Morgunblaðið - 08.01.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 08.01.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 HecAAníí __________________________________« 'M? Unlwml rnw 8«iKIciU Mér þykir leitt að Jesa. oh óná&a þig, er\ konuna. mma IQngctr tit flS uibd, Yw/ort hun no&L b'dprófinu." ást er... ... að fá eitthvað hlýtt á nóttunni. TM Rag U.S. Pat. Off —a* rlaMs resarvad •tM2Loa Angolaa Tlmaa Syndlcata Með morgunkaffinu Þú verður að ganga í það að rafmagnsreikningurinn verði greiddur, þegar þú ferð n*st í land. Er umferðarstríðið undir vernd yfirvalda? Ingjaidur Tómasson skrifar: „Á nýliðnu ári létust um 30 manns af völdum umferðarslysa. Upplýst er, að 400 ökumenn voru teknir „grunaðir" um ölvun við akstur. Areiðanlega er óhætt að fullyrða, að ekki færri en eitt til tvö þúsund sinnum hafi víndrukknir menn stýrt bíl á þessu ári, því að það er ekki nema endrum og sinn- um, að lögreglan gerir víndrykkju- könnun í umferðinni. Fyrir nokkru var yfirlögreglu- þjónn spurður í sjónvarpi um refs- ingar vegna ölvunar við akstur. Svar hans var eitthvað þessu Iíkt: Fyrst er nú mælt alkóhólið í blóði ökumannanna, síðan er það mat dómsvalda, hver hegningin verður. Stundum er tekið af þeim ökuskírt- einið í lengri eða skemmri tíma. Það hlýtur að vera öllum ljóst, sem ekki er skítsama um allar þær mannlegu hörmungar, sem stafa að mestu af víndrukknum öku- mönnum, að þessi mál öll eru tekin miklum vettlingatökum. Og heyrst hefur, að það sé ekki óalgengt, að menn aki bílum sínum eins og ekk- ert hafi í skorist, þótt þeir hafi ver- ið sviptir ökuskírteini. Fullkomlega virðist nú ljóst, að yfirvöld eru staðráðin í að gera ekk- ert marktækt til að draga úr mannfalli umferðarinnar. Islend- ingar hrósa sér af því með réttu, að þeir séu lausir við að stunda hern- aðardráp á öðrum þjóðum. En er nokkru betra að bæði drepa og stór- slasa fólk af sinni eigin þjóð, í um- ferðarstríði, svo að jafnast á við það sem gerist í stórstyrjöldum milli þjóða, miðað við fámenni okkar. Ég varð furðu lostinn, er ég heyrði tvær tilkynningar í útvarpi fyrir nokkru. Önnur var frá Slysavarnafélagi íslands, aðvaranir og ráðleggingar til hins háttvirta rjúpnadrápshers, um að búa sig vel og hreinsa og fægja vopnin sem best, svo að kippur fórnardýranna yrðu sem stærstar. Ég held ég verði að telja þessa tilkynningu hneyksli og stjórn Slysavarnafélagsins til skammar. Á meðan hún lokar aug- um og eyrum og hreyfir sig ekki hið minnsta til að draga úr umferðar- slysum, er rokið til og send út fyrr- nefnd aðvörun og hvatning til sporthersins að drepa sem mest. Hin auglýsingin, að mig minnir frá Fuglaverndarfélagi íslands, var eitthvað á þessa leið: Rjúpunni hef- ir fjölgað um ein 50% síðan í fyrra. Rjúpnaveiðimenn, verið nú snöggir að drífa ykkur í rjúpnaslaginn og drepið sem mest þið getið, svo að rjúpnaræflarnir fari nú ekki að taka upp á því að fjölga sér meira. Viðtal var í útvarpi við formann nýstofnaðs refavinafélags. Hann kunngerði, að stefna félagsins væri að friða refinn algerlega, svo að hann gæti breiðst um allar sveitir landsins á næstu árum. Það má svo sannarlega segja, að margt sé skrýtið í kýrhausnum í landi okkar. Hinn 8. desember var viðtal við Mývetning í útvarpinu. Hann taldi, að rjúpunni hefði stórfækkað og ekki sæist nokkur rjúpa síðan skotherinn marseraði sem ákafast á Mývatnsslóðum. En hvenær verð- ur stofnað rjúpna- eða heiðlóu- verndarfélög, til verndar þessum fuglum sem eru í mikilli útrým- ingarhættu? Ég held að nú fari þeim fjölgandi, sem gera sér ljósa grein fyrir þeim stórhættulega stjórnleysisvesal- dómi, sem virðist ganga eins og rauður þráður gegnum allt stjórn- kerfið. Ég bendi á það sem áður er sagt í þessari grein, og er þar efst í mínum huga hinn algeri svefngeng- ilsháttur í að gera nokkra heiðar- lega tilraun til að stöðva að nokkru manndráp og stórslys í umferðinni, sem stafar að minnsta kosti að hálfu leyti af völdum víndrukkinna ökufanta, er þykjast hafa fyllsta rétt til að aka bílum sínum án minnsta tillits til annarra. Ýmsir ágætismenn hafa lengi staðið í ströngum gagnrýnisskrif- um um óstjórnina í umferðar- og áfengismálum. Valgarð L. Jónsson skrifaði í Morgunblaðið mjög at- hyglisverða grein um ökuslysa- óhugnaðinn. Þar er hvatt til stofn- unar almannasamtaka til að reyna að kippa þessum málum í lag, sem yfirvöld virðast allsófær um. Val- garð telur hin hrikalegu umferðar- slys stafa með öðru af of miklum hraða, tillitsleysi og frekju öku- manna og lítilsvirðingu fyrir um- ferðarreglum. Orðrétt úr greininni: „Það er ekki von að vel fari, þegar fólk með slíkt hugarfar situr við Gerum öll stórt gegn umferöarslysum Vnlnnn) Eftir Valgarð l. Jómuton KrétU.-r^-kW.Tl.ndMWk. frá kriUUrum óhoppum o« .lywm. svo ihimi o..., ik.pi. m» UHH—V"" -rt. trúi *• hvl •» ^ IH1 «"*' ' ..„li.lr, SaStSwS - .tór. máli. ntir* Hlutverk Bandalags háakólartanna r-»-t „U.I-IW* fj-nrfn. * há*6Unn « JSLuujMyj?13 um sA nkki *«H>ur unMJ*-* u^i , ,r um betu UlnO á StOr-Rnykjn Hla , rlkurnvmkinu. Ornákin nr **“Bj6urJ ^rki I umrmöu. þ- ---------- ,rmm ** ivnld.A —"*• hucnrfnr fólknint, M|t hnfn námi ‘ h4Jl6‘\ Athyglisverð bíómynd Helgi Vigfússon skrifar: „Velvakandi! Bíóbær í Kópavogi sýnir frá- bærlega vandaða og góða mynd um þessar mundir, og ætti engin ferðafær manneskja að láta myndina „Að baki dauðans dyr- um“ fara framhjá sér. í raun og veru ætti að sýna þessa mynd í öllum skólum lands- ins, þetta er mál sem öllum kemur við. Dauðinn er hið órjúfanlega lögmál í tilverunni, sem bíður allra er lifað hafa hér í jarðnesk- um líkama. Dauðinn snertir að- eins hinn jarðneska líkama, dauð- inn gerir hinum eiginlega manni ekkert, fær engu grandað, sem andans er, persónuleikinn er óskaddaður, einstaklingseðlið ósnert, minnið órofið, sálargáfur, hugsun og tilfinningalíf allt heilt og óskert, en miklu fremur hafið á æðra stig. Dauðinn er aðeins breyting, sem flytur okkur af einu stigi tilverunnar á annað. Minn- ingin um hið liðna jarðlíf varð- veitist. Við þekkjum vini okkar aftur, þeir muna eftir okkur. Allir þeir, sem við höfum elskað og misst, lifa fullu meðvitundarlífi í ósýnilegum heimi og muna allt jarðlíf sitt og láta sér annt um alla þá, sem þeir eiga enn eftir í jarðlífinu. Myndin „Að baki dauðans dyr- um“ flytur okkur fyrrnefnda skoð- un, hvort sem fólk vill trúa þess- um boðskap eða ekki. En lesandi góður, búðu þig og þína undir vistaskiptin og sjáðu myndina; hið góða skaðar þig ekki. Þú öðlast þakklætishugarfar gagnvart Guði, vegir Guðs eru órannsakanlegir, en vísindin eru nú smátt og smátt að sanna orð Krists: „í húsi föður míns eru mörg híbýli." Þjónar ís- Ienzkrar kirkju hefðu gott af því að sjá þessa mynd; þeir myndu sennilega taka upp Ijósari hug- myndir um dauðann, í boðskapn- um af prédikunarstólnum. Hinn mikli mannvinur og vit- maður, Ævar R. Kvaran rithöf- undur, segir í Mbl. 16.12. sl.: „Ég hvet hvern hugsandi mann til að sjá þessa kvikmynd í Bíóbæ.“ Þessir hringdu . . . Hvenær á að greiða mánað- arkaupsfólki? VR-félagi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Er vinnu- veitanda frjálst að draga að greiða vinnulaun, mánaðarlaun, fyrir desembermánuð til 4. janú- ar? Ber honum ekki að greiða launin fyrir áramót? Nú er það svo, að um páskana ber fyrsta greiðsludag eftir hátíðina upp á 5. apríl. Getur vinnuveitandi dregið starfsmenn sína á launa- greiðslum þangað til, eða verður hann að greiða launin fyrir páskahelgina? Hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur fengust eftirfar- andi upplýsingar: í samningum verslunarmanna segir um þetta atriði, að útborgun launa skuli fara fram mánaðarlega, „og eigi síðar en fyrsta virkan dag eftir að mánuði þeim lýkur, sem laun eru greidd fyrir“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.