Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Nýjar reglur um merking- ar á farangri FLUGLEIDIK vilja vekja athygli á nýjum reglum AlþjóAasambands flugfé- laga (IATA) um merkingar á farangri flugfarþega. Þessar reglur taka gildi 1. janú- ar 1983. Samkvæmt þeim ber far- þegum að merkja allan innritaðan farangur með nafni og heimilis- fangi bæði að utan- og innan- verðu. Utan á ferðatöskum og öð- rum farangri þarf einnig að koma fram dvalarstaður fagþega á áfangastað, til dæmis hótel, eða annað það heimilisfang sem við- komandi hefur meðan á dvöl stendur. Það starfsfólk flugfélaga sem meðhöndlar óskilafarangur getur þá komið farangri sem k.vnni að misfarast rétta leið svo farþegar sitji ekki uppi farangurslausir á skemmti- eða viðskiptaferð. Tilgangurinn með þessum nýju reglum er sá að auðveldara verði að koma öllum farangri tryggilega til skila og flýta því að hafa upp á eigendum óskilafarangurs. Enn- fremur dregur þetta fyrirkomulag úr líkum á að farþegar taki ranga tösku á flugstöðvum. Flugleiðum þykir rétt að undir- strika, að þessar reglur gilda bæði um innanlands- og millilandaflug. (Fréttatilkynning) Hættum að reykja- námskeið í Lögbergi TIL AÐSTOÐAR og hvatningar hin- um fjölmörgu, sem ætla að hætta að reykja um áramótin, heldur íslenska bindindisfélagið Fimm daga áætlun sina með tilstyrk Krabbameinsfé- Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 50 ára VERKALÝÐS- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis varð 50 ára í fyrradag og verður afmælið haldið hátíðlegt í dag í Félagsbíói í Kefla- vik og hefst hátíðin klukkan 20. í félaginu eru 1.200 manns og umdæmi þess er Keflavík, Njarð- vík og Vatnsleysuströnd. Formað- ur félagsins er Karl Steinar Guðnason. lags Reykjavíkur og Reykingavarn- arnefndar. Námskeiðið hefst sunnudags- kvöldið 2. janúar 1983 kl. 20.30 og verður til húsa í Lögbergi, Há- skóla Islands, stofu 101. Leiðbein- endur verða Jón Hjörleifur Jóns- son frá Islenska bindindisfélaginu og læknarnir Sigurður Björnsson, Auðólfur Gunnarsson, Tryggvi Ásmundsson, Sigurgeir Kjart- ansson og Snorri Ingimarsson. Innritun fer fram í síma 13899 fimmtudaginn 30. desember kl. 9—16.00 og í síma 36655 sunnu- daginn 2. janúar. Þátttökugjald er 200 krónur. „Mikil og góð reynsla er af Fimm daga áætluninni bæði hér á landi og erlendis. íslenska bind- indisfélagið hvetur reykingafólk til að nota þetta kjörna tækifæri og byrja nýtt ár með því að segja skilið við tóbakið," segir í frétta- tilkynningu frá íslenska bindind- isfélaginu. Naustið: Fyrstu breytingarnar í tæp 30 ár I FYRSTA sinn í tæp 30 ár hafa verið framkvæmdar breytingar á veitingahúsinu Naustinu. Geirsbúð, sem svo hefur verið nefnd — húsið sem gengur austur af Naustinu, hefur verið innréttuö að hluta og í framtiðinni mun ætlunin að taka allt húsið í notkun. „Við höfum við útbúið dansgólf og viljum með þessu sameina góðan mat og dans,“ sagði Ómar Hallsson veitingamaður í samtali við Mbl. Þá er lokið við að einangra loft Naustsins og verið að vinna að einangrun norðurveggins, en í norðanbáli hefur orðið óþægilega kalt í Naustinu og á það nú að vera úr sögunni. Flugeldasala hjálparsveita skáta fyrir áramótin: „Við treystum á stuðning al- mennings, eins og endranær“ — segir Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Landssamb. hjálparsveita skáta Landssamband hjálparsveita skáta hefur um árabil verið lang- stærsti heildsöluaðili fyrir flug- elda hér á landi og selur reyndar mun fleiri aðilum flugelda, en hjálparsveitum skáta, t.d. íþrótta- félögum, ýmsum líknarfélögum og Flugeldasalan hefur haldið sveitum félagsins gangandi — segir Einar Sigurjónsson í Fiskakletti, björgunarsveit Slysa- varnafélagsins í Hafnarfirði, um flugeldasölu slysavarnadeildanna „FLUGELDASALAN hefur haldið okkar sveit gangandi þau 15 ár, sem við höfum staöið í þessu, eins og reyndar öðrum sveitum félagsins í kringum landið," sagði Einar Sigurjónsson í Fiskakletti, björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins í Hafnarfirði, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir gangi flugeldasölu sveitarinnar og reyndar sölu annarra sveita félagsins, sem sameinast hafa um þann rekstur undir nafninu SVD flugeldar. „Á sínum tíma fórum við að flytja flugeldana inn sjálfir og fengum til liðs við okkur björgun- arsveitirnar í Mosfellssveit, Grindavík og Sandgerði. Þessir aðilar hafa síðan annazt þessa dreifingu í sameiningu," sagði Einar ennfremur. Einar sagði að um þessar mund- ir væri sérstakt átak í ^angi hjá björgunarsveitum SVFI, en það ' væri í sambandi við fjarskiptamál þeirra. Þær hafa verið að koma sér upp svokölluðu VHF-kerfi, auk þess að kaupa inn svokallaðar SSB-stöðvar, sem er nauðsynlegt samkvæmt lögum. „Við slógum á það í Slysavarnafélaginu, að kostnaðurinn við kaup á SSB-stöð- vum fyrir sveitir félagsins, er um 8 milljónir króna,“ sagði Einar ennfremur. Það kom ennfremur fram í spjallinu við Einar Sigur- jónsson, að SVD flugeldar selja 67 aðilum víðs vegar um landið. Ennfremur barst Morgunblað- inu eftirfarandi fréttatilkynning frá SVD flugeldum: „Eyðileggið ekki ánægjustund með óvarkárni eru einkunnarorðin á leiðbein- ingamiðunum, sem SVD flugeldar láta fylgja vöru sinni til viðskipta- manna. SVD flugeldar er inn- kaupaaðili fjögurra björgunar- sveita innan SVFÍ, en þær eru Fiskaklettur í Hafnarfirði, Kynd- ill í Mosfellssveit, Þorbjörn í Grindavík og Sigurvon í Sand- gerði, er síðan annast dreifingu til hinna 67 viðskiptaaðila víðsvegar á landinu, björgunarsveita félags- ins og fjölmargra annarra aðila, íþróttafélaga og klúbba. Viðskiptavinum SVD flugeldar fjölgar stöðugt með hverju ári, enda ávallt fyrirliggjandi úrval allskyns flugelda, blysa, stjörnu- ljósa og sóla. SVD flugeldar hefur á boðstólum viðurkenndar vörur, sem framleiddar eru í Kína, Eng- landi og Þýskalandi. Þýsku flug- eldarnir eru þeir einu, sem búnir eru plasthettu yfir kveikjuþráðun- „ÞETTA er okkar eina fjáröflunarleið og því ríður mikið á, eins og endra- nær, að almenningur styðji við bakið á okkur, og reyndar efast ég ekki um að svo verður,“ sagði Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Landssambands hjálp- arsveita skáta, í samtali við Mbl., er spjallað var við hann um hina árlegu flugeldasölu hjálparsveitanna víðs vegar um land fyrir þessi áramót. björgunarsveitum víðs vegar um landið. Tryggvi Páll Friðriksson sagði Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa riðið á vaðið í flugeldasölu fyrir einum 15 árum og síðan hafi aðrar hjálparsveitir skáta fylgt í kjölfarið fljótlega á eftir og nú væri svo komið, að starfsemi sveitanna stæði og félli fjárhags- lega með árangrinum af flugelda- sölunni um hver áramót. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í rekstur hjálparsveit- anna á hverju ári, en þær verða að standa undir rekstri sínum að langmestu leyti sjálfar," sagði Tryggvi Páll Friðriksson. „Við höfum í gegnum árin lagt okkur sérstaklega fram um að bjóða aðeins góða og örugga vöru og ég held að okkur hafi bara tek- izt bærilega upp í því efni. Til að stuðla sem bezt að öryggi við- skiptavina okkar höfum við í gegnum tíðina afhent þeim sér- staka upplýsingabæklinga, þar sem ítarlega er greint frá heppi- legri meðferð skotelda, sem þarf að umgangast með aðgát. Ef skot- eldarnir eru hins vegar meðhöndl- aðir rétt er engin hætta á ferð- um,“ sagði Tryggvi Páll Friðriks- son. hinn daglega rekstur. Þörfin á að- stoð almennings er því augljós, auk þess sem hinar einstöku hjálparsveitir standa ekki síður í fjárfestingum. Nægir þar að nefna, að sveitin í Reykjavík mun á næstunni flytja í eigið húsnæði í Skátahúsinu og bygging nýs hús- næðis sveitarinnar í Garðabæ er hafin. Allar standa svo sveitirnar í endurnýjun á búnaði sínum og nægir þar að nefna allsherjar endurnýjun á fjarskiptabúnaði, sem farið hefur fram síðustu misseri og er reyndar ekki lokið. Við treystum því óneitanlega á stuðning almennings að þessu sinni, eins og endranær," sagði Tryggvi Páll Friðriksson, formað- ur Landssambands hjálparsveita skáta að síðustu. um og verður að losa, áður en flug- eldunum er skotið á loft. Þessi ágæti öryggisbúnaður er til þess eins gerður að varna því að óhöpp eða neistaflug geti kveikt í öðrum flugeldum, sem tilbúnir eru til notkunar. Þýsku flugeldarnir eru fáanlegir í 10 mismunandi stærð- um, sem kosta frá kr. 55.00. Þá má ekki gleyma hinum vinsælu fjöl- skyldupökkum, sem þekktir eru af vöruvöndun og vöruúrvali og kosta kr. 210.00, 380.00 og 600.00. Stjörnutilboð SVD flugelda að þessu sinni er fjölskyldurisapakk- inn, sem inniheldur 47 mismun- andi flugelda af öllum stærðum og gerðum, með 17% afslætti frá lausasöluverði og kostar kr. 800.00. Að sjálfsögðu er einnig hægt að fá allan varning í stykkjatölu. Forsvarsmenn SVD flugelda beina þeim eindregnu til- mælum til allra að fara í einu og öllu eftir þeim reglum, sem leiðb- einingamiðarnir geyma í máli og myndum og vera ávallt með hanska, þegar verið er að hand- leika flugelda eða blys. Munið, að öllu gamni fylgir ábyrgð og alvara og ánægjustund allrar fjölskyld- unnar er auðvelt að eyðileggja með óvarkárni og aðgæsluleysi." Jazz í Stúdenta- kjallaranum FIMMTUDAGINN 30. desember og sunnudaginn 2. janúar verður djassað í Stúdentakjallaranum við Hring- braut. Þar munu leika Eyþór Gunn- arsson á píanó, Friðrik Karlsson gít- ar, Gunnlaugur Briem trommur, Sig- urður Flosason altsaxófón og Tómas R. Einarsson kontrabassa. Áðgangs- eyrir er krónur 50. Jazzinn hefst bæði kvöldin kl. 21. Aðspurður um hvaðan flugeld- arnir kæmu sagði Tryggvi Páll, að uppistaðan kæmi frá Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi, Kína og Sví- þjóð. Ennfremur kæmi nokkuð magn frá öðrum löndum og loks væri ákveðinn hluti þeirra fram- leiddur hér á landi. Það kom fram í samtalinu við Tryggva Pál Friðriksson, að Landssamband hjálparsveita skáta er nýflutt í eigið húsnæði í hinu nýja Skátahúsi við Snorra- braut og sagði hann, að þar yrði til húsa stjórnstöð hjálparsveitanna, sem búin yrði öllum nauðsynleg- um tækjum. „Við höfum því þurft að fjármagna okkar hlut í bygg- ingunni, auk þess að fjármagna Arsafmæli Bíóbæjar: Frítt í bíó á nýársdag KVIKMYNDAHÚSIÐ Bíóbær á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi á ársafmæli nú á nýársdag. f tilefni dagsins verð- ur fólki boðið til ókeypis kvikmynda- sýninga á afmælisdaginn, klukkan 3,5,7 og 9. Á sýningunum eru tvær myndir, annars vegar barnamyndin Undra- drengurinn Remi og hins vegar kvikmyndin Að baki dauðans dyr- um. Öllum er sem fyrr segir heimill ókeypis aðgangur að sýningum þennan daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.