Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
12
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAGNÚS SIGURÐSSON
Bidröd í verzlun í Búkarest.
Efnahagskreppan í Rúmeníu:
Erlendar skuldir nema
16 milljörðum dollara
Efnahagsíiérfræðingar rúmensku stjórnarinnar láta lítið yfir sér á
heimavcttvangi þessa dagana og ekki er orðstír þeirra betri erlcndis.
Ástæðan er sú, að nú er skollin á efnahagskreppa í Rúmeníu, sem kann
að verða svo erfið og langæ, að henni verði helzt jafnað við ástandið í
l’óllandi. í desember sl. var svo komið, að helzti banki landsins á sviði
utanríkisverzlunar tilkynnti lánardrottnum sínum erlendis: „Við munum
að svo komnu ekki greiða frekari afborganir og vexti af lánum frá ykkur.
I'essar greiðslur verða ekki inntar af hendi fyrr en samkomulag hcfur
náðst um nýja greiðsluáætlun á þessum lánum.“
Astæðan fyrir þessum að-
gerðum Rúmena er einföld.
Gjaldeyrissjóður þeirra er tómur
og því hafa þeir orðið að fá
greiðslufrest á afborgunum og
vöxtum að fjárhæð 7,5 milljarðar
ísl. kr. af lánum frá vestrænum
aðilum. Rúmensk stjórnvöld hafa
þó látið frá sér fara bjartsýnar
yfirlýsingar um, að á þessu ári
verði betur staðið við allar fjár-
hagsskttldbindingar en á liðnu
ári. Eftir er þó að sjá, hvernig
tekst að standa við slík fyrirheit.
Þau eru nánast úr lausu lofti
gripin, því að ekkert bendir til
þess, að Rúmenum eigi eftir að
vegna betur á næstunni í efna-
hagslegu tilliti en að undanförnu.
Alls skulda Rúmenar vestræn-
um lánastofnunum yfir 16 millj-
arða dollara. Skuldir þessar
nema því um 700 dollurum á
hvert mannsbarn í landinu og er
ástandið því engu betra en hjá
Pólverjum. Þær tölur, sem rúm-
enska hagstofan gefur vestræn-
um aðilum, segja að vísu lítið
sjálfar og vestrænir hagfræð-
ingar og bankamenn velta því
enn vöngum yfir, hve umfangs-
mikill skuldabaggi Rúmena er í
raun og veru. Framangreindar
tölur eru því sízt of háar.
Nicolae Ceausescu, ríkisforseti
og flokksleiðtogi, væntir skiln-
ings og langlundar hjá erlendum
lánardrottnum. Hann heldur því
fram að Rúmenía hafi aðeins
orðið fyrir barðinu á þeirri al-
heimskreppu sem nú gengur yfir.
Hann þegir hins vegar þunnu
hljóði opinberlega yfir þeim
feiknarlegu mistökum í efna-
hagslifi landsins á undanförnum
árum, sem nú eru að leggja fjár-
hag þess í rúst.
Árum saman þóttust efna-
hagsfræðingar rúmensku stjórn-
arinnar geta bent á háar vaxta-
tölur í iðnaði landsins. En sú
milljarða fjárfesting, sem lögð
var í uppbyggingu iðnaðarins,
hefur reynzt vera alröng.
Strax á sjötta áratugnum tóku
Rúmenar að leggja allt kapp á
iðnvæðingu og það í trássi við
vilja annarra landa Comecon
eins og Sovétríkjanna og Tékkó-
slóvakíu, sem höfðu ætlað Rúm-
eníu að vera landbúnaðarland
innan efnahagsbandalags komm-
únistaríkjanna. Þar að auki
lögðu Rúmenar, þrátt fyrir mik-
inn skort á fjármagni, aðal-
áherzlu á þær iðngreinar, sem
kröfðust geysilegrar fjárfest-
ingar eins og stálframleiðslu,
málmvinnslu, olíuframleiðslu og
efnaiðnað.
Á síðustu tíu árum hafa þeir
stöðugt stigið stærri skref í iðn-
aðaráformum sínum og að sama
skapi aukið lántökur sínar á
Vesturlöndum í þessum tilgangi.
Allt hefur þetta þó orðið til lítils
eða jafnvel einskis og þá fyrst og
fremst fyrir þá sök, að á Vestur-
löndum hafa miklu færri kaup-
endur fundizt fyrir iðnaðarvörur
Rúmena en vonazt var til. Þess
vegna hefur ekki heldur tekizt að
afla þess gjaldeyris sem nauðsyn
var á til þess að geta greitt lán
þau til baka, sem verksmiðjurnar
voru reistar fyrir.
Hvergi hafa iðnaðaráform
Rúmena brugðist jafn herfilega
og í stáliðnaðinum. Skýringa er
ekki langt að leita. Landið býr
varla yfir neinum þeim hráefn-
um, sem til stálframleiðslu þarf.
Samt hefur framleiðslugetan
verið aukin svo, að miðað við
hvern mann starfandi í þessari
grein, þá var Rúmenía árið 1980 í
fimmta sæti í öllum heiminum,
hvað snerti framleiðslugetu. En
stálbræðsluofnarnir hafa ekki
árum saman starfað með fullri
afkastagetu og útflutningsmögu-
leikarnir verða stöðugt minni.
Þrátt fyrir þetta er áformað
samkvæmt þeirri 5 ára áætlun,
sem nú er í gildi, að auka stál-
framleiðsluna um 50%.
n, Svipað er þessu farið í efna-
iðnaði landsins. Ekki er kleift að
flytja inn öll þau hráefni, sem
nauðsynleg eru til framleiðsl-
unnar. Til þess skortir einfald-
lega gjaldeyri. Þar að auki er
vafasamt, hvort nægileg raforka
sé fyrir hendi í landinu til slíkrar
framleiðslu. Þrátt fyrir þetta
hefur iðnaðargetan verið aukin.
Bara efna- og málmiðnaður
Rúmeníu tekur til sín 44% allrar
raforku, sem framleidd er í land-
inu. Rafmagnsleysi klukkustund-
um saman er daglegt brauð.
Jafnvel fínustu alþjóðlegu hótel-
in í Búkarest verða að láta sér
nægja takmarkaða birtu.
Það hefur komið betur í ljós í
landbúnaði Rúmeníu en nokkru
öðru landi í Austur-Evrópu, að of
miklu hefur verið fórnað fyrir
iðnvæðinguna. Hvergi austan
járntjaldsins hefur landbúnaður-
inn verið vanræktur í sama mæli
og í Rúmeníu. Af þeim sökum er
framleiðni í landbúnaði miklu
minni þar en t.d. í Búlgaríu og
Austur-Þýzkalandi. Vegna mun
lægri launa í landbúnaði en iðn-
aði hafa ungir, duglegir menn yf-
irgefið sveit sína og farið inn í
verksmiðjurnar. Nú er það eink-
um gamalt fólk, sem vinnur í
landbúnaðinum.
Afleiðingarnar hafa ekki látið
bíða eftir sér. Matvælafram-
leiðslu í Rúmeníu hefur farið svo
aftur að taka hefur orðið upp
skömmtun á nauðsynjavörum
eins og kjöti, mjólk, korni og
matarolíu. Þá hefur gjaldeyr-
isskorturinn ekki bætt úr skák.
Af hans völdum hafa ekki reynzt
tök á því að flytja inn þann til-
búinn áburð og vélar fyrir land-
búnaðinn, sem nauðsyn er á nú
til þess að auka framleiðsluna á
þeim vettvangi.
(Ilcimild: l)c*r Spk*|{c*l.)
Kirkjur á landsbyggðinni:
Messur
á sunnudaginn
Guðspjall dagsins:
Lúk. 8.: Ferns konar sáð-
jörð.
PATREKSKIRKJA: Messa kl. 14
á sunnudaginn. Ágúst H. Pét-
ursson fyrrv. oddviti prédikar.
Organisti Övind Solbakk. Barna-
messa kl. 11. Sr. Þórarinn Þór.
HVAMMSTANGAKIRKJA:
Messa nk. sunnudag kl. 14.
Organisti Helgi S. Ólafsson.
Barnamessa kl. 11. Sóknarprest-
ur.
BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Muniö eftir bók-
unum og litum. Sunnudagaguös-
þjónustan kl. 14. Biblíulestur á
prestsetrinu nk. mánudagskvöld
kl. 20.30. Sr. Dalla Þóröardóttir.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skyldu guðsþjónusta kl. 11 á
sunnudaginn. Börn úr yngri deild
/Eskulýðsfélagsins aöstoöa.
Sóknarprestur.
VÍKURKIRKJA: Kirkjuskólinn á
morgun, laugardag, kl. 11. Guös-
þjónusta á sunnudaginn kl. 14.
Organisti Sigríöur Ólafsdóttir.
BIBLÍUDAGUR 1983
sunnudagur 6. februar
r>
Tekiö á móti gjöfum til Hins ísl.
biblíufélags. Sóknarprestur.
KIRKJUHVOLSPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju
kl. 10.30. Guðsþjónusta í Árbæj-
arkirkju á sunnudag kl. 14.
Biblíulestur á prestsetrinu nk.
mánudag kl. 21. Samverustund
meö öldruöum nk. miövikudag
kl. 14.30. Söngæfing og helgi-
stund fyrir allan söfnuöinn nk.
fimmtudagskvöld í Hábæjar-
kirkju kl. 21. Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14
á sunnudaginn. Beðiö fyrir friöi.
Ávörp flytja Páll Lýösson, Óli Þ.
Guðbjartsson og Rúnar Ármann
Arthúrsson. Sóknarprestur.
Vinnuaflsþörf við Blönduvirkjun:
Rúmlega 400 manns
1985 og 1986
— segir í upplýsingariti Áætlanadeildar
ÞAl) kemur fram í upplýsingaríti
Áætlanadeildar Framkvæmdastofnun-
ar, „Mannafli og virkjanaframkvæmd-
ir“, sem nýlega er komið út, að áætluð
vinnuaflsþörf við Blönduvirkjun er
718 ársverk (VST). Fjöldi áætlaðra
ráðninga verður mestur 1985 og 1986,
420 425 starfsmenn hvort ár. Aætlað
framboð heimamanna (Norðurland
vestra), 15—29 ára, til vinnu verður
allt að 800 menn sem er mun meira en
áætluð eftirspurn.
Miðað við mannaflaspá mun
hlutfall mannafla í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum sem við virkj-
unina starfa verða sem hér segir:
1983 0,6%, 1984, 1,4%, 1985, 1,6%,
1986 1,6% og 1987 1,1%. Á mesta
umsvifatíma 1985 og 1986 er reiknað
með að um 190 heimamenn séu
starfandi við Blönduvirkjun. Af
þeim munu um 50 manns koma frá
landbúnaði, 20 úr iðnaði, 80 úr bygg-
ingarstarfsemi og 30 úr þjónustugr-
einum.
í ritinu eru áhrif nýrra atvinnu-
tækifæra við Blönduvirkjun talin
hafa lítil áhrif á framboð vinnuafls
til annarrar vinnu nema við bygg-
ingar, þar sem um 13% af starfandi
mönnum mun líklega byrja störf við
bygginguna. Gera má og ráð fyrir
lítilsháttar fjölgun atvinnutæki-
færa í héraði sem óbeint starfa að
virkjunarframkvæmdum.
„Þrátt fyrir allmikla tímabundna
breytingu á atvinnuástandi í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslum", seg-
ir í ritinu, „er ekki að vænta mikill-
ar varanlegar fólksfjölgunar fyrir
áhrif Blönduvirkjunar".
Lesendaþjónusta Morgunblaösins:
Spurt og svarað um áfeng-
ismál og önnur vímuefni
Hringið í síma 10100 frá
Alla jafna þarf 10—15
ára ofdrykkju til að
mynda skorpulifur
llljómlislarmaður spyr:
Skorpulifur er ein afleiðing mik-
illar áfcngisneyslu. Hver eru fyrstu
einkennin?
Þórarinn Tyrfingsson læknir svar-
ar.
í svari mínu, sem birtist áður,
kom fram að lifrarbólgur mynd-
ast hjá þeim sem drekkur of
mikið áfengi. Það er þó talið, að
aðeins 10% tilfella gangi í þann
farveg að úr verði skorpulifur.
Undanfari þessa ástands er
venjulega hastarleg skyndibólga
í lifur, sem lýsir sér með lystar-
leysi, hita, menn léttast og fá
gulu. Nokkur ár eru venjulega
enn til stefnu þó menn hafi feng-
ið eitt slíkt kast.
Þó að alla jafna þurfi 10—15
ára ofdrykkju til að mynda
skorpulifur eru dæmi þess, að 17
ára karlmaður hafi fengið
skorpulifur eftir rúmlega eins
árs ofdrykkju.
Fyrstu merki um að skorpulif-
ur sé að myndast, eru venjulega
viðvarandi vökvi í kviðarholi,
mánudegi til föstudags
sem ætti að koma fram við ein-
falda læknisskoðun. Einkenni
þessu samfara eru lystarleysi,
vöðvarýrnun, einkum í andliti, á
hálsi og framhandleggjum.
Þetta þarf þó ekki að valda því
að sjúklingur léttist, því að oft
er vökvasöfnunin í kviðarholinu
það mikil. Samfara þessu getur
maður með glöggt auga séð æða-
breytingar í húðinni.
Til að greina skorpulifur með
vissu verður alltaf að taka lifr-
arsýni og rannsaka það.
Að hjálpa sjúklingi að
staðsetja sjálfan
sig gagnvart sjúk-
dómi sínum
llvcrnig gengur meðferð á alkó-
hólistum fyrir sig á Silungapolli og
Sogni?
Sigurður Gunnsteinsson svarar.
Hver sem er getur óskað eftir
innlögn á Silungapolli. Á Silung-
apolli, sem er sjúkra- og afvötn-
unarstöð, dvelur sjúklingur í 10
daga að jafnaði. Tilgangur þeirr-
ar dvalar felst aðallega í því að
hjálpa sjúklingi til að komast yf-
ir fráhvarfseinkenni vímugjafa-