Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
11
Hrakfallabálkurinn Ah Q
niöurlægingu og einsemd hinnar
fársjúku sálar.
Elisabeth Stepanek gerir
ótrúlega hluti í aðalhlutverkinu
og leikstjórnin er ákveðin, hörð
og ósveigjanleg. Hún hlífir
hvergi, örmagnar áhorfandann. f
Vitfyrrt eru atriði sem seint
gleymast sökum ljótleika þeirra,
hún er einkum fyrir þá sem sjá
hana sem hlekk í sögu leikstjór-
ans og endurreisnar Vestur-
þýskrar kvikmyndalistar.
Leikstjórn: Caen Fan. Kvik-
myndataka: Chen Zhenxiang.
Aðalhlutverk: Yen Xuenkai,
Wang Kuya. Kínversk frá 1981,
125 mín.
Sagan af Ah Q, er undirrituð-
um sjálfsagt minnisstæðust fyrir
að vera fyrsta kínverska myndin
sem hann sér um árabil. Og er
líklegast eina kvikmyndin sem
sýnd hefur verið hérlendis frá
hinu fjarlæga stórveldi um langa
hríð. Þó ekki væri nema þess
vegna, á hún þarft erindi til
okkar.
Allmargir eiga að kannast við
söguþráð myndarinnar sem
byggður er á ævintýri sem kom
út í bókinni Mannabörn eftir Lu
Xun, í þýðingu Halldórs Stef-
ánssonar. Hún gerist í smábæ í
kringum byltinguna 1911 og seg-
ir frá raunum klaufsks sveita-
manns á grátbroslegan hátt.
Sagan af Ah Q er í rauninni
ekki ýkja mikil bógur, (séð með
augum Vesturlandabúans), enda
hefur henni sjálfsagt aldrei verið
ætlað að vera það. Grunar mig að
hér sé á ferðinni dæmigerð kín-
versk afþreyingarmynd, létt
skemmtiefni.
Annars er undirr. ófróður um
kínverska kvikmyndasögu og
-hefðir, utan nokkrar línur í upp-
sláttarbókum, að skyn3amlegast
er að segja sem fæst. Sagan af Ah
Q er laglegasta ævintýri, bros-
legt sveipað dásamlega framandi
sögustíl og fjarlægu andrúms-
lofti og ég hefði ekki fyrir nokk-
urn mun viljað missa af henni.
Hún vekur þá von í brjósti að fá
nokkra kínverska kvikmynda-
daga.
Ég held miklu fremur að rekja
megi lítt trúverðug viðbrögð
bifvélavirkjans til handritsins
sem Roger Andrieux byggir á
samnefndri bók Yves Danger-
field. Ef Andrieux hefði tekist að
halda þeirri spennu sem ríkti í
fyrrihluta myndarinnar og helg-
aðist af því að þar fylgdist
áhorfandinn agndofa með klækj-
um stúlkubarnsins — er ég viss'
um að uppgjöf bifvélavirkjans
hefði orðið sannfærandi. Þess í
stað lætur Andrieux stelpuna
hoppa uppí rúm hjá blessuðum
manninum án nokkurs fyrirvara
eða sjáanlegrar ástæðu. Það er
helst að manni detti í hug að
blessuðum manninum hafi þótt
svona gott að láta strjúka á sér
fæturna. Ég læt til skýringar á
þessum lokaorðum mínum með
mynd af einni fótstrokusenunni,
en þar er bifvélavirkinn einmitt
að tala í síma við kærustuna.
Telpuskjátan situr auðvitað á
gólfinu hundsleg og undirgefin
einsog „litla hafmeyjan" en
„prinsinn" húkir í stólnum.
Einsog menn sjá hlýtur ástin að
hafa gert þau skötuhjú staur-
blind.
Allt var með hlýjum svip
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Valdimar Hólm Hallstað:
TVÆR SLÓÐIR í DÖGGINNI
Kvæði.
Þjóðsaga 1982.
Eitthvað kannast maður við
nafnið Valdimar Hólm Hallstað.
Þegar betur er að gáð er hér komið
skáldið sem orti söngljóð handa
börnum: Hlustið þið krakkar
(1944), önnur útgáfa (1967), Syng-
ið sólskinsbörn (1949) og Sagan af
Loðinbarða og önnur kvæði (1967).
Auk þessara bóka hefur Valdimar
gefið út æskuljóð sín, Komdu út í
kvöldrökkrið (1933).
Valdimar Hólm Hallstað á létt
með að yrkja eins og eftirfarandi
vísa sannar, ort 1976. Hún sýnir
tengsl við tvö skáld: Stefán frá
Hvítadal og Goethe, en er ekki
verri fyrir það:
Yarir dvyjandi dagsins
hvísla um draum sinn og þrár
líkt og vögguljód vidkvæmt
út í víðreðmin hlá.
Ilreiðist hjúfrandi hlýja
yfir hljóönandi byggó.
Blessar einveru andi
hina eilífu tryggð.
Ljóð Valdimars Hólm Hallstað
eru ekki alveg samkvæmt lagi nú-
tímans, hann yrkir háttbundin
saknaðarljóð um hið liðna, æsku
og ástir. Óg hann yrkir mikið um
fólk sem er horfið, eftirmæli um
vini sína. Ekkert af þessu kemur á
óvart. Það stendur heldur ekki til.
En án efa hafa þessi ljóð verið
einhvers virði á þeirri stundu sem
þau voru ort og þeim sem til
þekkja hafa þau vonandi sagt
eitthvað, að minnsta kosti ekki
orðið þeim til ama.
Brotið skip nefnist eitt ljóðanna
í Tvær slóðir í dögginni. Það er
eins konar ævisaga, örlagaljóð.
Úttekt skáldsins er ekki þess eðlis
að fögnuðurinn einn ríki, en þetta
er karlmannleg umfjöllun sem
margir eiga sameiginlega:
A örlillum granda hér yst vió hafió
var æslia mín mótuó og skírð.
Ilér lék ég mér ungur í grænu grasi
og gladdist af himinsins dýró.
Ilér hvíslaöi hlærinn svo ör viö eyra
og allt var með hlýjutn svip.
Já. hér fyrir landi meó sólhlik í seglum
svifu mín draumaskip.
Svo kvaddi ég heima á klidmjúku vori
og hvarf inn í hláan draum.
Snemma var haráttan blandin kvíöa
við hylgjur og þungan straum.
Kg gleymdi mér stundum í gleði minni
í glampa af nýrri von.
í mildu skini frá mömmu og pahha
vakti minning um týndan son.
Sumir lúta þeim örlögum einum
aó erja sín heimalönd.
Aðrir flakka í friólausum trega
um framandi vonarströnd.
Kinn fær aó lifa í Ijóma vorsins
og lesa hvert ga*fublóm.
Meó annars hamingju heyrist ganga
haustió á frosnum skóm.
I dag kom ég heim eftir áranna eril
einmanna og fótasár.
Kg hef farió um víða vegu
velkst meir en fimmtíu ár.
I tsærinn gnauóar hjá ystu skerjum,
þaó er alvara í dagsins svip.
ilin hausthleika jöró fagnar farandskáldi.
— I fjörunni er brotið skip. —
Tónleikar
og ljóðalestur
Tonlist
Jón Ásgeirsson
Musica Antica stóð fyrir
skemmtilegu listakvöldi á sal
Menntaskólans í Reykjavík, sl.
þriðjudagskvöld. Camilla Söderberg,
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri
Örn Snorrason léku tónlist frá 16. og
17. öld og Kristín Anna Þórarins-
dóttir og Óskar Halldórsson lásu is-
lensk og erlend kvæði frá sama
tíma. Því hefur oft verið haldið fram
að ljóð lifi ekki sem bókfellspár, að
þá fyrst sé ljóð lifandi list að flutt
sé, enda stutt frá ljóði í lag. Sú
kenning er til, að ljóð hafi fyrrum
ávallt verið tónuð en lestur þeirra sé
mun yngri íþrótt og að þá sé lestur
ljóða góður, að tóngervi orðanna sé
nærri söngtónun en köldu og tón-
lausu tali.
Lestur ljóðanna var mjög góður
og var þar slegið á ýmsa strengi allt
frá léttri gamansemi de Vega, f þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar, gall-
blönduðu gamni Staðarhóls-Páls og
séra Sigfúsar á Stað í Köldukinn og
þýðingu Jóns Helgasonar á Corneille
og reis hæst í raunsæu kvæði Villon,
Raunatölur gamallar léttlætiskonu.
Eftir hlé var svo Hallgrímur Pét-
ursson þýðing Jóns Helgasonar á
Játvarðskvæði og þar á eftir fylgdu
vísur Fiðlu-Bjarnar og ljúflingadilla
en Páll Vídalín, Eggert Ólafsson og
Bjarni Gissurarson voru síðastir á
þessari skemmtilegu Ijóðavöku. Inn
á milli ljóðanna var leikin tónlist
eftir Milan, Mundarra, Dowland,
Ballard, van Eyck, Hotteterre,
Marais og de Visée. Allt falleg og vel
viðeigandi tónlist og vel flutt. Sér-
staklega skal þó geta leiks Snorra,
sem flutti nokkur einleiksverk á lútu
mjög fallega.
Þeim, er misstu af þessum
skemmtilegu ljóða-tónleikum, skal
bent á að gamanið verður endurtek-
ið á laugardaginn kemur kl. 4, á sal
Menntaskólans í Reykjavík.
Jón Asgeirsson.
Bullworkerþ jáltuiil
SKJÓT OG ÖRUGG
AÐFERÐ TIL AÐ
BYGGJA UPP
VÖÐVASTÆLTAN
LÍKAMA.
Aðeins
5 mínútna
markviss
þjálfun á dag
og árangur
er tryggður!
/
Líkamsþjálfunartækiö BULLWORKER hefur náð vinsældum al-
mennings í öllum aldursflokkum. Þaðtelsttil aðalkosta tækisins að
það hentar fólki sem hefur lítinn tíma til íþrótta- og leikfimisiðkana,
og það hefur jafnframt vakið verðskuldaða hrifningu þeirra, sem
gefist höfðu upp á öllu öðru en að láta reka á reiðanum og héldu sig
óhæfa til að ná nokkrum árangri í líkamsrækt. Það sem Bullworker
æfingar hafa komiðtil leiðar hjá öðrum geta þær líka áorkað hjáþér.
í hverri æfingu njóta slakið vöðvar góðs af auknu blóðstreymi, sem
flytur með sér súrefni og sópar burt eiturefnum. Allur líkaminn
hlýtur ábata af að aukakílóin brenna upp og líðanin stórbatnar
Þér er boðið að kaupa Bullworker gegn skilatryggingu. Ef þú vilt
ekki halda tækinu einhverra hluta vegna, er þér frjálst að skila því
ásamt veggspjaldinu og bókinni innan 1 4 daga frá móttöku þess.
Litprentað veggspjald og æf-
ingakerfi á íslensku, ásamt
96 síðna æfingabók fylgja
með hverju tæki!
Pöntunarsími 44440
Póstverzlunin Heimaval, box 39, Köpavogi.
^Sendiö mér stk. Bullworker tæki á kr. 1 090 - ♦ póstkostnaður
1
Innbyggður aflmælir sýnir þér
frá degi til dags að þór vex afl
og þróttur með Bullworker.
NAFN:
HEIMILl:
STAÐL’R:
PÓSTNR:
-J