Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
19
spurt og svarad
Lesendaþionusta MORGUNBLAÐSINS
SKATTAMÁL
HÉR FARA á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til
þáttarins Spurt og svaraö um skattamál, og svörin við þeim. Pjónusta þessi er í
því fólgin, að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, klukkan 10 til
12 virka daga nema laugardaga og borið upp spurningar sínar um skattamál.
Mbl. leitar síðan svara hjá ríkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að
nokkrum dögum liðnum.
Vottar Je-
hova halda
2 daga mót
Á MORGUN og á sunnudag
halda vottar Jehóva á Islandi
tveggja daga mót í safnaðarheim-
ili sínu við Sogaveg í Reykjavík.
Einkunnarorð mótsins eru
„Flekklausir Ijósberar meöal
rangsnúinnar kynslóðar" og mun
dagskráin leggja megináherslu á
að kristnum mönnum beri að
boða öðrum trú sína bæði í orði og
verki.
Einnig verður á dagskrá sýn-
ishorn af ræðuþjálfunarskóla
sem starfandi er í öllum söfnuð-
um votta Jehóva um heim allan,
en þeir eru um 45.000 talsins í
nálega 200 löndum.
Dagskrá þessa móts verður
flutt í formi erinda, viðtals-
þátta og margs konar sýni-
kennslu eins og venja er á þess-
um mótum, en buist er við að á
þriðja hundrað manns muni
sækja það. Aðalræðuna flytur
Bjarni Jónsson kl. 14.00 á
sunnudag og nefnist hún: „Lif-
um af kynslóð myrkursins."
(Króttatilkynning.)
Safnaðarheimili votta Jehóva við
Sogaveg í Reykjavík.
Hvernig er tekið
tillit til rýrnandi
rauntekna við
ákvörðun
fyrirframgreiðslu
„Jón l>órarinsson, Háaleitis-
braut 52, spyr:
Hvernig er tekið tillit til rýrn-
andi rauntekna einstaklings
milli ára við ákvörðun fyrir-
framgreiðslu skatta?
Svar: Gjaldendur geta sótt um
lækkun á fyrirframgreiðslu
þinggjalda til skattstjóra ef þeir
telja að rauntekjur hafi rýrnað
milli ára.
Skattstjóri tekur að jafnaði
ekki til greina umsókn gjald-
anda nema rauntekjur hans hafi
lækkað svo mjög milli áranna
1981 og 1982 að tekjuskattsstofn
á tekjuárinu 1982 sé meira en
25% lægri en tekjuskattsstofn
hans var á tekjuárinu 1981, eftir
að síðarnefnd fjárhæð hefur ver-
ið hækkuð um 50%. Frá þessari
reglu má skattstjóri víkja ef sér-
staklega stendur á að mati hans,
enda hafi fjölskylduástæður
gjaldanda breyst eða aðrar að-
stæður skert gjaldþol hans veru-
lega.
Skattstigi og
persónufrádráttur
„Friðgeir Ágústsson, Álfhólsvegi
30 spyr:
Get ég fengið skattstigann
uppgefinn?
Svavar Halldórsson, Vest-
mannaeyjum, spyr:
T5r búið að ákveða skattstiga
og persónufrádrátt?"
Svar: Af fyrstu 107.1600 kr.
greiðist 25%
Af umfram 98.040 greiðist 35%
Af umfram 205.200 kr. greiðist
50%
Persónuafsláttur, sem dregst
frá reiknuðum tekjuskatti, er
17.315 kr.
Hvernig á að reikna út
hagnað af íbúðarsölu?
„Hallgrímur Magnússon, Reyni-
mel 62, spyr:
Hvernig á að reikna út hagnað
af íbúðarsölu, sem er seld innan
fimm ára frá því hún var keypt
og væri hægt að skýra það með
dæmum.“
Svar: Skattskyldur hagnaður
af sölu íbúðarhúsnæðis í eigu
manns er mismunur söluverðs
þegar sölukostnaður hefur verið
dreginn frá og kostnaðarverðs
eða kaupverðs þess, framreiknað
samkvæmt verðbreytingarstuðli.
Dæmi: Ibúðarhúsnæði er keypt
á árinu 1978 fyrir 90.000 kr. en
selt á árinu 1982 fyrir 500.000 kr.
Kostnaðarverðið er framreiknað
með stuðlinum 5,3205, en upplýs-
ingar um margföldunarstuðla
vegna eigna, sem skattaðili eign-
aðist á árunum 1964—1981 (en
seldi á árinu 1982), er að finna i
leiðbeiningum ríkisskattstjóra á
bls. 16.
Söluhagnaður reiknast þannig:
SoluverA kr. WKI.IHIO
+ sölulaun kr. 10.000 kr. 490.000
Kostn.verð 90.000 kr. x 5,3205 = kr. 478.H45
SoluhagnaAur kr. 11.155
Akureyri:
Sieglinde Kahmann
og Sigurður Björns-
son á tónleikum TA
verð • URVALS-kjör
ÓPERUSÖNGVARARNIR Sieglindc Kahmann, sópran, og Sigurður Björns-
son, tenór, halda tónleika í Borgarbíói laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 17.00.
IJndirleik annast Agnes Löwe píanóleikari.
Þetta eru aðrir áskriftartónleik-
ar Tónlistarfélags Akureyrar á
vetrinum.
Söngvararnir taka bæði þátt í
flutningi Töfraflautunnar í
Reykjavík þessa dagana og í
leikskránni er þessar upplýsingar
að finna:
Sieglinde Kahmann er fædd í
Dresden, en nam söng við Tónlist-
arháskólann í Stuttgart. Hún var
um árabil fastráðin söngkona við
Ríkisóperuna í Stuttgart, en síðar í
Kassel, Graz, í Vín og Múnchen.
Hún hefur sungið viða um Evrópu,
þ.á m. á tónlistarhátíðunum í
Edinborg og Salzburg. Óperuhlut-
verk hennar skipta tugum. Sieg-
linde fluttist til Islands árið 1977,
og hefur sungið hér fjölda tónleika.
Með Sinfóníuhljómsveit íslands
hefur hún sungið hlutverk Desde-
mónu í Óþelló og titilhlutverkið í
Aídu eftir Verdi. í Þjóðleikhúsinu
hefur hún sungið titilhlutverkið í
Kátu ekkjunni og hlutverk Mimi í
La Boheme. Sieglinde starfar nú
sem kennari við Tónlistarskólana í
Reykjavík og Keflavík.
Sigurður Björnsson er Hafnfirð-
ingur, en stundaði fiðlu- og söng-
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan burtfararprófi í
söng. Til frekara náms fór hann til
Múnchen og nam þar um sex ára
skeið. Árið 1962 varð hann söngv-
ari við Ríkisóperuna í Stuttgart;
hinn 22an október síðastliðinn átti
hann tuttugu ára söngafmæli. Síð-
ar starfaði Sigurður í Kassel, þá í
Graz og Vínarborg og loks í
Múnchen. Meðal hlutverka hans
eru flest stærstu tenórhlutverk í
óperum Mozarts: Belmonte í
Brottnáminu úr kvennabúrinu,
Don Ottavio í Don Giovanni, Ferr-
ando í Cosi fan tutte, Tamino í
Töfraflautunni og Titus í Náð Tit-
usar. 1977 fluttist Sigurður til ís-
lands og gerðist framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar íslands. Síð-
ustu hlutverk hans eru Schubert í
Meyjaskemmunni og Tískumaður í
Silkitrommunni í Þjóðleikhúsinu.
1 Borgarbíói er boðið upp á fjöl-
breytta efnisskrá að þessu sinni.
Einsöngslög eftir íslenska höf-
unda og eftir Hándel, Brahms og
Schumann og aríur og dúettar eftir
m.a. Mozart, Nicolai og Bizet.
Aðgöngumiðar fást í Bókabúð-
inni Huld og við innganginn.
(Frétlalilkynning.)
Ferðakynning Úrvals
Hótel Loftleiðum (kvikmyndasal)
laugardaginn 5. febrúar kl. 15°° (3 e.h.)
SUMARÁÆTLUNIN 1983
Myndir frá Mallorca og Ibiza,
starfsfólk Urvals á staðnum
KAFFI Á KÖNNUNNI
Kynning ffyrir alla fjölskylduna
URVAL