Morgunblaðið - 09.01.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.01.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 7 HUGVEKJA__ eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Lúk. 2. 41.—51. Margir sóttu kirkju um þessi jól. Það fór eftir hátíðasiðnum. Jól, — án kirkjunnar og þess boðskapar, sem hún flytur, hvað eru þau? Hátíðasiður er trúar- atriði og dýpri merkingar, en við gerum okkur kannski grein fyrir. í dag fáum við guðspjall til umfjöllunar, sem greinir frá fjölskyldu í Nazaret, sem fór ár hvert til musterisins í Jerúsalem eftir hátíðasiðnum. Það var á páskum. María og Jósef tóku Jesús með sér í musterisferðina, er hann var tólf ára. Þá voru mikil tímamót í lífi hans, eins og annarra drengja í Gyðingalandi. Gyðingar eru teknir í tölu full- orðinna á því aldursskeiði, og fá þá ábyrgð og skyldur. Það gerð- ist með trúarathöfn í musterinu, og svipar að sumu leyti til ferm- ingar hjá okkur. Gyðingar rækja af kostgæfni trúarsið þennan enn í dag. Nú er hins vegar um ekkert musteri í Jerúsalem að ræða, þar sem það var eyðilegt í styrjöld við Róm- verja árið 70 eftir Krist. Leifar musterisins er grátmúrinn svo- kallaði. Það er þykkur og hár múrveggur Gyðingum ginnheil- agur. Þangað safnast þeir saman hvaðananæva úr veröldinni og biðja bænir sínar. Grátmúrinn er þeim helgidómur. Þeir ganga fast að veggnum, lesa upphátt úr helgiritum sínum og róa fram í gráðið. Við grátmúrinn koma fjöl- skylduhópar saman, (en skilrúm er þó, sem aðskilur konur og karla) — og þar eru synirnir „fermdir" í trúarathöfn. Þegar við hjónin komum til Jerúsalem 1979, sáum við þetta gerast með háværum söng og lestri úr við- hafnarbókrollu gamla testa- mentisins. Drengirnir voru klæddir skrautlegum klæðum. Allt fór fram á hebreskri tungu. Bæn drengjanna við þetta tækifæri, er á þessa leið: „Þú hinn eilífi skapari og Drottinn heimsins. Eg játa trú mína á þig. Þig tilbið eg, hinn eina ósýnilega Guð, sem fyrir munn Móse hefur opinberað þína heilögu kenn- ingu. Fyrir þínu augliti fell eg á kné, þú hinn réttláti dómari, sem endurgeidur gott og illt á jörðu sem á himni. Á þig, ástriki faðir alls mannkyns, set eg allt mitt traust." Með fermingu í kirkju okkar staðfesta menn skírn sína á skeiðskiptum bernsku og æsku, eða á því ári, er unglingar verða 14 ára. Fermingin var á sínum tíma innleidd með konungsbréfi til Jóns biskups Árnasonar 9. júní 1741, og var einn árangur- inn af ferð danska prestsins Harboes hingað til lands. Menn eru ekki á eitt sáttir um Guðleg hand- leiðsla það, hvenær rétt sé að fermingin eigi sér stað. Víst er um það, að unglingar verða í dag í vaxandi mæli að mæta ógnum, hættum og freistingum rétt eins og full- orðið fólk. Þó að reynt sé að setja aldurstakmör t.d. að kvikmyndahúsum, þegar um myndefni er að ræða, sem ofbýð- ur ungum sálum, þá kann það að ná tilgangi sínum þar, en slíkar takmarkanir við sýningar í sjón- varpi munu reynast æði hald- lausar a.m.k. þar sem svo vill til, að aðeins börn sitja við sjón- varpið. Þá má benda á þau skað- ræðisáhrif, sem vídeó-væðingin getur haft í för með sér. Sannleikurinn er sá, að eins og málum er komið í þjóðfélagi okkar, er vart gert ráð fyrir því, að börn fái eins og áður að lifa bernskuskeið sitt. Þau þurfa svo fljótt að axla ábyrgð að hætti hinna fullorðnu. Því verður svo fljótt og vel sem unnt er að hjálpa þeim til þess að mæta lífsvandanum. Að þessu leyti kemur fermingin ekki of snemma. Það er reynsla mín að á þessum aldri eru unglingar hvað mest opnir og móttækilegir til þess að nema trúarlærdóminn. Þá er tíminn til að búa manninn undir framtíð sína. Reynslan sýnir sannleik þess, sem Jónas Hallgrímsson kvað: „I vetrar- hríðum vaxinnar ævi gefst eigi skjól nema Guð.“ Við skulum ekki gera lítið úr fermingunni vegna þess að hún er almennur hátíðasiður. Hér er ekki „bara“ um siðvenju að ræða. Markmið fermingarinnar er, að hún hafi grundvallandi þýðingu fyrir framtíð unglinganna. Að því er stefnt með undirbúningi fermingar og síðan hátíðar í kirkjum og heimilum. Hvað sem úrskeiðis kann að fara, þá er uppfræðsla og staðfesting trúar og siðferðissjónarmiða kristn- innar lýsandi afl og handleiðsla út í þann heim, sem við lifum í og þess ríkis, sem við væntum á himni. Kennari kom dag einn að máli við sóknarprest sinn og sagði: „Ég er löngu búinn að ákveða það, að taka í hendina á þér þennan dag. Það eru nákvæm- lega 20 ár síðan þú fermdir mig.“ — Hér má eigi svo lítið lesa milli lína um gildi fermingar. Við skólasetningu Gagnfræðaskóla Akureyrar haustið 1977 hlustaði ég á setningarræðu skólastjór- ans, Sverris Pálssonar, og lýk eg þessum orðum með því að vitna í ummæli hans við það tækifæri. Þau eru í samhljóðan við sjónar- mið margra forustumanna í upp- eldismálum, sem ég hefi fengið að kynnast. „Það er að mínum dómi, ekki skólaganga, ekki námsgáfur, ekki lærdómur, sem skera úr um og ráða úrslitum um manngildi og lífsgæfu, heldur allt aðrir hlutir. Þetta er að vísu allt gott og blessað, en er ekki skilyrði fyrir hamingju mannsins eða sönnum ávinningi í lífinu. Það, sem máli skiptir fyrir hvern ein- stakling umfram allt, er að vera sannur og heill maður, að vilja hið góða og vinna að því af fremsta megni, sjálfum sér og öðrum til blessunar. Ef viljann vantar til þess að vera sannur og heill og góðviljaður, eru náms- gáfur og lærdómur ónýtt dót og einskis virði, geta meira að segja orðið að hættulegum skaðræðis- vopnum í þágu hins illa, ef slysa- lega tekst til. Hinu æðsta marki nær enginn óstuddur, en í þeirri viðleitni að ná því, sækja menn bestan styrk og stuðning til trú- arinnar á frelsara heimsins og guðlega handleiðslu." Fast- einga- auglýs- ingar eru á bls. 7—8—9—10 —11—12— 13—14 og 15 Skógarhverfi Glæsilegt einbýli Glæsilegt einbýlishús á mjög fallegum staö ca. 300 fm á tveim hæöum með innbyggöum bílskúr. Möguleiki á aö hafa sér íbúö á jaröhæö. Húsiö er mjög vandað. Lóöin fullfrágengin, sérlega fallegar og vandaöar innréttingar. Ákveöin sala. Upplýs- ingar á skrifstofu. Huginn fasteignamiðlun, Templarasundi 3. Sími 25722 og 15522. 29555 29558 Skoðum og verðmetum eignir samdægurs Opið í dag frá 1—3 2ja herb. íbúðir Alftamýri 2ja herb. 65 fm íb. á 1. hæð. Verð 850 þús. Boðagrandi 2ja herb. 64 fm íb. á 2. hæð. Verð 880 þús. Nýbýlavegur 2ja herb. 60 fm ib. á 2. hæð. Bílskúr. Verð 950 þús. 'Krummahólar 2ja herb. 50 fm íb. á 3ju hæð. Bílskýli. Verð 740 þús. ' / 3ja herb. íbúðir Kaplaskjólsvegur 3ja herb. 90 fm íbúð á 1. hæð. Verð 920 þús. Kaplaskjólsvegur 3ja herb. 88 fm íb. á 3ju hæð. Verð 970 þús. Laugarnesvegur 3ja herb. 94 fm íb. á 4. hæð. Verð 920 þús. Breiövangur 3ja herb. 98 fm íb. á 3ju hæð. Bílskúr. Verð 1150 þús. Fellsmúli 3ja herb. 80 fm íb. á jarðhæð. Verð 900 þús. Njálsgata 3ja herb. 75 fm íb. á 1. hæð. Tvö aukaherb. í kj. Verð 1 millj. Stóragerði 3ja herb. 92 fm íb. á 4. hæð. Verð 1.050 þús. Æsufell 3ja—4ra herb. 98 fm íb. á 2. hæð. Verð 950 þús. 4ra herb. íbúðir og stærri Njarðargata Hæð og rls, 87 fm + 30 fm í risi í tvíbýlishúsi. Verð 1 millj. Fagrabrekka 4ra—5 herb. 120 fm íb. á 2. hæð. Verð 1250 þús. Grettisgata 4ra herb. 100 fm íb. á 3ju hæð. Verð 900 þús. Hraunbær 4ra herb. 110 fm íb. á 3ju hæð. Verð 1200 þús. Hverfisgata 4ra herb. 80 fm ib. á 1. hæð. Verð 880 þús. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. 100 fm íb. á 1. hæð. Verð 1200 þús. Ljósheimar 4ra herb. 110 fm íb. á 3ju hæð. Verð 1150 þús. Meistaravetlir 4ra herb. 117 fm íb. á 4. hæð. Hugsanlegt að taka stóra 2ja herb. íb. upp í hluta kaupverðs. Kársnesbraut 5—6 herb. 150 fm efri sérhæð. Suður og vestur svalir. 30 fm bílskúr. Vérð 1,8 millj. . Fossvogur raðhús 200 fm raðhús á 4 pöllum sem skiptist í 5 svefnherb., stórar stofur. Mjög vönduð eign. 30 fm bíl- skúr. Verð 2,8 millj. Þórðargata, Borgarnesi 150 fm raðhús á 2 hæðum, ca. 60 fm bílskúr. Verð 1,4 millj. Möguleg skipti á 4ra herb. íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Langamýri 6 herb. 188 fm á 2 hæðum, 42 fm bílskúr. Verð 2,6 millj. Eignanaust, Skipholti 5, Þorvaldur Lúövíksson hrl FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT58-60 SÍMAR 35300 & 35301 Viö Sóleyjargötu 4ra—5 herb. íbúð 120 fm á 1. hæð. Nýtt gler. Við Þinghólsbraut 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Sér inng. Sér hiti. Viö Álfheima 4ra herb. glæsileg íbúö á 4. hæð. Suður svalir. Nýtt teppi. Geymsluris yfir íbúð. Laus fljót- lega. Viö Hvassaleiti 4ra herb. mjög góð íbúð á 3. hæð með bílskúr. Laus fljót- lega. Við Hraunbæ 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Ný eldhúsinnrétting. Ný tæki á baði. Laus fljótlega. Viö Drafnarstíg 3ja til 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Við Biönduhlíð 137 fm sér efri hæö. Skiptist í 3 stór svefnherb., stofur, skála og eldhús. Ný innrétting í eldhúsi. 40 fm bílskúr. Viö Austurbrún Sér efri hæð 140 fm skiptist í 2 stofur og 3 svefnherb. Stórt eldhús, gestasnyrting. Þvotta- hús á hæðinni. Bílskúr. Við Skeiðarvog Endaraðhús tvær hæðir og kjallari meö bílskúr. I kjallara er sér 2ja herb. íbúð. Við Langholtsveg Einbýli — tvíbýli í steinhúsi. Bílskúr. Við Hjallaveg Einbýlishús hæð og kjallari meö bílskúr. Laust nú þegar. í Garðabæ Glæsiiegt einbýlishús hæö og kjallari. í kjallara innbyggöur tvöfaldur bílskúr. Fallega rækt- uð lóð. (Flatir). Frakkastígur — Einbýli Mjög fallegt, endurnýjað timb- urhús. Skiptist í hæð, ris og kjallara. Nýtt gler og gluggar. Ný harðviðareldhúsinnrétting. Grunnflötur hússins er ca. 70 fm. Eignarlóð. Við Heiðarás — einbýli Glaesilegt fokhelt 300 fm éin- býli á 2 hæðum. Gler og opnanleg fög nýkomið. Til afh. strax. Möguleiki að taka 5 herb. ibúð upp í kaupverð. Fjarðarás Einbýli á 2 hæðum. Innbyggður 60 fm bílskúr. í Smíöum Við Brekkutún, Kóp. Einbýlishús fokhelt hæö og ris. Steypt bilskúrsplata fylgir með. Teikn. á skrifstofunni. Fasteignaviðskipti Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Selfoss — Hveragerði — Þorlákshöfn Selfoss, einbýlishús viö Hlaðavelli um 140 fm aö stærö á tveim hæöum ásamt 30 fm bílskúr. Selfoss, 4ra herb. íbúö viö Eyrarveg um 100 fm ásamt 50 fm bílskúr. Selfoss, 2ja herb. íbúö viö Háukinn. Hveragerði, einbýlishús um 130 fm aö stærö. Þorlákshöfn, einbýlishús 94 fm ásamt 40 fm bílskúr. Þorlákshöfn, viölagasjóöshús ásamt 70 fm bílskúr. Þorlákshöfn, fokheld einbýlishús og raöhús í bygg- ingu. Þorlákshöfn, vantar 2ja og 3ja herb. íbúöir. Þorsteinn Garöarsson, viðskiptafrœðingur. Kvöld og helgarsími 99-3834. fmmm^^mmmmmmmmmm^mi^^mmm m U [ðbilk Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.