Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 3 Flugvélin sem Landsbankinn eignadist í g*r, Myndin var tekin í fyrravetur þar sem hún stóð skammt frá athafnasvæði Arnarflugs, en nú stendur vélin skammt frá athafnasvæði Landhelgisgæ^innar. Morgunblaðið/ Kristján Kinarsson. Landsbankanum slegin íscargó-vél á 120 þús. Rúmar 5 milljónir áhvflandi á flugvélinni, sem verið hefur óflugfær frá í desember 1980 LANDSBANKANUM var slegin í gær flugvélin TF-HIB, sem ádur var í eigu íscargó, á 120 þúsund krónur á nauðungaruppboði, sem fram fór viö flugvélina á Reykjavíkurflug- velli í gær. Flugvélin er af gerðinni DC-6A, smíðuð 1954, en skráð hér á landi í maí 1974, keypt hingað frá Noregi. Samkvæmt veðbókarvott- orði flugvélarinnar hvfldu á henni 4,8 milljónir króna, en auk þess átti Gjaldheimtan í Reykjavík upp- boðskröfu í vélina að upphæð 508 þúsund krónur rúmar vegna van- goldinna gjalda íscargó. Á uppboðinu voru mættir auk fulltrúa Borgarfógetaembættisins, þeirra Jónasar Gústafssonar og Ingólfs Sigurz, fulltrúar handhafa veðréttar, þ.e. Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna, Landsbankans, Arnmundar Backmann hdl., og fulltrúi íscargó. Uppboðið tók skamma stund. Það var Guðjón Sigurgeirsson flugvirki sem reið á vaðið og bauð 105 þúsund krónur í flugvélina þegar Jónas lýsti eftir boðum. Stefán Pétursson lögfræðingur Landsbankans bauð betur, 110 þúsund. Þá hækkaði Guðjón sig í 115 þúsund, en Stefán bauð enn fimm þúsundum hærra fyrir bankann og þá dró Guðjón sig í hlé. Sló Jónas bankanum því vél- ina á 120 þúsund krónur. Samkvæmt veðbókarvottorði flugvélarinnar hvíldi á henni rúmlega 21 þúsund króna skuld við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, 35.800 króna skuld við Arnmund Backmann hdl. og 250.000 dollara skuld við Landsbanka íslands. Ásamt kröfu Gjaldheimtunnar hvíldu því á vélinni rúmlega 5,3 milljónir króna. Lofthæfisskírteini flugvélarinn- ar rann út 20. desember 1980, og hefur henni ekki verið flogið síðan. í loftfaraskrá fyrir 1983 er hún skráð eign Gulfstream American Corporation í Kaliforníu, fyrir- tækisins sem á sínum tíma seldi Iscargó Electruna, sem riú er í eigu Arnarflugs. Samkvæmt heimild- um Mbl. mun TF-IUB þó hafa ver- ið í eigu Iscargó þar til í gær, þar sem fyrirhuguð skipti á henni við Jónas Gústafsson mundar hamarinn og slær Landsbanka íslands flugvél íscargó á 120 þúsund krónur. Ingólfur Sigurz færir boðin inn í bók uppboðshaldara. kaup Electrunnar gengu til baka. „Vélin var í flughæfu ástandi við fyrra uppboðið í fyrrasumar, en síðan hefur hún skemmzt eitthvað, við vitum ekki hve mikið, en okkur er sagt að það sé ekki mjög alvarlegt," sagði Stefán Pét- ursson lögfræðingur Landsbank- ans í samtali við Mbl. í gær. „Við vorum þarna aðeins að gegna skyldu okkar sem veðhaf- ara, að gera peninga úr þessum veðum, ef unnt er. Við höfum þær uppiýsingar að flugvélin standi fyllilega fyrir því sem við höfum boðið og töluvert meira en það, þótt hún verði seld til niðurrifs. Vélar af þessari gerð, komnar til Bandaríkjanna, eru nálægt eitt- hundrað þúsund dollara virði, samkvæmt okkar heimildum, en til niðurrifs yrði upphæðin veru- lega lægri. En þá er spurningin hvort hægt er að fljúga þessari vél,“ sagði Stefán. Stefán sagði að bankinn væri tryggður fyrir skuld Iscargó á aðra vegu en með veðinu í vélinni. „Á þessu stigi teljum við okkar skuldir fulltryggðar þótt þetta sé ekki nema hluti af því sem við er- um að innheimta," sagði Stefán. APPLE COMPUTER TILKYNNIR KOMU SUPER APPLE 99 99 Apple jje — tekur nú við af fyrirrennara sínum — hinni heimsþekktu Apple //+ og tryggir áframhaldandi stöðu Apple í hroddi fylkingar! ENGIN ÖNNUR TÖLVA í HEIMINUM ER NOTUD Af^HW MÖRGUM VID JAFN MARGVÍSLEG VERKEFNI OG APPLE. ,Super Apple er 64K og stœkkanleg i I28K. Vélin er htíin stöðluðu fs/ensku lyklaborði með stórum og litlum stöfum og hægt er með einu handtaki að skipta milli íslensks og erlends leturs á skjá. Apple //<? notar sömu forrit og Apple 11+, en meira en 1000 fyrirtœki hafa skrifað meira en 16000 forrit fyrir Apple — engin önnur einkatölva nýtur slíks stuðnings. Apple fe er með innhyggt Applesoft forritun- armál en getur auk þes notað Pascal, Fortran. Cobol, Forth. Logo og fleiri tölvumál. Vélin er með innhyggt sjálfsprófunarkerft (self-test), 16 lita kerft, Lo-res og Hi-res grafík, og er hönnuð með VISI, sem gerir hana einstaklega örugga í rekstri. Að baki Apple tölvunum stendur stærsti framleiðandi míkró- tölva í heiminum — Apple Computer Inc. Nú þegar hafa verið seldar meir en 750.000 Apple tölvur (40.000 í desember ntánuði sl.). Apple leggur áherslu á gæðitv hver Apple tölva er prófuð í samfleytt 48 klst. áður en húnfer úr verksmiðj- unni og vélarnar eru seldar með árs ábyrgð. Apple — aðalsmerkið f|cippkz computcr SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Tölvudeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.