Morgunblaðið - 30.12.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
11
Elli-popp
Hljóm
voru tveir einþáttungar, sem hétu
HÆLIÐ og GEIMIÐ. FÓTATAK
eftir mig setti Leikfélagið upp
1972. Þá hef ég einnig skrifað fyrir
sjónvarp barnaleikrit og það eru
þrjú ár síðan HVAÐ SÖGÐU
ENGLARNIR var sýnt hér á iitla
sviðinu í Þjóðleikhúsinu.
Hiti og háski í sýningunni
í sjálfu sér get ég ekki gert upp
á milli þessara tveggja forma,
ljóðformsins og leikritsins, þau
hafa hvortveggja búið með mér.
Áhuginn á leikritun sem slíkri
kviknaði út frá námi mínu og
kynnum af leikhúsinu. Maður get-
ur lært margt í sambandi við að
skrifa leikrit. Ég bjó í Danmörku í
þrjú ár og lærði leikhúsfræði og á
því hef ég mikið grætt, það tengist
því mjög mikið sem ég er að gera í
þessum skrifum."
— Ertu ánægð með sýninguna?
„Já, það er hiti í sýningunni, það
er háski í henni og það er gott. Það
hefur verið hlúð vel að þessu leik-
riti mínu og við getum verið stolt
yfir því að eiga eins frábært lista-
fólk og þar er á ferðinni," sagði
Nína Björk Árnadóttir að lokum.
Við látum fylgja með annað ljóð
úr verkinu. Nú er það dóttirin
Silja sem talar.
UÓÐ SILJU
Tíminn hlær
hann kaslar okkur sífellt
til oi» frá
og ég Renjí
götu reidinnar
sem er grá og dimm og Ijót
en það er ég
sem gæti annars fundið farveg
fyrir þig
því að innst
í aliri minni reiði
æpir von
Hlutverkin í verkinu eru alls
níu. Þau eru leikin af Þórunni
Magneu Magnúsdóttur, sem leikur
Önnu, Báru Magnúsdóttur, sem
leikur Silju, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir leikur Dollý, Inga
Bjarnason Hina konuna, Þórhall-
ur Sigurðsson leikur Sigga, Sig-
urður Skúlason Jóhann, Guðjón
Pedersen Örn, Ellert A. Ingi-
mundarson leikur Bangsa og Jón
Gunnarsson Mann á bar. Egill
Ólafsson syngur ljóðin í verkinu
ásamt Ingu Bjarnason.
Eins og fyrr sagði er það María
Kristjánsdóttir sem leikstýrir
verkinu. Leikmynd gerir Messíana
Tómasdóttir, tónlistin er eftir Egil
Ólafsson og um ljós sér Sveinn
Benediktsson.
HJ
Er þetta verk fyrst og fremst fyrir
konur?
„Verkið fjallar náttúrulega um
konu, en mér finnst það fyrst og
fremst vera um manneskju, í víð-
ustu merkingu þess orðs. Út frá
því, að söguþráðurinn fjallar um
mæðgur, þá er þetta kannski
kvennavandamál, sem mér finnst
það ekki vera, mér finnst þetta
vera um vandamál manneskjunn-
ar og alls ekki fremur fyrir konur,
þó svo að þannig vilji til að at-
burðarásin sé borin uppi af mæðg-
um.“
— Er ekki gaman að leika í
nýju íslensku leikriti?
„Jú það er alltaf mjög gaman."
—Fá leikarar næg tækifæri, er
nóg framboð á leikritum?
„Ja, þessu er nú vandsvarað. Ég
held að leikhúsin geri það sem þau
geti í þessum efnum. Það er nátt-
úrulega ekki nema tvö atvinnu-
leikhús má segja, og svo Alþýðu-
leikhúsið, sem er rekið sem slíkt,
og það er mikið af leikurum, góð-
um leikurum, en þetta kostar pen-
inga og er það ekki þannig að þeg-
ar kreppir að, þá er fyrst skorið
niður í menningarmálum. Svo að á
meðan ekki er skorið meira af
okkur heldur en er, þá held ég við
megum vera fegin. Vissulega væri
gaman ef það væri hægt að hafa
fleiri leikhús, en þetta er fjár-
hagsleg spurning og það myndi
einfaldlega kosta meiri peninga,"
sagði Þórunn Magnea Magnús-
dóttir.
nmrTTa
Finnbogi Marinósson
Gunnar Þórðarson/
Pálmi Gunnarsson.
Fjölnir.
Þegar ég heyröi fyrst um
plötu Gunnars og Pálma átti
ég von á að heyra allt annaö
en heyröist þegar hún rann
undir nálina. Þeir hafa sett
saman og sent frá sér diskó-
danstónlist eins og hún var
fyrir nokkrum árum. Eflaust
eru þetta nægar uppiýsingar
fyrir suma til þess aö plötunni
sé afneitaö og þaö er ekki aö
ástæöulausu. Gunna Þórðar
tókst vel upp á fyrstu Þú og
ég-plötunni en síöan hefur
þessi fyrrverandi rokk-
kóngur ekkert þroskaö tón-
listarsköpun sína.
Á fyrstu hliö eru fimm lög.
Fyrsta lagiö heitir „Aftur
heim“ og er þaö dæmigert
fyrir alla plötuna. Vélrænt og
ekkert nýtt, auk þess er þaö
lélegt. En þrátt fyrir aö sum
lögin séu hin þokkalegustu
þá er þannig fariö meö þau
aö ekki stendur steinn yfir
steini. Gott dæmi er lagið
„Gísli á Uppsölum". Ágætis
lag en myndi örugglega njóta
sín betur í einhverri annarri
útsetningu. Fyrir utan hana
þá efast ég ekki um aö hægt
sé aö gera Gísla kallinum
betri skil en Þorsteinn Egg-
ertsson gerir í texta sínum.
Önnur lög tel ég ekki þurfi aö
tíunda. Annars varð mér
hugsað til þess hvort Gunnar
væri búinn aö gleyma rokk-
inu. Hann vill kannski ekki
vera einn af hinum stóra hópi
sem fæst viö þá tónlist og
ættu allir aö skilja þaö. En ef
svo er þá kemur það dálítið
spánskt fyrir sjónir aö hann
skuli fást viö tónlist sem
heyrir til liðinni tíö.
FM/AM
Oskahlutur í þínum huga
Lausnarorö fyrír aðra.
Miði í happdrættiSÍBS hefurtvær góðar hliðar:
Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning.
Hin hliðin, - og ekki sú síðri. Þú tekur þátt í víðtæku
endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi
og Reykjalundi.
HAPPDRÆTTISÍBS
Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.
Einstakur miði kostar 50 kr. en mundu að ársmiði
sparar þér ómælda fyrirhöfn.