Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Með þessum fátæklegu orðum vildi ég fyrst og fremst þakka Agnari Kofoed-Hansen kynnin. Þau verða mér ætíð ómetanleg. Þau ná allt til minna föðurhúsa. Faðir minn mat Agnar mjög mikils. Hann taldi hann að mörgu leyti öðrum mönnum fremri og ákaflega traustan drengskapar- mann. Síðar kynntist ég Agnari vel sjálfur, ekki síst undanfarin ár, sem ég hef haft með flugmálin að gera í ríkisstjórn. Agnar var mér ómetanlegur ráðgjafi, maður, sem ætíð mátti treysta. Síðastliðið sumar heimsóttu þau Agnar og Björg, kona hans, okkur hjónin upp í Borgarfjörð á dá- samlega fallegum degi. Við þá heimsókn er lítil saga tengd. Þau hjónin komu fljúgandi og lentu á Stóra-Kroppi. Annar endi flugbrautarinnar var mjög laus. Framhjól flugvélarinnar sökk í sandinn við sérhverja tilraun til flugtaks. Það reyndist okkur tveimur ásamt flugmanninum töluvert erfiði að losa vélina. Agn- ar hafði þá tekið þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Engu að síður hlífði hann sér hvergi. Hann gekk fram af fullum krafti við að ýta og lyfta vélinni og draga hana út úr sandinum. Mér þótti nóg um, því ég vissi um sjúkdóm hans. Við áttum síðan saman ánægju- lega dagstund. Agnar var glaður og reifur. Ég fór þá að trúa því að hann mundi einnig sigra þessa sína þyngstu þraut. Það ár, sem Agnar barðist við sjúkdóm sinn sá ég aldrei á honum merki uppgjafar. Hann hlífði sér hvergi. Um landið fór hann þvert og endilangt til eftirlits með flugvöllum og erlendis ferðaðist Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri - Minning flugvélar var brotið blað í flug- sögu íslands, því frá þeim tíma hefst samfellt atvinnu- og áætlun- arflug. Á næsta ári, 1939, hvarf Agnar til annarra starfa um nokkurra ára skeið, ástæðum fyrir því gerir hann grein fyrir í æviminningum sínum. Á erfiðustu tímum sem yf- ir ísland hafa gengið, þ.e. heims- styrjaldarárin, gegndi hann emb- ætti lögreglustjóra í Reykjavík, líklega þá einu vandasamasta embætti hér á landi. Ég hygg, að samdóma álit manna verði, ef málið er skoðað af fyllstu sann- girni, að það starf hafi hann leyst af hendi af stakri prýði og hafi þar verið „réttur maður á réttum stað“. Skömmu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar tekur Agnar við emb- ætti flugvallarstjóra ríkisins, er þá var stofnað, og við embætti flugmálastjóra í ársbyrjun 1951/ Jafnframt var hann skipaður formaður Flugráðs við stofnun þess 1947 og jafnan síðan, eða til ársloka 1979. Eitt af þeim málum sem Agnar beitti sér sérstaklega fyrir alla tíð sem flugmálastjóri voru örygg- ismál flugsins, og því hóf hann uppbyggingu þeirra mála skömmu eftir 1950. Flugvitakerfi var komið upp um landið og fengnir til þess erlendir sérfræðingar, en búnaður fékkst til þess með vægum kjörum frá Bandaríkjunum fyrir forgöngu Agnars. Á þessum árum var flugvalla- kerfi landsmanna stórbætt, m.a. má nefna nýja, „stóra" flugvelli eins og Akureyri, Egilsstaði, ísa- fjörð, Sauðárkrók, auk fjölda smærri flugvalla og sjúkraflug- valla. Ég hygg að flestir séu mér sammála um að fjárveitingar til flugmálaframkvæmda hafi að jafnaði verið af skornum skammti, en það fé sem fengist hefur, hefur nýst vel og tiltölulega miklu komið í verk, en Agnar hafði slíkt jafnan að leiðarljósi. Sá þáttur í starfi flugmálastjóra sem hefur haft hve mesta þýðingu fyrir flugmál íslands, beint og óbeint, er dugnaður hans að koma málum fram á vettvangi alþjóða- flugmála, á ég þar sérstaklega við samskipti okkar við Alþjóðaflug- málastofnunina ICAO og gerð loftferðasamninga við aðrar þjóð- ir. Ég vil geta um tvennt í þessu sambandi. í nóvember 1944 var haldin í Chicago undirbúningsráðstefna að stofnun Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, en Agnar var þar einn af þátttakendum í sendinefnd ís- lands. Undirritaður var þá við nám í Bandaríkjunum og hafði þvf gott tækifæri til að fylgjast með skrifum þar vestra um ráðstefn- una, m.a. skrif hins þekkta flug- málatímarits „American Aviat- ion“, en þar var farið miklum við- urkenningarorðum um Agnar og birt af honum mynd, og var hann einn af þremur þátttakendum sem fengu þá „meðferð" af líklega um Fæddur 3. ágúst 1915 Dáinn 23. desember 1982 Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri andaðist að morgni fimmtudagsins 23. þ.m. Við andlát hans er stórt skarð fyrir skildi. Agnar Kofoed var sérstakur hæfi- leikamaður. Hann átti sér fáa eða enga líka. Agnar Kofoed-Hansen fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Agner F. Kofoed- Hansen, skógræktarstjóri og Em- ilía Benediktsdóttir. í fáum orðum sagt var ævi Agn- ars ævintýri líkust. Agnar Kofoed braust af fádæma dugnaði til þess náms sem hugur hans stóð til og af sama dugnaði var hann einn fyrsti brautryðjandi flugs á Is- landi. Það var við aðstæður sem við, sem ekki kynntumst þeim af eigin raun, fáum vart skilið. Ég leyfi mér jafnframt að fullyrða, að enginn á stærri þátt en Agnar Kofoed-Hansen í þróun flugs hér á landi. Skráin yfir þau fjölmörgu trún- aðarstörf, sem Agnar Kofoed- Hansen gegndi á sviði flugsins er löng, og margs konar viðurkenn- ing var honum sýnd, m.a. erlendis, þar sem hann naut einnig mikils álits. Allt var það verðskuldað. Agnar hvarf um sjö ára skeið frá flugmálum og tók við starfi lögreglustjórans í Reykjavík. Það var á erfiðum tímum, stríðsárun- um, og honum var falið það ung- um, aðeins 24 ára. Sú skipun var umdeild, en Agnar Kofoed-Han- sen leysti einnig það starf af hendi af miklum dugnaði. Það er óum- deilt nú. Agnar Kofoed-Hansen var íþróttamaður góður. Hann unni útivist og var þekktur fjallgöngu- maður. Agnar Kofoed lifði heil- brigðu lífi, svo til fyrirmyndar var. Hann var heimsborgari og fróður nm menn og málefni. í þessari stuttu grein er ekki ætlun mín að rekja umfangsmik- inn æviferil Agnars Kofoed- Hansen. Það gera vafalaust ýmsir. Sem betur fer eru æviminningar Agnars jafnframt skráðar í tveim bókum sem út komu 1979 og 1981. Þar er mikinn fróðleik og lærdóm að finna. Þegar við Eyjapeyjar vorum að dudda eitt og annað fyrir mörgum árum, klífa björg, sigla sæ og ferð- ast til sérstæðra staða, þá fylgdist Agnar með gjörðum okkar, spurð- ist fyrir um okkur og sýndi ævin- týrum okkar áhuga. Það var hlý- legt og traust að finna handtak hans, finna áhuga þessa þekkta manns á tilburðum óþekktra stráka. Þá spratt vinátta milli okkar sem var eins örugg og vor eftir vetri. Einhverju sinni, þegar hinn sí- ungi eldhugi, Agnar Kofoed- Hansen, varð að hægja á ferðinni á sínum yngri árum, í baráttu til náms, þá afhenti faðir hans hon- um ljóð sem fjallaði um vilja mannsins, áræði, skynsemi, þrótt og reisn. í þessu ljóði var falinn mikill fjársjóður, sem hinn ungi maður ávaxtaði vel, og nokkrum mánuðum fyrir kallið, sem enginn fær staðist gegn, ræddi hann við mig um þetta ljóð, þennan fjársjóð sem drýgst hafði reynst honum í gegn um ævina. Þá var Agnar orð- inn sjúkur maður og vissi við hvað hann glímdi, vissi að það var ójafn leikur, en var samt staðráðinn í að berjast þar til yfir lyki. Það var auðvelt að hrífast með þessum stórbrotna manni, og það var eftirminnileg reynsla að Með Agnari Kofoed-Hansen er fallinn í valinn einn helsti braut- ryðjandi íslenskra flugmála á þessari öld, en störf hans á þessu sviði stóðu í nærri hálfa öld, eða frá því hann er skipaður flugmála- ráðunautur ríkisins árið 1936. Strax við heimkomu það ár hóf hann að vinna að framgangi þess- ara mála, m.a. með stofnun Svif- flugfélags íslands, Flugmálafélags íslands og fleiri félaga. Á bratt- ann var að sækja um alla flug- málastarfsemi á þessum árum, enda kreppan þá enn viðvarandi, en með einstökum dugnaði tókst Agnari að vekja áhuga nokkurra atorkumanna á Akureyri á stofn- un flugfélags þar, þ.e. Flugfélags Akureyrar, vorið 1937. Aldrei mun ég gleyma þeim sól- bjarta vordegi árið 1938, þegar hin nýja flugvél TF-Örn renndi sér innvfír „Pollinn" með Agnar við stjórnvölinn. Með komu þessarar hann mikið, m.a. í erfiða fyrir- lestraferð. Agnar Kofoed-Hansen kom á skrifstofu mína í hinsta sinn tæp- um tveimur mánuðum áður en hann lést. Hann átti þá erfitt með að standa upp úr stólnum en sagði um leið „Nú er maðurinn með ljá- inn kominn upp að hliðinni á mér, en sigri skal hann ekki fá að hrósa“. Ég þakka vini mínum mér dýrmæt kynni og þær minningar, sem hann skilur eftir. Eftirlifandi eiginkona Agnars er Björg Axelsdóttir. Þau eignuð- ust sex mannvænleg börn, fimm dætur og einn son. Björgu, börnunum og aðstand- endum öllum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Steingrímur Hermannsson Sjaldgæfur maður var Agnar Kofoed-Hansen, hann bjó yfir fasi arnarins og ótrúlegri tillitssemi í senn. Agnar Kofoed-Hansen bjó yfir þeirri reisn sem brýtur niður landamæri manna á milli, enda átti hann greiðan aðgang hvar sem hann fór um lönd vegna glæsileika, greindar, lífsgleði og góðvildar. Hann gat verið fastur fyrir ef því var að skipta og snöggt töluðu augu hans þá, en dreng- lyndi hans stóð óhagganlegt þótt á byldi. fljúga með honum fyrir nokkrum vikum í listflugvélinni, sem hann átti með félögum sínum í fluginu. Til allra átta flaug hann vél sinni, upp og niður, en sérstæðast var að fljúga á hvolfi. Ég hafði þá á orði að nú fyrst sæi ég heiminn í réttu ljósi. „Ég skil,“ sagði Agnar þá, „við höfum líklega báðir komið á hvofli í þennan heim.“ Og svo flaug hann vél sinni, frjáls eins og fuglinn fljúgandi, frjáls frá stað og stund, sjálfstæður maður með trú sinni. Við fórum nokkrir með honum norður til Akureyrar í haust í sambandi við sjónvarpsþátt um þrjá fyrstu íslenzku flugmennina. Hann talaði hispurslaust um sjúkdóm sinn og hugsanleg ráð, en það var engan bilbug að finna á reisn hans og stíl, þótt líkaminn segði sitt. Andi hans og hugsun var óbilandi, hugprýði hans með ólíkindum yfirveguð. Það stormaði í kring um Agnar eins og alla, sem gnæfa upp úr meðalmennskunni, en jafnvel þeir, sem kölluðu sig andstæðinga hans, gátu ekki annað en borið virðingu fyrir honum, lotið rökum mann- gildisins sem bjó í brjósti hans. Við fráfall Agnars Kofoed- Hansen flugmálastjóra, brestur sterkur strengur, sem hljómaði hátt og snjallt, en minningin um hann heldur áfram að setja svip á líf þeirra, sem lifðu með honum. stækka það land sem hann lagði til krafta sína í merkilegu og mik- ilvægu uppbyggingarstarfi. Guð leiði hann til þess frelsis sem hann unni, líkni þeim sem eft- ir lifa. Genginn er sjaldgæfur yfir- burðamaður. Árni Johnsen þrjú hundruð frá 52 þjóðlöndum, og hann þá aðeins 29 ára. Þetta sýnir hve áhrifaríkur Agnar var snemma á sviði alþjóðaflugmála og persónuleg kynni hans af mikl- um fjölda áhrifamanna á því sviði „opnuðu íslandi margar dyr“. Síðara atriðið sem ég vil nefna, er upphaf samvinnu Islands við Luxemborg á sviði flugmála. Ég hygg að ekki sé hallað á neinn mann, þó fullyrt sé að Agnar átti mestan þátt í að koma þessari samvinnu á. Fyrir störf sín á sviði alþjóða- flugmála fékk Agnar verðskuld- aða viðurkenningu árið 1977, sem var heiðursmerki, kennt við Edward Warner, fyrsta forseta Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, er ICAO veitir, og jafnframt æðsta heiðursmerki á þessu sviði. Agnar lauk flugliðsforingja- prófi við flugskóla danska sjóhers- ins í Kaupmannahöfn í árslok 1935. Eftir það starfaði hann um skeið hjá danska flugfélaginu DDL, síðan hjá þýska flugfélaginu Lufthansa og einnig norska flug- félaginu Widerö Flyveselskap, og aflaði sér reynslu í áætlunarflugi og hlaut að því loknu alþjóða- flugskírteini. Eins og fyrr er getið, var hann flugmaður og fram- kvæmdastjóri Flugfélags Akur- eyrar 1938—39, en enda þótt hann starfaði ekki eftir það sem atvinnuflugmaður, flaug hann alltaf mikið, oft daglega, þegar önnur störf leyfðu. Jafnvel nú síð- ast í haust, er hann var orðinn sjúkur, flaug hann elstu flugvél Is- lendinga, „Gamla Klemminum“, er kom hingað fyrir 44 árum og mun það hafa verið eitt hans síð- asta flug. Að leiðarlokuni er margs að minnast og eftir 45 ára viðkynn- ingu og 35 ára náið samstarf, fer ekki hjá að slík samvinna skilji 'eftir ærin sjóð minninga. Ég kveð Agnar, minn gamla, góða vin, og óska honum góðrar „lendingar" hinum megin. Ég votta Björgu og börnunum dýpstu samúð mína. Gunnar Sigurðsson Mér brá ónotalega seint á liðnu sumri þegar Agnar Kofoed- Hansen trúði mér fyrir því, að hann væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. En bjartsýnn eins og hann var, gerði hann sem minnst úr því, og bað mig þess lengstra orða að nefna þetta ekki við neinn. En svo fór, þrátt fyrir líkamsþrótt og hreysti, að meinið varð honum að aldurtila á Þorláksmessu- morgni. Ég man fyrst eftir Agnari sem ungum og frískum dreng á ferð með föður sínum. Síðar högðuð at- vikin því svo, að ég tók við starfi af föður hans, Kofoed- Hansen skógræktarstjóra, og upp frá því urðu kynni okkar nánari er við vorum komnir til vits og ára. Agnar naut mikils ástríkis af föður sínum og af honum mótaðist hann mjög. En faðirinn réðst hingað sem skógræktarstjóri árið 1907 rösklega hálffertugur að aldri, en hafið þá um skeið dvalist bæði í Rússlandi og Svíþjóð við skógstjórn. Hann var af dönskum ættum en varð mikill og góður ís- lendingur. Hann var skarpvitur maður og skyldurækinn, háttvís, fáskiptinn en hjartahlýr og ein- staklega barngóður. Móðirin, Em- ilía Benediktsdóttir, var væn kona og dugleg og hlúði vel að syninum. Það þótti mikið í ráðist og ekki hættulaust þegar Agnar vildi stunda flugnám. Til þess réðst hann með því að ganga í sjóliðs- foringjaskóla Dana, en sá skóli hefur um fjölda ára verið talinn mjög framarlega meðal slíkra, sakir hinnar alhliða og góðu menntunar, sem nemendur hans öðlast. Agnar sótti námið af kappi og einbeitni og lauk því með góð- um árangri. Að því loknu átti hann kost á að afla sér reynslu i flugi um tveggja ára skeið. Árið 1937 kemur hann heim með al- þjóðlegt flugstjóraskírteini upp á vasann. Hér höfðu tvær tilraunir til inn- anlandsflugs lítinn árangur borið fram að þessum tima, en Agnari tekst að koma á fót félagi fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.