Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 fHwgtntÞIiifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstrætí 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Sólskinsblettir í þjóðlífinu að eru víða sólskins- blettir í þjóðlífinu, þrátt fyrir allt, árstíma, árferði og stjórnarfar. Svo að segja í hverju hér- aði landsins er margvíslegt menningarstarf í blóma: leikfélög, kórar, bókasöfn og félagastarf er sinnir menn- ingar- og mannúðarmálum. Fyrrverandi þingmaður, sem jafnframt er rithöfund- ur, lét fyrir nokkrum árum í ljós efasemdir um, að nokk- ur þjóð gæti státað af hlut- fallslega fleira áhugafólki í leiklist en íslendingar. Þessi leikhúsáhugi hefur ekki dofnað — nema að síður væri. í Reykjavík eru starfandi þjóðleikhús og borgarleik- hús, auk smærri leikhópa, sinfóníuhljómsveitir, óperu, kóra, hljómsveita og mynd- listarfólks, sem skipa höfuð- borginni á bekk með menn- ingarmiðstöðvum Evrópu. Það er vissulega að mörgu að hyggja fyrir listunnendur hérlendis. Bókaflóðið, sem títt er tal- að um, ber að vísu á öldu- földum fleira en flokkast undir tæra list, og gildir það raunar um fleiri listgreinar — hér sem erlendis. En það áréttar engu að síður sann- leiksgildi þeirra fleygu orða Bólu-Hjálmars, að „Guð á margann gimstein þann sem glóir í mannsorpinu". Já, það er víða gróska í menningarlífi þjóðarinnar. Þar er og þjóðarauðurinn, ekkert síður en í því sem orðið þjóðarbúskapur, í þröngri merkingu, spannar. Verðmætasköpun í fram- leiðsluatvinnugreinum er að vísu kostnaðarleg undir- staða skólakerfis og hvers- konar menningarstarfs, það má aldrei gleymast, en menning þjóðar og lífsfyll- ing fólks felst í fleiru en í aska verður látið. Og ungt, vel menntað og framsækið fólk mun ótvírætt flytja og þróa íslenzka menningararf- leifð til óborinna viðtak- enda, svo fremi sem við fáum áfram búið við frelsi hins lýðræðislega þjóðskipu- lags. Sumum þykja að vísu mýrarljósin mörg, sem „týra á tíkarskottum" samtímans, bæði í listum og pólitískri stjórnsýslu þjóðfélagsins, og lítið fara fyrir aldamóta- hugsjónum, svokölluðum, núorðið. Ekki skal hér dreg- ið úr þeim varnaðarorðum, sem töluð eru af góðum hug og einlægum vilja til að færa misfellur til betri vegar. En svo víða er að finna vaxtar- brodda og merkisbera menningar og heilbrigðra viðhorfa í samfélagi okkar, að þjóðin mun, þrátt fyrir allt, ganga til góðs götuna fram eftir veg. Sú er a.m.k. von okkar, og raunar vissa, þegar horft er til framtíðar nú um áramótin. Sú vissa á ekki sízt rætur í jarðvegi þar sem gætir yls frá þeim sólskinsblettum í þjóðlífi okkar, sem verða til úr því bezta í menningu okkar og listum. Fallnir for- göngumenn Tveir forgöngumenn í ís- lenzku þjóðlífi verða til grafar bornir í dag: Sigurjón Olafsson myndhöggvari og Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri. Sigurjón braut ís fyrir nýja strauma og ný viðhorf í listgrein sinni og var í fremstu röð þeirra sem sam- hæfðu evróspska og íslenzka listhefð í verkum sínum. Agnar var frumkvöðull í flugmálum okkar, aðal- hvatamaður að stofnun Flugfélags Islands og fyrsti flugmaður og framkvæmda- stjóri þess. Hann var flug- vallastjóri 1947 og flugmála- stjóri frá 1951 til dauðadags. Fremstu listamenn okkar, sem unnið hafa sér fjölþjóð- lega viðurkenningu, eru menningarlegir sendiherrar og merkisberar þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Forvígismenn í flugmál- um okkar færðu byggðir landsins saman, með nýrri samgöngutækni, og landið nær umheiminum, en hvor tveggja hafði mikil áhrif á framvindu mála í þjóðar- búskap og þjóðfélagi — og efldi hverskonar samskipti, atvinnuleg, menningarleg og félagsleg. Báðir þessir gegnu ein- staklingar skiluðu upp- byggjandi ævistarfi, hver á sínu sviði. Þeir auðguðu samtíð sína í þess orð beztu merkingu og lögðu verðmæti í sjóð framtíðarinnar. Hafi þeir þökk fyrir og fararheill. Fridur á jörðu eftir Birgi Isl. Gunnarsson Fyrir jólin sendi kirkjan þá hvatningu út til landsmanna að tendruð yrðu friðarljós á að- fangadagskvöld og þeim þannig komið fyrir að þau bæru vel fyrir sjónir nágrannanna. Frétt- ir herma að þúsundir íslendinga hafi orðið við þessari áskorun og þar með sýnt að hugsjónin um frið á jörðu á mikinn hljóm- grunn í hugum fólks. Á stjórnmálasviðinu hefur friðarbarátta verið mjög áber- andi á þessu ári, sem nú er að líða. Víða um heim hefur þessi barátta haft mikil áhrif á stjórnmálalíf og ráðið miklu um stefnu og ákvarðanir stjórn- málaflokka og ríkisstjórna. Sterkasta persónulega endur- minningin, sem ég á frá árinu er einmitt tengd friðarbaráttu, en það var hin mikla friðarganga og eftirfylgjandi fundur, sem fram fór í New York í júní sl., þar sem talið er að allt að ein milljón manna hafi verið þátttakendur. Það var mjög áhrifamikið að verða vitni að þessum viðburðum og sjá þann mikla kraft, sem bjó í þessu fólki — hinum almenna borgara — sem þátt tók í þessum aðgerðum. Hugsjónin um frið á jörðu á mjög greiðan aðgang að hjörtum fólks. Á fáum sviðum stjórnmál- anna er eins auðvelt að höfða til tilfinninganna. Sú dægurbar- átta, sem víðast er háð á stjórn- málasviðinu myndi á augnabliki verða hjóm eitt, ef hörmungar styrjaldar ættu yfir okkur að ganga. Styrjaldarógnin er flest- um meðvituð og auðvelt að fá fólk til þátttöku í ýmis konar að- gerðum, sem hafa frið að yfir- varpi, en hafa stundum í sér fólgna andstæðu sína, ef grannt er skoðað. I hinum opnu þjóðfélögum Vesturlanda, er friðarbaráttan mjög vandmeðfarin. í allt of Birgir ísl. Gunnarsson mörgum tilvikum hefur þessi barátta beinst að því að Vestur- veldin leggi einhliða niður vopn. Ymist er það opinbert baráttu- mál eða friðarbaráttunni er með óbeinum hætti ætlað að skapa þrýsting á stjórnvöld Vestur- landa, sem síðan leiði til einhliða afvopnunar. Slík barátta er lík- leg til að bjóða hættunni heim — að auka hættu á styrjöld frekar en að minnka hana. Friðarbarátta, sem ætlað er að skapa þrýsting á stjórnvöld, væri líkleg til að hafa tilætluð áhrif, ef skilyrði hennar væru allsstaðar hin sömu. Það var til dæmis mjög athyglisvert, en þó sjálfsagður hlutur í augum okkar flestra, að sjá hlutverk lögreglunnar í friðargöngunni í New York. Hlutverk hennar var að greiða fyrir göngu- og fundar- mönnum, að bægja annarri um- ferð frá og sjá til þess að friðar- fólkið yrði fyrir sem minnstri truflun. Var þó ýmislegt sagt í ræðum manna eða ritað á kröfu- spjöld, sem var mjög fjaldsam- legt ríkjandi stjórnvöldum. Allt sem þarna var sagt og gert var og rækilega tíundað í fjölmiðl- um, jafnóðum í hljóðvarpi og sjónvarpi og strax á eftir í blöð- um. Sömu aðgerðir þekkjum við frá öðrum lýðræðisríkjum Vest- urlanda. Hin opna barátta og hin opna umræða er okkur svo sjálfsögð að við hugsum sjaldn- ast um hana. Þessu er hinsvegar því miður öðruvísi farið í Sovétríkjunum og í löndum Austur-Evrópu. Það er nú alveg ljóst að allar tilraun- ir til að koma friðarhreyfingum þar á fót hafa mistekist. Slík starfsemi er valdhöfunum ekki þóknanleg. Þar hefur lögreglan það hlutverk að bæla fólk niður, koma í veg fyrir göngur og fundi og í versta tilfelli að handtaka þá, sem ekki halda sig innan þröngra ramma yfirvaldanna. Almenningur í þessum löndum er örugglega jafn friðelskandi og við á Vesturlöndum. Þar fær fólkið hinsvegar ekki að láta til- finningar sínar og skoðanir í ljós — auk þess sem allt mat þess á umhverfinu er brenglað með strangri ritskoðun í fréttaflutn- ingi. Jafnvel þótt einhverjum friðarsinnum tækist nú að halda friðarfund í Moskvu, sem vekti athygli og yrði fréttaefni á Vest- urlöndum, er allt eins víst að fjölmiðlar í Sovétríkjunum myndu þegja þá frétt í hel og fáir þar myndu af því vita. I friðarbaráttunni liggur hætta okkar Vesturlandabúa í því að við skynjum ekki þann grundvallarmun sem er á þjóð- félagsgerðum Austurs og Vest- urs. Við viljum fá að njóta lýð- ræðis og frelsis — viljum fá að berjast fyrir friði — eins og okkur lystir og með þeim aðferð- um, sem okkar opna lýðræði býður upp á. Sú barátta er hinsvegar vandmeðfarin, ef hún á ekki að snúast upp í andhverfu sína. Islenska kirkjan hefur tekið skynsamlega og hóflega stefnu í sinni friðarbaráttu. Vonandi tekst gott samstarf með henni og stjórnmálaflokkunum á næsta ári í þessu mikilvæga máli, sem varðar framtíð og heill alls mannkyns um ókomnar aldir. Egilsstaðir: Friðsæl og gleðileg jól I gil.vsioóum, 2K. denember. ÞAÐ SEM af er jólum hafa þau verið friðsæl hér um slóðir og gleðileg Desturn eftir því sem næst verður komist. Hollar vættir hafa verið hér á sveimi auk nokkurra sauðmeinlausra jólasveina. Á heilögum Þorláki varð frétta- ritari var við nokkra jólasveina á ferli — en þeir virtust fremur ótrúverðugir og játuðu uppruna sinn fúslega þegar eftir var gengið — enda ögn mannlegir í framan og smáir vexti. Hins vegar varð vart trúverð- ugra jólasveina á aðfangadag — sem gengu hús úr húsi og útdeildu gjöfum til stilltra jólabarna og styttu bið þeirra eftir jólunum. Að vísu hvísluðu ósiðlegar tungur að þar færi hópur JC-félaga — sem náð hefði ákveðnu þroskastigi inn- an félags síns — en hvað um það — ósviknir jólasveinar virtust þetta vera. Egilsstaðir eru ljósum prýddir, jólaljós loga hvarvetna — og veð- urfar gott og jólalegt. Það sem helst virðist hafa angrað menn hér um slóðir er óveðrið sem gekk yfir landið skömmu fyrir jól og varð þess valdandi að flugáætlanir riðluðust — og þess vegna fengu ekki allir jólapakka sína á réttum tíma né heldur jólablöðin og póst- inn. Að sögn lögregluvarðstjóra, Björns Halldórssonar, var ekkert að gera hjá lögreglu yfir jólahelg- ina. Á aðfangadagskvöld kl. 18.00 var aftansöngur í Egilsstaða- kirkju og náttsöngur kl. 23.00. Sóknarpresturinn, sr. Vigfús Ingv- ar Ingvarsson, messaði og kirkju- kórinn söng undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Ennfremur var guðsþjónusta á annan dag jóla. Kirkjan var samkvæmt venju þéttsetin í öll skiptin. í gær efndi JC-Hérað, Slysa- varnadeildin Gró og Iþróttafélagið Höttur til jólatrésfagnaðar í Vala- skjálf fyrir þriggja ára fólk og eldra. Á gamlárskvöld verður vænt- anlega kveikt í bálkesti, flugeldum skotið upp í himinhvolfið og stig- inn dans í Valaskjálf fram undir morgun. Á nýársdag verður svo guðs- þjónusta í Egilsstaðakirkju kl. 14.00. — Ólafur. Smekkleysa í ís- lenzka sjónvarpinu TCHAIKOWSKY er vinsælt tón- skáld og uppfærsla Konunglegu óperunnar í London á ballettinum „Svanavatnið" við tónlist hans af- bragðsgott sjónvarpsefni á jóladag. En tvggja stunda flutningur Svana- vatnsins reynist flestum hlustend- um nægur dagsskammtur afTchai- kowsky, þótt vinsæll sé. Þvi sætir furðu að ekki sé meira sagt, að heyra tónlist hans við myndasýn- ingu af auðnum og öræfum ís- lands, rétt eins og engin íslenzk tónlist væri til að fella að þeirri náttúrufegurð, sem birtist í mynd- um Björns Rúrikssonar af hálendi Islands. Þetta er fáránleg smekkleysa og gróf móðgun við íslenzka tón- menningu. Svo vill til að við eig- um okkar eigin tónskáld og tón- list, sprottna upp af hrjóstrum þessa lands með tón landsins í sjálfri sér. Tekur hið alvitra útvarpsráð svona ákvarðanir, eða hver? Myndþættirnir munu eiga að halda áfram og er það vel, en megum við fá tónlist sem hæfir þeim með hljóm landsins í stað sætrar síðrómantíkur Rúss- lands. Virðingarfyllst, Ingólfur Guðbrandsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.