Morgunblaðið - 04.02.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 Annríki er á verk- stæðum Flugleiða Á ÞEIM ársd'ma sem minnst er um flug og flutninga er jafnan mest annríki í viðhaldsdeild Flugleiða. Eftir að jólaumferð lýkur hefjast hinar árlegu skoðanir á flugvélum, sem framkvæmdar eru á verkstæð- um félagsins í Reykjavík og Kefla- vík. Þessar upplýsingar koma fram í „Félagspóstinum“, fréttabréfi starfsmanna Flugleiða. Um þessar mundir stendur yfir svokölluð C-skoðun á flugvélinni TF-FLM Fokker MK200. C-skoðun er framkvæmd á 2000 flugtíma fresti, og stendur í tvær til þrjár vikur. I kjölfarið mun síðan Fokk- er TF-FLN verða tekin í þriggja vikna skoðun. Að því loknu hefst skoðun á TF-FLI, Boeing 727-200 þotunni, sem stendur í tvær vikur, og þar á eftir verður TF-FLG Boeing 727-100C tekin til í skoðun- ar. Báðar Boeing-vélarnar fara í gegnum C-skoðun, sem gerð er á 2400 flugtíma fresti, en ennfremur INNLENT er framkvæmdur hluti af svokall- aðri D-skoðun. I viðhalds- og verkfræðideild Flugleiða starfa samtals 153 starfsmenn, þar af eru 84 flug- virkjar sem vinna beint við skoð- anirnar. * Agúst Einars- son genginn í Bandalag jafn- aðarmanna ÁGÚST Einarsson fyrrverandi gjald- keri Alþýðuflokksins er einn af stofnfélögum aðildarfélags að Bandalagi jafnaðarmanna í Reykja- vík, en það var stofnað í fyrrakvöld. Ágúst var kjörinn í fímm manna undirbúningsnefnd að starfsemi fé- lagsins. Eins og komið hefur fram í fréttum sagði Ágúst Einarsson sig úr framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins fyrir skömmu, ásamt Garðari Sveini Árnasyni fyrrum framkvæmdastjóra Alþýðuflokks- ins. Garðar Sveinn var ekki á stofnfundinum í fyrrakvöld. MorgunblaAið/ Kristján Kinarsson. Lengstu þakplötur á Islandi ÞESSA dagana er verið að leggja þakplötur á Þjóðar- bókhlöðu okkar íslendinga, og það engar smáræðis lengjur, tæplega 23 metra langar, eða rétt mátulegar til að ná frá mæni niður á þakbrún. Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt Þjóðarbókhlöðunnar sagðist hafa fengið hugmyndina að þessari lausn á sýningu úti í Þýskalandi, en þaðan eru plöturnar komnar. „Það er sérstakt við þessar plötur að það gengur enginn nagli í gegnum þær, heldur eru þær læstar saman með sérstökum lásum. Tilgangurinn er auðvitað sá að reyna að fyrirbyggja leka með þessu móti. Plöturnar eru úr áli og á þeim er sérstök lakkhúð. Þær eru rauðar á lit og breidd hverrar plötu er 40 cm,“ sagði Manfreð um þessar athyglisverðu plötur. Þá gat Manfreð þess að í sumar er meiningin að tvær efstu hæðirnar verði klæddar og einangraðar að utan með sérstökum álskjöldum í sama lit og þakið. Á neðstu hæðinni verður hins vegar steinsteypan ein látin mæta veðrum og vindum, en önnur hæðin verður að mestu úr gleri. „Talsverður árang- ur af söfnuninni“ — segir Sigurður Helgason um söfnun til leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins „ÞEGAR Ijóst var í kjölfar lands- söfnunarinnar, að enn vantaði tölu- vert fé til byggingar leitarstöðinni, var sett á laggirnar nefnd manna í viðskiptalífinu, til að reyna að leita eftir frekari fjárframlögum," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, í samtali við Mbl., en hann er formaður nefndarinnar. „Þessi söfnun hefur síðan staðið áfram frá því í nóvember sl. og hefur orðið talsverður árangur af henni. Hins vegar vantar enn nokkuð á, að endar náist saman og söfnunin heldur því enn áfram um sinn,“ sagði Sigurður Helgason ennfremur. Sigurður Helgason gat þess, að til hliðar við þessa söfnun væri ennfremur í gangi samskonar starfssemi í gangi hjá samvinnu- félögunum, auk þess sem hug- myndin væri, að fram færi sams- konar söfnun innan verkalýðs- hreyfingarinnar. „Höfum auknum „ÞEIR, sem standa að kynningu ís- lands hér í Englandi, og allir þeir íslendingar, sem ég hef haft spurnir af, hafa látið stórkostlega ánægju í Ijósi með þennan þátt,“ sagði Jó- hann Sigurðsson, forstöðumaður skrifstofu Flugleiða í Lundúnum, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þátturinn um ísland, sem Jó- hann vísar til hér að ofan, birtist á rás 1 hjá breska sjónvarpinu, BBC á sunnudag í þættinum „Holiday Hour“, sem verður á dagskrá vikulega út mars. Sam- kvæmt könnun BBC horfa að meðaltali 11 milljónir manna á þáttinn hverju sinni. Fjallar hann um ferðamál og ferðamöguleika. Kynningin á íslandi stóð yfir í rúmar 10 mínútur og var sýnd mynd, sem 6 starfsmenn BBC tóku hér á landi í júlí á síðasta ári undir leiðsögn Jóhanns. Þáttur þessi er rétt rúmar 10 mínútur að lengd, en er mjög vel unninn og kemur miklu til skila á ekki lengri tíma. Morgunblaðsmenn sáu hann á myndbandi I gær og óhætt er að segja, að fsland hafi hlotið geysi- legt lof fréttamannsins, sem hingað kom. Ekki spillti fyrir að hópurinn virðist hafa verið ein- staklega heppinn með veður þegar myndataka fór fram. Sýndar voru myndir frá Reykjavík, Akureyri, Air India-samningurinn framlengdur breyttur í einn mánuð: Flugleiðir manna vél á móti Cargolux CARGOLUX hefur nú fengið helm- inginn af hinum svokallað „Air India-samningi", en samkvæmt hon- um hafa 12 áhafnir Flugleiða flogið tveimur DC-8 þotum vöruflutninga- félagsins Flying Tigers undanfarin misseri. Hinn breytti samningur nú er til eins mánaðar og alls er óvíst um framhaldið. „Cargolux kemur inn með eina flugvél og áhafnir og við munum síðan manna aðra vél,“ sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, í samtali við Mbl. Sigurður Helgason sagði að 12 áhafnir hefðu séð um þetta flug. það þyrfti hins vegar fleiri áhafn- ir til að reka eina vél og það mætti búast við, að 7 áhafnir Flugleiða myndu vera á þessari einu vél, en það eru 21 flugliði, 14 flugmenn og 7 flugvélstjórar. Ekki náðist samband við Cargo- luxmenn í gærdag, en gera má ráð fyrir, að þeir þurfi einnig 7 áhafn- ir til að manna sína vél. Enn lækka olíur og benzín í Rotterdam OLÍUVERÐ lækkaði nokkuð á Rotterdammarkaði í janú- armánuði samkvæmt upplýs- ingum Mbl. Mest var lækk- Utvarp-sjónvarp: Auglýsingar hækka um 20% AUGLÝSINGAR í útvarpi og sjón- varpi hækkuðu 1. febrúar sl. um 20% aó meðaltali samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Morgunblaðið fékk í auglýsingadeild Ríkisútvarpsins. Hver mínúta í sjónvarpi kostaði fyrir hækkunina 11.900 krónur, en kostar eftir hana 14.300 krónur, sem er 20,17% hækkun. Algengt orð í auglýsingum út- varps, eins og t.d. í verzlunaraug- lýsingum, kostaði fyrir hækkun- ina 31 krónu, en kostar nú 37 krónur, sem er 19,35% hækkun. unin á gasolíu, en síðan minni á svartolíu og bensíni. í ársbyrjun kostaði hvert tonn af benzíni 289,25 dollara, en þegar meðalverðið var lægst á síðasta ári í marzmánuði kostaði hvert tonn af benzíni 273,31 dollara. 31. janúar sl. kostaði hvert tonn af benzíni 274,75 dollara og hafði lækkað um 5% frá áramótum. Hvert tonn af gasolíu kostaði í ársbyrjun 287,75 dollara, en þegar meðalverðið var lægst í marz- mánuði á síðasta ári kostaði hvert tonn 262,32 dollara. Verðið á hverju tonni af gasolíu í janúar- lok sl. var 245,50 dollarar, og hafði því lækkað um 14,7% frá áramót- um. Hvert tonn af svartolíu kostaði í ársbyrjun 169,75 dollara, en þeg- ar meðalverðið var lægst í ágúst á síðasta ári kostaði hvert tonn 154,61 dollara. í lok janúarmánað- ar sl. kostaði hvert tonn af svart- olíu 157,50 dollara og hafði því lækkað frá áramótum um 7,3%. Að sögn Jóns Júlíussonar, deildarstjóra í viðskiptaráðuneyt- inu, er ein skýringin á hinni miklu lækkun á gasolíuverði sú, að veð- urblíða hefur verið með afbrigð- um mikil í Evrópu á síðustu vik- um, sem hefur haft það í för með sér, að gasolíunotkun er mun minni, en hún hefur verið á þess- um árstíma. Síðan kemur til auk- ið framboð, eins og á við um benz- ínið og svartolhina. fundið fyrir stór- áhuga á — segir Jóhann Sigurðsson eftir vel heppnaðan kynningarþátt um fsland í BBC Gullfossi og Geysi, Námaskarði og Mývatni og víðar. „Við höfum fundið fyrir stór- Islandi“ auknum áhuga á fslandi fyrir til- stilli þessa kynningaþáttar, jafnt frá ferðaskrifstofum og einstakl- ingum, sem hafa sýnt mikinn áhuga á að ferðast til íslands. Upp úr þessu höfum við tekið niður mikinn fjölda bókana, bæði fyrir vorið og sumarið. Það ætti því að verða umtalsverður straumur ferðamanna frá Bret- landi heim til íslands á þessu ári,“ sagði Jóhann. Hópurinn frá BBC vinnur hér að myndatöku í Eyjafírði. Akureyri í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.