Morgunblaðið - 08.01.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.01.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 9 ífcösEeM obIÐ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 177. þáttur Mætur nemandi minn og nú- verandi íslenskukennari, sá sem ekki vill láta nafns síns getið um sinn, sendir mér svo- fellt bréf (að slepptum kveðj- um og eftirskrift): „Ég sendi þér úrklippu úr Morgunblað- inu í dag (9. desember) vegna þess að ég get með engu móti fellt mig við þessa fyrirsögn („Notkun unglinga á vélhjólum verði takmörkuð"). Um leið og ég spyr þig álits á málinu lang- ar mig að varpa fram þessari spurningu til höfundar blaða- greinarinnar: Hver notar ungl- inga á vélhjólum? Ég álít að betra hefði verið að orða fyrir- sögnina svo: „Vélhjólanotkun unglinga verði takmörkuð." Eflaust mætti þó orða klaus- una enn betur á einhvern hátt. Þá vil ég minnast á nokkuð sem veldur mér talsverðum áhyggjum. í ritgerðum nem- enda minna hef ég tekið eftir tilhneigingu til að sleppa síð- ara nafnháttarmerkinu í tvö- földum nafnhætti. Tvöfaldan nafnhátt verður reyndar að nota í miklu hófi og oft má hann missa sín. En nemendur eru teknir að segja: „Hann ætlar að fara sofa“ í stað „Hann ætlar að fara að sofa“. Langbest væri líklega að segja einungis: „Hann ætlar að sofna.“ Þessi úrfelling tvöfalds nafnháttar er, að því er mér virðist, að verða nokkuð algeng og er sennilega afleiðing þess að í talmáli renna sagnir í tvö- földum nafnhætti oft saman svo að nafnháttarmerkið heyr- ist vart. Einkum gerist þetta ef hratt er talað. Ég hef áhuga á (reyndar væri nægilegt að ég hefði hug á) að heyra álit þitt á þessum málum." Nú skal reynt að verða við þessu eftir föngum. Fyrst er það þá fyrirsögn blaðagreinarinnar. Ég hef oft haldið því fram að í fyrirsögn- um væri tíðara gallað málfar en inni i greinunum, og á það sér augljósar skýringar vegna umbrots sem sjálfsagt þarf að hagræða oft, og það þá stund- um í miklum flýti. Ég er bréf- ritara alveg sammála. Eins og fyrirsögnin er orðuð, er fylli- lega leyfilegt að spyrja: Hverj- ir ætla að nota unglinga á vélhjólum? Kjarni málsins er sá að orðið notkun á þarna að taka með sér eignarfall (notk- un einhvers), en ekki forsetn- ingarlið (notkun á einhverju). Hér er um erlend máláhrif að ræða. Notkun forsetninga eykst á kostnað fallendinga til þess að tákna mismunandi merkingu. Það fyrirbæri að unglingar noti vélhjól er mjög óeðlilegt að orða eins og gert var í títtnefndri fyrirsögn. Erfitt verður að orða þetta betur en bréfritari gerir í betr- unartilraun sinni. Ég hef fyrir nokkru skrifað um ýmsar breytingar, sem ég hef tekið eftir í máli nemenda minna, svo sem brottfall t- hljóðs úr miðmyndarendingu og breytingu orðsins að í á, og ég hef örsjaldan orðið var við það sem bréfritari nefnir, brottfall síðara nafnháttar- merkis, þegar tveir nafnhættir fara hvor á eftir öðrum. En þetta á sér vafalaust þá megin- skýringu sem hann stingur upp á. Hinu er ekki að leyna að einnig gæti verið um að ræða áhrif frá sögnum sem að réttri reglu málsins taka ekki með sér nafnhátt með nafnháttar- merki á undan. Dæmi eru sagnirnar mega, munu og skulu. Við höfum sagt og segj- um: Hann vildi mega fara, ekki: Hann viidi mega að fara. Sagnirnar að munu og skulu eru svo afbrigðilegar að venju- legur nafnháttur af þeim kem- ur ekki fyrir en við getum sagt: Hann sagðist mundu fara, hann sagðist skyldu fara, og augljóst er að nafnháttarmerki á ekki við þarna á milli. Svo er það vandamálið með tvítekningar, eins og að hafa áhuga á, tilhneigingu, til, úr- klippa úr, umræður um o.s.frv. Ég reyni eftir mætti að forðast endurtekningar af þessu tagi, en það er stundum hægara sagt en gert. Ég tala um að einhver hafi sent mér klippu úr blaði, frekar en úrklippu, ég tala um að einhver hneigist til einhvers, fremur en hann hafi tilhneigingu til einhvers, og er það þó hæpið og kannski til- gerðarlegt. Ég reyni að segja að miklar ræður hafi orðið um eitthvað fremur en miklar um- ræður, en guð má vita nema það merki annað, og ég er efins um að sama merking sé í orða- samböndunum að hafa áhuga á og hafa hug á. Að minnsta kosti er það ekki alltaf. Hér þarf því að fara með mikilli gát, en jafnframt að forðast endurtekningar og stagl eftir því sem hægt er. Ljóst er að ekki megum við segja: Um þetta töluðu menn mikið um, en miklar umræður urðu um þetta get ég með engu móti tal- ið rangmæli. Spurður hef ég verið um uppruna orðsins róða í sam- setningunni róðukross. I minni málvitund merkir róðukross krossmark með líkneski Krists á, en eftir orðabókum að dæma þarf það ekki að merkja annað en krossmark eða jafnvel galdrastafur. Orð, sem samsvara róða, koma fyrir í velflestum skyld- um málum íslensku og merkja yfirleitt stöng, kross, gálgi eða eitthvað þess háttar. Mér skilst að samsvarandi orð í lat- ínu merki tré. Fjöldi orða í sambandi við kristnitökuna kom úr gamalli ensku, en þar er samsvarandi orð ród og merkir kross eða gálgi. Ein- hvern veginn verður niður- staða mín af þessum bollalegg- ingum sú að róðukross merki upphaflega trékross, en taki síðan að merkja sérstaklega þess konar krossmark, þar sem eftirlíking líkama Krists var höfð. Á slíkum róðukrossum er jafnan yfirskriftin INRI og fyrir þá, sem gaman hafa af því að lesa úr skammstöfun- um, er frá því að segja að þetta er latínumál skammstafað, stendur fyrir Jesus Nasareus Rex Judeorum, en það er að skilja: Jesús frá Nasaret, kon- ungur Gyðinga (Júða). Stund- um má sjá skammstöfunina: IHS, en hún stendur fyrir Jes- us Hominum Salvator, þ.e. Jesús frelsari mannanna. Að lokum er frá því að segja að ég hef verið beðinn að koma á framfæri skýringartilraun á karphús í orðasambandinu að taka einhvern í karphúsið. Skýr- ingin er á þá leið að karphús sé hljóðlíkingarummyndun úr latneska orðinu corpus sama sem líkami. Það orð er hvor- ugkyns í latínu. Að taka ein- hvern „í corpusið“ væri þá gamalt skólasveinatal = taka í lurginn á einhverjum. Sel ég þessa skýringu ekki dýrari en ég keypti. Nokkur ný minka- bú stofn- uð í vor í APRÍL verða fluttar til landsins um 2.000 hvolpafylltar minkalæður frá Jótlandi.. Um helmingur þeirra fer til Loðfelds á Sauðárkróki og koma þær í stað 1.500 eldisminka sem þar var slátrað í vetur vegna sjúkdóms. Hinar minkalæðurnar fara á nokkra staði þar sem verið er að stofna ný minkabú. Þau stærstu verða nýtt minkabú á Höfn í Hornafirði og skólabú á Hólum í Hjaltadal, en það er ætl- að til kennslu í loðdýrarækt. ^^^skriftar- síminn er 830 33 29555 29558 Sérhæð óskast Höfum veriö beönir aö útvega fyrir fjársterkan kaup- anda sérhæö í Reykjavík. Mjög góöar greiðslur í boöi fyrir rétta eign. Eignanaust N Skipholti 5. Símar 29555 og 29558. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. FASTEIGNAMIÐLUN Opiö 1—4 í dag Bollagarðar — Raðhús Sérlega glæsllegt raöhús á tveimur hæðum ca. 260 fm meö inn- byggöum bílskúr ca. 30 fm. Innréttingar í sér flokki. Skipti á minni eign koma til greina. Uppl. á skrifstofunni. Unufell — Raöhús Glæsilegt raöhús á einni hæð, ca. 145 fm. Vandaöar innréttingar. Bílskúrsplata. Ákv. sala. Verö 1800 þús. Klausturhvammur — Raðhús Gott raöhús, tilb. undir tréverk en íbúöarhæft, ca. 250 fm meö bílskúr. Hugsanleg skipti á sérhæö í Hafnarfiröi. Verö 2,4 millj. Ákv. sala. Skógahverfi — Glæsilegt einbýli Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæöum ásamt innb. bílskúr, ca. 280 fm. Möguleiki á tveim íbúöum með sér inng. Ákv. sala. Vesturbær — Sórhæö — Bílskúrsréttur Glæsileg neöri sérhæð ca. 130 fm. íbúðin er öll nýendurnýjuð. Bilskúrsréttur. Verö 1800 þús. Kópavogur — Austurbær Glæsileg sérhæö, efsta hæö, í þríbýlishúsi, ca. 170 fm ásamt bíl- skúr. Ákv. sala. Skipti hugsanleg á 4ra herb. íbúö. Verö 1950 þús. Vesturbær — Hagar — Sérhæö Falleg 5—6 herb. sérhæö á 1. hæð, ca. 125 fm. Nýtt, tvöfalt verksmiöjugler. Bílskúrsréttur. Ákveöin sala. Verö 1750—1800 þús. Miðtún — 3ja herb. sérhæð Góö 3ja herb. aöalhæö í tvíbýlishúsi, ca. 90 fm. Geymsluris yfir allri íbúöinni. Byggingarréttur ofan á húsið fylgir. Ákveöin sala. Verö 1100 þús. Espigerði — 5—6 herb. Glæsileg 5—6 herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, ca. 125 fm. Tvennar svalir. Þvottahús í íbúöinni. Vandaðar innréttingar. Ný teppi. Ákv- eðin sala. Verð 1800—1850 þús. Norðurbær Hf. — 5—6 herb. Glæsileg 5—6 herb. íbúð á 2. hæö. Endaíbúð ca. 140 fm 4 svefn- herb. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Suöursvalir. Ákveöin sala. Verð 1500—1550 þús. Hraunbær — 4ra herb. Glæsileg 4ra herb. íbúö á 1. hæö, ca. 110 fm. Eldhús meö nýjum innréttingum. Suöursvalir. Verð 1,2 millj. Lundarbrekka — 4ra herb. Glæsileg 4ra herb. íbúö á 1. hæö, ca. 115 fm. Suöursvalir. Ákv. sala. Verö 1300 þús. Kleppsvegur — 4ra herb. Góö 4ra herb. íbúö á 8. hæö í lyftuhúsi, ca. 110 fm. Frábært útsýni. Ákveöin sala. Verö 1250 þús. Álftahólar — 4ra—5 herb. Falleg 4ra—5 herb. íbúð á 5. hæö í lyftuhúsi, ca. 117 fm. Suöursval- ir. Ákv. sala. Verð 1250 þús. Smiðjustígur — 4ra herb. Glæsileg 4ra herb. íbúö í þríbýlishúsi, steinhúsi, ca. 100 fm. íbúðin er öll sem ný. Mjög vandaöar innréttingar. Nýir gluggar og gler. Ákv. sala. Verð 1,3—1,4 millj. Jörfabakki — 4ra herb. Glæsileg 4ra herb. íbúö á 1. hæö í 3ja hæöa blokk ca. 100 fm. Suður svalir. Verö 1250 þús. Uröarstígur — 3ja herb. Góö 3ja herb. ibúö sér hæö ca. 80 fm ásamt geymslurisi yfir allri íbúöinni. Parket á gólfum. Ákveðin sala. Verö 900 til 950 þús. Laugarnesvegur — 3ja herb. Snotur 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi ca. 80 til 90 fm. Suöur svalir. Lagt fyrir þvottavél á baöi. Verö 900 til 920 þús. Suöurgata Hafnarf. — 3ja herb. Falleg 3ja herb. íbúö í fjórbýli, ca. 90 fm. Ákv. sala. Veró 980 þús. Furugrund — 3ja til 4ra herb. Falleg 3ja til 4ra herb. íbúö á 1. hæö. Endaíbúö, ca. 90 fm, ásamt herb. í kjallara. Verö 1100 þús. Framnesvegur — 3ja herb. Góö 3ja herb. íbúð á 1. hæð, ca. 65 fm. Ákveðin sala. Verö 800 þús. Goðheimar — 3ja herb. Góö 3ja herb. íbúö, ca. 96 fm á jaröhæö meö sér inngangi. Ákveðin sala. Laus 1. febr. Verð 1100 þús. Vesturbær — 2ja herb. Falleg 2ja herb. íbúö á 1. hæö í þríbýlishúsi, ca. 40 fm. Ibúöin er öll sen ný. Góð lóð. Ákveðin sala. Verð 670 þús. Hjaröarhagi — 2ja—3ja herb. Glæsileg 2ja—3ja herb. íbúö á 2. hæö, ca. 75 fm. Nýjar innrétt- ingar. Suöursvalir. Ákveöin sala. Verð 950 þús. Við miðborgina — 2ja herb. Glæsileg 2ja herb. ibúö á jaröhæö, ca. 75 fm í fallegu húsi á eftirsóttum staö. Sér inngangur og hiti. Allar innréttingar nýjar. Laus fljótlega. Uppl. aöeins á skrifstofu. Hraunbær — 2ja herb. Snotur 2ja herb. íbúö á jaröhæö ca. 60 fm. Ákveöin sala. Laus í janúar. Verð 750 þús. Mikið úrval annarra eigna á söluskrá TEMPLARASUNDI 3 (EFRI HÆÐ) (Gegnt Dómkirkjunni) SÍMAR: 25722 & 15522 Solum Svanberg Guðmundsson 81 Magnús Hilmarsson Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ KL. 9-6 VIRKA DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.