Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 15 staða dómsins var sú, að Eimskip skyldi vera sýkn af kröfum Gylfa Guðmundssonar en málskostnaður felldur niður. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar með stefnu 24. janúar 1973 og féll dómur 11. desember 1975. Hæstiréttur viðurkenndi rétt Gylfa til bóta úr hendi Eimskips fyrir missi búslóðarinnar. „Verður að leggja til grundvallar í malinu að hvorki áfrýjandi sjálfur né nokkur af hans hálfu hafi fengið í hendur skilríki um flutningsskil- mála. Ekki verður talið að áfrýj- anda hafi verið eða átt að vera kunn framangreind ákvæði farm- skírteinisins(ákvæði Haag-reglna, en eftir þeim ber farmflytjandi m.a. ekki ábyrgð á brunatjóni, nema það stafi af yfirsjónum hans sjálfs: innsk. Mbl.), sem ganga lengra að leysa hann undan ábyrgð af varningnum en leiða má af meg- inreglum íslenzkra laga. Samkvæmt 99. gr. siglingalaga nr. 66/1963 ber farmflytjanda að bæta tjón á farmi, sem er í umsjá hans á skipi eða á landi, nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Opinber rannsókn fór fram vegna brunans í vöru- geymsluhúsi stefnda. Liggja þau gögn fyrir í málinu. Þau leiða ekki í ljós, að loku sé fyrir það skotið að starfsmenn stefnda eigi sök á brunanum." segir m.a. í dómi Hæstaréttar frá 11. desember 1975. Með þessum úrskurði Hæsta- réttar var úrskurðað að Eimskipa- félag væri skaðabótaskylt. Að þessum úrskurði gegnum bauðst Eimskipafélag Islands til þess að greiða þær skaðabætur, sem Gylfi gerði kröfu um fyrir bæjarþingi, gkrónur 578 þúsund með innláns- vöxtum eins og þeir voru ákveðnir á hverjum tíma af Seðlabanka ís- lands auk málskostnaðar. Á þetta vildi Gylfi ekki fallast og vildi nú hærri upphæð en hann gerði kröfu til upphaflega og bar fyrir sig að íslenzka krónan hefði rýrnað mjög vegna verðbólgu á þeim árum, sem liðin eru frá því búslóðin eyðilagðist í brunanum. Ekki náðist samkomulag og birti Gylfi stefnu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Hann krafðist þess að fá greiddar gkrónur 16.016.456 með 4.5% dráttarvöxtum frá 1. marz 1980, en til vara jafngildi sænskra króna 69.283,78 með vöxt- um sem voru nánar tilgreindir. Þessar kröfur voru studdar þeim rökum, að þegar búslóðin hefði verið flutt til landsins 1967 hefði verðmæti þeirrar eignar verið tal- in 60 þúsund sænskar krónur. Verðbólga hér á landi hefði breytt öllum hlutföllum um verðgildi. Að- alkröfuna byggði hann á viðmiðun við launataxta verkamanna innan Dagsbrúnar á tímabilinu, taldi rétt að verðgildi búslóðarinnar yrði framreiknuð eins og launa- taxtar Dagsbrúnar. Dómur féll í málinu 28. júlí 1980. Ekki var fallist á kröfur Gylfa um að verðgildi búslóðarinnar yrði framreiknað. Eimskip var gert að greiða Gylfa gkr. 578 þúsund krón- ur (nýkr.5.780) með nánar til- greindum vöxtum og félaginu var gert að greiða 210 þúsund gkrónur í málskostnað, sem renna skyldu í ríkissjóð. Þessum úrskurði áfrýj- aði Gylfi til Hæstaréttar 28. nóv- ember 1980 og gerðar sömu kröfur og fyrir bæjarþingi. Dómur féll í Hæstarétti 23. nóvember síðast- liðinn og var dómur Bæjarþings staðfestur og Gylfa gert að greiða Eimskipafélagi 4 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Er þar með lokið málaferlum í þessari langvinnu deilu — rúmum 15 árum eftir að búslóð Gylfa Guð- mundssonar eyðilagðist í eldsvoð- anum í Borgarskála 30. ágúst 1967. H.Halls. Grikkir bjartsýn- astir, Perú- menn böl- sýnastir London, 28. desember. AP. GRIKKIR og Perúmenn horfa björtustu augum til ársins 1983, en Perúmenn og Belgar eru svartsýnastir, samkvæmt skoð- anakönnun Gallups í 31 landi að sögn Daily Telegraph í dag. Bandaríkjarnenn eru bjartsýn- astir vestrænna iðnaðarþjóða á árið 1983. Einu Vestur-Evrópurík- in, þar sem bjartsýnismenn voru fleiri en svartsýni.smenn, voru Grikkland og Bretland. I svipaðri skoðanakönnun fyrir þremur ár- um voru Bretar svartsýnastir. Bjartsýnismenn eru 44% fleiri en svartsýnismenn í Grikklandi, 37% í Suður-Kóreu, 30% í Kól- ombíu, 18% í Bandaríkjunum, Costa Rica og Brazilíu, 17% á Indlandi, 13% í Bretlandi, 10% í Kanada og 3% í Japan og á Fil- ippseyjum. Svartsýnismenn eru 55% fleiri en bjartsýnismenn í Perú, 53% í Belgíu, 48% í Luxemborg, 39% í Austurríki, 33% í Danmörku og Hollandi, 32% á írlandi, 29% á Ítalíu, 24% í Frakklandi, 15% í Portúgal og 14% í Ástralíu. Á Indlandi telja 71% engar lík- ur á annarri heimsstyrjöld innan tíu ára, 55% í Chile og 41% í Grikklandi. Hins vegar telja 17% í Costa Rica 80% líkur á heimsstyrjöld og 15% Bandaríkjamanna og hvítra Suður-Afríkubúa. Almanak 1983 Vandað litprentaö 12 síðna almanak með völdum landslagsmyndum. Tilvalin gjöf til vina heima og erlendis um jól og áramót. Sendum í póstkröfu. Mosfellssveit - Sími 66620 Aörir útsölustaðir: Reykjavík: Rammagerðin, Eymundsson, Penninn, Mál og menning, Bókabúöir Braga og aðrar bókabúöir. Hafnarfjörður: Bókabúö Olivers. Akureyri: Búkabúö Jónasar. GEYSIFJÖLBREYTT URVAL GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Viö höfum séö landsmönnum fyrir áramótaflugeldum og neyöarmerkjum frá 1916 Skipablys — skipaflugeldar — okkar sérgrein fjölskyldupokar — góöur afsláttur — kr. 400 og kr 700 ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 — 13605.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.