Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 44
_UÍJIWM ■ ■. ^\skriftar- síminn er 830 33 Veist þú umeinhverja góóa frétt? ringdu þá í 10100 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Seldu rúmlega 12 þúsund fótanuddtæki RADÍÓBÚÐIN hefur selt rúmlega 12 þúsund fútanuddtæki frá því í haust, samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Laxdal, en flest tækjanna seld- ust í þessum mánuði. Halldór kvað eina ástæðuna fyrir sölunni þá, að vantað hefði iljanuddtæki á markað hér á landi, en til væru nuddtæki fyrir alla líkamshluta aðra. Hann sagði stóra hópa fólks hafa hringt til verzlunarinnar og lýst góðri reynslu sinni af tækinu. Fótanuddtæki Radíóbúðarinnar er af gerðinni Clariol. Það er bandarísk uppfynding. Jólastemmning á Akureyrarpolli. Ljósm.: Snorri Snorraaon Búist við slæmu veðri um áramótin Ríkisstjórn ræðir fiskverð og álmálið RÍKISSTJÓRNIN kemur saman til fundar i dag til að ræða ákvörðun um fiskverð, sem taka á gildi um áramótin, og athuga næstu skref af íslands hálfu í álmálinu í Ijósi þess svars sem iðnaðarráðherra barst frá A lusuis.se 23. desember sl. Síðasti fundur í ríkisstjórn- inni var haldinn 21. desember og þá var ákveðið að hittast að nýju þriðjudaginn 28. desember. Af þeim fundi varð ekki og var bor- ið við fjarveru ráðherra, en Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, var þá veðurtepptur norð- ur í Skagafirði. Viðhorf aðila að ríkisstjórn- inni til hugmynda um fiskverðs- ákvörðun hafa verið að skýrast undanfarna daga, en sjávarút- vegsráðherra hefur ráðfært sig jafnt við aðiia innan ríkisstjórn- arinnar sem fulltrúa stjórnar- andstöðunnar. Agreiningur varðandi fiskverðið hefur ekki komið fram opinberlega en um hitt viðfangsefnið á ríkisstjórn- arfundinum í dag, álmálið, hafa ráðherrar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks deilt hart á opinberum vettvangi og síðustu ummæli Hjörleifs Guttormsson- ar um afstöðu Steingríms Her- mannssonar í álmálinu voru þau, að Hjörleifi virtist sem Stein- grímur „vilji leika tveim skjöld- um í málinu". „Veðrid verður slæmt um áramót- in,“ sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur á Veðurstofu íslands í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins síðdegis i gær, er spurst var fyrir um veðrið um áramótin. „Það verður útsynningur um allt land," sagði Trausti, „éljagangur sunnan- lands og vestan, en skaplegra veður norðan og austan." Að sögn Trausta byrjar veðrið að versna nú síðdegis í dag, fimmtudag, og í nótt er búist við að verði mjög hvasst. Versta veðr- ið gæti þó verið gengið yfir á gamlárskvöld, en á nýársdag er áfram búist við éljagangi. I gær var veður fremur aðgerða- lítið um allt land, tekið að kólna víðast hvar og gekk víða á með éljum, en þó enn hlýtt á suðaust- urhorni landsins, þar sem var 10 til 11 stiga hiti og hláka. Þar var þó búist við að kólnaði í gærkveldi. Fengu aðstoð verk- stjóra við smygl ÞRÍR skipverjar á Selá freistuðu þess að smygla 45 kössum af bjór þegar skipið kom til landsins frá Kaupmannahöfn á Þorláksmessu. Aðferð þeirra var um ýmislegt sérstæð — þeir fengu tvo verkstjóra hjá llafskipum til þess að aðstoða sig við að smygla bjórnum inn í landið. Bjórinn var fluttur til landsins sem hver önnur vara — kom á vörubretti og var merkt á farm- skrá á sama hátt og vörur sem komu á átta brettum, en alls urðu brettin níu. Þeir nutu aðstoðar verkstjóra hjá Hafskipum til þess að koma brettinu í skála og geyma þar. Síðar kom annar verkstjóri Hafskipa og flutti brettið með bjórnum á pallbíl út á Granda. Þar var góssið gert upptækt af Tollgæzlunni. Arabilið 1976—1983: Um 18,5—19% rýrnun kaup- máttar ráðstöfunartekna — samkvæmt upplýsingum í riti Stjórnunarfélags Islands KAUPMÁlTUR kauptaxta stóð nokkurn veginn í stað á þessu ári, en kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrnaði hins vegar nokkuð, eða um 1%, samkvæmt þeim upplýsingum, sem koma fram í riti, sem Stjórn- unarfélag íslands gaf út í tilefni af spástefnu félagsins um „Þróun efnahagsmála árið 1983“, en það var Olafur ísleifsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, sera tók þess- ar upplýsingar saman. í ritinu er síðan gert ráð fyrir, að kaupmáttur ráðstöfnunar- tekna og kauptaxta muni rýrna um liðlega 6% á komandi ári. Ef litið er á tímabilið frá ára- mótum 1976 og 1977, þegar kaup- máttur ráðstöfunartekna og kauptaxta náði hámarki á tíma- bilinu 1972—1983 og fram á næsta ár, þá kemur í ljós, að kaupmáttur bæði ráðstöfunar- tekna og kauptaxta hefur rýrnað um 18,5—19,0%. Reyndar var kaupmáttur kauptaxta nokkru meiri í upp- hafi tímabilisins, en um áramót- in 1976 og 1977, og ef litið er á rýrnun hans á tímabilinu 1972—1983 kemur í ljós um 23% rýrnun. Hins vegar er rýrnun kaupmáttar ráðstöfunartekna á þessu tímabili nokkru minni, eða um 17%. Munur á breytingu kaupmátt- ar ráðstöfunartekna á mann og breytingu kaupmáttar kauptaxta skýrist einkum af þremur þátt- um, sem eru launaskrið, vinnu- tímabreytingar og breytingar á beinum sköttum. Þar að auk mið- ast kaupmáttur kauptaxta við framfærsluvísitölu, en kaup- máttur ráðstöfunartekna tekur mið af verðlagi einkaneyzlu. Loks skal þess getið, að tölur birtar fyrir árið 1982 eru bráða- birgðatölur og tölur birtar fyrir árið 1983 eru áætluð gildi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Útgerðarráði Reykjavíkurborgar: Áframhaldandi halla- rekstur neyðir BÚR til að leggja togurum sínum „ÍJTGERÐARRÁÐ Reykjavíkur- borgar skorar á stjórnvöld að gera þegar í stað róttækar ráðstafanir til þess að tryggja hallalausan rekstur togaraflotans. Ljóst er að áfram- haldandi hallarekstur togara BÚR neyðir borgaryfirvöld til að leggja togurum sínum, sem hefur í för með sér atvinnumissi fjölda starfsmanna BÚR,“ segir m.a. í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Útgerðarráði Reykjavíkurborgar, sem gerð var í gærdag. Ennfremur segir: „Þær ráð- stafanir, er ríkisstjórnin gerði fyrir togarana sl. haust hafa lítt dugað og ekki skapað togaraút- gerðinni eðlilegan rekstrar- grundvöll. Útgerðarráð telur það algjör- lega óforsvaranlegt ástand að skattgreiðendur í Reykjavík þurfi að öllu óbreyttu að greiða tugi milljóna króna vegna stöðugs hallareksturs togara BÚR.“ Tillaga fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt með 4 at- kvæðum gegn 3. Fulltrúar Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags 0| Framsóknarflokks gerðu greii fyrir atkvæðum sínum sam kvæmt eftirfarandi: „Við getun tekið undir fyrstu setningu þess arar tillögu, en þar sem me< henni er einnig hótað rekstrar stöðvun togaranna og þar me< stórfelldum uppsögnum bæði sjó manna og verkafólks, þá greiðun við atkvæði gegn henni. Slíkai aðgerðir þarf að skoða gaumgæfi lega áður en til þeirra er gripið o( meta þá um leið heildaráhrii þeirra á borgarsamfélagið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.