Morgunblaðið - 09.01.1983, Page 17

Morgunblaðið - 09.01.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Lítið sjáum aftur en ekki fram stendur í frægum brag. Ára- mótaræðurnar endurspegla það. Flestum þykir öruggara að líta aftur en fram. En árið er liðið og aldrei það kemur til baka, syngja menn á gamlárskvöld. Og sitja svo uppi með nýtt ár. Auk nýárssálmsins notaði Gáruhöf- undur að þessu sinni tækifærið og kyrjaði við hvert tækifæri með útvarpi og sjónvarpi „Ó-guð-vors-lands“-ið fullum hálsi. Svona til vonar og vara. Enda forsjál kona. Á þvísa ári 1983 og öllum hinum sem á eftir koma, getur maður nefnilega allt eins átt á hættu að lenda sakir vanhæfni í fangelsi fyrir svoleið- is — tala nú ekki um ef sungið er opinberlega. Fyrir Alþingi ligg- ur frumvarp til laga um þjóð- söng íslendinga, sem alþingis- menn eiga kannski til að sam- þykkja snarlega strax og þing kemur saman — meðan þeir bíða aðgerðarlausir eftir brýnustu málunum, eins og fyrri hluta þessa vetrar. I þessu frumvarpi stendur: „Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upphaflegu gerð höfunda hans (Matthíasar Jochumssonar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar frá 1874). Á það jafnt við um ljóð, laggerð, hljómsetningu og hljóðfall þjóðsöngsins." Og svo síðar: „Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða varð- haldi.“ Nú hefur Gáruhöfundur varla komist í meiri vanda en að syngja þjóðsönginn sinn rétt. Einkum ef honum hefur verið gert að leysa slíkt af hendi í út- löndum. Þegar kemur íslands þúsund ár og nálgast eilífðar- smáblómið fer að vandast málið. Sé notaður þessi venjulegi Es- dúr fer lagið upp í G, og getur jafnvel sveiflað sér upp í A. Að vísu er öruggast að þagna bara andartak, og láta erfiða tóninn fram hjá sér fara. En þegar allir gera það í einu, verður það dálít- ið skondið. Því er raunar ekki til að dreifa í útlöndum, þegar hver er beðinn um það á fætur öðrum að syngja þjóðsöng síns lands. Alltaf hefi ég verið þakklát honum Guðna rektor fyrir að vera til hér um árið og staddur á sama báti í norska skerjagarðin- um í hópi blaðamanna frá Nató- löndunum. Um miðnætti á logn- blíðu vorkvöldi uppdagaði einn þeirra að 17. júní væri þjóðhátíð- ardagur íslendinga. Fáni var dreginn að húni og nú skyldu þegnar þessa lands standa í stafni og syngja þjóðsönginn sinn. Þá var gott að vera með söngmanni með svo háværa ten- órrödd, sem barst út í bjarta nóttina, meðan Gáruhöfundur slapp með að raula og bæra var- irnar án hljóðs þegar hæst bar. Ekki hefi ég þó alltaf orðið fyrir slíkri heppni. Reynslan hefur land ögrum skorið" eða jafnvel „Yfir kaldan eyðisand", í trausti þess að enginn viti betur. Aðrir Islendingar hafa farið flatt á „Eldgömlu ísafoldinni" við slík- ar aðstæður. Setið uppi með „That was lovely. Svo ísland til- heyrir breska heimsveldinu? Sami þjóðsöngur." Okkur vantar eiginlega vara- þjóðsöng fyrir vanhæfa. Sem betur fer stendur í frumvarpinu að ráðherra og þá forsætisráð- herra geti veitt undanþágu frá ákvæðum greinarinnar, sem að ofan er tilfærð, „þegar sérstak- lega stendur á“. Ætli vanhæfni sé „að sérstaklega standi á“? Vonandi þarf ekki prófmál upp i Hæstarétt til að fá skorið úr því. Annars getur maður bara sótt um undanþágu. Kannski næst verði ekki svona músíkalskur forsætisráðherra. Varla mundi ég þora að prufusyngja fyrir þann sem við nú höfum — tón- skáld með meiru. Alla vega söng ég um áramótin til vonar og vara fullum hálsi þjóðsönginn með útvarpi og sjónvarpi, ef illa fer. Annars er það kannski ekki svo slæmur kostur að þegja und- ir þjóðsöngnum í sjónvarpinu upp frá þessu. Þótt tekið geti á taugar. Svona standa sakir hér, sýnist vandi þig art beygja, nú er andinn yfir mér, er því fjandi hart að þegja. sagði Hjálmar á Hofi, þegar honum lá á og var neitað um orðið. Læt stökuna fylgja hér með, hvött af ummælum forsæt- isráðherra í áramótaræðunni, að ef brageyrað glatast, þá sé farið forgörðum merkasta menningar- sérkenni okkar íslendinga. Og vitanlega vill Gáruhöfundur verja islenzka menningu með forsetanum okkar. Raunar er hreinasti unaður að horfa þegjandi — ef maður getur — á litasjónvarpsmyndirnar á skjánum undir þjóðsöngnum. Þarna er Island komið í sinum fegursta vetrarham. Notalegt að horfa úr hægindastólnum sín- um í hitaveitumollustofunni á vetrarríkið, þar sem sindrar á ís og hjarn og snjórinn dregur fram útlínur fjallanna. Þá sjáum við að þetta land á skilið góðan lofsöng fyrir þjóðsöng — jafnvel þótt þurfi góða söngvara til að koma honum svo á framfæri að ekki liggi við fangelsisvist. Vetrarríkið tekur að vísu á sig dálítið annan blæ, þegar vinnu- dagar hefjast eftir hátíðarnar og krefjast þess að hver maður geri skyldu sína, berjist gegn hrið- arkófi og kafi skafla til vinnu og skóla, og elski landið sitt. En eins og Kristján frá Djúpalæk sagði (svo ég nuggi mér enn utan í menninguna): l*ó ad andi Kári kalt — krýni landið fonnum þér mun standa þúsundfalt þyngri vandi af mönnum. Og hefði allt eins getað-verið ort til þjóðarinnar eða ríkis- stjórnarinnar um þessi áramót, eftir ailt það klúður sem við er- um búin að koma okkur í. Og nú leggjum við út á „ár greiðari samgangna og fjar- skipta þjóða í milli". Líklega ekki það átaksár Sameinuðu þjóðanna, sem minnst er um vert, þótt það kunni að safna færri þrýstihópum í búkett sinn en mörg önnur. Óhindruð kynni og persónuleg samskipti á milli venjulegra borgara þjóðanna eru vænlegri til að eyða tortryggni og efla frið en flest annað. Þ.e. ef fólkið fær þá að hafa skoðun og láta hana í ljósi. Og er ekki frið- ur í heiminum takmarkið sem við keppum öll að nú um þessi áramót? er hann lék aðalhlutverkið í fyrsta íslenzka leikritinu sem tekið var upp fyrir sjónvarp, Jóni gamla. Valur Gíslason er einn af fáum núlifandi leikurum, sem enga menntun hefur hlotið í list sinni aðra en þá menntun, sem líf hans og starf hefur tryggt honum. Um það segir hann í samtalsbók þeirra Jóhannesar Helga: „Ég hefði auðvitað gjarnan vilj- að fara utan á leikskóla. Ég segi það úr því þú spyrð. En ástæðan til þess, að úr því varð ekki, var ofur einföld. Ég hafði blátt áfram ekki efni á því. Ég var að vísu að gæla við þessa hugmynd einhvern tíma upp úr 1930. Það reyndust bara ekki vera aðstæður til þess. En ég hef reynt að hagnýta mér alla þá tilsögn og reynslu annarra, sem til boða hef- ur staðið. Ég aflaði mér t.d. svo margra bóka um leikhúsmál, sem ég hafði framast tök á. Slíkar bækur var auðvitað ekki að hafa í bókabúðum hér þá. Ég pantaði þær erlendis frá. Bækurnar voru flestar frá ensku forlagi sem sér- hæfði sig í leikbókmenntum og öllu sem varðaði leiklist; merki- legt forlag. Ég viðaði að mér heil- miklu af þessum bókum á löngum tíma. Meðal þessara bóka var t.d. hin fræga bók Stanislavskis „An Actor Prepares", sem þá var nán- ast biblía leikara um allan hinn vestræna heim, þótt hún sé líklega ekki í sömu hávegum höfð nú. Eg man nú lítið úr henni en ein setn- ing situr enn í mér: Love the art in yourself but not yourself in the art. (Dýrkaðu listina í sjálfum þér en ekki sjálfan þig í listinni). Og hefur Stanislavski sjálfsagt með þessum orðum verið að vara leik- araefnin við „stjörnudýrkuninni", bæði inn á við og út á við.“ Þau viðhorf til listarinnar, sem fram koma í þessum orðum Vals Gíslasonar, eiga áreiðanlega er- indi til margra í dag, ekki aðeins leikara og annarra listamanna heldur fjölmargra þeirra, sem láta til sín heyra og sjást á opinberum vettvangi. Árin dásamlegu Fyrir rúmum 10 árum var höf- undur þessa Reykjavíkurbréfs á ferð í Tékkóslóvakíu og birtist frásögn af því ferðalagi á þessum vettvangi. Þar sagði m.a. hinn 27. ágúst 1972: „Á fjölmennum samkomustað í Prag tóku ferðalangar tali nokkra unga Tékka, en fljótlega kom í ljós, að tungumálakunnátta var ekki slík, að hægt væri að halda uppi líflegum samræðum. Rússn- eskumælandi íslenzk kona gerði þá tilraun til þess að tala við hin tékknesku ungmenni á rússnesku. Kom þá í ljós, að allir skildu þeir rússnesku, enda skyldunám í skóla, en hins vegar vildu þeir ekki tala það tungumál. Gefur það nokkra vísbendingu um þann hug, sem ungt fólk í Tékkóslóvakíu. ber til hinnar sovésku herraþjóðar. Við annað tækifæri gafst kostur á að ræða við þrjá unga háskóla- stúdenta á að gizka 25 ára að aldri, tvo karlmenn og eina konu. Spurningum um innrásina í Tékkóslóvakíu 1968, örlög Dubceks og annað varðandi atburðina í um var mætt með nánast algjörri þögn. Þetta unga fólk kvaðst ekki hafa áhuga á stjórnmálum, Dub- cek hefði verið lélegur stjórnmála- maður og gaf heldur í skyn, að það hefði andúð á þeim skoðunum, sem fyrirspyrjandinn lét í ljósi á framvindu mála í Tékkóslóvakíu frá árinu 1968. Þegar komið var fram yfir miðnætti og þessar sam- ræður höfðu lítinn árangur borið og ferðamenn gerðu sig líklega til að snúa til síns heima, brá svo við að stúdentarnir þrír vildu endi- lega bjóða hinum erlendu gestum heim til sín og var það boð þegið. Þegar komið var í lítið og gamalt hús í fallegum hæðum, sem hinn þekkti Hradchany-kastali stendur í, opnuðust allar flóðgáttir hjá þessu unga fólki. Höfundur þessa Reykjavíkurbréfs hefur ekki í annan tíma orðið vitni að jafn- miklu hatri, reiði, beiskju og al- gjöru vonleysi og í ljós kom hjá stúdentunum þremur þessa næt- urstund í Prag. Spurningu um, hvernig væri að lifa í alþýðulýð- veldinu Tékkóslóvakíu svaraði unga konan með nákvæmlega sömu orðum á þýzku og áður höfðu verið notuð til þess að lýsa lífinu í Austur-Þýzkalandi: „Kein Leben" — ekkert líf. Með þessum tveim orðum lýsti hún lífinu í Tékkóslóvakíu undir sósíalisma og sovésku hernámi. „Þið komið frá íslandi hingað til Prag, hvers vegna getum við ekki farið frá Prag til íslands?" Þessar ferðaminningar rifjuð- ust upp við lestur bókar, sem út kom hjá Almenna bókafélaginu skömmu fyrir jól eftir þýzka rit- höfundinn Reiner Kunze, og nefn- ist Árin dásamlegu. Bók þessi hef- ur að geyma sögur úr hversdags- lífinu fyrir austan járntjald. Hér skal fullyrt, að raunsærri lýsing á lífi almúgafólks í þessum löndum hefur ekki fyrr birzt á prenti á íslenzku. Árin dásamlegu gefur allt aðra og raunverulegri mynd af lífinu í hinum sósíalísku löndum, en það mikla magn blaðagreina sem skrifað hefur verið um þessi mál á Vesturlöndum áratugum saman. Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk, ekki sízt ungt fólk, til að kynna sér frásagnir Reiner Kunze. Bókin kom út í Vestur- Þýzkalandi árið 1976 og í formáls- orðum segir þýðandi: „Hún varð strax vinsæl og seldist í hundruð- um þúsunda eintaka. Reiner Kunze, kona hans og dóttir á menntaskólaaldri urðu fyrir að- kasti og ofsóknum. Þeim var nauð- ugur einn kostur að yfirgefa heimaland sitt og flytjast til Vestur-Þýzkalands í apríl 1977.“ Á Café Slavia í Prag í bók þessari birtist m.a. eftir- farandi frásögn: „Konan í fatahenginu lét frakk- ann minn í lyftu og sendi hann síðan niður í hengið, og ég gekk inn í kaffihúsið. Loksins áttaði ég mig aftur á staðháttum: Að einni af stóru gluggarúðunni þar sem ég ætlaði að fá mér sæti hafði verið beint fallbyssuhlaupi eins skriðdrek- anna og það stefndi einnig á mig. Ég var í Prag. Ég hafði á vegum útgefanda í Hamborg þýtt ljóð Vladímírs Hol- ans „Nótt með Hamlet", og ég gat ekki afhent bókina til prentunar fyrr en ég hafði rætt við höfund- inn um þýðinguna. Þar sem ríkis- bankinn fékk af þessu gjaldeyris- tekjur, hafði ég fengið vegabréfs- áritun til Tékkóslóvakíu, en þessa stundina var bannað að ferðast þangað. Hér, í Café Slavia, ætlaði ég að skrifa nokkur póstkort. í blaðasöl- unni var til nóg af stórum póst- kortum prýddum listaverkum — gamlar koparstungur sem sýndu Prag í herkví á miðöldum, eða loftmynd af Hvítfjallaorrustunni 1620 sem leiddi til þess, að Bæ- heimi var að nýju þröngvað til katólskrar trúar og mikill hluti tékkneskra menntamanna flúði land. Prag 9. desember 1968. Þjónustustúlkan lét mig bíða eftir sér, en ég var alls ekki óþol- inmóður. Ég drekk te, og listin við að laga te er eina listgreinin, sem ekki hefur enn náð að blómstra í þessu landi. Ég skrifaði til Máhren og sendi tvö kort, sem ég hafði valið af stakri kostgæfni, til Moskvu, en síðasta vor höfðu vinir mínir þar boðið mér á veitingastaðinn Prag: Við höfðum skálað fyrir Tékkó- slóvakíu. Þegar fjörutiu mínútur voru liðnar og ég hafði ekki enn fengið tækifæri til að panta, gaf ég stúlk- unni hæverskt merki — mér þótti kurteisin krefjast þess. En ég hafði greinilega ekki áttað mig á því hvert hún leit. Næsta bending mín, sem ég var sannfærður um, að hafði vakið athygli hennar, reyndist einnig árangurslaus. Ég fór að óttast, að ef til vill væri ekki unnt að fá neina af- greiðslu við mitt borð. Gesturinn, sem kom inn rétt á eftir mér, og settist andspænis mér, hafði ekki fengið tóm til að fletta úr blaðinu sínu áður en þjónustustúlkan spurði hann hvað hann vildi. Hún tók ekki við pöntun minni. Hún sneri í mig bakinu og fór. Allt í einu varð mér ljóst, að innrásarsveitir í Tékkóslóvakíu höfðu komið frá því landi þar sem ég átti heima. 2. „Léstu frakkann í geymslu í kaffihúsinu?" Vinir mínir gutu augunum hver á annan. Ég hafði aldrei tekið eftir framleiðslu- merkinu á fóðrinu: INFORM. Og með rússneskum bókstöfum: Isgo- towljeno w GDR. „Jafnvel áður en þú settist vissu þjónarnir allt um þig,“ sagði starfssystir mín sem hellti kaffi í bollana. Annar spurði: „Og hvað gerðir þú þarna?“ „Skrifaði kort.“ „Þó ekki til Sovétríkjanna?" Þegar ég jánkaði, svelgdist hon- um á. „Þér er þó ljóst, að enginn ungur félagi frá Don er nú á skemmtiferð í Prag — ekki án herfylkis." „Við verðum að taka upp sér- stök skírteini fyrir vini,“ sagði starfssystirin. Og: „Drekktu. Við hellum upp á meira." 3. Fréttin um, að ég hefði ekki fengið afgreitt kaffi í Slavka — eins og Café Slavia er kallað í Prag — barst út um allt á 'undan mér. Hvar sem ég kom var mér gefið kaffi. í þrjá daga og þrjár nætur drakk ég svo sterkt kaffi, að kraft- urinn í því — ef unnt hefði verið að beisla hann til hernaðar, mundi það hafa dugað til að koma úr um- ferð öllum skriðdrekunum, sem enn voru í landinu: Hermennirnir hefðu farið glaðvakandi heirn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.