Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 41

Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 41 „Það er sitthvað menntun og menning. Þessir þsttir sýna e.t.v. óbeinlínis hinn mikla mun, sem er á þessum tveimur hugtökum, því að enginn dregur í efa hátt menntastig þeirra sem að þessu verki standa, bæði í sköpun og flutningi.“ Sjónvarpið, þetta menningartæki, er betra en nokkur skóli. Þar er ekki sama hvað sýnt er — hvað kennt er. Enda lætur eftirleikur- inn ekki á sér standa. Glæpir, ofbeldi og ólifnaður vaða uppi, og eykst svo geigvænlega að hugs- andi fólki stendur ógn af. Hvar endar þessi leikur — allur þessi leikur — sem fégræðgin eiur við brjóst sér? Svífst einskis, ef fólkið lærir ekki að velja og hafna, meta réttilega hvað því er fyrir beztu. A hvers konar helgöngu er mannkyn á þessari jörð? Sorinn og afskræmingin eru hafin til vegs og virðingar, en fegurðin, dyggðin og jafnvel heilbrigð hugsun fótum troðin. Lífið á jörðinni stendur frammi fyrir þeim örlagaleik, að mannskepnan með allri sinni tækni, þekkingu og vísdómi, er bú- in að skapa þær vítisvélar sem eytt geta öllu lífi á jörðinni — ekki aðeins einu sinni — heldur sjö sinnum, ef hægt væri. Þetta er vissulega mikið og um leið hörmulegt afrek mannsand- ans á sl. fjórum áratugum. í fram- haldi af því vaknar spurningin: Hvað verður hægt að eyða lífinu mörgum sinnum að tveimur ára- tugum liðnum — tuttugu sinnum — hundrað sinnum? Ef það verður þá um nokkurt líf að ræða á þess- um hnetti um næstu aldamót. Sem betur fer, þá er tími krafta- verkanna þó ekki liðinn. Er það ekki nokkurn veginn ljóst, eins og allt er í pottinn búið, að mesta kraftaverkið gæti orðið það, að enginn verði til þess að hleypa öll- um þessum gereyðingarvopnum af stað. Hvers vegna eru menn að framleiða öll þessi vopn? Hví er þeim ekki eytt? En þá standa menn jafnvel frammi fyrir því vandamáli, að þeim sumum hverj- um verður alls ekki eytt, nema þá að granda jarðlífinu um leið. Mannsandinn er sem sé á góðri leið með — ef hann er þá ekki búinn — að smíða slík ægitæki, að þau munu eyða öllu lífi á jörðinni, nema kraftaverk komi til. Hvers virði er slík tækni og vísindi? Slík tækniundur verða vissulega ekki metin til fjár, ef þau eiga að kosta líf og framtíð mannkynsins á þessarijörð. Þá væri betra að búa við minna — og ætla sér af.“ Betra aö byrja strax E.KrJ. skrifar: „Kæri Velvakandi. Undanfarna áratugi hafa verið uppi hatrammar deilur næringar- fræðinga og fleiri um það, hvort það væri hollt eða óhollt að borða smjör. Allir vissu þeir að kolester- ol var nauðsynlegt líkamanum, og einnig vissu þeir, að stundum sett- ist það innan á æðaveggi og stífl- aði æðarnar, og var þá sérstaklega lífshættulegt, er það stíflaði kransæðar hjartans. Báðir þessir fræðimannahópar rökstuddu mál sitt svo vel, að leikmanni gat flogið í hug, að þeir væru alls ekki að tala um sama kolesterolið. Nýlega kom reyndar í ljós, að kolesterolin í blóðinu eru tvö. Annað þeirra, það „vonda“ (LDL), hefir tilhneigingu til að setjast innan á æðaveggi, en hitt, það „góða“, hjálpar til að halda blóðinu fljótandi. Nú eru Svíar að fullkomna að- ferð til að lækka innihald blóðsins af „vondu" kolesteroli, og stígur þá jafnframt innihald blóðsins af „góða“ kolesterolinu. Þessar til- raunir hafa minnkað mælanlega æðakölkun hjá sex af átta fyrstu sjúklingunum, sem þeim hefur verið beitt við. Jafn hatrammar deilur þessari hafa verið um blöndun flúors í drykkjarvatn, til varnar tann- skemmdum. Hafa báðir aðilar, meðmælendur og mótmælendur flúorblöndunar, rökstutt mál sitt vel. Einn þeirra, sem leitað var upp- lýsinga hjá, var bandaríski dá- lestramaðurinn Edgar Cayce. Að- spurður í dásvefni (í mars 1943) sagði hann öllu máli skipta, hvaða önnur efni vatnið innihéldi. „Ef ákveðin prósentutala af fluorine er í vatninu, ásamt óbundnu kalki, er það til bóta. Ef það er, ásamt smávegis af magnesíum, brenni- steini eða öðru álíka, megum við búast við mislitun (mottling) í fyrsta lagi og holum við góminn í öðru lagi.“ Einnig sagði hann: „Þar sem í vatninu er járn eða brennisteinn eða magnesíum, verður að sýna aðgætni (við flúoríblöndun). Nafn Edgar Cayces mun orðið það þekkt hérlendis, að flestir vita einhver deili á þessum ómenntaða Bandaríkjamanni, sem lést árið 1945. í að minnsta kosti 80 ár hafa menn notið lækningafyrirsagna hans, og í jafnlangan tíma hafa aðrir menn reynt að finna mót- sagnir eða rangar upplýsingar í dálestrum hans. En það er vafa- mál, að nokkru sinni hafi verið sönnuð á hann villa. Að vísu er afar margt ennþá ósannað af dá- lestrum hans, en þar valda meðal annars takmörk mannlegs skiln- ings. Ég læt hér fljóta með ráð, sem Cayce gaf til varnar tveimur okkur alltof kunnum sjúkdómum: „Manneskja, sem borðar tvær eða þrjár möndlur á dag, þarf aldrei að óttast krabbamein; sá, sem nuddar allan likamann vikulega upp úr jarðhnetuolíu, þarf aldrei að óttast gigt.“ Ef einhver vill reyna að afsanna þessi ráð Edgar Cayces á sjálfum sér, þá er betra að byrja strax, því að það getur tekið meiri tíma en hlutaðeigandi á eftir ólifað." GÆTUM TUNGUNNAR Ef það mætti framkalla bros Björn Ilúason, Ólafsfirði, skrifar í nóvember: „Þakka þér, Velvak- andi, fyrir aðstoðina. Sára fáir hafa skrifað. Ég er ekki að biðja um að gefa mér ljóð því sjálfsagt er að greiða fyrir yrkingarnar eftir samkomulagi. Það er hugmynd mín að lofa fólki að skyggnast síðar í þau gaman- og alvöruorð í ljóðum frá síldarár- unum, ef það mætti framkalla bros á vör hjá einhverjum, ekki síður en „I de gamle gode dager, da alt kom an paa silla — far.“ Sést hefur: Þau horfðu á hvort annað. Rétt væri: Þau horfðu hvort á annað. (Stundum færi vel: Þau horfðust á.) 03^ SlGeA V/öGA fi \iLVtRAU HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA Vinningsnúmer: 1. vinningur: Saab Turbo, bifreiö, árgerö 1983, nr. 23225 2. vinningur: Bifreiö aö eigin vali aö upphæö kr. 130.000.— nr. 86656 3. —10. vinningur: Húsbúnaður að eigin vali, hver aö upphæö kr. 30.000,— nr. 27742 — 38673 — 41197 — 60102 — 69420 — 82644 — 84001 og 88904. Félagið flytur öllum hugheilar þakkir fyrir veittan stuöning. Styrktarfélag vangefinna. sern Herra mittisúlpa Jmttr 599.00 Herra skíðaúlpa 499.00 Herra skíðaúlpa jm-m 599.00 Herra peysa -aæ-exr 299.00 Dömuúlpa með hettu ^mm 689.00 Dömumittisúlpa 499.00 Dömupeysa 199.00 Barnaúlpa 399.00 Barnaúlpa -64ótftr 449.00 Barnaúlpa 299.00 Barnaíþróttagalli jimm- 89.95 Dömukuldaskór loðfóðraðir jmm 599.00 Barnakuldaskór loðfóðraðir 299.00 Verðlækkun sem lítandi er á! Þó útsalan sé ekki hatin hötum við þegar lækkað nokkrar vörur, þú gerir betri kaup með því að versla strax. 0piðíkvöldtílkl.8 HAGKAUP Reykjavík-Akureyri VÖLLO ÁXíl\IÓNW\ lllllllll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.