Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 Sáldþrykkmappa frá Akureyri Myndlist Bragi Ásgeirsson Allt er fyrst, varð undirrituðum hugsað, er honum barst sáld- þrykkmappa í ábyrgðarpósti að norðan. Ekki mun þetta þó fyrsta mappan, sem útfærð er í grafík og gefin út þar nyrðra, ef ég veit rétt, — en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ senda eina slíka til umsagn- ar. Þykir mér því sjálfsagt að gera þá bón. Það er myndlistarmaðurinn Óli G. Jóhannsson, sem stendur að þessari útgáfu, en hvort hann hafi þrykkt myndirnar sjálfur eða að heldur myndminni. Er ekki óal- gengt, að myndlistarmenn, sem leggja út í slíka útgáfu þræði svip- aðar slóðir, — langar til að fjöl- falda kær viðfangsefni frá fyrri tímum. Heimsþekktir listamenn hafa og farið þannig að. í möppunni eru 10 sáldþrykk í svart/hvítu, sem þrykkt eru í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Tæknina nefnir listamaðurinn „silkiþrykk", sem er að vísu rétt, en góðir málamenn fundu fljót- lega upp orðið „sáldþrykk", sem er öllu meira við hæfi og að auk fal- legri íslenska. Af myndunum í möppunni má vel ráða, að hér sé um frumraun ið með steinþrykktúski eða krít og koma þá fram mjög mjúk og fín blæbrigði, sem eru allt annars eðl- is en t.d. í steinþrykki, dúkskurði og yfirhöfuð öllum öðrum tækni- atriðum grafík-listarinnar. Tækn- in er heillandi sökum hinna sér- stöku og víðfeðmu möguleika, en hér skal þó taka fram, að filma, skabalón, svo og önnur vélræn nú- tímatækni gerir áðurnefndan mis- mun ósjaldan minni en æskilegt væri. Á stundum er jafnvel erfitt að greina mismun þótt í hlut eigi aðilar er gjörþekkja tæknina. Þá hefur fjölföldunarástríðan tekið völdin af listamanninum, og er það engum til sóma. Allt þetta þær séu unnar á verkstæði getur hvergi á eða í möppunni. Slíkt skiptir miklu máli, því að það er gerður töluverður munur á þessu atriði í grafík-heiminum. Málarinn Óli G. Jóhannsson, er okkur sunnanmönnum ekki með öllu ókunnur, þvi að bæði hefur hann rekið myndarlegan sýn- ingarsal á Akureyri og sýnt mynd- ir sínar hér syðra. Síðast á sam- sýningu akureyrskra myndlist- armanna að Kjarvalsstöðum í október sl. og stakk Óli þá félaga sína af, hvað sölu mynda snertir. Óli nefnir möppu sína „Áður fyrr“ og mun uppistaða myndanna vera gamlar teikningar eða máski öllu Óla að ræða á þessu sviði og að hann þekki naumast nægilega lögmál hinnar grafísku tækni. Myndirnar virka þannig á mig, að þær gætu allt eins verið almennar eftirprentanir, eða þá gerðar í annarri grafík-tækni, t.d. dúk- skurði. Þær eru nefnilega nokkuð harðar í útfærslu og maður sakn- ar blæbrigða. Það þykir mikilvægt atriði í allri grafík-list, að tæknin afhjúpi greinilega í hvaða efni listamað- urinn hefur unnið. Sáldþrykk er nú svo sérstök aðferð, að þetta at- riði ætti að vera næsta auðvelt. Mögulegt er að teikna beint á silk- þarf að vera þeim vel ljóst er taka að vinna á þessum sviðum, einnig þeim er einungis ætla að fjölfalda gömul minni eða myndefni og láta svo staðar numið. Grafík-heimur- inn er fullur af misskilningi er nær langt inn í raðir þeirra er iðka tæknina af hvað mestum móð. Það er t.d. alls ekki víst, að snillingar eins og Goya, Picasso, Matisse og Munch, myndu vilja skrifa undir samþykkt myndlist- argeira UNESCO þess efnis hvað ekta grafík sé. En það er vissulega önnur saga en má að ósekju árétta hér. Bragi Ásgeirsson Elisabeth Stepanek er ógnvekjandi í mynd Helmu Sanders-Brahms, Vitfirrt. KVIKMYNDA- HÁTÍÐ 1983 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjórn: Helma Sanders- Brahms. Kvikmyndataka: Thomas Mauch. Tónlist: Manfred Opitz, Harald Grosskopf. Aðalhlutverk: Elisabcth Stepanek. Þýsk frá árinu 1981. Sýningartími: 108 mín. Ensk- ur texti. Þessi andlega niðurdrepandi mynd er að sögn leikstjórans, Helmu Sanders-Brahms, byggð á bréfum sem hún fékk frá geðbil- aðri konu sem þrábað hana að gera mynd um líf sitt. Konan var ýmist vistuð á hælum sökum geðklofa eða gekk laus og reyndi þá sem hún gat að koma á sam- skiptum við aðra með því að gefa líkama sinn og sál. Helma gerir myndina beint eftir bréfum sem hún segir að séu, auk hins persónulega harm- leiks, skírskotun til sögu Berlín- ar — geðklofinnar borgar. í augum þeirra sem lítt þekkja til vandamála hinnar múrskiftu borgar er Vitfyrrt fyrst og fremst illþolandi mynd um andlega bágt haldna konu sem þjáist af geð- klofa. Sálarmúr hennar aðskilur persónuna sem allt leggur í söl- urnar að ná tjáskiptum við aðrar mannverur og hina sem lengst af er lokuð inná hælum og haldin sjálfsmorðsæði. Hin vitskerrta veröld sem leik- stjórinn leiðir okkur inní er sjálfsagt nálægt sanni. Sjúkling- urinn gefur sig helst á vald lít- ilmögnum, gamalmennum eða úrkasti þjóðfélagsins og það ligg- ur við að þurfi sterkar taugar til þess eins að horfa uppá eymd, Bifvélavirkinn og litla hafmeyjan Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Bifvélavirkinn og litla hafmeyjan Listahátíð í Reykjavík — Kvikmyndahátíð 1983 La Petit Sirene Stjórn: Roger Andrieux Kvikmyndataka: Robert Alazraki Tónlist: Alain Jomy Aðalhlutverk: Laura Alexis og Philippe Leotard Enskur skýringartexti Einhvernveginn finnst mér franskar kvikmyndir setja punktinn yfir i-ið á hverri kvikmyndahátíð. Ekki endilega vegna þess að þar sé ætíð að finna stórbrotnustu listaverkin, heldur vegna þess að frönskum kvikmyndahöfundum tekst oftar en ekki að draga fram það sem máli skiptir í mannlegu félagi án þess að ýkja eða rembast. Ég held að Michel Ciment hafi orðað þetta ágætlega er hann skilgreinir sérstöðu franskrar kvikmyndalistar í grein um Maurice Pialat í International Film Guide ’82: „Snilli franskra kvikmyndahöfunda liggur í því að þeir beina myndauganu að samskiptum einstaklinga og leit- ast við að rannsaka sálarlíf ákv- eðins hóps manna sem þeir velja af kostgæfni og máta við raun- verulegar aðstæður. ... Stund- um leita franskir kvikmyndahöf- undar að vísu inn á svið hins ómengaða hugarflugs, menn einsog Abel Gance og Alain Resnais eða gera myndir sem spanna allan þjóðfélagsveruleik- ann í anda Jean Renoir en oftast er þó leitast við að skilgreina einkalífið." Mynd Roger Andrieux „La Petit Sirene" eða Litla hafmeyjan víkur lítt frá hinni franskættuðu hefð. Þar er fjallað um ósköp venjulegan bifvélavirkja sem verður fyrir því óláni að fjórtán ára telpuskjáta úr næsta húsi leggur á hann ofurást. Er ekki að orðlengja að hinn fertugi bif- vélavirki lætur tælast af stelpu- anganum með þeim afleiðingum að hann gleymir gersamlega stað og sund; rekur frá sér kær- ustuna og hættir loks að mæta í vinnuna. Ekki get ég sagt að mér hafi fundist viðbrögð bífvéla- virkjans við ásókn stúlkunnar sannfærandi. Að vísu er telpan slóttug en ósköp barnaleg og engin fegurðardís. Samt gefst hann upp að því er virðist bar- áttulaust. Það er næstum einsog biessaður maðurinn hafi engan sjálfstæðan vilja. Nema Roger Andrieux sé hér að lýsa innan- tómu lífi lægri millistéttar í Frakklandi en fyrr má nú aldeil- is fyrrvera, að menn grípi til þess að serða stúlkubörn í því skyni að fá smálit á tilveruna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.