegar landbúnaðarsafn, en hins vegar svokallað fallhlífa- safn, sem sýnir innrás Banda- manna og þá sérstaklega fallhlífa- liðsins, sagði Sveinn. Þar er til dæmis í heilu lagi ein af svifflug- unum, sem dregnar voru af flug- vélum yfir sundið og sleppt, þann- ig að þær lentu á víð og dreif. For- stöðumaður safnsins er Banda- ríkjamaður og fyrrverandi þing- maður frá Massachusetts, sem sjálfur tók þátt í innrásinni og hefur skrifað um hana merka bók. — Við hittum líka sjómenn og skoðuðum fiskmarkaðinn. Áttum gagnlega fundi með því fólki, bæt- ir Sveinn við. Vorum við spurðir í þaula um fiskveiðar og útgerð á Islandi. Fiskmarkaðurinn er sam- eignarfélag, sem gerir út 50 fiski- skip og eru allir skipstjórarnir og flestir sjómennirnir hluthafar. Þeir eru með 15—50 lesta báta, sem veiða á Ermasundi og koma að landi með 30 tegundir af sjó- fangi. Það fer beint á uppboð á markaðinum, og dreifist þaðan í allar áttir. Þetta fyrirkomulag er svipað því sem við þekkjum frá Hull og Grimsby. — í Pointe de Saire í Quetthou komum við líka í útflutnings- miðstöð fyrir grænmeti, sem Nor- mandí-búar rækta mikið af, held- ur Sveinn áfram frásögninni. — Veðurlag í Normandí er svo milt að þar frýs aldrei jörð. Jarðvegur er ákaflega frjósamur. Þarna smökkuðum við fyrsta flokks framleiðslu. Og nú þegar er komið á samband milli þessara aðila og grænmetisinnflytjanda hér á landi. Voru ræddir möguleikar á að flytja grænmeti flugleiðis frá Luxemborg til íslands. Megnið af grænmetinu fer frá þessari borg með stórum flutningabílum áleiðis norður og austur um, og þá er Luxemborg alveg í leiðinni fyrir þá. Þetta gæti því orðið gagnlegt fyrir báða aðila. — Normandí er mikið landbún- aðarland, ljóst er að framleiðslan skiptist eftir landshlutum. Sums staðar er eingöngu mjólkurfram- SJÁ NÆSTU SÍÐU Nú er verið að skera refilinn frega frá Bayeux frá 1066 í tré. Þarna sigla víkingaskipin yfír Ermarsund til orustunnar við Hastings. Viö bjóöum þig velkominn 1 Pennann Hallarmúla 2, en þar verður mikið um að vera: HWUyASKEUSTR & STU3UR staáninaá wiki Stúfur og Hurðarskellir ásamt Bryndísi Schram kynna plötuna „Staðnir aö verki“ Hermann Gunnars- son áritar bók sína „Allt í gamni með Hemma Gunn“ Sex ungir höfundar árita bækur sínar. Anton Helgi Jón Ormur Páll Pálsson Sasmundur Jónsson (Vinur Halldórsson (Hallæris Guóvinsson vors og blóma) (Spámaður ( planið) (Vió skráargatið) föðurlandi) mJT j| Viktor Arnar Jón Óttar Ingólfsson Ragnarsson (Strengja brúöur) UMDIR MEXÍKÓMÁMA SKUiRIHIK HJANTAkaOH Tveir góöir saman Albert Guðmundsson alþingis- maöur og Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra árita bækur sínar. Undir Mexíkómána — Hjónin Jóna Sigurðar- dóttir og Sigurður Hjartarson árita bók sína um ævintýrið í Mexíkó. Hallarmúla. Næg bílastæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.