Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 18

Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 18 Breytt launafyrirkomulag fiskimanna?: Endurskoðun laga um verðlagsráð sjáyarútvegs Olíugjaldiö fór til efri deildar Tvær breytingartillögur vóru við stjórnarfrumvarp um Olíusjóð fiski- skipa, olíugjald o.fl. vóru samþykkt- ar í neðri deild Alþingis í gær: • 1) Samþykkt var ákvæði til bráðabirgða, sem Pétur Sigurðs- son (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Halldór Blöndal (S) fluttu, en Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, gerðist meðflutningsmaður að eftir minniháttar breytingu á orðalagi. Ákvæðið hljóðaði svo í endanlegri útgáfu: „Alþingi kýs fjóra menn í nefnd til að endurskoða lög um Verð- lagsráð sjávarútvegsins. Sjávar- útvegsráðherra skipar samkvæmt tilnefningu þrjá fulltrúa sjó- manna, útgerðarmanna og fisk- vinnslu, einn frá hverjum. Nefndin skal hafa samráð við þá hagsmunaaðila, sem hlut eiga að máli og eiga aðgang að öllum upp- lýsingum sem Þjóðhagsstofnun, Fiskifélag íslands, Aflatrygg- ingarsjóður og Kjararannsóknar- nefnd geta veitt. Þessir aðilar skulu og veita þá aðstoð sem nefndin biður um vegna starfa sinna. Nefndin skal eiga aðgang að at- hugun þeirri, sem fram mun fara á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins á leiðum til að bæta rekstr- argrundvöll sjávarútvegsins. Einnig verði kannað hvort og á hvern hátt olíujöfnunarsjóður geti orðið að liði í þessu sambandi, svo og hvort hljómgrunnur sé fyrir breyttu og bættu launafyrirkomu- lagi fiskimanna. Nefndin skili áliti sínu og tillög- um í upphafi næsta reglulegs þings. Sjávarútvegsráðherra skipi formann nefndarinnar. Allur kostnaður greiðist úr ríkissjóði." Þá var samþykkt breytingartil- laga frá Garðari Sigurðssyni (Abl), Pétri Sigurðssyni (S), Karv- el Pálmasyni (A) og Páli Péturs- syni (F), þessefnis að 3. málsgrein 2. greinar frumvarpsins, um út- flutningsgjald af sölu fiskiskipa í erlendum höfnum, félli niður. Þannig breytt var frumvarpið samþykkt til efri deildar, að við- höfðu nafnakalli, með 19 atkvæð- um gegn 10, 6 sátu hjá og 5 vóru fjarverandi. Með tillögunni greiddu atkvæði 19 stjórnarliðar. Einn stjórnar- þingmaður greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, Ólafur Þ. Þórðarson (F), með svohljóðandi greinargerð fyrir atkvæði sínu, efnislega eftir haft: ég tel að sú ráðstöfun, sem í frumvarpinu felst, að færa fram- lag milli fiskiskipa og vinnslu- greina og vinnur jafnframt gegn olíusparnði, sé í grundvallaratrið- um röng og segi því nei við frum- varpinu. Frumvarpið fór til fyrstu um- ræðu í efri deild í gær og til nefnd- ar. Eyjólfur Konráð um hvalveiðimál: Fólk á þingpöllum er hvalveiðimál vóru á dagskrá í fyrradag Kjördæmamálið á dagskrá um helgina: Greiður gangur þing- mála milli deilda Fundir vóru í báðum þingdeild- um og sameinuðu þingi í gær. í efri deild gengu fimm mál til neðri deildar: frumvarp til hækkunar á sektarmörkum, frumvarp um rannsóknir í þágu atvinnuveganna (sem aðallega fjallar um Hafrannsóknarstofn- un), frumvarp um loftferðir, frumvarp um aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins og frumvarp um atvinnurétt skipstjórnarmanna. Frumvarp um lyfjalög gekk til nefndar í efri deild og frumvarp um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi í neðri deild. Þá var fundur í sameinuðu þingi þar sem afgreiddar vóru nokkrar fyrirspurnir og ræddar þingsályktunartillögur. Þingmál gengu greiðar fyrir sig í gær en undanfarið, sem gæti bent til þess að skemmra væri í samkomulag um kjör- dæmamál og þingrof en verið hefur. Allt kapp mun lagt á það í þingflokkum að finna samkomu- lagsflöt í kjördæmamálinu nú um helgina. Þjónusta Landssímans Fjórir þingmenn, Stefán Jónsson (Abl), Guðmundur Karlsson (S), Árni Gunnarsson (A) og Helgi Seljan (Abl) hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar sem beinir því til ríkis- stjórnarinnar að „færa þjón- ustutíma Landssímans í það horf, að símstöðvar verði opnar til þjónustu fyrir almenning eigi skemur virka daga en frá kl. 9 20 og helga daga eigi skemur en frá kl. 11 19, og að símstöðvum í kaupstöðum og kauptúnum verði fengin fyrri verkefni, svo sem upplýsingaþjónusta hvers konar innan viðkomandi bæja og hér- aða“. Gistiþjónusta á landsbyggðinni Helgi Seljan, Stefán Jónsson og Skúlí Alexandersson, þing- menn Alþýðubandalags, flytja tillögu til þingsályktunar þar sem skorað er á ríkisstjórnina „að leita allra tiltækra leiða til að tryggja þeim aðilum, er veita þjónustu á landsbyggðinni með gistingu og greiðasölu, sem bezt- an grundvöll til uppbyggingar og rekstrar. Ríkisstjórnin skal í þessu efni leita samráðs við þá, sem helzt eiga hagsmuna að gæta, svo og Ferðamálaráð, sveitarfélög og rekstraraðila". „Enginn réttur Kyjólfur Konráó Jónsson (S), einn þeirra þingmanna sem ekki vildi mót- mæla hvaóveióibanni Alþjóóahval- veiðiráósins, vék í ræöu sinni m.a. aö þeirri staóhæfingu mótaðila, aó ís- lendingar töpuóu veigamiklum rétti, ef hvalveióibanninu væri ekki mót- mælt eins og reglur ráósins gera ráð fyrir og Noregur, Sovétríkin, Ferú og Japan hafa gert. I.'m þetta efni sagöi Eyjólfur orörétt: „Ég held að við séum ekki að tapa af neinum rétti í bókstaflegri merkingu. Ég held, að eftir þessar 3 vertíðir, sem við þó höfum fram- undan, þá verði engar hvalveiðar heimilaðar, hvorki þessum fjórum sem mótmæltu né öðrum. Það getur orðið eitthvað síðar, að þá verði heimilaðar hvalveiðar. Ég hygg að á þessum fjórum árum muni jafnvel þetta Alþjóðahvalveiðiráð verða lagt niður og þjóðirnar munu mynda aðra stofnun. Þetta ráð er ekki byggt á ákvæðum hafréttar- sáttmálans, enda voru þessi samtök orðin til lögnu áður en hann sá dagsins Ijós. Ég held að þetta mál verði allt saman tekið upp í heild og reynt að finna heppilega niður- stöðu. Og hver er þá andi hafréttar- sáttmálans og hvernig á að vinna að þessu máli?“ Éyjólfur sagði síðan að bæði verndun og nýting væru innan þessa hafréttarramma. Það á ekki einungis að vernda hval eða fisk, heldur líka að nýta þessi auðæfi. Síðar í ræðu sinni sagði Eyjólfur: „Hvalastofnarnir eru því miður ekki eign okkar fslendinga. Þeir dvelja hér skamman tíma árs. Þeir eiga afkvæmi sín suður undir mið- baug. Þetta er sameiginleg eign mannkyns í skilningi hafréttar- sáttmálans. Sjálfsagt er að nýta þennan stofn, hvorki of né van- nýta.“ Að því á að stefna með sam- komulagi að siðaðra manna hætti. „Ég held að við missum nákvæm- lega engan rétt, ef við samþykkjum í kvöld að mótmæla ekki. Ég held jafnvel að þegar við komum eftir 1 ár, 2 ár, 3 ár með meiri upplýsingar um hvalastofnana, sem við erum að afla .. þá verði okkur kannski tekið betur heldur en hinum sem voru að mótmæla, þegar farið verður að ákveða nýjan kvóta. Og það er at- hyglisvert, þó að það kannski þyki formsatriði, að þar er ekki talað um algert bann eins og alltaf er verið að segja, heldur að kvótar skuli í bili miðast við núll. Af hverju er þetta orðalag sett, nema vegna þess að ráð er gert fyrir að það komi kvótar kannski einhverntíma tíma aftur. Þetta er samkomulagsorða- iag sýnilega. Annars hefði verið sett allsherjarbann.“ Eyjólfur vitnar síðan í Þórð Ás- geirsson, sem hann telur manna fróðastan um þetta efni, og segir: „Sá munur sem þarna kann að vera á því að mótmæla eða mótmæla glataður“ ekki, er helst sá, að óskir þeirra fjögurra ríkja, sem mótmæltu, koma sjálfkrafa á dagskrá og um- ræður um þeirra kvóta. Ég held að það þurfi einfalda samþykkt í ráð- inu til þess að sambærileg ósk frá íslendingum fáist rædd. Eg á ekki von á að það fengist ekki einfaldur meirihluti til að okkar óskir verði ræddar af því við mótmæltum ekki, en hinna kröfur yrðu ræddar af því að þeir mótmæltu. Mér finnst það býsna ótrúlegt að þær þjóðir, sem vilja friða hvalastofnana neiti okkur um sama rétt og hinum, sem mótmæltu." Olafsvíkur- eða Snæfellskaupstaður? Alexander Stefánsson (F) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga, sem fjórir þingmenn Vesturlandskjör- dæmis flytja, um kaupstaóarrétt- indi til handa Olafsvíkurhreppi, sem jaframt fengi þá eigiö bæjar- fógetaembætti. Skúli Alexandersson (Abl), einn flutningsmanna, skaut fram þeirri hugmynd, að sam- eina bæri Ólafsvíkurhrepp, Hell- issand, Rif, Fróðárhrepp og Breiðuvíkurhrepp í eitt sveitar- félag, sem borið gæti heitið Snæfellskaupstaður. Manna á milli var einnig nefnt Bárðar- borg Snæfellsáss. Taldi Skúli að svo öflug einig hefði meiri burði til betri þjónustu. Ólafur Þ. Þórðarson (F) gagn- rýndi að svo væri lagalega um hnúta búið að þéttbýli sæi sér hag í að skilja sig frá strjálli byggð umhverfis, sem skilin væri eftir í verri aðstöðu til sam- félagslegrar þjónustu. Frumvarpið gekk til nefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.