Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
25
í viðjum
blekkinga
— eftirJón
*
Armann Héðinsson
Ætla má, að meginþorri íslend-
inga hafi ekki lengur í huga orð
frelsarans: Sannleikurinn mun
gera yður frjálsan.
Er svo komið á íslandi í dag, að
við lifum í viðjum blekkinga án
þess að gera sér það ljóst frá degi
til dags? Ég tel svo vera. Þess
vegna vil ég setja nokkrar hugleið-
ingar á blað, um hvað er á seyði í
skugga blekkinga.
Tökum til dæmis nýsamþykkt
fjárlög frá Alþingi fyrir árið 1983.
Hvað segja þau okkur? Er þar allt
sem sýnist? Nei, því fer víðs fjarri.
Sagt er að samneyslan sé svipuð
og áður og jafnvel gert átak á
sumum sviðum. Halli er ekki sýni-
legur eins og þau eru nú. En hvað
er raunhæft í þessu? Því miður
aðeins mjög takmarkað hvað varð-
ar allar niðurstöður mikilvægustu
flokka fjárlaganna. Nú þegar er
komin gengisfelling og hrindir
hún til hliðar öllum tölum. Eins er
augljóst, að sú velferð, sem fjár-
lögin eiga að tryggja, er reist á
sandi. Sem sagt, blekking. Engin
leið er að framkvæma né veita þá
þjónustu, sem fyrirhuguð er nema
að taka stórfelld erlend lán. Öllum
vitibornum mönnum og sann-
gjörnum má þó ljóst vera, að út í
Jón Ármann Héðinsson
„Eins er augljóst, aö sú vel-
ferö, sem fjárlögin eiga að
tryggja, er reist á sandi. Sem
sagt blekking. Engin leið er
að framkvæma né veita þá
þjónustu, sem fyrirhuguð er,
nema að taka stórfelld er-
lend lán.“
algjört óefni er komið á þeirri
braut. Á þessu ári mun hart nær
þriðji hver fiskur fara til greiðslu
vegna erlendra lána. Hvað er þá
eftir til skipta? Til þess að halda
blekkingarleiknum áfram út árið
verður að framkvæma gengisfell-
ingu eða sífellt gengissig. Áður
var það talið neyðarúrræði en nú
blikna menn ekki við slíku. Og
kommarnir (allaballarnir) sem ár-
um saman vildu hvítþvo sig af
gengisfellingu (enn ein blekking-
in) eru nú mestu gengisfell-
ingarmenn á íslandi fyrr og síðar.
Mestu ræningjar á sparifé lands-
manna. Svo ropa þeir manna hæst
um, að þeir einir séu á varðbergi
gagnvart launamanninum. Hvílík
blekking!
Efnahagsstarfsemin nærist á
blekkingunni. Menn verða varir
við þetta hvar sem vera skal, ef
grannt er skoðað. Tökum til dæm-
is kostnað við landbúnaðinn. Hvar
er birt fyrir almenningi hvað kost-
ar að framleiða hina og þessa
afurðina? Það er vel vitað en fell-
ur bara ekki í kramið að láta það
liggja á lausu né fræða sífellt um
það. Það gæti haft skaðleg áhrif á
afstöðu manna til vissra hluta.
Allir þekkja blekkingarnar í út-
gerðinni. Engum dettur í hug að
birta fullkomlega sundurliðaðan
reksturinn á t.d. 20 togurum, og
sjá hvernig hann kemur fram.
Þetta er þó sanngirniskrafa, þar
sem almenningur borgar „brús-
ann“.
Ekki birta bankarnir vel sund-
urliðaðan lista um „risnu“ banka
og móttöku erlendra gesta og
laxveiðikostnað. Passar það ekki í
kramið líka?
í lögum um Alþingi og alþing-
isrnenn segir að birta eigi hvað
hver þingmaður kostar. Þetta hef-
ur ekki verið gert svo árum skipt-
ir. Hvers vegna?
Það er mín skoðun, að réttar
upplýsingar muni beina umræðu
manna inn á jákvæðari brautir
um allan rekstur þjóðarbúsins og
leiða gott eitt af sér.
Eitthvert brýnasta verkefni
stjórnvalda og raunar íslendinga í
heild, er að draga mjög úr ónauð-
synlegri eyðslu og gera sér glögga
grein fyrir ytri sem innri efna-
hagslegum aðstæðum. Sem sagt að
hætta að lifa í viðjum blekkinga.
Einhver verður að byrja. Það ligg-
ur beinast við að hefjast handa
ofanfrá. Eða er það til of mikils
mælst? Hver veit? Nú eru kosn-
ingar framundan. Gott að hafa í
huga hvora leiðina menn vilja
fara: Veg sannleikans eða leið
blekkinga.
Nokkur orð um
stjórnarskrána
Lægðafylkingin
hélt ísnum
Grænlandsmegin
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá hafísrannsóknadeild
Veðurstofu íslands:
„Útbreiðsla hafíss milli íslands
og Grænlands var um sl. mánað-
amót minni en í meðallagi.
Lægðafylking janaúarmánaðar
hefur stuðlað að því að halda ís-
num Grænlandsmegin í Græn-
landssundi norðvestur af landinu.
Kortið sýnir útbreiðslu og þéttl-
eika íss i byrjun febrúar 1983.
Miðvikudaginn 2. febrúar kannaði
Landhelgisgæsla íslands hafsinn
úti fyrir Vestfjörðum. Leiðangurs-
stjóri var Kristinn Árnason skiph-
erra. Komið var að ísbrúninni 82
sjómílur NV frá Straumnesi. Það-
an lá hún í SV-læga stefnu og var
75 sml. frá Barða og 80 sml. frá
Blakknesi.
ísinri sem kannaður var þennan
dag var nýmyndaður, mjög þunn-
ur og nánast krap á 5—10 sml.
belti við jaðarinn, en vax þykkari
og traustari eftir því sem innar
dró, þéttleiki 7—9 tíunduhlutar
hafs.
Við gerð meðfylgjandi korts er
farið eftir ískorti Landhelgisgæsl-
unnar, en að öðru leyti er stuðst
við heildarkort daf hafís frá
bresku Veðurstofunni.
Um þessar mundir stendur yfir
könnun Hafrannsóknastofnunar á
hita og seitu í sjónum norðan við
land.“
— eftir Þórð
Halldórsson
19. janúar var í sjónvarpinu
fróðlegur þáttur um störf stjórn-
arskrárnefndar og árangur þeirra
starfa, sem birtist í 83 greinum að
nýrri stjórnarskrá.
Þar var aðaláhersla lögð á lýð-
ræði, persónufrelsi og einstakl-
ingsrétt.
Eftir að Ingvi Hrafn Jónsson
hafði í samvinnu við Gunnar G.
Schram lesið og útskýrt hverja
grein útaf fyrir sig, mættu til um-
ræðna um þessi mál fulltrúar
nefndarinnar (einn frá hverjum
stjórnmálaflokki), þeir Tómas
Tómasson, Jón Baldvin Hanni-
balsson, Ragnar Arnalds og Þór-
arinn Þórarinsson.
Þessar umræður voru mjög
gagnlegar og gáfu góðar upplýs-
ingar til þjóðarinnar um hvað
þessi mál snérust. Lýðræði, per-
sónufrelsi og einstaklingsréttur
eru að sjálfsögðu hornsteinar
hverrar þjóðar sem við lýðræðis-
þjóðskipulag vill búa. Um það
hafa vonandi allir nefndarmenn
verið innilega sammála. Það var
því eins og köld vatnsgusa í and-
litið að heyra og sjá hvernig einn
þessara nefndarfulltrúa gerði sig
beran að því að fara í gegnum
sjálfan sig. Þórarinn Þórarinsson
taldi sig þjóna lýðræðishugsjón-
inni best með því að koma með
gömlu Framsóknarlummuna um
einmenningskjördæmi. Með því
mundi gamli framsóknardraum-
urinn rætast, að ná meirihluta-
aðstöðu á Alþingi með stuðningi
eins þriðja eða minna af kjósend-
um á bakvið sína þingmenn.
Þegar menn eru valdir til starfa
að jafn þýðingarmiklu máli sem
uppkasti að nýrri stjórnarskrá,
sem varðar hvern einasta þegn
þjóðarinnar, eru þeir trúlega vald-
ir út frá því sjónarmiði að þeir
setji ekki eiginhagsmunina ofar
öllu, sérstaklega þegar um hag
heildarinnar er að ræða.
Ég tel að ekki séu mjög skiptar
skoðanir um að stjórnarskrármál-
inu beri að hraða. Ég get ekki séð
að um mörg atriði geti verið að
ræða, sem þarfnist langrar kynn-
ingar, enda þótt heyra mætti á
sumum ræðumönnum að þjóðin
yrði að fá nægan tíma til að láta
álit sitt í ljós um málið. Sú álykt-
un lyktar frekar af óskhyggju um
lengda lífdaga núverandi stjórnar.
Ég efast ekki um að mikill
meirihluti þjóðarinnar óskar eftir
því að frumvarp að nýrri stjórn-
arskrá nái fram að ganga á yfir-
standandi þingi.
Rætt var nokkuð um að þing-
nefndir ættu að hafa meira
valdsvið en nú er. Um það er allt
hið besta að segja, en í framhaldi
af því hefði gjarnan mátt fylgja,
að þingmönnum væri óheimilt að
gegna öðrum embættum samhliða
þingstörfum. Þeir eru, eins og þjóð
veit, komnir á föst árslaun, og þau
all þokkaleg, auk ferðapeninga um
kjördæmi sín oft á ári. Húsaleigu-
peninga í Reykjavík (þeir sem eru
heimilisfastir úti á landi) á meðan
þing stendur yfir o.fl. o.fl. Með
þessu móti eru þeir orðnir fastir
starfsmenn þjóðarinnar allt árið.
Þing stendur að venju ekki
nema 6—7 mánuði á ári hverju.
Aukin nefndarstörf ættu því að
vera þeim næg verkefni hinn tím-
ann. Þeir ættu því ekki að hafa
leyfi til að vera að vasast í búskap
og öðrum einkarekstri, því að það
erum við skattgreiðendurnir sem
greiðum þeim árslaunin.
Mér finnst einnig vanta í þetta
stjórnarskáruppkast skýr ákvæði
um kjör forseta lýðveldisins. Að
ekki skuli viðhaft forkjör og síðan
kosið á milli tveggja efstu manna
er nánast hneisa.
Með því fyrirkomulagi sem nú
er gæti sú staða komið upp t.d. að
tíu aðilar sæktu um stöðuna og
einn kæmist inn í þetta embætti
með 11% þjóðarinnar á bak við
sig. Vonandi verður komið í veg
fyrir slíka háðung.
Síðast þegar biskup var kosinn
var forkosning viðhöfð og síðan
kosið á milli 3ja efstu manna. Ég
fæ ekki séð að forsetaembættið
þurfi að vera á lægra plani.
Það er von mín að frumvarp að
stjórnarskrá verði samþykkt á yf-
irstandandi þingi og þá sérstak-
lega ákvæði um kosningar til Al-
þingis með jafnréttisvægi at-
kvæða. Annað er ekki lýðræði.
Virðingarfyllst,
XEROX
LEIÐANDI MERKI í LJÓSRITUN
NON HF. Síöumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboöiö
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
J*lor0nnViIntiií>