Morgunblaðið - 04.02.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
5
Nemendaleikhúsið frum-
sýnir í dag „Sjúka æsku“
NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsjnir í dag leikritið „Sjúk æska“ eftir Ferdin-
and Briickner í Lindarbæ. Þetta er annað verkefni Nemendaleikhússins í
vetur. Fyrsta verkefnið var Prestsfólkið eftir finnsku skáldkonuna Minnu
('anth undir leikstjórn Ritvu Siikala. Prestsfólkið var sýnt fyrir fullu húsi þar
til það þurfti að víkja fyrir næsta verkefni.
Leikritið „Sjúk æska“ gerist í
Vínarborg árið 1923 og fjallar um
ungt fólk á eftirstríðsárum fyrri
heimsstyrjaldarinnar.
Ferdinand Brúckner (1891 —
1958) var austurrískt leikritaskáld
og leikhúsmaður að atvinnu;
snemma á þriðja áratugnum varð
hann leikhússtjóri í Berlín en varð
að flýja þaðan undan nasistum og
bjó mestan hluta valdatímabils
þeirra í Ameríku. Eftir seinni
heimsstyrjöldina settist hann aftur
að í Þýskalandi og starfaði þar til
dauðadags. Nokkur verka hans öðl-
uðust frægð á tímabilinu milli
styrjaldanna, þar á meðal „Sjúk
æska“. Leikritið hefur nýlega vakið
aftur áhuga fólks og hefur undan-
farin ár verið tekið til sýningar í
Austurríki, Þýskalandi og víðar.
Aðstandendur Nemendaleik-
hússins í vetur eru Edda Heiðrún
Backman, Eyþór Árnason, Helgi
Björnsson, Kristján Franklín
Magnús, María Sigurðardóttir, Sig-
urjóna Sverrisdóttir og Vilborg
Halldórsdóttir. Leikstjóri „Sjúkrar
æsku“ er Hilda Helgason, þýðandi
Þorvarður Helgason, leikmynda-
teiknari Sigrid Valtingojer, lýsing
er í höndum Lárusar Björnssonar,
leikmyndasmíði og tæknilega að-
stoð annast Valur Júlíusson og
búningasaum Anna Guðrún Líndal.
Meðfylgjandi myndir tók Ragnar
Axelsson af leikendunum í „Sjúkri
æsku“ eftir lokaæfinguna í gær.
Um 55.500 manns hafa séð
myndina „Með allt á hreinu“
UM mánaðamótin janúar/febrúar
höföu 55.500 manns sótt myndina
MED ALLT Á HREINU að sögn
þeirra Bjarmalandsmanna, sem að
myndinni standa, þar af um 43 þús-
und í Reykjavík og vísar sú tala sem
nefnd er í Morgunblaðinu í gær til
þess.
Aðstandendur Bjarmalands
sögðu að þeir væru ánægðir með
þessa aðsókn og þess utan ætti
eftir að sýna myndina á smærri
stöðum úti á landi, auk nokkurra
stærri staða sem aðsóknartölur
væru ekki enn komnar inn fyrir.
Metaðsókn hefði verið að mynd-
inni á Egilsstöðum og í Vest-
mannaeyjum og það liti út fyrir
það sama á ísafirði, en myndinni
hefði verið mjög vel tekið úti á
landi. Sögðu þeir að þetta áé óneit-
anlega góður byr fyrir kvik-
myndagerðina í landinu.
Þá sögðu þeir Bjarmalands-
menn aðspurðir að platan með
tónlistinni í myndinni hefði verið
vel tekið og væri nú uppseld hjá
forlaginu.
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
Sjöunda og síðasta sýn-
ing Herranætur í kvöld
SÍÐASTA og jafnframt 7. sýning
Herranætur á Prjónastofunni Sól-
inni eftir Halldór Laxness verður í
kvöld í Hafnarbíói og hefst sýningin
klukkan 20.30.
Að sögn aðstandenda sýningar-
innar hefur aðsókn verið ágæt, en
um 40 nemendur Menntaskólans í
Reykjavík taka þátt í sýningunni.
Til þess að minna á sýninguna
efndu aðstandendur hennar til
uppákomu á Lækjartorgi í gær og
tók ljósmyndari blaðsins þá þessa
mynd.
vetrar
sem er í 6 verzlunum samtímis
afsláttur
STÓRKOSTLEGT
VÖRUÚRVAL
LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTt 22
LMttMgrM. Slmi tri tkiittibortj Í50SS.
Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055.