Morgunblaðið - 04.02.1983, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
14
Myndir
Evu Braun
seldar á
uppboði
Birmint'ham, 3. febrúar. Al*.
MYNDAALBÚM sem var í eigu
Evu Braun, vinkonu Adolfs Hitl-
ers, var i gær selt á uppboði fyrir
2.700 pund í Birmingham.
Albúmið var selt konu nokk-
urri sem bauð í það gegnum
síma og ekki vildi láta nafns
síns getið.
Engar myndir munu hafa
verið af Evu sjálfri í albúminu,
en nokkrar myndir voru af
ungum nasistaforingja, sem
talið er að hafi verið elskhugi
hennar á laun.
Haft var eftir starfs-
mönnum á uppboðinu að al-
búmið hafi verið geymt í læstu
bankahólfi í Suður-Afríku frá
því síðari heimstyrjöldinni
lauk, en fyrri eigandi óskaði
einnig nafnleyndar.
Bréf frá
Hinckley
selt á 330
dollara
Boston, 3. febrúar. Al*.
HANDSKRIFAÐ bréf frá John
Hinckley, sem reyndi að ráða
Reagan Bandaríkjaforseta af
dögum 30. mars 1981, var í dag
selt á uppboði fyrir 330 dollara.
Bréfið sendi hann til kunn-
ingja síns og fer þar fram á að
fá senda áritaða mynd af
leikkonunni Jody Foster.
Bréfið er dagsett 14. júlí
1982 og er sent frá St. Eliza-
beth-sjúkrahúsinu, þar sem
hann hefur dvalið til meðferð-
ar síðan hann var úrskurðaður
ósakhæfur vegna geðveilu
sinnar.
Rændi barni
úr örmum
móðurinnar
Miami, 3. febrúar. Al*.
KONA nokkur, sem var klædd
eins og hjúkrunarfræðingur,
rændi í dag tveggja daga gömlu
barni úr örmum móður sinnar á
sjúkrahúsi, samkvæmt heimild-
um yfirvalda.
Móðirin, sem ekki gerði sér
grein fyrir að brögð væru í
tafli, réíti konunni barnið eftir
að hafa fætt það og klætt, en
konan kvaðst ætla að halda á
því fyrir hana á meðan hún
snæddi morgunverð. Þegar
enginn kom síðan með morg-
unverð tók móðurina að gruna
að ekki væri allt með felldu, en
þá var konan horfin á braut
með barnið. Ekkert hefur til
hennar spurst síðan.
E1 Salvador:
Skæruliðar
yfirgefa
bæinn Berlín
San Sahador, 3. fcbrúar. Al*.
VINSTRI sinnaðir skæruliðar
hurfu í gær hægt og hægt út úr
borginni Berlín í El Salvador, en
>að var stærsta borgin þar í
landi, sem þeir hafa nokkru
sinni náð á sitt vald í þeirri
•riggja ára borgarastyrjöld, sem
staðið hefur yfir í landinu.
Leyniútvarp skæruliða hef-
ur viðurkennt, að skæruliðar
hafi yfirgefið borgina og látið
undan síga undan sívaxandi
íunga stjórnarherliðsins, sem
sótti inn í borgina.
Símamynd AP.
Með járnvilja
Charles Johnson, liðsforingi í gæslusveitum Bandaríkjamanna í Líbanon
skýrir hér frá því á fréttamannafundi, hvernig hann stöðvaði framrás þriggja
ísraelskra skriðdreka með því að bera skammbyssu að höfði sér og hóta að
skjóta sig til bana ef þeir sneru ekki þegar í stað við.
Wiesenthal fái
friðarverðlaun
Nóbels 1983
Osló, 3. febrúar. AP.
AUSTURRÍKlSMAÐrRINN Simon Wiesenthal, sem áratugum saman hefur unn-
ið að því að leita uppi stríðsglæpamenn nazista og kalla þá til ábyrgðar gerða
sinna, hefur nú í fyrsta sinn verið tilnefndur sem hugsanlegur verðlaunahafi að
friðarverðlaunum Nóbels. Norska friðarverðlaunanefndin staðfesti þetta í dag.
Yfir 75 einstaklingar og stofnanir
hafa þegar verið tilnefnd sem friðar-
verðlaunahafar 1983, en ritari verð-
launanefndarinnar, Jakob Sverdrup,
skýrði svo frá í dag, að allir þeir,
sem kynnu að hafa verið tilnefndir
eða stungið upp á í þessu skyni fyrir
1. febrúar, kæmu til greina sem frið-
arverðlaunahafar. Þess vegna gætu
tillögur enn verið á leiðinni og slíkar
tillögur fullnægðu tímaskilyrðum,
svo framarlega sem þær hefðu verið
póstlagðar fyrir 1. febrúar. Þess
vegna gæti farið svo að uppástungur
um friðarverðlaunahafa yrðu enn
fleiri en í fyrra, en þá urðu þær 79 og
hafa aldrei verið fleiri.
Samkvæmt viðtekinni hefð þá hef-
ur Sverdrup neitað að gefa upp nöfn
þeirra, sem stungið hefur verið upp á
til þess að hljóta friðarverðlaunin.
Hins vegar hefur hann staðfest nöfn
þeirra sem upplýsingar hafa fengizt
um eftir öðrum leiðum.
Wiesenthal hefur lengi veitt for-
stöðu stofnun, sem vinnur að upp-
ljóstrunum um fyrrverandi nazista.
Fyrir skömmu tilkynnti hann, að
upplýsingar væru fyrir hendi um, að
dr. Josep Mengele, stríðsglæpamað-
ur, sem lengi hefur verið leitað að,
væri fundinn í skógum Paraguay.
Wiesenthal er ekki eini aðilinn á
þessum vettvangi, sem stungið hefur
verið upp á til þess að hljóta friðar-
verðlaun Nóbels, næst þegar þeim
verður úthlutað. Jakoþ Sverdrup
hefur staðfest, að Eli Wiesel, rithöf-
undur af bandarískum og rúmensk-
um uppruna, sem mikið hefur látið
til sín taka í baráttunni fyrir ýmsum
mánnúðarmálum, hafi einnig hlotið
uppástungu sem hugsanlegur friðar-
verðlaunahafi. Hann er formaður
bandarísku nefndarinnar, sem vinn-
ur að uppljóstrunum á nazistum og
glæpaverkum þeirra og þá fyrst og
fremst gyðingamorðunum.
„Wiesenthal er nýr á lista þeirra,
sem stungið hefur verið upp á“, sagði
Sverdrup við fréttamenn í dag. „En
það hefur verið stungið upp á Eli
Wiesel mörgum sinnum í þessu
skyni og það er skoðun mín, að helm-
ingur þingmanna Bandaríkjaþings
standi að baki tillögunnar um, að
Wiesel hljóti friðarverðlaun Nóbels“.
Atvinnulausum
fjölgar mjög í
Vestur-Evrópu
Metatvinnuleysi í V-Þýzkalandi eftir stíð
Osló og iAtndon, 3. febrúar. Al*.
ATVINNULEYSI í Noregi var 60%
meira í janúarlok en á sama tíma
fyrir einu ári. Fjöldi atvinnulausra er
nú 67.600 eða 4% allra vinnufærra
manna. í janúarlok í fyrra var fjöldi
atvinnulausra í Noregi 42.100 eða
um 2,5% af vinnuafli landsins.
Atvinnulausum fjölgaði talsvert
frá því í desember sl., en þá voru
þeir 62.900 og 3,9% vinnufærra
manna.
Fjöldi atvinnulausra í Vestur-
Þýskalandi náði nýju hámarki,
eftir stríð, í síðasta mánuði, en þá
voru þeir 2.407.100 eða 10,2% af
vinnuafli landsins. Hafði atvinnu-
lausum fjölgað um 1,1 % frá því í
desember sl. eða um 263.700
manns. Fjöldi atvinnulausra í
janúar í fyrra var 8,2% af vinnu-
aflinu.
Fjöldi atvinnulausra í Vestur-
Þýzkalandi eftir stríð hefur áður
verið mestur í febrúar 1950 og var
þá 2,2 millj. manna.
Atvinnuleysi í Bretlandi jókst
enn í janúar og hefur aldrei verið
meira frá því á árunum eftir 1930.
Eru nú 3.224.715 manns atvinnu-
lausir í landinu eða 13,8% af öll-
um vinnufærum mönnum. Hafði
þeim fjölgað úr 3.096.997 í des-
ember sl. sem þá var 13,3%.
Atvinnulausum fjölgaði enn í
Belgíu í janúar um 13.294 manns
og eru þeir nú um hálf milljón
manna í landinu eða um 11,9% af
vinnuaflinu öllu. í janúarlok í
fyrra voru atvinnulausir 439.447
eða um 10,6% af vinnufærum
mönnum í landinu.
Sovétríkin:
Fundur Reagans
með Afgönum
veldur reiði
Moskvu, 3. febrúar. Al*.
FIINDUR Ronalds Rcagan Banda-
ríkjaforseta með sex afgönskum
uppreisnarmönnum hefur vakið
mikla reiði í Sovétríkjunum og
TASS-fréttastofan birti í dag frétt
þar sem hún segir heimsóknina sýna
aukinn áhuga Bandaríkjamanna á
stuðningi við skæruliða.
Reagan tók í gær á móti sex
Afgönum á skrifstofu sinni og
lýsti þeim sem baráttumönnum
fyrir friði, sem komnir væru langt
að til að lýsa því sem gerist bak
við lukt tjöld heimalands þeirra,
þar sem Sovétmenn eru með meira
en 100.000 hermenn.
START-viðræður hafnar á ný
START-viðræðurnar um fækkun langdrægra kjarnorkueldflauga hófust að
nýju eftir tveggja mánaða hlé í Genf í gær. Bush, varaforseti Bandaríkjanna,
sem nú er á tólf daga ferð um Evrópu, mun ræða við samningamenn á
morgun.
Viktor P. Karpov aðalsamningamaður Sovétríkjanna í viðræðunum hefur
tilkynnt að hann muni svara hverri þeirri spurningu sem Bush leggi fyrir
hann, en verði ekki með neinar nýjar tillögur.
Hve mikið étur selurinn?
Norðmenn hyggjast kortleggja Barents-
hafið með tilliti til fæðuöflunar selsins
Osló, 3. febrúar.
Krá Jan Erik Eauré, fréltaritara Morjfun-
blaósins.
NORSK stjórnvöld hyggjast nú
láta kortleggja Barentshafið með
tilliti til sela og finna það út, á
hvers konar fisktegundum og sjáv-
ardýrum öðrum selurinn lifir og
hvernig hlutfollín eru á milli þeirra
í fæðu selanna.
I þessu skyni verður norskur
leiðangur sendur til Barents-
hafsins næsta haust. Verða
margir vísindamenn á meðal
leiðangursmanna, sem eiga að
framkvæma kortlagninguna og
önnur rannsóknarverkefni sam-
fara henni. Ætlunin er m.a. að
komast að raun um, í hve mikl-
um mæli vaxandi selastofn við
Grænland höggvi í þær fiskiteg-
undir, sem maðurinn nýtir sér.
Þessar rannsóknir eiga að fara
fram í samvinnu við Sovétmenn.
Iæiðangurinn á að standa yfir
í fjórar vikur og verða fjórir
norskir vísindamenn með í þess-
um leiðangri. Könnun þessi á að
standa yfir í mörg ár eða allt til
ársins 1987. Er áformað að veiða
marga seli, þar sem þeir eru við
fæðuöflun í hafinu og verður
magainnihald þeirra síðan rann-
sakað nákvæmlega.
Varkár áætlun 1,5 millj. tonn.
Rannsóknir af þessu tagi hóf-
ust strax á árinu 1981, en árang-
urinn af þeim reyndist ekki sér-
staklega mikill. Varkár áætlun
er fyrir hendi þess efnis, að sela-
stofninn við Grænland éti að
minnsta kosti 1,5 millj. tonn af
fiski og öðrum sjávardýrum á
einu ári. Þessi tala er álitin vera
sízt of ýkt og byggist sú skoðun á
háttum selsins á vatnabúrum.
Eru þessi vatnabúr aðeins tveir
metrar á dýpt. Þegar selirnir eru
hafðir í búrum, sem eru 15
metra djúp, étur hann þrisvar
sinnum meira.
Norskir vísindmenn, sem lagt
hafa stund á rannsóknir á lifn-
aðarháttum selsins, eru því
þeirrar skoðunar, að selurinn éti
miklu meira en 1,5 millj. tonn af
fiski á ári hverju. Af fyrri rann-
sóknum er það vitað, að selurinn
lifir á m.a. þorski, loðnu, laxi,
smokkfiski og rækjum. Nú vilja
vísindamenn finna það út, á
hvaða sjávardýrum selurinn lifir
helzt og hvað hann étur minnst.
Til samanburðar þessum töl-
um, sem hér hafa verið nefndar,
skal þess getið, að Norðmenn og
Rússar veiða samanlagt um 3
millj. tonn á ári. Telja norskir
vísindamenn, að bann við sel-
veiðum kunni að hafa í för með
sér röskun á jafnvægi lífskeðj-
unnar í hafinu og að fái selurinn
að tímgast, án þess að nokkuð sé
að gert, þá muni hann blátt
áfram „hreinsa" hafið af fiski.