Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 31 Iðnaðarvöruútflutningur: Tæpiega helmingur til þriggja landa ATHYGLI vekur, aö helztu útflutningslönd iönaöarvara á síðasta ári eru aöeins átta talsins, þar af þrjú sem skera sig nokkuð úr samkvæmt upplýs- ingum i „Hagtölum iðnaöarins 1983“. Stærstur hluti iðnaðarvöru- framleiðslunnar fór til Vestur- Þýzkalands, eða um 17%. Þar var um nokkra minnkun frá fyrra ári að ræða, því árið 1980 fór um 20% framleiðslunnar til Vestur-Þýzka- lands. í öðru sæti í fyrra var Bretland, en þangað fór um 15% framleiðslunnar, og var þar enn- fremur um nokkra minnkun að ræða, því um 20% framleiðslunn- ar fór þangað á árinu 1980. I þriðja sæti er síðan Sviss, en 12% framleiðslunnar fór þangað í fyrra á móti 15% árið 1980. A síðasta ári fór 8% framleiðsl- unnar til Bandaríkjanna, sem voru í fjórða sæti, en þangað fór aðeins 4% framleiðslunnar á ár- inu 1980. Ítalía var í fimmta sæti í fyrra með um 7% framleiðslunnar á móti um 5% á árinu 1980. í sjötta sæti í fyrra koma Sovétrík- in með um 6% framleiðslunnar á móti um 8% árið 1980. Þá koma Belgíumenn í sjöunda sæti með um 4% framleiðslunnart en þeir komust ekki á blað 1980.1 áttunda sæti er Danmörk ennfremur með um 4% framleiðslunnar, sem er sama hlutfall og árið 1980. Heildarútflutningur iðnaðar- vara á síðasta ári var að upphæð 1.269,1 milljón króna, borið saman við 973,6 milljónir króna á árinu 1980. Aukningin milli ára er því liðlega 30,3%. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 13.-17 0G 20.-24. DESEMBER1982 Dollarínn stóð í stad í liðinni viku: Markið hefur hækkað um 90% frá áramótum — Markid og danska krónan hækkuðu um 1,4% í síóustu viku DOLLARAVERÐ breyttist ekkert í liöinni viku, en sölugengi dollarans var skráö 16,564 krónur á mánudegi og út vikuna. Hins vegar hækkaöi dollaraverð um 0,58% um helgina, eins og sést á línuritinu, en sölu- gengi dollarans föstudaginn 17. des- ember sl. var skráö 16,472 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverö þvi hækkaö um tæplega 102,4%, en í upphafi árs var sölugengiö skráð 8,185 krónur. Fatasýning í París dagana 12.—16. febrúar Kvenfatasýningin „Prét Porter Féminin" veröur haldin í París dag- ana 12.—16. febrúar, samkvæmt upplýsingum franska verzlunarfull- trúans í Reykjavík. Þessi sýning er einungis ætluð kaupmönnum og á hverju ári koma um 100 þúsund þeirra til sýningarinnar, en þar eru um 1.300 sýnendur frá 25 þjóðlöndum. Nánari upplýsingar um sýning- una er að fá hjá franska verzlun- arfulltrúanum. PUNDIÐ Lítil breyting varð á pundinu í liðinni viku, en á mánudeginum var það skráð 26,660 krónur, en í lok vikunnar 26,651 króna. Breyt- ing er því um 0,03% lækkun. Frá áramótum hefur pundið hækkað um liðlega 70,3%, en í ársbyrjun var sölugengið skráð 15,652 krón- ur. DANSKA KRÓNAN Danska krónan tók nokkurn kipp upp á við í síðustu viku, þegar hún hækkaði um tæplega 1,4% í verði. Sölugengi hennar var skráð 1,9318 í upphafi vikunnar, en 1,9585 við lok hennar. Danska krónan hefur því hækkað um tæplega 75,1% frá áramótum, þeg- ar sölugengi hennar var skráð 1,1189 krónur. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði í liðinni viku um 1,4%, en við upp- haf vikunnar- var sölugengi þess skráð 6,8109 krónur, en við lok hennar 6,9060 krónur. Frá ára- mótum hefur vestur-þýzka markið því hækkað um 89,6%, en í árs- byrjun var sölugengið skráð 3,6418 krónur. Þrjátíu og tveir sjúkraliðar Þrjátíu og tveir sjúkraliðar útskrifuöust frá Sjúkraliðaskóla íslands í október. Fremsta röð frá vinstri: Ingibjörg Benediktsdóttir, Steinunn Steinsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Erla Lóa Jónsdóttir, Karen Gígja Karlsdóttir, Lilja Jónína Héöinsdóttir, Guöbjörg Jónsdóttir. Miöröð frá vinstri: Ingibjörg María Jóhannsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Anna J. Kjartansdóttir, Ásdís Helgadóttir, Sigrún Vilhelmsdóttir, Guðný Hulda Reimarsdóttir, Kristín S. Ásgeirsdóttir, Jónbjörg Sigur- jónsdóttir, Eyrún Kristinsdóttir, Sigrún Viðarsdóttir, Helga Bogadóttir. Aftasta röð frá vinstri: Guðbjörg B. Pálsdóttir, Jóhanna Bess Júlíusdóttir, Sigþóra O. Sigþórsdóttir, Jóna Garðarsdóttir, Anna Breiðfjörð Sigurð- ardóttir, Anna Sigurðardóttir, Guðrún ísleifsdóttir, Guðbjörg Þorláksdóttir, Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir, Svanhildur Jóhannsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Anna Björk Daníelsdóttir. hátibiirstcikin bíour eftir þér í borgarkjöri Opið fimmtudag til 7.00 gamlársd. til 12.00 Borgarkjör Grensásvegi 26, sími 38980 — 36320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.