Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið.
Kvalræði
þingmanna
Atkvæðagreiðslan á alþingi
um afstöðuna til ákvörðun-
ar Alþjóðahvalveiðiráðsins um
að banna hvalveiðar frá og með
árinu 1986 var söguleg. Er ekki
að efa að meðal landsmanna
allra eru skoðanir álíka skiptar
og meðal þingmanna. Afstaða
manna ræðst ekki af því hvar
þeir skipa sér í stjórnmála-
flokka í hinni venjulegu dægur-
baráttu og er ekki að efa að
þessar umræður um hvalveið-
arnar hafa komið verulegu róti
á hug almennings. Hér er um
mál þess eðlis að ræða að allir
geta haft á því skoðun og auk
þess blandast inn í það tengsl
þjóðarinnar við umheiminn.
Málavextir eru því þannig að
hið síðasta orð hefur alls ekki
verið sagt hér innan lands þótt
fresturinn til að mótmæla
banninu hafi runnið út aðeins
fáeinum klukkustundum eftir
að þingmenn gerðu samþykkt
sína.
Eiður Guðnason, alþingis-
maður, á sérstakar þakkir
skyldar fyrir að flytja hvala-
málið inn á alþingi. Er ekki að
efa, að Eiður var þeirrar skoð-
unar fram á hinn síðasta dag,
að meirihluti þings væri fylgj-
andi því að mótmæla ákvörðun
Alþjóðahvalveiðiráðsins um
veiðibann. í forystugrein Morg-
unblaðsins á þriðjudag var út
frá því gengið vegna yfirlýsinga
sjávarútvegsráðherra að hval-
veiðibanninu yrði mótmælt um
leið og varað var við afleiðing-
um þess með hliðsjón af því að
markaðir fyrir hvalaafurðir
væru að lokast og óþörf áhætta
væri tekin, ef við sætum bæði
uppi með óseljanlegar hvalaf-
urðir og ónýtan fiskmarkað í
Bandaríkjunum. Hvorttveggja
er auðvitað byggt á getgátum og
færa má fyrir því rök, að okkur
muni alltaf takast að selja
hvalkjöt til Japans og náttúru-
verndarsamtökin í Bandaríkj-
unum séu háværari gagnvart
okkur hér á landi í gegnum ís-
lenska fjölmiðla en gagnvart al-
menningi og fiskkaupendum í
Bandaríkjunum.
Með tillögu sinni flutti Eiður
Guðnason þetta mikilvæga mál
inn á þann vettvang, þar sem
eðlilegt var að taka lokaákvörð-
unina eins og í pottinn var búið.
Eftir á má segja, að markmiðið
sem Eiður stefndi að með til-
lögu sinni hefði náðst ef hann
hefði látið það ógert að flytja
hana á þingi, því að þá hefði
Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra, og ríkis-
stjórnin átt síðasta orðið en
ráðherrarnir vildu mótmæla
hvalveiðibanninu eins og kunn-
ugt er. Hin þinglega meðferð
málsins að frumkvæði Eiðs
Guðnasonar sýnir í hnotskurn
vald alþingis yfir ríkisstjórn og
er ekki oft sem þessi mörk fást
dregin með jafn skýrum hætti.
Grundvallarreglu þingræðisins
hefur verið framfylgt í þessu
máli, sjávarútvegsráðherra
varð undir en ætlar þó ekki að
bregðast við eins og ráðherrum
ber samkvæmt grundvallarregl-
unni, með því að segja af sér.
Þetta er ein hlið þessa hvala-
máls og ekki hin ómerkasta.
Af ummælum þess talsmanns
hvalavina í Bandaríkjunum sem
vitnað hefur verið til hér á síð-
um Morgunblaðsins, Christine
Stevens, og titluð er forseti
Dýraverndarstofnunar Banda-
ríkjanna, má ráða að henni eru
ekki kunnar allar hliðar um-
ræðnanna hér á landi um hvala-
málið. Hvers vegna vill forseti
Dýraverndarstofnunarinnar
ekki kannast við þrýsting frá
bandarískum stjórnvöldum?
Óþarft sýnist fyrir Christine
Stevens að látast ekki vita um
það, að utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna blandaði sér í
þetta mál, m.a. með því að bjóða
Islendingum fiskveiðiaðstöðu í
bandarískri lögsögu, ef hval-
veiðbanninu yrði ekki mót-
mælti. Eftir afskipti ráðuneyt-
isins eiga íslensk stjórnvöld
kröfu á því, að það sjái til þess
að dýraverndarsamtökin fari
ekki með fleipur í umsögnum
um ísland og íslensk málefni í
sambandi við hvalina. Til dæm-
is ætti tafarlaust að gera upp-
tækt veggspjald frá þessu sam-
tökum þar sem fána íslands er
stungið í blæðandi steypireyði.
Verða bandarísk stjórnvöld og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
að sjá til þess ásamt með sendi-
ráði íslands í Washington að
umsvifalaust verði stöðvaður sá
andróður sem hafinn er gegn ís-
lendingum á fölskum forsend-
um. Hitt er eins líklegt að dýra-
verndarsamtökin gleymi íslandi
um leið og hvölunum er borgið
að þeirra mati.
Ríkisstjórn íslands var alltof
hægfara í þessu máli eins og svo
mörgum öðrum. Það hefði átt
að leiða það til lykta án þess að
vera í tímaþröng. Málsmeðferð
öll er ámælisvérð. Vitað var í
fyrra að engin ástæða var til að
taka á þessu máli með léttúð.
Bréf 66 bandarískra öldunga-
deildarþingmanna var m.a. til
marks um það. íslenzkum
stjórnmálamönnum bar skylda
til að kynna sér málið allt ræki-
lega og hefði átt að senda þing-
nefnd til Bandaríkjanna að
kanna viðbrögð þar og jafn-
framt kynna íslenzk viðhorf. En
það var látið undir höfuð leggj-
ast. Þingmenn urðu svo að taka
ákvörðun á tólftu stundu, mis-
jafnlega illa undir það búnir.
Niðurðstaðan er sú, að ekki er
tekin áhætta á mikilvægum
mörkuðum en atvinnu hval-
veiði- og hvalskurðarmanna
heima fyrir er stefnt í hættu.
Gegn andróðri á erlendum
mörkuðum höfum við ekkert
vald en það er á valdi alþingis
að létta undir með þeim sem
verða fyrir tjóni vegna stöðvun-
ar hvalveiða.
Hvalveiöimálid
Áskorun þingmanna til Reagans og Baldridge:
/'14
Einsdæmi að svo margir þing-
menn undirriti slíkar áskoranir
Frá Gunnari Pálssyni, fréttaritara Morgunblaftsins í Washington.
ÞAÐ hefur vakið athygli hval-
verndarmanna bæði á Capitol
Hill og utan, að íslenska þingið
samþykkti með eins atkvæðis
mun að mótmæla ekki banni
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Er
meirihlutaákvörðun þingsins
einkar forvitnilega í Ijósi
þjóðarhagsmuna íslendinga,
sem í veði voru. Þegar spurt er,
hvort bandarísk stjórnvöld
hefðu séð í gegnum fingur við
íslendinga, ef þeir hefðu haldið
áfram veiðum eftir 1985, er vert
að gaumgæfa eftirfarandi atriði:
1. Meirihluti öldungadeildar
Bandaríkjaþings, 66 þingmenn,
undirrituðu í ágúst áskorun til
M. Baldridge viðskipta um
harðar refsiaðgerðir gegn þjóð-
um sem mótmæltu hvalveiði-
banninu.
2. Stór hluti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, 65 þingmenn,
sendu í júní sl. áskorun til
Reagans, Bandaríkjaforseta,
þar sem segir m.a.: Að mótmæli
hvalveiðiþjóða, þar á meðal ís-
lands, séu „bein ögrun við
ásetning Bandaríkjanna að
beita Telly og Packwood-Magn-
usson-lögunum gegn löndum,
sem virða að engu reglur Al-
þjóðahvalveiðiráðsins.
ónefndur starfsmaður á
Capitol Hill, tjáði Morgunblað-
inu, að það væri einsdæmi, að
svo stór hluti þingmanna, í báð-
um þingdeildum, undirrituðu
áskorun sem þessa.
99
Ólíklegt að Japanir
haldi út til lengdar
— segir Dennis Phelan um hvalveiðideiluna
U
Frá Gunnari Pálssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington.
„VIÐ fögnum ákvöröun ís-
lendinga og því raunsæi þeirra
aö hafa ákveðið að slík
ákvörðun þjónaði hagsmunum
þeirra betur en áframhald
hvalveiða," sagði ráðgjafi
Packwoods, öldungadeildar-
þingmanns, Dennis Phelan,
sem jafnframt er starfsmaður
viðskiptanefndar öldunga-
deildarinnar. Phelan var að
því spurður, hvort nú yrði hart
eftir því gengið, að íslendingar
hættu notkun kalda skutulsins
á þessu ári, þrátt fyrir að ís-
lendingar hefðu ákveðið að
hætta hvalveiðum fyrir lok árs-
ins 1985.
Hann svaraði: „Megintak-
markið var að fá hvalveiðiþjóð-
irnar til að mótmæla ekki banni
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Má
segja, að það hafi verið nokkurs
konar „drengskaparsamþykkt",
sað ef viðkomandi aðilar legðu
þessu aðalkappsmáli lið, þá verði
reynt að sýna sveigjanleika í
veigaminni málum, þrátt fyrir
að kaldi skutullinn sé öllum
áhugamönnum um hvalavernd
þyrnir í augum. Phelan kvaðst
ekki líta svo á, að ákvörðun ís-
lendinga kæmi til með að hafa
teljandi áhrif á afstöðu Japana.
Þó íslendingar hætti að selja
hval til Japan, hefði það engin
veruleg áhrif, þar sem hvalkjöt
sér Japönum fyrir minna en 1%
af eggjahvítuþörf þeirra og væri
hvalveiðiiðnaðurinn ekki nema
örlítið brot af þjóðartekjum Jap-
ana. í rauninni, sagði Phelan, er
erfitt að skilja afstöðu Japana
öðruvísi en svo, að þeir vilji gera
úr þessu kynþáttaþrætu ein-
hverskonar, þ.e.a.s. að þeir vilji
með mótþróa sínum sýna að
Austurlandamenn geti staðið
uppi í hárinu á Vesturlanda-
búum á hverju sem gengur. En,
sagði Phelan að lokum, mér
finnst ólíklegt, að þeir haldi
þetta út til lengdar.
3. 1 vitnaleiðslum fyrir undir-
nefnd utanríkismálanefndar
fulltrúadeildarinnar í septem-
ber spurði Don Bonker, deildar-
fulltrúi, John Byrne, formann
sendinefndar Bandaríkjanna
hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu,
varðandi aðgerðir viðskipta-
ráðuneytisins ef lönd þar á
meðal ísland mótmæltu bann-
inu. Byrne svaraði með því að
benda á, að skref þau er tekin
yrðu, væru skýrt tiltekin í lög-
um. „Væntanlegar ráðstafanir
okkar liggja skýrt fyrir, við
hyggjumst fylgja þeim eftir."
4. í sömu vitnaleiðslum fyrir und-
irnefnd utanríkismálanefndar,
sagði Craig Van Note, fram-
kvæmdastjóri sambands 35 um-
hverfis- og dýraverndunarhópa,
eftirfarandi: Við teljum, að
Telly-viðbótarlögin síðan
Packwood-Magnusar-lögin, hafi
gefið Alþjóðahvalveiðiráðinu
klær til að berjast með í fyrsta
skipti, enda hefur hvaladráp
minnkað frá 50 þúsundum hvöl-
um fyrir 10 árum í um 14 þús-
und hvali í ár. Við mælum með
því, að Bandaríkin beiti þessu
vopni sínu áfram.
Síðan bætir hann við: Við
megum ekki leyfa pólitískum
hagkvæmissjónarmiðum að
ráða örlögum þúsunda hvala
enn einu sinni.
Ljóst er að floti Hvals verður verkefnalaus á áramótum 1986.
Ljósm. Mbl. Kmilía.
Hvalveiðar á úthöfiinum
verða einnig bannaðar
Veiðar frumbyggja einvörðungu heimilaðar eftir áramót 1986
„ÞAÐ SEM snertir okkur eru
einvörðungu veiðar frá strand-
stöð, það er hvalveiðistöðinni í
Hvalfirði. Við erum ekki með
aðrar hvalveiðar, að undan-
skyldum hrefnuveiðum sem
stundaðar eru á smábátum frá
„Mjög lofsvert framtak
sem tekið verður eftiru
— segir Don Bonker fulltrúadeildarþingmaður
Frá Gunnari Pálssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington.
„ÞETTA er mjög lofsvert
framtak hjá Islendingum, sem
ég tel að tekið verði eftir og
kannski ekki sízt í þeim lönd-
um, sem enn stunda hvalveið-
ar í hagnaðarskyni“, sagði
Don Bonker, fulltrúadeildar-
þingmaður.
Aðspurður um það, hvort banda-
rísk stjórnvöld hygðust á einhvern
hátt leitast við að bæta íslendingum
tapið af stöðvun hvalveiða, sagðist
Bonker ekki vita af slíkum ráða-
gerðum. „Það hefur ekki verið
stefna okkar „að verðlauna" þjóðir
fyrir að forðast vítavert athæfi, en
það breytir engu um það, að við
gleðjumst mjög yfir ákvörðun ís-
lendinga", sagði Bonker.
Islendingar eru
ekki fyrstir til
að mótmæla ekki
Frá Gunnari Pálssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington.
ISLENDINGAR eru ekki fyrsta
aðildarþjóð Alþjóðahvaiveiði-
ráðsins sem bjarga sér frá
ákvæðum Telly Packwoods-
Magnússonar-laganna, því að
Spánn t.d. mótmælti kvóta fyrir
hvali eftir fund Alþjóðahval-
veiðiráðsins 1979. Bandarísk
verndarsamtök hvöttu til að
ákvæðum Telly og Packwood-
Magnússonar-laganna yrði
beitt. Þá var skilaboðum komið
áleiðis gegnum sendiráð og
Spánverjar ákváðu að halda sig
við kvóta Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, en fara fram á endur-
skoðun hans á næsta fundi ráðs-
ins.
Suður-Kórea t.d. mótmælti tak-
mörkun á notkun kalda skutulsins
eftir fund Alþjóðahvalveiðiráðsins
1980. Bandarísk stjórnvöld vöruðu
við því, að gripið kynni að verða til
Telly og Packwood-Magnússonar-
laganna. Suður-Kórea hét því þá
munnlega, að landið mundi hlíta
stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Taiwan var sakað um 1981, að hafa
brotið takmarkanir Alþjóðahval-
veiðiráðsins varðandi ákveðna
hvalategund. Bandaríkin hótuðu að
beita Telly og Packwood-Magnús-
sonar-lögunum og landið bannaði
hvalveiðar með öllu sama árið.
Norðurlandi. Umræddar út-
hafsveiðar eru stundaðar á verk-
smiðjuskipum og koma okkur
því ekki við. Slíkar veiðar verða
einnig bannaðar, þó tímasetning
banns á þeim sé önnur en á
strandstöðvaveiðum. Einu
hvalveiðarnar sem leyfðar verða
eftir áramótin 1986, miðað við
óbreytt ástand, eru veiðar frum-
byggja, en með því er átt við þá,
sem neyta sjálfir þess sem þeir
veiða,“ sagði Kjartan Júlíusson
í sjávarútvegsráðuneytinu, en
hann er fulltrúi okkar í Alþjóða
hvalveiðiráðinu.
Kjartan var spurður hvern-
ig hvalveiðum hérlendis yrði
háttað fram til áramóta 1986.
Hann sagði að enginn gæti
sagt fyrir um hver kvótaskipt-
ingin yrði á næstu tveimur ár-
um, þ.e. 1984 og 1985, því kvót-
arnir væru ákveðnir þannig,
að vísindanefnd hvalveiði-
ráðsins gerði tillögur til
svonefndrar tækninefndar og
hún legði síðan tillögur fyrir
aðalfund hvalveiðiráðsins,
sem tæki endanlegar ákvarð-
anir. Óljóst væri því um veið-
ar þessi tvö ár, nema hvað
varðaði sandreyði, en þar gild-
ir svonefndur „blokkkvóti",
sem gildir í ákveðin ár, þ.e. frá
1980 til 1985. Hámarksveiði á
því tímabili er 504 dýr og aldr-
ei fleiri en 100 á ári, meðaltal-
ið er því 84 dýr á ári.
Hvað varðar árið 1983 í öðr-
um hvalategundum þá hefur
langreyðarkvótinn lækkað úr
194 í 167. Hrefnuveiðikvótinn
sem er sameiginlegur fyrir ís-
land og Noreg var í fyrra 320
dýr, en verður 300 dýr í ár. Má
reikna með að hlutur íslands
verði um 188 hrefnur af þess-
um 300.
Tímasetning banns á út-
hafsveiðum er frá árinu 1985
til 1986, þar sem veiðitímabil-
ið dreifist á þau ár, en
strandstöðvabannið á áramót-
um 1986, eins og komið hefur
fram.
Arni Grétar Finnsson forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
„Tel ákvörðun
Alþingis ranga
u
„ÉG TEL þessa ákvörðun Alþingis
mjög ranga, það var rangt aft mót-
mæla ekki hanninu," sagði Árni Grét-
ar Kinnsson forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar er hann var inntur álits
á úrslitum atkvæðagreiðslunnar í Al-
þingi í fyrrakvöld, þar sem meirihluti
þingmanna ákvað að hvalveiðibanni
Alþjóðahvalveiðiráðsins skyldi ekki
mótmælt.
„Hvalveiðarnar eru þýðingar-
miklar fyrir landið í heild, og ýmsa .
staði, sérstaklega í Hafnarfirði. Ég
tel að við eigum ekki að láta ein-
hverja útlenda þrýstihópa segja
okkur fyrir verkum. Það eitt hefði
átt að nægja til að banninu væri
mótmælt, að haft var í hótunum við
okkur erlendis frá,“ sagði Árni
Grétar Finnsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði
svofellda samþykkt á fundi sínum
l.febrúar sl. um hvalveiðimálið:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vek-
ur athygli á mikilvægi hvalveiða
fyrir atvinnulíf bæjarins og telur
óeðlilegt að látið sé undan órök-
studdum þrýstingi utanaðkomandi
aðila um bann við hvalveiðum. Bæj-
arstjórnin skorar á ríkisstjórn og
Alþingi að mótmæla hvalveiðibanni
því sem boðað hefur verið."
Hvalyeiðibann endurskoð-
að í síðasta lagi árið 1990
Stöð Hvals hf í Hvalfirði
SAMÞYKKT Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins varðandi hvaiveiðibannið felur í
sér að endurskoða á bannið ekki
síðar en 1990 með tilliti til stærðar
hvalastofnanna, að sögn Kjartans
Júlíussonar fulltrúa Islands í Al-
þjóðahvalveiðiráðinu.
Kjartan sagði að samþykkt
þessi væri fólgin í tilvitnun í 10.
grein viðauka við Alþjóðasáttmál-
ann, sem fjallar um flokkun
hvalastofna og hljóðar hún svo:
„Hvað sem líður öðrum ákvæð-
um 10. gr. laganna eru allar hval-
veiðar frá strandstöðvum bannað-
ar eftir 1986 og úthafsveiðar eftir
1985—86. Er þá átt við hvalveiðar
í atvinnuskyni og gegnir einu hver
hvalategundin er. Þetta ákvæði
verður endurskoðað í ljósi vísinda-
legrar þekkingar og ekki seinna en
1990 mun nefndin gera upp hug
sinn til veiðibannsins, taka til at-
hugunar breytingar á því og
ákvörðun um veiðikvóta."