Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
25
Stór hluti er á mis-
skilningi byggður
— segir Höskuldur Jónsson um ummæli
Guðmundar J. Guðmundssonar
„STÓR hluti af því sem Guðmundur J. Guðmundsson segir er misskilningur.
Hann segir að skattstofan eigi að reikna bæturnar út eftir skattframtali og í
reglugerðinni um láglaunabætur sé tekið fram, að þeir sem séu með eigin
rekstur í einhverju formi, eigi að sækja um bæturnar sérstaklega í janúar. í
þessum einstöku dæmum, sem sé verið að tiltaka séu þetta aðilar, sem séu
með eigin rekstur og ættu ekki að fá greitt, nema sækja um það sérstaklega.
Þessi fullyrðing hans er hrein vit-
leysa,“ sagði Höskuldur Jónsson,
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, í samtali við Mbl., er
hann var inntur álits á þeim um-
mælum Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Verkamanna-
sambands Islands, að ekki væri
farið að reglugerðinni varðandi
láglaunabætur.
„I 7. og 8. grein reglugerðarinn-
ar er fjallað um þetta og þar segir,
að þeir sem hafa hærri greidd
laun, heldur en svokölluð reiknuð
laun, ef þeir eru með einhvern at-
vinnurekstur við hliðina, svo og
slysatryggðir bændur, eigi að fá
greiðslur úr ríkissjóði í desember
1982,“ sagði Höskuldur Jónsson
ennfremur.
Almennt um reglugerðina og
framkvæmd hennar sagði Hösk-
uldur Jónsson aðspurður, að hann
vissi ekki til þess að nein mistök
hefðu komið fram við framkvæmd
hennar. Reyndar teldi hann, að
framkvæmdin væri jafnvel enn
öruggari, en framkvæmd skatta-
laga almennt.
„Ottalegar hunds-
bætur í stað vísi-
töluskerðingar“
— segir Karl Steinar Guðnason, vara-
formaður Verkamannasambandsins
„ÞAÐ ER mjög mikil óánægja vegna úthlutunar þessara láglaunabóta, og þær
koma afar óréttlátt niður. Sumir vel stæóir aðilar fá þetta meðan aðrir sem hafa
varla ofan í sig og á fá ekki neitt," sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður
Verkamannasambands Islands er hann
„Það hefur fjöldi manns komið
hingað á skrifstofuna og kvartað
yfir þessum láglaunabótum og
spurt skýringa. Margir hafa spurt
eftir því hverjir fengju þetta og
væri fróðlegt að vita um það hvaða
einstaklingar hafa fengið þessar
bætur. Við vitum dæmi þess að
menn sem standa í atvinnurekstri
var inntur álits á úthlutun láglaunabóta.
fá láglaunabætur meðan verkafólk
fær ekki neitt.
Þeim verkamönnum, sem ég hef
haft spurnir af, finnast þessar lág-
launabætur óttalegar hundsbætur í
stað þeirrar vísitöluskerðingar sem
átt hefur sér stað og rýri kjörin
mjög verulega,“ sagði Karl Steinar.
„Beinum flutningum til
Svíþjóðar og Þýzkalands“
— segir Þórður Sverrisson hjá Eimskip
„ÁHRIFIN eru fyrst og fremst á þá vöru sem komin var á hafnarsvæðið, því við
höfum beint annarri vöru yfir til Svíþjóðar og Vestur-Þýzkalands," sagði Þórður
Sverrisson hjá Eimskipafélagi íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur
eftir áhrifum verkfalls hafnarverkamanna í Danmörku á flutninga félagsins
þaðan.
Þórður sagði að Dettifoss hefði
komið til Kaupmannahafnar í síð-
ustu viku, en orðið að snúa frá og á
morgun kemur Úðafoss þangað.
„Það er óvíst hvað verður með Uða-
foss, en menn gera sér almennt von
um að þessi deila leysist fljótlega
eftir áramótin,“ sagði Þórður
ennfremur.
„Annars hefur deilan ekki þau
áhrif sem hún myndi í venjulegu
árferði hafa, því flutningar eru yf-
irleitt tiltölulega litlir í kjölfar
jólaflutninga,“ sagði Þórður Sverr-
isson ennfremur.
Morminblaðið/ Kristján
Dr. Jónas Kristjánsson tekur við heiðursverðlaunum verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright úr hendi dr.
Sturlu Friðrikssonar.
Dr. Jónas Kristjánsson hlýtur
^verðlaun úr verðlaunasjóði
Ásu Guðmundsdóttur Wright
Morgunblaðið/ Kristjin
Dr. Jónas Kristjánsson ásamt gestum við athöfnina í Norræna húsinu er
verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright voru veitt. Næst Jónasi er
eiginkona hans Sigríður Kristjánsdóttir, þá Dóra Nordal, frú Halldóra
Eldjárn og Sigrún Laxdal.
Dr. Jónasi Kristjánssyni, forstöðu-
manni Árnastofnunar, voru í gær
veitt heiðursverðlaun fyrir árið
1982 úr Verðlaunasjóði Ásu Guð-
mundsdóttur Wright. Dr. Jónas
hlaut verðlaunin fyrir margþætt
störf á sviði islenzkra fræða, og
fyrir uppbyggingu og stjórn Stofn-
unar Árna Magnússonar. Verð-
launin voru veitt við athöfn í Nor-
ræna húsinu í gær.
Við athöfnina í Norræna hús-
inu minntist dr. Sturla Frið-
riksson, sem kynnti verðlauna-
hafa og afhenti verðlaun, dr.
Kristjáns Eldjárn, sem var
stjórnarmaður í verðlaunasjóðn-
um ásamt dr. Sturlu og dr. Jó-
hannesi Nordal Seðlabanka-
stjóra.
Verðlaunasjóður Ásu Guð-
mundsdóttur Wright var stofn-
aður með peningagjöf, sem Vís-
indafélagi Islendinga var gefin á
hálfrar aldar afmæli félagsins
hinn 1. desember 1968. Gefand-
inn var frú Ása, sem búsett var á
Trinidad í Vestur-Indíum.
Skyldi stofnaður sjálfstæður
verðlaunasjóður með höfuðstól,
sem ekki á að skerða, en vextir
sjóðsins skulu standa undir fjár-
veitingum og viðurkenningagjöf-
um.
Sjóðurinn var stofnaður til
minningar um um eiginmann
Ásu, enska lögmanninn New-
comb Wright, ættingja og aðra
venzlamenn.
í ræðu við athöfnina gat dr.
Sturla náms- og vísindaferils
dr.Jónasar Kristjánssonar og
ritverka sem eftir hann liggja,
ýmist sem höfundar, þýðanda
eða ritstjóra. Dr. Jónas, sem
fæddur er að Fremstafelli í
Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu,
sagði eftir móttöku verðlaun-
anna, að þetta væri mesti heiður
sem sér hefði hlotnast á lífsleið-
inni.
Nýir verkamannabústaðir
teknir í notkun í Kópavogi
í GÆR var formlega tekin í notkun
ný 18 ibúða blokk í Ástúni 14, Kópa-
vogi, á vegum verkamannabústaða
Kópavogs. Sams konar blokk í Ás-
túni 12 verður tilbúin snemma á
næsta ári. Þá hafa Verkamannabú-
staðir Kópavogs hafið undirbúning
að byggingu 24 íbúða í Álfatúni.
Loftur Þorsteinsson, formaður
stjórnar Verkamannabústaða
Kópavogs, lýsti blokkunum í Ás-
túni þannig: „í hvorri blokk eru 11
þriggja herbergja íbúðir (78,4 m'),
þrjár fjögurra herbergja (93,7 m2)
og fjórar tveggja herbergja (55,9
m2). Sextán íbúðir í hvoru húsi um
sig eru seldar, en hinar tvær verða
MorgunhlaAib KAX
Nýju verkamannabústaðirnir við
Ástún 12 og 14.
leigðar út. Verð íbúðanna er
761.000, 997.000 og 1.253.000, eftir
stærð. Greiðslu8kilmálar eru með
þeim hætti að kaupandi greiðir
10% við kaup, en afgangurinn er
til 42ja ára, verðtryggður og með
xk% vöxtum. Til að eiga rétt á að
kaupa íbúð þurfa menn að full-
nægja þeim skilyrðum, í fyrsta
lagi að eiga lögheimili í Kópavogi,
í öðru lagi að eiga ekki íbúðir fyrir
eða samsvarandi eign í öðru formi,
og í þriðja lagi að fara ekki yfir
ákveðið hámark í tekjum. Nú,
kostnaður við þessar tvær bygg-
ingar, miðað við verðlag í desem-
ber, er 35,6 milljónir krónur."
Verktakar blokkanna við Ástún
12 og 14 eru Byggðaverk hf. Rafafl
sf. og Stálafl sf. Teiknistofan Röð-
ull sá um hönnun.
Loftur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verkamannabústaða Kópavogs, af-
hendir Kristjáni Guðmundssyni bæjarstjóra lykla að leiguíbúðunum tveimur
í Ástúni 14, en Kópavogsbær mun hafa með þær að gera. Lengst til vinstri á
myndinni er Gissur Jörundur Kristinsson, starfsmaður við verkamanna-
bústaðina, en hægra megin á myndinni eru Björn Ólafsson formaður bæjar-
ráðs og Karl Kristjánsson fjármálastjóri.