Morgunblaðið - 30.12.1982, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
Minning:
Ingigerður Guðna-
dóttir kennari
Fædd 29. desember 1940
Dáin 17. desember 1982
Nú á ofanverðri jólaföstu þegar
gleðin var svo nálæg lést Ingigerð-
ur Guðnadóttir kennari.
Lát hennar var reiðarslag og við
slíka fregn verður manni orðvant.
Sú staðreynd verður ljós að því
fleiri spurningar, því færri svör.
Hún hafði háð harða baráttu
síðastliðið ár við þann sjúkdóm er
hvað grimmilegast herjar.
Ingigerður Guðnadóttir var
Reykjavíkurbarn fædd og uppalin.
Hún var dóttir hjónanna Þórönnu
Guðjónsdóttur og Guðna Guð-
mundssonar sem bæði eru látin.
Föður sinn missti hún þegar
hún var enn á barns aldri en sam-
kennd fjölskyldunnar var sterk og
allir lögðu sitt af mörkum til far-
sældar heimilinu á Skeggjagöt-
unni þar sem öryggi og friður
ríktu.
Við hlið móður sinnar, móður-
systurinnar Ólafíu ásamt elsku-
legum bræðrum, Guðmundi og
Eiði, Iiðu æskuárin við leik og hin
ýmsu störf er lífsins skóli bauð.
Það varð fljótlega ljóst hvert
hugur Ingigerðar stefndi. Við
handverk og hönnun undi hún sér
hvað best.
Fór hún því þeirra tíma leið að
markinu að öðlast kennsluréttindi
til þess að miðla og flytja hand-
verksarfinn fram.
Úr Gagnfræðaskóla verknáms
fór hún sem leið lá í Kennaraskól-
ann og að námi sínu loknu þar var
hún ráðin þá strax veturinn eftir
til þess að annast kennslu við sinn
fyrri skóla, þá litlu eldri en nem-
endurnir.
En það var sama hvaða störfum
Ingigerði var trúað fyrir. Henni
voru ókunn önnur hugtök en ár-
vekni og heiðarleiki. Við Gagn-
fræðaskóla verknáms kenndi hún
síðan um árabil. Til nemenda
sinna náði hún næmum tengslum
og átti einkar auðvelt með að
vekja þá til virkni.
Sagt er að sumir kennarar slái í
borðið eða hækki tóninn þegar
lægja þarf öldurnar en Ingigerður
hafði annan hátt á, hún lækkaði
róminn.
Árið 1969 gengu þau í hjóna-
band Ingigerður og Bjarni Þjóð-
leifsson læknir. Mikil gleði og
hamingja ríkti. Dæturnar þrjár
fæddust og ungu hjónin dvöldu
næstu árin erlendis þar sem hann
lagði stund á sérgrein sína. Á
þessum árum minntist ég Ingi-
gerðar minnar oft í kvöldbæninni.
Mér fannst sem erfiði væri fram-
Fæddur 25. apríl 1946
Dáinn 23. desember 1982
Það var mér mikil sorg er mér
barst sú frétt á Þorláksmessu, að
Jón fyrrum mágur minn væri burt
kallaður, eftir stutta sjúkrahús-
legu.
Kynni okkar Jóns hófust er Jón
kvæntist systur minni, Sigrúnu.
Urðu þau kynni fljótt að vináttu.
Jón var hrókur alls fagnaðar og
geðgóður með afbrigðum. Jafn-
framt var hann lítillátur í eðli
sínu og bar sína erfiðleika ekki á
annarra borð. Slíkur maður var
Jón Eðvarðsson.
Jón var gott að eiga sem félaga,
og hann var einn af þeim mönnum
sem alltaf bæta skap annarra með
návist sinni. Alltaf var hann boð-
inn og búinn að rétta hjálparhönd
væri til hans leitað. Og það vakti
fljott athygli mina hve náið sam-
band var milli hans og móður
hans Guðbjargar Hjartardóttur.
Þar var um að ræða fjölskvalausa
undan þar sem lagt var af stað
með þrjú nýfædd börn í fanginu
með bjartsýni og styrk æsku-
mannsins sem aðalveganesti. En
þau tókust á við lífsins próf með
þeirri sérstæðu eindrægni og feg-
urð sem því miður sjaldnast finn-
ast nema í skáldsögum. Slíkt varð
æ síðan þeirra samspilsmunstur.
Það var stór dagur er þau fluttu
aftur heim. Líf og störf biðu
þeirra. Hann réðist að Landspítal-
anum en hún hóf kennslu við
Fossvogsskóla. Um þetta leyti
fæddist þeim einkasonurinn.
Heimilið í Fossvoginum var
byggt upp af einstakri natni og
smekkvísi. Munstur Ingigerðar
var hvorki hávaði né fum og var
henni leikur einn að vinna sam-
hliða að mörgum verkefnum.
Fannst mér stundum sem hún
hefði þjóna á hverjum fingri. Þar
sem hún kom nærri við val eða
niðurröðun hlutanna var hvergi
hætta á fölsuðum tónum. Slíkt var
öryggi hennar í völundarhúsi
forms og lita.
Mjög þakklát er ég fyrir 26 ára
vinskap okkar Ingigerðar sem
aldrei bar skugga á og varð mjög
náin nú hinn síðari ár. Við áttum
okkur sameiginleg áhugamál og
það var orðin föst venja án orða að
njóta sameiginlega þeirra fjöl-
mörgu sýninga sem boðnar voru
fram.
Ingigerður Guðnadóttir bar sér-
stæðan tiginn þokka í allri fram-
göngu. Glögg, kærleiksrík og hár-
fín vitund hennar vísaði henni
veginn til þeirrar réttsýni sem
aldrei brást. Þar var engin tilgerð.
Hún var heilsteyptur persónuleiki
sem oflék aldrei.
Bjarna, dætrunum Guðrúnu,
Gerði og Hildi og elsku litla
Brjáni flyt ég mínar alúðarfyllstu
samúðarkveðjur fullviss þess að
minningin um yndislega eigin-
konu og móður veiti styrk um alla
framtíð. Einnig votta ég samúð
mína öllu tengda- og frændfólki
Ingigerðar sem hún bar svo djúp-
an hlýhug til.
Blessuð sé minning Ingigerðar.
Hólmfríður Árnadóttir
Ingigerður Guðnadóttir kennari
er til moldar borin í dag. Hún lést
föstudaginn 17. desember eftir
stranga sjúkdómslegu. Fyrstu
fréttir af sjúkleika hennar komu
okkur starfssystkinum hennar
mjög á óvart því okkur fannst hún
alltaf hafa verið hraust.
Ingigerður var fædd í Reykjavík
29. desember 1940. Hún var dóttir
ást milli sonar og móður. Má vera
að fjarvera föður hafi átt sinn
þátt í því, en Jón ólst upp hjá móð-
ur sinni, ásamt þremur systrum.
Það mótaði Jón meir en ætla
mátti við fyrstu kynni.
Þau Sigrún og Jón slitu sam-
vistum eftir 10 ára hjónaband.
Þótt Jón væri ekki sáttur við það
hélst vinátta okkar áfram, þótt
eðlilega yrðu færri samverustund-
ir eftir en áður.
Jón var dugnaðarmaður til
vinnu og ósérhlífinn, en þó aldrei
eins og síðasta árið, er hann ásamt
öðrum stofnaði fyrirtækið
Múrsmíði. Jón átti því langan
vinnudag fyrir höndum og margt
ógert.
Það er oft erfitt að sætta sig við
það er kallið kemur en er leiðir nú
skiljast biðjum við góðan Guð að
gefa móður, dætrum og öðrum
vandamönnum styrk í þeirra
miklu sorg.
Gunnlaugur iVlagnússon
hjónanna Guðna Guðmundssonar,
er lést er Ingigerður var 6 ára
gömul, og konu hans Þórönnu
Guðjónsdóttur sem nú er látin.
Ingigerður réðst kennari við
Fossvogsskóla haustið 1977. Hún
var þá nýlega komin heim frá
Bretlandi, en þar hafði fjölskyldan
dvalið í nokkur ár. Mér er það enn
ljóst í minni þegar hún kom til að
spyrjast fyrir um starf, þessi háa,
glæsilega kona með slegið, tinnu-
svart hárið. Hún hafði áður haldið
uppi spurnum um vinnu svo heim-
sókn hennar kom mér ekki á
óvart. En sá áhugi sem strax kom
fram í þessu viðtali átti eftir að
tendrast í miklu verki.
Ingigerður var kennari í hand-
mennt. Hún hafði slíkan lifandi
áhuga fyrir skapandi starfi að
hann smitaði út frá sér til margra
átta. Sjálf var hún mjög listhneigð
eins og heimili hennar bar vott
um. Hún var líka mjög fús að
fórna tíma sínum starfsins vegna
eftir því sem aðstæður leyfðu.
Samviskusemi, látlaus framkoma
og hreinskilni var henni í blóð
borin. Kennslustarf skilar sér ekki
til fullnustu nema það sé að stór-
um hluta hugsjón. Þannig var um
kennslu Ingigerðar. Hinn skap-
andi þáttur starfsins var henni
hugsjón. í hinum erfiðu veikind-
um hennar urðum við þess greini-
lega vör hve löngun hennar var
mikil til að fylgjast með starfinu í
skólanum. Sá áhugi entist til
hinstu stundar. Fyrir réttum
þremur mánuðum var Ingigerður
með okkur starfsfólki skólans í
góðum fagnaði. Hún var þá hel-
sjúk orðin en virtist njóta þeirrar
stundar að fá þannig tækifæri til
að ræða um kennsluna. Þá sem
fyrr var það starfið, vonin um að
geta byrjað aftur, sem átti hug
hennar.
Vorið 1980 sótti Ingigerður um
leyfi frá störfum um eins árs
skeið. Hún hafði þá skömmu áður
eignast soninn Brján Guðna.
Brjánn var fjórða barnið en þrí-
burarnir Gerður, Guðrún og Hild-
ur voru þá 11 ára gamlir. Það var
mikil hamingja þegar Brjánn litli
fæddist. Móðirin vildi vera heima
til að geta annast hann sem best.
Að ári liðnu framlengdi hún leyfið
um eitt ár. Það ár birtist hinn
óboðni gestur, hinn mikli'sjúk-
dómur sem heltekur svo marga.
Hann spyr ekki um aldur né að-
stæður. Ingigerður vissi að barátt-
an við þennan gest myndi verða
tvísýn. Æðrulaust barðist hún
gegn honum þar til yfir lauk. Allt
var gert sem hægt var til að vinna
bug á sjúkdómnum og naut hún
eiginmanns síns, Bjarna Þjóð-
ieifssonar læknis, sem betur mátti
vita en flestir hve þetta var tví-
sýnt.
Manni er það alltaf jafn torskil-
in gáta þegar fólk í blóma lífsins
er burt kallað. Ekki er það síst
þegar móðir er burt köliuð frá
Dáinn, horfinn, harmafregn.
Enginn veit sína æfina fyrr en öll
er. Það er sagt að þeir sem guðirn-
ir elska deyi ungir, en samt á mað-
ur nú bágt með að sætta sig við að
sjá á bak vini sínum í blóma lífs-
ins á svo sviplegan hátt.
Jón var ljúfur og góður vinnufé-
lagi, hress og kátur. Vinur sem
aldrei var kvartandi þó móti blési.
ungum börnum sínum, burt kölluð
úr því hlutverki, sem er mest allra
verka, að ala upp nýja kynslóð.
Ingigerður varð sjálf fyrir þeirri
miklu reynslu að missa föður sinn
er hún var aðeins 6 ára gömul. Nú
eru það börn hennar og eiginmað-
ur sem sjá á bak elskulegum fé-
laga. En Ingigerður átti margar
hamingjustundir í sínu lífi. Árið
1969 giftist hún Bjarna Þjóðleifs-
syni lækni. Fjölskyldan varð strax
óvenju stór því það sama ár fædd-
ust þríburarnir, þessar yndislegu
stúlkur. Fyrstu árin dvaldist fjöl-
skyldan í Bretlandi þar sem
Bjarni var við framhaldsnám. Eft-
ir heimkomuna fór Ingigerður að
sinna því starfi sem hugur hennar
stóð til og hún hafði menntað sig
fyrir. Og árið 1980 fæddist svo
Brjánn litli sem fyrr segir. Fjöl-
skyldan hafði komið sér vel fyrir
og ailt virtist leika í lyndi. En eng-
inn má sköpum renna. Við sem
störfuðum með Ingigerði eigum
henni margt að þakka, smitandi
áhuga hennar og ríka vináttu.
Skólinn á á bak að sjá mikilhæf-
um starfsmanni. En þyngstur
harmur er kveðinn að eiginmanni
og börnum. Þá er gott að minnast
þess að hafa átt góðan förunaut og
elskulega móður. Fyrir hönd
starfsfólks við Fossvogsskóla færi
ég þeim innilegustu samúðar-
kveðjur svo og öðrum ættingjum
og vinum. Megi Guðs blessun
fylgja ykkur um alla framtíð.
Kári Arnórsson.
í dag verður gerð frá Bústaða-
kirkju útför Ingigerðar Guðna-
dóttur, sem lézt á Landspítalanum
þann 17. desember. Þrátt fyrir
það, að nokkur tími sé liðinn síðan
ljóst var hvert stefndi, er engu að
síður erfitt að sætta sig við orðinn
hlut. Að þeirri hetjulegu baráttu,
sem Inga hefur háð fyrir lífi sínu,
sé nú lokið.
Satt er að læknavísindin hafa
náð töluverðum árangri í barátt-
unni við krabbamein en ef mein-
semdin, þegar hún uppgötvast, er
búin að grafa um sig víðar í líkam-
Hann gerðist lærlingur hjá mér
fyrir orð móður sinnar, Guðbjarg-
ar Hjartardóttur, sem hafði verið
vinkona okkar í mörg ár. Jón
.stundaði nám sitt með prýði og
lauk því á tilsettum tíma. Á þess-
um árum stofnaði hann sitt eigið
heimili með konu sinni, Sigrúnu
Magnúsdóttur. Eignuðust þau
tvær dætur, Andreu og Hörpu,
sem hann hélt mjög mikið upp á
og vildi allt fyrir þær gjöra. Sig-
rún og Jón slitu samvistum fyrir
nokkrum árum. Síðustu dagana
áður en hann veiktist vann hann
hjá mér, hann var svo bóngóður og
greiðvikinn að hann gat engum
neitað. Jón rak sjálfur fyrirtæki
ásamt syni okkar, sem þeir stofn-
uðu fyrir ári og voru þeir mjög
samrýndir í starfi.
Jón var mikill mömmudrengur,
oft sagði hann þegar við vorum að
ræða saman einhver mál: „Ég þarf
að tala við mömmu um þetta.“
Með Jóni er horfinn á braut trygg-
ur og góður vinur og félagi'sem við
kveðjum með söknuði og munum
lengi minnast.
Móður hans og dætrum vottum
við hjónin okkar dýpstu samúð svo
og öðrum ættingjum hans.
Pétur Kr. Árnason
anum, þá er ekki mikið í mannlegu
valdi sem hægt er að gera. Lífs-
löngun Ingu var ósigrandi, á henni
fékk ekkert unnið, þrátt fyrir allt
það sem á hana var lagt í hinni
erfiðu sjúkdómslegu og það, að
henni var allan tímann fyllilega
kunnugt um eðli og framvindu
sjúkdómsins.
Við, sem vanmáttug horfðum á,
fylltumst aðdáun á æðruleysi og
óbilandi kjarki þeirra Ingu og
Bjarna. Þríburarnir, sem skynja
alvöru lífsins á annan hátt en
Brjánn litli, þær hafa staðið sig
sem hetjur. Allt þetta undirstrik-
ar styrk og einingu fjölskyldunn-
ar, sem þau hjón höfðu rækt á
sinn einstaka hátt og þannig að
eftir var tekið.
Við Inga kynntumst í Skotlandi
árið 1974 og áttum það sameigin-
legt að fylgja mökum okkar til
annars lands, þar sem þeir lögðu
stund á framhaldsnám í læknis-
fræði. Ekki gátum við hitzt oft,
því langt var á milli — þau bjuggu
í Dundee, en við í Edinborg.
Dundee-heimsóknirnar urðu
okkur um margt eftirminnilegar.
Þar var hjartahlýjan í fyrirrúmi.
Inga var manni sínum ómetanleg
stoð, bæði í námi og starfi. En
fyrstu árin eftir fæðingu þríbur-
anna voru henni óneitanlega erfið.
Umsjá þriggja ungbarna allan sól-
arhringinn, alla daga, er þrotlaus
vinna og oft meira en ein kona
kemst yfir. Þá kom hvað bezt í ljós
það sem einkenndi allt í fari
þeirra hjóna, en það var sam-
heldni og samvinna.
Inga var að mörgu leyti óvenju-
leg kona. Hið ytra skar hún sig úr
fjöldanum, hávaxin, tíguleg, frem-
ur dökk yfirlitum með sitt tinnu-
svarta og mikla hár. Hennar innri
maður einkenndist af einlægni,
hlýju og staðfestu. Hún var mjög
listræn og þá gáfu nýtti hún í
þágu barna sinna og heimilis. Nær
allan fatnað, bæði á sig og börnin,
hannaði hún sjálf, í þess orðs
fyllstu merkingu. Hún vann efnið
sjálf, hráefnið var jafnvel hveiti-
pokaléreft, sem hún litaði,
mynstraði og saumaði, svo að úr
urðu hinar fallegustu og sérstæð-
ustu flíkur.
Eftir fimm ára dvöl í Dundee
bjuggu þau eitt ár í London — og
var það sá hluti „útlegðarinnar"
sem Ingu fannst beztur. Eftir
heimkomuna settust þau að í
Fossvogi í Reykjavík, og Inga fékk
tækifæri til þess að taka upp starf
sitt að nýju, sem var handavinnu-
kennsla. Starfaði hún við Foss-
vogsskóla og mat hún bæði starfið
og skólann mikils. Fyrir þremur
árum stækkaði fjölskyldan, en þá
fæddist sonurinn og lífið brosti
svo sannarlega við þeim.
Enginn fær sín örlög flúið, en
við sem erum full sorgar og trega
getum ekki varizt áleitnum spurn-
ingum. Hún, sem átti svo margt
ógert í þessu lífi, er hrifin brott
frá fjórum börnum og ástríkum
eiginmanni, sem átti hug hennar
allan og óskiptan. Minningin um
Ingu mun lifa með okkur og ylja
um ókomin ár. Megi góður Guð
styrkja þig og börnin, Bjarni
minn, sem hafið misst svo mikið.
Sigrún Gísladóttir
Birting
afmœlis- og
minningar-
. greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Ilandrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Jón Eðvarðsson
múrari - Minning