Morgunblaðið - 08.01.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 08.01.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 13 FERÐAMÁL Atvinnutækifæri — atvinnugrein Eftir Gunnar Friðþjófsson, Osló „Frá þjóðrélagsins hálfu eru atvinnuvegirnir ekki neitt takmark í sjálfu sér, miklu heldur afleiðingarnar eða áhrifin sem þeir valda í þjóðfélaginu.“ — Sondre Svalastog. Fram til dagsins í dag hefur ís- lenskt viðskiptalíf og afkoma þjóðfélagsins í heild verið háð aflabrögðum og því verði, sem okkur hefur á hverjum tíma tekist að fá fyrir sjávarafurðir okkar á erlendum mörkuðum. Hinar ár- legu sveiflur í aflamagni og mark- aðsverði hafa oft valdið óstöðug- leika í íslensku þjóðfélagi. Andstætt við flest önnur ríki er á íslandi hvorki nægur vinnu- kraftur né auðlindir til að fram- leiða allar æskilegar vörutegundir á hagkvæmastan hátt, né nógu mikil eftirspurn til að íslenskur markaður geti einn borið hag- kvæma framleiðslu af hverju tagi. Án millilandaverslunar og án þeirra möguleika, sem slík verslun hefur í för með sér í formi aukinn- ar framleiðni, hagkvæmni og lækkaðs vöruverðs þyrftu jjegnar margra hinna minni ríkja að draga úr neyslu frá því sem nú er. Á íslandi er hagkvæmt að fram- leiða einstakar vörutegundir. Þessarar framleiðslu neytum við sjálf og/eða seljum til annarra landa og öflum með því gjaldeyris. Hins vegar er meginþorri þeirra vara sem við notum eða neytum innfluttur og greiddur með gjald- eyri, sem oft er hins vegar af skornum skammti vegna þeirra verðsveiflna og aflabrests, sem höfuðútflutningsatvinnuvegur okkar verður fyrir. Aukinn stöðug- leiki innan atvinnulifsins er for- senda öruggrar afkomu. Atvinnuvegirnir Fram til ársins 2000 þarf að skapa 26.000 ný störf, og hinar hefðbundnu atvinnugreinar eru ekki færar um það. Orðið framleiðni er notað til að tákna og mæla hlutfallsleg afköst í framleiðslu. Ef framleiðni eykst umfram framieiðslu, t.d. vegna tæknivæðingar, þá fækkar at- vinnutækifærum. Mismunurinn verður hlutfallslega færri störf. I riti sem heitir „Þróun sjávar- útvegs“ og gefið er út af Rann- sóknarráði rikisins, segir m.a.: „Eins er það nú almennt viður- kennt, einnig í röðum hagsmunaaö- ila, að sérhver viðbót við fiskiskip og fiskvinnsluhús sé óþörf og verði að- eins til þess að draga úr nýtingu þeirra sem fyrir eru og spilla afkomu þeirra. Samtök útgerðar og fisk- vinnslu munu í vaxandi mæli sporna við undanlátssemi stjórnvalda í þessum efnum.“ Á öðrum stað í sama riti stend- ur ennfremur: „Framkvæmdastofnun áætlar mannaflaþörfina í fiskiðnaði verða svipaða árið 2000 og nú er, eða um 10.000 ársverk. Þróunin verður lík- lega sú að vinnuafl verður stöðugra, vinnuálag minna en jafnframt getur þurft að hækka dagvinnulaun um- fram það sem gerist á almennum vinnumarkaði." Með öðrum orðum, aukinna at- vinnutækifæra við fiskveiðar og fiskvinnslu er ekki að vænta í framtíðinni. Byggingariðnaðurinn hefur undanfarin ár skapað mörg ný störf. í dag er gert ráð fyrir stöðn- un og aukinni framleiðni, sem síð- an mun leiða til færri ársverka innan þeirrar atvinnugreinar. í framtíðinni er gert ráð fyrir auk- inni framleiðni og tæknivæðingu í landbúnaði. Ársverkum þar mun því ekki fjölga, öllu heldur fækka, því aukin framleiðsla er óraun- hæf. Framleiðsluaukningin í iðn- aðinum er meiri en framieiðni- aukningin, sem leitt hefur til fleiri starfa og atvinnutækifæri munu aukast í þeirri grein í framtíðinni. Á íslandi hefur hluti þjónustu- greinanna verið hlutfailslega minni en i nágrannalöndunum. Með aukinni framleiðni í öðrum greinum atvinnulífsins er gert ráð fyrir að þáttur þjónustugreinanna muni aukast, sem síðan getur einnig stuðiað að því að hindra fólksflótta úr iandinu. Ferðamál Ferðamál eru atvinnugrein, sem þarf að leysa mörg, ólík og nauð- synleg verkefni í íslensku þjóðfé- lagi. Til dæmis: Að þjóna Islend- ingum sem og öðrum, er vilja ferð- ast um ísland, hvort sem það er í atvinnuerindum og/eða af ánægju einni saman. Rúm 6% af vinnuafli á íslandi starfa að ferðamálum og eiga drjúgan þátt í öflun gjaldeyris. Hinn alþjóðlegi þáttur ferðamál- anna skapar m.a. grundvöllinn að samgöngum við útlönd. í nútíma- þjóðfélagi ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess fyrir þróun at- vinnuveganna á Islandi, sem og fyrir mannleg samskipti yfirleitt, að hafa góðar samgöngur við önn- ur iönd. Ýmis vanþróuð ríki, sem hafa ætlað að verða sér úti um aukinn gjaldeyri og aukna atvinnu með því að auka hlut ferðamála í at- vinnulífinu, hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ástæðan er oft sú, að lítill hluti þeirra tekna og þess ágóða sem myndast verður eftir í landinu. Erlendar ferðaskrifstofur sem hafa lönd þessi sem áfanga- staði nota í flestum tilfellum eigin flugfélög og eigin hótel, jafnvel eigin mat og eigin skemmtistaði, til að þjóna viðskiptavinum sín- um. Heimamenn eru notaðir til að inna af hendi verst launuðu störf- in. Á íslandi horfir þetta öðru vísi við. íslendingar eiga og stjórna að mestu leyti flugfélögunum sem halda uppi flugsamgöngum við önnur lönd, sem og hótel og veit- ingastaði. Á þennan hátt hverfur „Það er augljóst að ferða- mál koma hvorki til með að verða höfuð- né undir- stöðuatvinnugrein á ís- landi. Miklu heldur má líta á ferðamál sem einn af mörgum skynsamlegum möguleikum til þess að levsa þann óstöðugleika, sem of einhæft atvinnulíf veldur á íslandi.“ ekki sá gjaldeyrir sem erlendir ferðamenn gefa af sér, heldur verður hluti af gjaldeyrisviðskipt- um landsmanna. í framtíðinni er gert ráð fyrir auknum ferðamannastraumi um heim allan. Helstu ástæður þess eru m.a. lækkun ellilífeyrisaldurs, aukinn frítími, betri samgöngur og aukið atvinnuleysi. Sem áður er reiknað með því að Evrópa verði áfangastaður flestra ferðamanna í heiminum. Árið 1990 er gert ráð fyrir að 75% af öllum ferðamönn- um í heiminum ferðist til eða um Evrópu. Með auknum skilningi og vilja íslenskra stjórnvalda er hægt að gera ferðamál að mikilvægri at- vinnugrein, sem síðan gæti leitt til þess að ísland fengi sinn hlut af þessari aukningu. Það er augljóst að ferðamál koma hvorki til með að verða höf- uð- né undirstöðuatvinnugrein á Islandi í nánustu framtíð. Miklu heldur má líta á ferðamál sem einn af mörgum skynsamlegum möguleikum til þess að leysa þann óstöðugleika, sem of einhæft at- vinnulíf veldur á íslandi. Fyrirlestur í Háskóla íslands á sunmidag: „Rekst velferðar- ríki nútímans á sér- eignarréttinn?" Á MORGUN, sunnudag 9. janúar, flytur Hannes H. Gissurarson cand. mag. fyririestur í Háskóla íslands í boði Félags áhugamanna um heim- speki. Fyrirlesturinn, sem verður (luttur í stofu 101 i Lögbergi kl. þrjú síðdegis, nefnist „Séreignarréttur- inn“. Morgunblaðið forvitnaðist um það hjá Hannesi, hvað hann hygðist ræða um. „Séreignarrétturinn er einn af hornsteinum þjóðskipulags okkar, svo að það er í meira lagi tíma- bært að ræða um hann heimspeki- lega, enda erum við nú að endur- skoða stjórnarskrána okkar,“ svaraði Hannes. „Það, sem ég mun einkum gera í þessum fyrirlestri, er að reifa rök bandaríska heim- spekingsins Roberts Nozicks fyrir séreignarrétti, en óhætt er að segja, að kenning hans hefur vakið geypilega athygli fræðimanna síð- ustu átta árin, eða frá því að bók hans, Stjómleysi, riki og staöleys- ur (Anarchy, State, and Utopia), kom út árið 1974. Nozick leiðir rök að því, að séreignarrétturinn eigi að vera fullur og óskoraður og að velferðarríki nútímans rekist harkalega á hann og sé því ekki siðferðilega réttlætanlegt." I Hannes sagði síðan: „Ýmsir fræðimenn hafa gagnrýnt kenn- ingu Nozicks, stundum með gild- um rökum. Ég hyggst reyna að betrumbæta kenningu Nozicks með því að nota kenningu Hayeks og fleiri hagfræðinga um hagnýt- ingu þekkingarinnar. í því sam- bandi ræði ég um framlag fram- kvæmdamanna til þjóðlífsins og tek þar dæmi af þeim Davíð Robert Nozick Scheving Thorsteinssyni, Pálma Jónssyni í Hagkaupum og Ingólfi Guðbrandssyni í Utsýn. Ég ber þessa framkvæmdamenn saman við aðra, sem veita eftirsótta þjón- ustu á markaðnum, svo sem Pétur Pétursson knattspyrnumann, Guðrúnu Helgadóttur barnabóka- höfund og Stefán íslandi söngv- ara. Ég ræði einnig um spurningar eins og þessar: Hvernig kemst eign á, þar sem engin eign hefur verið fyrir, svo sem á ónumdu landi? Hvernig geta menn leiðrétt það sögulega ranglæti, sem kann að gera eignarréttarfyrirkomulag okkar ósiðlegt? Og er þjóðskipu- lag, sem hvílir á fullum séreignar- rétti, í raun og veru eftirsóknar- vert?“ Landsleikur í körfuknattleik Isbnd Danmörk í Laugardalshöllinni í dag kl. 14.00. Hinn frábæri leikmaöur Pétur Guðmundsson leikur meö íslenska landsliöinu. Nú gefst áhorfendum kostur á að sjá það allra besta í íslenskum körfu- knattieik. ALLIR I HÖLLINA í DAG Síöasti landsleikur þjóöanna aö þessu sinni fer fram á morgun í Borgarnesi. K.K.Í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.