Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 23 hefur alla tíð átt aðdáun mína flestum listamönnum fremur. Fyrsta höggmyndin, sem ég keypti, var afsteypa af einu af hans fyrstu verkum, „Glímu". Síð- ar eignaðist ég höggmyndir úr gabbrói og grásteini, Freyju og Grímu, hvort verkið öðru betra. Enda hefur engum listamanni tek- ist eins og Sigurjóni Ólafssyni að gæða hart grágrýtið lífi með hamri sínum og meitli og að leysa úr læðingi meiri fegurð á þann hátt en dæmi voru til áður. Reynd- ar var það sama hvaða efni hann fékk í hendur, allt varð að list í höndum hans. Hvort heldur það var grágrýti úr Laugarnestanga, rekaviðardrumbur norðan af Ströndum eða málmplötur. Hon- um tókst svo göldrum gekk næst að laða fram úr ótrúlegasta efni- viði einhverja nýja möguleika til listtjáningar. í þessum verkum var oftast nær stefnt til hærri sviða. — Þessi verk voru aldrei þvinguð eða klúðursleg, heldur einhvern veginn samofinn heild anda og efnis — hrein og skapandi listræn tjáning — sem er því mið- ur svo sjaldgæf meðal hinna mörgu, sem reyna að fást við listsköpun. Það leyndist mér ekki, er ég kynntist Sigurjóni Ólafssyni, að hann bjó við kröpp kjör. Eins hitt að ekki kunnu nærri allir að meta list hans. Hitt mátti vera ljóst, að hann undi sér ekki öðruvísi en vinnandi að list sinni og þess vegna er það meira harmsefni að hann skuli ekki fá að starfa lengur — því nú hillti undir enn betri vinnuskilyrði og mikils var enn að vænta frá hans hendi. Það væri langt mál að telja upp öll verk Sig- urjóns Olafssonar, en þó skulu ör- fá tínd til. Nokkur verka hans hafa verið sett upp hér í höfuðborginni og víðar um land. Listaverkin miklu við Búrfellsvirkjun skulu fyrst nefnd, þá höggmyndin af séra Friðrik við Lækjargötu. Það verk þótti Sigurjóni vænt um að vinna. Landnámsminnismerkin við Hagatorg, öndvegissúlurnar við Höfða, Saltfiskstöflun við Sjó- mannaskólann og Náttfari á Húsavík. Það er e.t.v. óviðeigandi að rifja upp hvílíkri andúð hin stílhreina sjómannamynd við Dvalarheimilið Hrafnistu mætti á sínum tíma, er hún var sett upp. Það verk er eins og gimsteinn. Það gefur í einfeldni sinni og tærleika öllu umhverfinu blæ, sem hæfir. Sigurjón Ólafsson gaf þetta verk. Nú eftir að augun hafa þjálfast við að umgangast listaverkið myndi enginn vilja vera án þess. A ráð- hústorginu í Vejle-bæ í Dan- mörku, prýða nú fjögur mikil listaverk úr granít bæinn þann — og er stolt Vejle-búa í dag. Verk þessi voru höfð í pakkhúsi þar í bæ í um 25 ár áður en þau voru sett upp, svo umdeild voru sköp- unarverkin þá. Það var eins og að eignast hlutdeild í alheiminum að heim- sækja þau Sigurjón Ólafsson og Ingu Birgittu í Laugarnestanga og fá að ganga um vinnustofu hans. Sigurjón var skemmtilegur, hnytt- inn og einlægur. Hann var alltaf vel upplagður. Reyndar sótti ég einu sinni að honum og mér virtist hann vera illa fyrirkallaður. Þá hrökk upp úr mér: „Varstu að fá þér einn gráan í gær?“ Sigurjón Ólafsson svaraði að bragði: „Biddu fyrir þér, maður, mér hrýs hugur við að vera timbraður, það þarf þrek til þess að standa í þvílíkri vitleysu og að fara á fyllerí." Stundum kom ég óvænt með er- lenda gesti í heimsókn til Sigur- jóns Ólafssonar og var alltaf vel tekið. Þannig minnist ég sérstak- lega, er ég í mars 1969 fór með K.B. Andersen, fyrrv. utanríkis- ráðherra Dana, o.fl. í heimsókn til listamannsins. Sú heimsókn held ég að liði gestunum seint úr minni. Danski ráðherrann hreifst strax af list Sigurjóns Ólafssonar og skynjaði að því er virtist sköpun- argleðina í verkum hans. A leiðinni á hótelið sagði ráð- herrann við mig að sér fyndist það skemmtilegt tilhugsunar, að það voru Danir, sem hvað fyrstir lærðu að meta list Sigurjóns. Hann hlaut nefnilega gullpening í verðlaun, er hann var við listnám á Kgl. listaakademíunni í Khöfn. Mig minnir að það hafi verið brjóstmynd af móður hans, sem hann hlaut þessa viðurkenningu fyrir. í því sambandi er skemmti- legt að minnast þess, að þegar Sig- urjón Ólafsson hafði lokið iðnað- arnámi í húsamálun við Iðnskól- ann hér og sagði við móður sína að hann langaði að fara utan til náms i höggmyndalist. Þá á hún að hafa sagt: „Hvernig ætlarðu þér það, svo blásnauður sem þú ert.“ „Með höndunum," svaraði Sigurjón og bætti við: „Þær svíkja ekki.“ Það voru djörf orð en orð að sönnu. íslenska þjóðin á í eilífri þakkarskuld við þær hendur. Sigurjón Ólafsson var tvígiftur. Fyrri kona hans var Tove Ólafsson myndhöggvari. Þau skildu. Þau áttu eina dóttur barna. Seinni kona Sigurjóns er einnig af dönsku bergi brotin, Inga Birgitta, prestsdóttir frá Fjóni. Þau eiga fjögur börn: Ólaf, f. 1953, cellóleik- ari í sinfóníuhljómsveit Malmeyj- arborgar, búsettur í Khöfn, giftur danskri konu; Hlíf, f. 1954, fiðlu- leikari, tónlistarkennari við Tón- listarskólann á ísafirði; Freyr, f. 1957, flautuleikari með sinfóníu- hljómsveitinni í Bilbao á Spáni; og Dagur, f. 1959, hefur verið við nám í arkitektúr í Khöfn. Ég vott þeim og öðrum vanda- mönnum Sigurjóns Ólafssonar samúð mína, þakklæti og virðingu. Gunnlaugur Þórðarson í dag, þegar við kveðjum hann frænda okkar i siðasta sinn, lang- ar mig og bræður mína til þess að þakka honum allt það sem hann lætur okkur eftir af góðum minn- ingum. Við vorum mjög ung er hann kom til okkar til þess að reyna að rækta hjá okkur listfengi og allar þær dásemdir sem þeim fylgja. Honum varð því miður ekki mikið ágengt, en þó tel ég að það hafi verið okkur ávinningur við að lesa um list annarra. Það fellur ekki öllum í skaut slík náðargáfa er hann var gæddur frá fyrstu tíð. Sigurjóni var sú gáfa í blóð borin. Honum varð tíðrætt um hversu lítið vit við hefðum að kunna ekki að meta á hans mælikvarða þessa tegund listar sem t.d. Septem- berhópurinn bauð upp á. Hann sýndi okkur að vísu það lítillæti að lifa í voninni um að okkur myndi einhverntíma takast að njóta þessara verka, en ég held að það hafi tekist. Hann gat einfaldlega ekki skilið eða sætt sig við að við værum ekki nægilega fróð í þessu tilliti. Sá sem gerir miklar kröfur til sjálfs sín gerir það einnig til annarra. Það var vissulega vandi að vera í ætt við mikilmennið Sig- urjón. Ekkert sem hét meðal- mennska hæfði honum, allt varð að vera stórkostlegt. Það kom Sigurjóni sjálfum á óvart hversu mikla viðurkenningu hann hlaut síðustu árin bæði hér heima og erlendis, en það ein- kennilega er þó að þrátt fyrir allt er erfitt að vera spámaður í sínu föðurlandi. Við vorum mjög hreykin af velgengni Sigurjóns á listabraut hans, þó hún hafi stundum verið þyrnum stráð. Um tíma var fórnin stór en frændi okkar lagði allt að veði fyrir sitt ævistarf. Aldrei mun ég líta á Sigurjón frænda sem sálaðan, hann var allt of lifandi maður til þess að við gætum hugsað um hann sem slík- an. Hann mun lifa í hugum okkar svo lengi sem aldur endist. Sigurjón var mjög lánsamur í einkalífinu að eiga góða konu, sem ræktaði garð þeirra einkar vel. Hún gaf honum gott athvarf í líf- inu og börnum þeirra, enda mat hann hennar framlag mikils. Heimili þeirra var hlýlegt og bauð upp á öryggi og friðsemd eftir annir dags hvers. Það er meira en margir eiga kost á eftir erilsaman dag. Hjartans þakkir færi ég frænda mínum fyrir alla hans góðvild í minn garð. Jafnframt votta ég konu hans og börnum dýpstu sam- úð. Frænka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.