Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Flugeldasala fyrir áramót: Hjálparsveit skáta í Reykjavík verður með sex útsölustaði MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík vegna flugeldasölu hennar fyrir áramótin:j Árleg flugeldasala HSSR stendur nú yfir. Flugeldasalan hefur verið aðalfjáröflunarleið sveitarinnar síðustu 15 árin, en afkoma sveitarinnar er algjör- lega háð því hvernig almenning- ur bregst við þessari fjáröflun. Eins og komið hefur fram í fréttum á sveitin 50 ára starfs- afmæli um þessar mundir og hefur því þjónað Reykvíkingum og öðrum landsmönnum dyggi- lega í hálfa öld. Utsölustaðirnir eru að þessu sinni fimm, í Skátabúðinni, Snorrabraut 60, Volvo-salnum, Suðurlandsbraut, Ford-húsinu, Skeifunni, Alaska, Breiðholti, og Seglagerðinni Ægi, Örfirisey. Einnig verður staðsettur einn af bílum sveitarinnar á Lækjar- torgi og verða seldir fjölskyldu- pakl^ar úr honum. Eins og ávallt áður kappkost- ar sveitin að hafa á boðstólum mikið úrval og aðeins vörur sem telja má öruggar í notkun. Fyrirtæki veitingastaðir félagasamtök Sendið okkur pantanir á áramótahöttum og húfum sem fyrst e 3 2 ! \ j| c LAUGAVEGi 84 / HAFNARSTR/ETI 18 / HALLARMU .A 2 SKÁTAHEIMILIÐ, borgarholtsbr. 7 KAUPGARÐUR, ENGIHJALLA4 VERSLUNIN HAMRABORG 9 OPIÐ FRÁ KL. 10 — 22 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir FLORU LEWIS George Shultz á fundi með Francois Mitterrand i embættisbústað Frakklandsforseta, Elysée-höll. * Arangursrík Evrópuferð Shultz, utanríkisráðherra GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ýmissa höfuðborga í Evrópu eftir þátttöku í utanríkisráðherrafundi NATO í annarri viku þessa mánaðar. í þeirri grein sem hér birtist segir helsti dálkahöfundur The New York Times um utanríkismál, Flora Lewis, sem búsett er í París, álit sitt á árangri ferðarinnar. Fyrsta Evrópuferð George Shultz í embætti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hafði eftirtektarverð áhrif. Væri hon- um ekki jafn umhugað um að gera lítið úr hlutunum og hafa frekar gamanyrði á vör en há- alvarlegar opinberar yfirlýs- ingar, hefði mátt kalla þetta sig- urför. Claude Cheysson, utanríkis- ráðherra Frakka, er gjörólíkur Shultz. Hann vill vera í sviðs- ljósinu, bregða bröndum, sækja fram og hopa eins og vígfim skylmingahetja. Hann talar svo mikið að hann lendir stundum í andstöðu við það sem hann hefur sjálfur áður sagt — svona til að vekja á sér enn meiri athygli. Ekki fyrir aillöngu lét Cheysson orð falla um það, að sambúð Bandaríkjanna og Frakklands væri að slitna. En eftir að Cheysson og Shultz höfðu snætt saman hátíðar- kvöldverð í glæsilegum salar- kynnum franska utanríkisráðu- neytisins á Quai d’Orsay við ána Signu í París kölluðu þeir blaða- menn til sín öllum að óvörum og gagnkvæm vinátta skein út úr andlitum beggja. Þeir svöruðu spurningum til skiptis, kölluðu hvor annan Claude og George, áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa, hve sammála þeir væru og hve mjög þeir treystu hvor öðrum Það er margt skrýtið í sambúð Frakklands og Bandaríkjanna. Til dæmis gerist það iðulega þegar fulltrúa þjóðanna greinir á um eitthvert mikilvægt mál að þeir skiptast á hrósyrðum opin- berlega, og svo hnakkrífast þeir frammi fyrir blaðamönnum þeg- ar þá greinir á um smáræði. Lík- lega eru til á þessu sálfræðilegar skýringar, því að hitt er víst að hagsmunir beggja krefjast í senn samstöðu og sjálfstæðra ákvarðana. Eitt af helstu umræðuefnum George Shultz í Evrópuferðinni var mótun reglna er gildi til frambúðar um verslunarvið- skipti austurs og vesturs, svo að Sovétmenn geti ekki treyst hern- aðarlega stöðu sína með því að efna til óvinafagnaðar meðal vestrænu lýðræðisríkjanna. Er nú þannig komið, að samkomu- lag hefur tekist um að „athuga" einstaka þætti þessa máls, sem hefur verið undirrót alls kyns vandræða í samskiptum Vestur- landa um áratuga skeið. Shultz hreyfði hugmyndinni um þessar reglur í þann mund sem hann losaði Bandaríkjastjórn úr þeirri klípu sem hún var komin í vegna andstöðunnar við gasleiðsluna miklu frá Sovétríkjunum til Vestur-Evrópulanda. Franska stjórnin féllst á hugmyndina en lét ófriðlega vegna hennar opinberlega af því að henni var hreyft til að „bjarga andliti" stjórnar Ronald Reagans. Báðir aðilar halda fast í fyrri sjónarmið sín. Bandaríkjastjórn leitast enn við að fá Evrópuríkin til að beita Sovétstjórnina efna- hagslegu harðræði og Frakkar segjast alls ekki munu fallast á neins konar „efnahags-NATO“, svo að vitnað sé til orðsins sem talsmaður Mitterrand Frakk- landsforseta notaði. Flest bendir til þess að ríkisstjórnir annarra Evrópuþjóða og Japans séu sömu skoðunar að þessu leyti og sú franska, hins vegar sé þeim ekki eins mikið kappsmál og Frökk- um að kynna sjónarmið sín á opinberum vettvangi. Enn um sinn mun því gefa á bátinn. Forvitnilegt er hins veg- ar að velta því fyrir sér hvernig Shultz tókst að sigla honum inn á tiltölulega lygnan sjó. Mesta hæfni sýndi hann í París því að þar voru boðaföllin mest. Hann sigldi fram hjá skerjum hvar sem hann kom, einnig í Brússel, þar sem Bandaríkjamenn og Evrópubúar takast harkalega á um niðurgreiðslur og útflutn- ingsuppbætur á landbúnaðar- vörur, og í London og Bonn, þar sem ráðamenn hafa af því nokkrar áhyggjur að Banda- ríkjastjórn muni neita að sam- þykkja málamiðlun í viðræðun- um við Sovétstjórnina um meðaldræg kjarnorkuvopn í Evrópu. Ekki er að efa að George Shultz nær undraverðum árangri vegna eigin hæfni og persónuleika. Hann kemur ekki fram sem bardagamaður heldur talar í löngu máli, setur ekki fram beina kosti en hreyfir já- kvæðum hugmyndum án þess að knýja viðmælandann til að setja fram gagnstæð sjónarmið. Við- mælendurnir eru á einu máli um það, að hann hlusti vel á öll þeirra sjónarmið og hafi ætíð nægan tíma. Evrópumenn voru ekki síður hrifnir af Alexander Haig, af því að hann lagði sig í framkróka um að halda aftur af þeim mönnum innan Bandaríkja- stjórnar sem vildu helst berja Evrópumenn til hlýðni ef þannig mætti að orði komast. Nú átta evrópskir ráðamenn sig betur á því en áður, að tvær hliðar eru á starfi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hann verður ekki síður að vera „diplómat" inn á við í Washington en gagnvart öðrum ríkjum. Að þessu leyti er Shultz mun betur settur en Haig. Eftir fundina með Shultz fannst gestgjöfum hans, að stefna Bandaríkjastjórnar væri loksins að mildast og harka fyrstu tveggja áranna væri að víkja fyrir meiri sveigjanleika. Kannski svo sé. Vandinn í E1 Salvador og Mið-Ameríku magnast, en hann hefur ekki breyst í þann „próf- stein í samskiptum austurs og vesturs" sem um var rætt í Washington í upphafi stjórnar- tíma Reagans. Áætlun Reagans um frið í Mið-Austurlöndum er í Evrópu talin skref frá skilyrðis- lausum stuðningi við ísrael, og hún er talin Shultz til tekna. Hugmynd Donald Regans, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, um „endurskoðun alþjóða- gjaldeyrismála" telja Evrópu- menn frávik frá fyrri ákvörðun í Washington um að hafna til- mælum frá Evrópu um að tekið yrði tillit til efnahagsvandræða þar. Forsetinn segist enn krefj- ast „núll-lausnar“ í viðræðunum við Sovétmenn í Genf um niður- skurð Evrópukjarnorkueldflaug- anna, en hann segir einnig að „sanngjarnar" gagntillögur Sov- étmanna verði teknar til athug- unar. Viðskiptastríði hefur að minnsta kosti verið skotið á frest. Slagurinn um gasleiðsluna er að baki, en þrátt fyrir Claude & George-sýninguna hefur ekki enn tekist að uppræta þá undir- rót misklíðar milli Vesturlanda sem felst í ólíku mati þeirra á hvaða stefnu eigi að fylgja gagn- vart Sovétríkjunum. Nýlega hittust háttsettir embættismenn sem undirbúa árlegan fund leið- toga sjö mestu iðnríkja Vestur- landa, en hann verður næst haldinn í maí 1983 í Willams- burg í Bandaríkjunum. Á þess- um fyrsta fundi sínum ákváðu embættismennirnir, að ekki skyldi gefin út sameiginleg yfir- lýsing að fundinum loknum. Reynslan frá Versölum á þessu ári hræðir, en þar voru orð notuð til að fela skoðanaágreining. Nú er að sjá hvort Shultz hef- ur í raun tekist að koma bátnum inn á lygnan sjó eða hvort um svikalogn er að ræða. Það ræðst af því hvort Ronald Reagan ætl- ar að breyta til í verki eins og hann hefur gert í ræðum sínum. (Þýð. Bj.Bj.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.