Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
SIIMIÓLHSSON
Þegar mér var sagt andlát Sig-
urjóns Ólafssonar myndhöggvara,
varð mér vægast sagt bilt við. Það
eru aðeins örfáir mánuðir frá því
er Sigurjón sýndi afrakstur vinnu
sinnar á þessu ári, og á ég þar við
þátttöku hans í Septem-sýning-
unni að Kjarvalsstöðum á liðnu
hausti. Þátttaka Sigurjóns í þeirri
sýningu vakti verðskuldaða eftir-
tekt fyrir þann mikla fjölda lista-
verka, sem hann hafði unnið frá
sýningunni áriö áður, en Sigurjón
var eini myndhöggvarinn, sem var
félagi í Septem-hópnum. Það voru
hvorki meira né minna en tuttugu
og fimm listaverk, tálguð í tré,
sem Sigurjón sýndi, og slík vinnu-
gleði og afköst bentu sannarlega
ekki til þess, að hann ætti skammt
ólifað. Það lá frekar við að segja
um þennan síunga snilling, að
hann virtist í bióma lífsins, og því
er burtköllun Sigurjóns Ólafsson-
ar úr þessum heimi enn óvæntari
en ella. Sigurjón hafði að vísu átt í
stríði við sjúkdóma á undanförn-
um árum, en þeir virtust fremur í
rénun en hitt. Þrátt fyrir 74 ára
aldur, var Sigurjón enn hvatur og
snar í snúningum og andlega jafn-
oki þess Sigurjóns, sem ég kynnt-
ist fyrir nær fjórum tugum ára.
Það eru aðeins nokkrir dagar
frá því er öldungurinn Ásmundur
Sveinsson var borinn til grafar.
Hann hafði lokið miklu dagsverki
sem og Sigurjón Ólafsson vissu-
lega hefur gert, en engu að síður
horfir nokkuð öðru vísi við með
andlát Sigurjóns. Hann hverfur af
sjónarsviðinu í miðri dagsins önn.
Hann hafði mikið gert og virtist
' eiga mikið ógert. Með fráfalli
þessara tveggja meistara högg-
myndanna lýkur merkilegu tíma-
bili í listasögu íslendinga. Þeir
voru báðir boðberar nýjunga, sem
rætur sínar áttu í umróti þessarar
aldar. Þeir voru báðir börn síns
tíma og aðeins betur, ef þannig
mætti að orði komast. Þeir voru í
fremstu víglínu hérlendis, og á
komandi tímum verður það tíma-
bil, sem Danir kalla „modernism-
ens gennembrud í skulpturen",
kennt við þá. Þegar menn gera sér
grein fyrir þessu, hlýtur sú spurn-
ing að vakna, hvað sé eftir. Guð
minn góður, missirinn er hörmu-
legur, og ekkert getur komið í
staðinn fyrir þessa snillinga.
Listaverk þessara manna voru í
raun mjög tengd og náin, þótt þau
væru gerólík að uppruna og allri
gerð. Þeir voru í stuttu máli
höggmyndalistin á Islandi um
langt skeið. Og er það ekki kald-
hæðni örlaganna, að aðeins skuli
nokkrir dagar milli fráfalls
þeirra? Alþingi íslendinga er
seinheppin samkunda: Sigurjóni
var skipað í heiðurslaunaflokk að
Ásmundi látnum — hefði átt að
vera þar löngu fyrr — og sat þar
aðeins rúman sólarhring, og ekki
veit ég til, að nokkur listamaður
hafi setið í þeim flokki svo
skamma stund. Nokkur sárabót
er, að Sigurjón mun hafa vitað um
þessa breytingu, áður en hann
varð allur.
Er fundum okkar Sigurjóns bar
fyrst saman, bjó hann í her-
mannabragga inni í Laugarnesi,
þar sem hann ílentist og seinna
reisti vinnustofu sína. Þá var ver-
ið að undirbúa fyrstu September-
sýninguna, og þá var höggvið af
miklum krafti í stór og þung
björg. Þá urðu til listaverk eins og
Grettir. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar, en engan skugga
hefur borið á vinskap okkar þenn-
an tíma.
Sigurjón Ólafsson var afar vin-
fastur maður og heill í vináttu
sinni. Hann var afburðamaður til
vinnu og óvenju fljótur að sjá,
hvað var aðalastriði í þeim verk-
um, sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hann leit ekki á smámunina,
það var það stóra í formi og
massa, sem gilti í öllum hans
verkum. Hann vann í stein, járn
og leir, en seinustu árin mest-
megnis í tré. Krankleiki hans
hafði orsakað ofnæmi fyrir sýrum
og ryki, þannig að honum var
nokkuð þröngur stakkur sniðinn
seinustu árin, hvað efni varðar.
Sigurjón var að eðlisfari nokkur
spaugari og kom oft á tíðum til
dyra sem glannalega ábyrgðarlít-
ill. En þeir, sem kynntust honum
vel, fengu fljótt aðra skoðun á
honum. Hann var snöggur upp á
lagið, en undir niðri hafði hann
mjög athugula gáfu, og í mínum
augum var hann vitur maður á
mörgum sviðum. Engan mann hef
ég þekkt, sem eins áberandi sór
sig í ætt við það, sem erlendir
menn kalla genius. Öryggi Sigur-
jóns sem listamanns var með ólík-
indum. Hann vissi alltaf, hvað
hann var að gera, allt lék í hönd-
um hans. Efnið varð lifandi, ljósið
lék um form hans og massa. Hann
gerði skúlptúr úr öllu, sem hann
snerti á. Og ekki má gleyma hin-
um einstöku portrettum, sem
hann vann og eru að mínu áliti
með því bezta, sem gert hefur ver-
ið á því sviði í veröldinni á þessari
öld. En mig grunar, að Sigurjón
sjálfur hafi ekki verið jafn hrifinn
og ég. Það er önnur saga og verður
ekki rakin hér.
Sigurjón var í eðli sínu skapgóð-
ur og var oft gamansamur. Hann
var viðkvæmur og stoltur í senn,
og þjóðfélagsþegnarnir voru allir
jafnir í hans augum. Hann var af
ógleymanlegri manngerð, sem er
raritet í nútímanum. Ég ætla mér
ekki þá dul að tíunda ævistarf Sig-
urjóns Ólafssonar hér. En það er
öllu ljósara, að ekki verður
mannsins minnzt nema afrekin
fylgi með, svo náið var líf og starf
þessa mikla listamanns. Það verð-
ur að bíða betri tíma og er verðugt
verkefni fyrir komandi listfræð-
inga. Ég veit, að þessar línur eru
fátæklegar kveðjur til Sigurjóns
Ólafssonar. Sannleikurinn er sá,
að verk Sigurjóns eru svo stór
flötur í íslenzku menningarlífi
tuttugustu aldarinnar, að segja
má, að það hrikti í stoðum hennar
við fráfall hans. Hann var ekki
hár í loftinu undir húsvegg vinnu-
stofu sinnar, þegar austanáttin
lék þar um puntstrá. En nú sjáum
við, að hann var risi, sem hefur
gengið til hvílu.
Valtýr Pétursson
Raunhæfasta dæmið um umsvif
og kjör íslenzkra myndlistar-
manna er stóðu í eldlínunni fékk
undirritaður, er hann ásamt
nokkrum skólafélögum sínum úr
Handíðaskólanum heimsótti tvo
kennara sína á yndisfögrum vor-
degi árið 1949. Listafólkið bjó á
mjög frumstæðan hátt í stórum
herbragga á Laugarnesinu, og
hafði hann þjónað sem Apótek í
stríðinu, var víst einnig steinsnar
frá holdsveikaraspítalanum
gamla.
í kringum braggann stóðu á víð
og dreif nokkrar magnaðar ný-
stárlega höggmyndir er á þeim
tíma fóru mjög í taugarnar á
venjulegu fólki. Svo var, að þau
hjón Tove og Sigurjón Ólafsson
höfðu tekið að sér að kenna sitt-
hvað í leirmótun og gerð afsteypa
við skólann. Kennslan var ágæt og
kennararnir merkilega elskulegir,
svo mjög sem orð fór af þeim sem
atkvæðamiklum, harðskeyttum og
umbrotasömum nýlistamönnum.
En kennsla þeirra var í hæst máta
sígild hvað vinnubrögð snerti. Það
er grunur minn, að þessi heimsókn
okkar nemendanna til þeirra sé
hverjum og einum í ljósu minni,
— allt stóð okkur opið til skoðun-
ar, myndaalbúm og úrklippu-
möppur sem og — full og hálf-
gerðar myndir.
Það fór sparlega fyrir almenn-
um þægindum. Hér virtist aðal-
atriðið að hafa næði og skilyrði til
myndsköpunar og þarnæst að
hafa í sig og á. Sigurjón átti litla
skektu og réri oft á henni til að
krækja í soðningu, sem mun hafa
verið nokkur búbót. Hann bauð
okkur í róðrartúr yfir til Viðeyjar,
sem var þakksamlega þegið og
varð enda ánægjuleg ferð.
Þessa löngu liðnu dagsstund
kynntist ég áþreifanlega lífskjör-
um listamanna, er miklu fórna
fyrir sannfæringu sína, og þótt
húsakynnin væru lítt glæsileg og
næsta hráslagaleg, þótti mér þetta
allt svo merkilega heillandi, að
það ýtti mjög undir ásetning minn
um að halda ótrauður áfram á
listabrautinni
Sigurjón bjó til hinstu stundar á
þessum stað ef undanskildar eru
dvalir erlendis, vann af þeirri
seiglu og ósérhlífni, er var samof-
in innsta eðli hans. Kuldi og raki
áttu sinn þátt í því, að hann veikt-
ist í lungum, og bjó í mörg ár að
þeim veikindum, fyrst á Vífils-
stöðum og svo á Reykjalundi. Þá
var það, að æskuvinur hans og
sveitungi tók sig til og smíðaði hús
við braggann og þétti hann vafa-
lítið um leið, því að hann var jafn-
an svo notalegur upp frá því. Hér
var að sjálfsögðu á ferð hinn sér-
stæði listhöfðingi frá Eyrarbakka,
og á þjóðin honum ekki svo lítið að
þakka varðandi þau listaverk, er
streymdu úr húsinu í rúma tvo
áratugi til viðbótar. Auk fjöl-
margra minnisvarða, er gerð voru
á tímabilinu. Sigurjón var nýlista-
maður út í fingurgóma, en í sjálfu
handverkinu var hann „mynd-
höggvari" í orðsins bestu
merkingu, — af gamla skólanum,
að því leyti, að hann notaði öðru
fremur hin sígildu verkfæri, ham-
ar og meitil. Hann hjó fyrrum í
margar tegundir steina og jafnvel
einnig svo harðan, að næsta
ofurmannlegt var, vegna þess að
hann stóð einn að verki. Ofgerði
sér trúlega og mátti hin síðari ár
ekki vinna í öðru en tré og ein-
angrunarplasti er hann skar út í
mót — aðrir séu svo um hitt. En
vinnuþrekið var hreint ótrúlegt —
hverri samsýningu, er hann tók
þátt í, lyfti hann upp i æðra veldi
með nýskapaðri hugvitsemi. Hon-
um var það líkast til lífsnauðsyn-
legt að fá útrás umfangsmikilli
sköpunargáfu sinni — enginn gat
fengið hann tií að breyta hér
sannfæringu sinni. Hann hafði
fyrir stórri fjölskldu að sjá, er
hann eignaðist með seinni konu
sinni, Ingu Birgitte Spur, er stóð
við hlið hans sem klettur. Hann
tók því í vaxandi mæli að sér að
gera „hausa af ýmsu málsmetandi
fólki“, eins og hann orðaði það,
jafnvel heilu myndastytturnar, —
en hér var enginn honum fremri á
því sviði á íslandi, og hefur aldrei
verið. Hin síðari ár fékk hann svo
allmikið af stórum verkefnum, og
leysti þau af hendi á þann veg, að
ávallt mun til vísað, þegar um
rismikil verk verður rætt.
Og þó var Sigurjón aldrei viður-
kenndur sem skyldi af þjóð sinni,
því að mörg verka hans áttu stór-
um frekar heima í nágrenni stofn-
ana, íþróttaleikvanga og í lysti-
görðum en í geymslu hans sjálfs.
Sigurjón var frábærilega
skemmtilegur heim að sækja, en
maður skynjaði, að á bak við glett-
ið yfirborð bjó djúp alvara. Fáir
hafa tekið mér betur er ég þurfti
að fá hjá honum lánaðar myndir á
sýningar erlendis — auk þess sem
ég fékk vænan skammt af græsku-
lausri gamansemi í malinn, er
burt var haldið.
Það er til íhugunar, að ekki
skuli hafa komið út vegleg bók um
ævi og listaferil þessa ágæta sonar
þjóðarinnar, og leitt er, að það
skuli ekki hafa verið gert meðan
hans naut við og gat auðgað verkið
með persónu sinni og fylgst með
tilurð þess.
En albúmin hans og stór-
skemmtilegar úrklippubækur bíða
þeirra, er vilja ráða hér bót á, og
því fyrr sem það verður gert, því
ferskari í tíðinni verður bókin, og
því minna glatkistu tímans að
bráð.
Sigurjóni var ekki gefið um of
mikið umstang í kringum myndir
sínar, og því tók hann yfirleitt
ekki á móti forvitnum ferðalöng-
um erlendis frá. En hann tók mjög
vel á móti erlendum áhuga-
mönnum um listir, teiknikennur-
um og starfandi listamönnum —
það voru hans menn.
Sigurjón Ólafsson var alla sína
tíð reisn tákn og sómi Laugarness-
ins og í raun hefði nesið átt að
byggjast sem listamannahverfi,
svo sem þau þekkjast erlendis og
þykja djásn hverrar stórborgar.
Hann lifði það, að vera nestor ís-
lenzkrar höggmyndalistar í tvær
vikur og heiðurslaunanafnbótar
naut hann í tvö dægur. Heiðurs-
launa, er hann hefði skilyrðislaust
átt að fá um leið og til þeirra var
stofnað.
Ævintýrið um Sigurjón Ólafs-
son, fordæmið sem hann gaf með
lífi sínu, mun ávallt vera haft í
heiðri og lifa með þjóðinni. Lýsa
henni veginn fram.
Bragi Ásgeirsson.
Öllum er ljóst hve auðugir við
Islendingar erum af listmálurum,
grafíklistamönnum og Iistafólki í
öðrum greinum myndlista. En
þegar upp er staðið kemur í ljós að
við höfum ekki átt nema þrjá
myndhöggvara, í hefðbundinni
merkingu þess orðs, sem reynst
hafa færir um að auðga og færa út
lendur þessarar listgreinar á Is-
landi, hverju sem um er að kenna.
Hér á ég vitaskuld við þríeykið
Einar, Ásmund og Sigurjón.
Fyrir hið litla íslenska menn-
ingarþorp er því missir hinna
tveggja síðarnefndu með stuttu
millibili á við tap heillar skips-
hafnar. í Sigurjóni Ólafssyni ein-
um var í raun heila áhöfn að
finna. Til hvers skal fyrst tekið?
Ekki svo að persóna hans hafi ver-
ið margklofin. Þvert á móti var
hún óvenju heilsteypt, en í þeirri
steypu voru margir partar. Við
eitt og sama tækifæri mátti gest-
urinn eiga von á að myndhöggvar-
inn leiddi hann í sannleika um
myndræna náttúru aðskiljanlegra
trjátegunda, verkmaðurinn lýsti
fyrir honum púlinu við tréskurð-
inn, sjómaðurinn fræddi hann um
sjávarföllin á Laugarnesinu og
skipaferðum þar fyrir utan, bó-
heminn talaði um listalíf í Dan-
mörku fyrir stríð og fræðaþulur-
inn færi að kyrja gamla sálma og
segði frá þjóðháttum og skringi-
legu fólki fyrr og nú. Áður en
varði birtist svo æringinn Sigur-
jón, hrekkjaglampar tendruðust í
augunum og síðan urðu til sögur
sem jöðruðu við að vera tvíræðar,
en eins víst að skotspónn þeirra
yrði hann sjálfur. Og þær sögur
voru iðulega sagðar með mikil-
fenglegum handsveiflum, með
stuttum hléum til neftóbaks-
neyslu.
Sama var hvers konar erlenda
gesti ég dró á fund Sigurjóns,
stundum algjörlega óforvarandis,
ávallt var hann til reiðu. Ekki
brást að hann sjarmeraði aðkomu-
menn upp úr skónum, þótt hvor-
ugur skildi tungu hins. Sú lífsgleði
og þeir mannkostir sem í Sigur-
jóni var að finna þurftu ekki á
tungumáli að halda.
Við að berja augum hinn smá-
vaxna og snaggaralega trébónda á
Laugarnesinu, þar sem hann stóð
með hendur í vösum úti á hlaði og
gáði til veðurs, kann einhverjum
þessara gesta minna að hafa dott-
ið í hug að þarna færi gulltryggð-
ur rústíkus í listinni. Sá hinn sami
var fljótur að skipta um skoðun
eftir heimsókn í skemmuna góðu
sem velgjörðarmaður lista, Ragn-
ar í Smára, reisti myndhöggvar-
anum. Sigurjón ólafsson var
nefnilega einhver mesti heims-
maður í myndlist sem við höfum
átt, án þess nokkurn tímann slitn-
uðu i honum þær rætur sem lágu
djúpt niður í íslenska moldu og
þjóðarsál. í honum fóru saman
einstakur hagleiksmaður og
þaulkunningi flestra þeirra efna
sem myndsmiður þarf að kunna
skil á: steini, kopar, járni, plasti,
steypu, tré ... Út af fyrir sig
hefðu þeir hæfileikar ekki nægt,
hefðu ekki komið til skáldeðli Sig-
urjóns og skynbragð hans á þær
hræringar sem áttu sér stað í al-
þjóðlegri höggmyndalist á hverj-
um tíma, hræringar sem hann
vissi að gátu gagnað íslenskri list
ef rétt væri á haldið. Um þá þekk-
ingu fór hann fremur leynt,
kannski af stríðni, kannski af
meðfæddri kænsku: vildi ekki að
við vissum hvar við hefðum hann,
— við þessir ungu oflátungar sem
allt þóttumst geta skilgreint. En
verkin sýndu merkin, a.m.k. fram
á sjöunda áratuginn, þegar Sigur-
jón hóf gerð hinna undarlegu
tréskúlptúra sem virtust eins og
heimatilbúinn seiður, samsettur
úr fornum galdrastöfum, níð-
stöngum, meðvitund um tótemsúl-
ur frumstæðra þjóða og öndveg-
issúlur. Af þessum verkum stafar
svo ærslafull sköpunargleði að
einna helst má líkja við barokk-
músík. Þessi tréskúlptúr Sigur-
jóns er risavaxið framlag til ís-
lenskrar myndlistar, engu síður en
fyrri verk hans, og verður seint
fullmetið. Á sama tíma vann hann
jöfnum höndum við gerð portrett-
mynda sem hiklaust má telja með
merkustu myndlist íslenskri á
þessari öld. Slík fjölhæfni er
næstum án hliðstæðu, sama hvert
litið er.
Það var eins og afköst Sigurjóns
ykjust með árunum. Á sjötugasta
og öðru aldursári sló hann við öll-
um myndlistarmönnum á landinu
og var kosinn myndlistarmaður
ársins 1979 af gagnrýnendum
Dagblaðsins.
f ár hafði Sigurjón þegar sýnt
hátt á annan tug nýrra verka og
virtist óstöðvandi, þótt hann væri
fyrir löngu búinn að skila fullu
lífsstarfi og gott betur.
Ég kem til með að sakna
skreppitúranna á Laugarnesið og
þess yndislega lopa sem þar var
teygður innan um myndverkin, og
gat spannað flest það sem mann-
legt má telja. Eftirlifandi konu
Sigurjóns, Birgittu, og börnum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson
Stórt skarð er nú fyrir skildi,
þar sem Sigurjón ólafsson
myndhöggvari er allur. Hann
verður til moldar borinn í dag.
Það er ekki ætlun mín að rekja
hér æviatriði Sigurjóns Ólafsson-
ar, heldur hitt að láta í ljós hryggð
mína yfir því að hann skuli ekki
lengur geta lyft hamri sínum og
meitli eða logsuðutækjunum. Ekki
síður að votta honum virðingu
mína og það þakklæti, sem við öll
eigum honum að gjalda fyrir að
hafa auðgað list þjóðar sinnar
með lífi sínu og starfi, sem mun
varpa ljóma á nafn hans og tilver-
una í kringum okkur um ókomna
tíma.
Það eru um 30 ár frá því að
kynni okkar hófust. Þessi óvenju-
legi listamaður hreif mig strax og