Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 1
56 SÍÐUR 28. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 4. FEBRUAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, tekur í hendina á Josef Luns, framkvæmdastjóra NATO, í höfuðstöðv- um bandalagsins í Briissel í gær. Símamynd AP. Pólland: Yfirvöld banna UPI fréttaöflun Varsjá, 3. febrúar. AP. YFIRVÖLD í Póllandi skipuðu bandan'sku fréttastofunni UPI á þriðjudag að hætta að afla frétta í landinu. llm leið drógu þau til baka starfsleyfi eina blaðamannsins, sem fréttastofan hafði eftir í landinu. Blaðmaðurinn, sem er pólskur, fékk leyfi yfirvalda til að senda sína síðustu frétt til Bandaríkj- anna, frétt um ákvörðun stjórn- valda, áður en honum voru end- anlega meinuð störf. Þann 13. janúar sl. drógu yfir- völd starfsleyfi eina bandaríska fréttamanns UPI í Varsjá, Ruth Gruber, til baka og vísuðu henni úr landi. Var öðrum fréttastofum sagt við það tækifæri, að taka brottvísun hennar sem aðvörun. Bandarísk yfirvöld svöruðu George Bush á fundi með fréttamönnum í Briissel: „Til viðræðu um allt, sem miðar nær settu marki“ brottvísun Gruber frá Póllandi með því að vísa eina starfsmanni pólsku fréttastofunnar í Banda- ríkjunum, Stanislaw Glabinski, úr landi. Pólska utanríkisráðuneytið sagði í dag, að sú ákvörðun að banna UPI að starfa í landinu væri svar við brottrekstri Glab- inski. Þá sagði talsmaður ráðu- neytisins, að pólskur blaðamaður á snærum UPI hefði áfram sent fréttir úr landinu þrátt fyrir brottvísun Gruber. Skrifstofa UPI í Varsjá verður opin áfram um sinn, en ekki með tilliti til fréttaöflunar. AP-frétta- stofan, sem hefur 19 fréttamenn í Varsjá, hefur enn ekki orðið fyrir barðinu á yfirvöldum. Mriisspl og Bonn, 3. febrúar. AP. GEORGE BUSH, varaforseti Banda- rfkjanna, sagói í Brussel í dag, að hann hefði farið þess á leit við bandamenn sína í Evrópu, að þeir legðu fram tillögur með hliðsjón af núlllausn Bandaríkjamanna, til þess að auðvelda samkomulag í viðræð- um þeirra við Sovétmenn um fækk- un meðaldrægra eldflauga í Vestur- Evrópu. Á fundi með fréttamönnum vitnaði Bush til viðræðna, sem hann hefur átt við leiðtoga V-Þýskalands, Hollands og Belgíu. Sagði Bush ennfremur, að það eina, sem hann hefði heyrt núll- lausninni í óhag væri, að Sovét- menn væru ekki sáttir við hana. Núll-lausnin felur í sér útrýmingu allra meðaldrægra eldflauga í V-Evrópu. Er Bush var inntur eftir því hvort Bandaríkjamenn væru til viðræðu um leiðir, sem miðuðu að fækkun meðaldrægra eldflauga í áföngum, svaraði hann því til að þeir myndu „íhuga allar hugsan- Samkomulag að binda enda á erjur þjóðanna Bi*irúl og Tel Aviv, 3. febrúar. AP. SAMKOMULAG tókst í dag á milli fulltrúa Bandaríkjamanna og ísraela um að binda enda á erjur hermanna þjóðanna í Beirút, að því er herráðið í ísrael tilkynnti í dag. Sagöi í yfir- lýsingu, að einlægt væri vonast til, að samkomulag þetta reyndist áhrifaríkt. Samkvæmt samkomulagi þessu er það járnbrautarlína, sem liggur norður-suður, sem skiptir yfirráðasvæðum herjanna. Eiga ísraelsmenn að sjá um eystri hlut- ann, en Bandaríkjamenn þann vestri. Verða svæði beggja af- mörkuð með lituðum tunnum til þess, að ekki fari á milli mála hvað tilheyri hverjum. Haddad majór, leiðtogi sveita óháðra hægrimanna í Líbanon, sagði í útvarpsviðtali í Israel í dag, að gæslusveitir Bandaríkja- manna stæðu sig ekki í stykkinu i Beirút. Hélt hann því fram, að hermenn PLO hefðu ítrekað notað varnarlínu gæsluliðanna til skjóls, er þeir gerðu árásir á varðstöðvar ísraela. Ásökunum þessum hefur verið neitað af hálfu PLO. Ofsóknir Fregnir bárust af því í dag, að a.m.k. átta Palestínumenn hefðu verið numdir brott frá heimilum sínum í hafnarborginni Sídon undanfarinn mánuð og þeir myrt- ir. Leiðtogi öryggissveita PLO skýrði frá þessu í dag og sagði jafnframt, að fjórir menn til við- bótar hefðu verið numdir brott, en sloppið með skotsár. I framhaldi af þessum fregnum kröfðust leiðtogar PLO þess, að bundinn verði endi á ofsóknir lögreglu og hers Líbana á hendur óbreyttum palestínskum borgur- um í Beirút. Segja þeir óbreytta borgara ítrekað hafa orðið illa úti í samskiptum sínum við lögreglu og her. Sögðu leiðtogarnir, að þeir skelltu skuldinni alfarið á líbönsk stjórnvöld og ennfremur, að að- gerðir þessar væru litnar óhýru auga. legar leiðir af fullri alvöru, svo fremi sem þær leiddu til þess að settu marki yrði náð.“ Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði í dag, að mál- flutningur Sovétmanna miðaði miklu fremur að því, að vinna samúð vestur-þýsku þjóðarinnar fremur en að ná einhverjum raunhæfum árangri í viðræðunum í Genf. Sagði Kohl það undarleg vinnubrögð, en dæmigert fyrir Sovétmenn, að þeir legðu allar til- lögur sínar um afvopnun á borð fyrir almenning, en minntust ekki á þær einu orði í viðræðunum í Genf. Þá sagði Hans-Dietrich Gensch- er, utanrkisráðherra V-Þýska- lands, í dag, að hann teldi að Bandaríkjamenn kynnu að sam- þykkja fækkun meðaldrægra eldflauga í Vestur-Evrópu í stað þess að útrýma þeim alfarið. Ef svo færi sagði Genscher að þar væri stigið spor í rétta átt. Sjá „Opið bréf til íbúa Evrópu“ á bls. 15. Danmörk: Harka færist enn í aukana kaupmannahófn, 3. febrúar. AP. IIEILT kíló af öflugu sprengiefni fannst í dag skammt frá v-þýsku skipi, sem ófélagsbundir verka- menn unnu við að ferma í höfn- inni í Assens á vesturströnd Fjóns. Höfnin í Assens er ein þeirra, sem orðið hefur fyrir barð- inu á verkfalli hafnarverka- manna. Talsmaður hafnaryfirvalda í Assens sagði, að þeim hefði borist sprengjuhótun í gær, en ekkert hefði fundist þrátt fyrir ítarlega leit á hafnarbakkan- um. Við leit í dag fundust á hinn bóginn tveir 500 gramma pakkar af sprengiefni. Lögreglan fékkst í dag við rannsókn á tveimur grunsam- legum eldsvoðum, sem brutust út í korngeymslum við hafnirn- ar í Esbjerg og Horsens snemma í morgun. Miklar skemmdir urðu í Esbjerg, en minni í Horsens. Um ikveikju virðist hafa verið að ræða á báðum stöðum. Samskipti landanna á lygnan sjó á ný — segir Schultz eftir fundi meö Wu Xueqian IVking, 3. íebrúar. AP. GEORGE P. Sehultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að afloknum fundi sínum með Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, að samskipti landanna tveggja væru komin á lygnan sjó á ný eftir storma- samar sviptingar undanfarin ár. gg|g George P. Shultz Schultz, sem er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína, hef- ur hitt Xueqian þrívegis að máli á tveimur dögum og hafa þeir alls ræðst við í átta klukku- stundir. í viðræðum þeirra var drepið á „allt á milli himins og jarðar," eins og hann orðaði það sjálfur. Á fyrsta fundi þeirra Schultz og Xueqian lýsti sá síðarnefndi því yfir, að Kínverjar myndu halda fast í sína sjálfstæðu utanríkisstefnu ,og ekki hika við að andmæla Bandaríkjamönnum ef þeim sýndist svo. Ennfremur lagði hann áherslu á, að Banda- ríkjamenn reyndu að beita sér fyrir því, að ísraelar hröðuðu brottför hermanna sinna frá Líbanon. Á næstu dögum mun Schultz eiga viðræður við æðsta leiðtoga Kínverja, Deng Xiaoping, og síð- an Sihanouk prins af Kambodíu. Bandaríkjamenn hafa stutt Sih- anouk og hans menn, þó ekki með hergögnum, í baráttunni við að hrekja Víetnama á brott úr Kambodíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.