Morgunblaðið - 04.02.1983, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
+
Móöir okkar,
GUÐRUN BJARNADÓTTIR,
Mýrargötu 14,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum að morgni 2. febrúar.
Fyrir hönd ættingja okkar,
Unnur Thomson,
Sigurlaug Kristjánsdóttír.
Eiginmaöur minn, faðir okkar og sonur,
EGGERT Þ. BRIEM,
læknir.
er látinn.
Halldóra Bríem
og börn,
Þóra og Gunnlaugur Briem.
Eiginnnaöur minn, t AÐALSTEINN JÓNSSON
frá Vaðbrekku
er látinn. Ingibjörg Jónsdóttir.
t
Móðir okkar,
SIGRÍOUR JÓNA GUNNLAUGSDÓTTIR
fró Stúfholti, Holtum
lést í Landakotsspítala 2. febrúar.
Sóley E. Sturlaugsdóttir,
Sigurlaug Sturlaugsdóttir,
Magnús S. Fjeldsted,
Gunnar S. Fjeldsted.
t
Systir okkar,
ÞÓRDÍS JÓHANNA JÓNSDÓTTIR KRINGS,
1715 Empire Avenue, Loveland, Colorado,
Bandaríkjunum,
lést í spitala i Loveland 2. febrúar.
Arnþrúður Jónsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir,
Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Kristín Friðrika Jónsdóttír,
Egill Jónsson, Jón Frímann Jónsson,
Þórhalla Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Sigurveig Jónsdóttir Austford.
t
Útför eiginmanns míns, föður, fósturfööur og afa,
RAGNARS G. GUÐJÓNSSONAR,
Laufskógum 17, Hveragerði,
sem lést 31. janúar, verður gerð frá Hverageröiskirkju laugardag-
inn 5. febrúar kl. 14.00.
Guðrún Magnúsdóttir,
Ragnar Gunnsteínn Ragnarsson,
fósturbörn og barnabörn.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðor og amma,
GUÐNÝ ELLA SIGURDARDÓTTIR,
yfirkennari,
Háaleitisbraut 117,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö.
Örnólfur Thorlacius,
Sigurður Thorlacius, Sif Eiríksdóttir,
Elín Margrét og Örnólfur,
Arngrímur Thorlacius, Arnþrúöur Einarsdóttir,
Magnús og Baldur,
Birgir Thorlacius, Rósa Jónsdóttir,
Alda og Sigrún,
Lárus Thorlacius.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför konu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR,
Fagradal, Mýrdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góöa
umönnun i veikindum hennar.
Jónas Jakobsson,
Jónína Jónasdóttir, Erlendur Sigurþórsson,
Elsa Jónasdóttir, Baldur Skúlason,
Guðrún Jónasdóttir, Grétar Óskarsson
og barnabörn.
Asta Guðjónsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 7. október 1901
Dáin 22. janúar 1983
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Ástu Guð-
jónsdóttur, sem dó þ. 22. janúar sl.
Ásta var fædd í Reykjavík þ. 7.
október 1901 og var því 81 árs, er
hún andaðist. Foreldrar hennar
voru Guðlaug Eyjólfsdóttir frá
Másbúðum í Miðneshreppi og
Guðjón Brynjólfsson, verkamaður
frá Svarfhóli í Árnessýslu. Þau
bjuggu öll sín búskaparár í
Reykjavík. Ásta var því borinn og
barnfæddur Reykvíkingur og hér
ól hun allan sinn aldur. Reykjavík
var henni kær.
Árið 1926 giftist Ásta Hallgrími
Benediktssyni, prentara, en hann
var sonur Benedikts Ásgrímsson-
ar, gullsmiðs hér í bæ. Þau Ásta
og Hallgrímur eignuðust fimm
börn, Eitt barnið, Bergína dó á
fyrsta aldursári, en hin eru: Gest-
ur, prentari, sem starfar hjá
Reykjavíkurborg, Ingigerður, hús-
móðir í Reykjavík, Halla búsett í
Kaliforníu og Margrét, sem enn-
fremur býr þar vestra. Hallgrímur
dó fyrir aldur fram þ. 18. nóvem-
ber 1940.
Fjölskyldutengsl voru milli
okkar Ástu, því að Hallgrímur
maður hennar, var föðurbróðir
minn. Þau tengsl rofnuðu aldrei
og margra ánægjustunda er að
minnast af fjölskyldufundum, því
að hvar sem Ásta kom var hún
hrókur alls fagnaðar. Hún hafði
óvenjulega kímnigáfu, sagði frá á
sérstakan og skemmtilegan hátt
og var alltaf hress og kát á
mannamótum og geislaði af henni.
Ásta Guðjónsdóttir var mjög
ákveðin í stjórnmálum. Hún fylgdi
Sjálfstæðisflokknum og í þeim
efnum eins og öðrum var hún
mjög ákveðin í skoðunum og
hreinskiptin. Hún var ein af stofn-
endum Hvatar, félags sjálfstæð-
iskvenna í Reykjavík fyrir 45 ár-
um og sótti jafnan fundi í félag-
inu. Hún átti oft sæti í stjórn fé-
lagsins, í varastjórn 1941—43 og
1944—46 og í stjórn 1955—68.
Þegar Hvöt átti 45 ára afmæli
fyrr í vetur, kom út sérstakt af-
mælisrit og þar birtist m.a. viðtal
við Ástu sem einn af frumherjum
félagsins. Þar er þetta m.a. eftir
henni haft: „Öll þessi 45 ár hef ég
verið í Hvöt og haft gagn og
ánægju af því og ætla að vera það
þangað til ég dey. Þótt maður sé
kannski ekki alltaf ánægður með
allt, menn og málefni, þá hvika ég
ekki frá því að sjálfstæðisstefnan,
sú stefna að fólk fái að gera það
sem það sjálft kýs þjóðfélaginu til
heilla sé ákaflega mikils virði
fyrir einstaklingana og fyrir
okkar þjóð“. Af þessum ummælum
má sjá að þrátt fyrir háan aldur
lét hún ekki deigan síga. Hún var
sönn og traust allt til dauðadags.
Við Sonja sendum börnum Ástu
og öðrum aðstendendum hennar
bestu samúðarkveðjur.
Birgir ísl. Gunnarsson
Látin er eftir langa ævi móður-
systir mín og vinur, frú Ásta Guð-
mundína Guðjónsdóttir.
Hún fylgdi nær öldinni, náði 81
árs aldri, var lengst af hress og lét
sig hvergi vanta, hitti hana síðast
á förnum vegi á leið á spilamót,
sem nú er kallað félagsvist, en
gamla nafninu gleymt, það var
hennar yndi. Hún fæddist í
Reykjavík gamla tímans á Grund-
arstíg 7, 7. október 1901, elzt
þriggja dætra. Foreldrar hennar,
Guðjón Brynjólfsson og Guðlaug
Eyjólfsdóttir, höfðu þá nýhafið
búskap, fyrst á Kröggólfsstöðum
við Framnesveg í Vesturbænum,
en fluttust fljótlega á Grundar-
stíginn.
I því hverfi ólust þær dætur upp
við þau landlægu kjör sem heyrði
verkamannafjölskyldu þeirra
tíma, nánast ekkert til nema soðn-
ingin, en allur samanburður við
nútímann er auðvitað afstæður,
fagurt mannlíf hefur alla tíð
blómgast.
Fjölskyldan fluttist síðar á
Bergstaðastræti 21 og enn síðar á
nr. 17 en þar var Ásta fermd og
átti heima öll unglingsárin. En um
það bil sem hún fór að búa, 25 ára
gömul, hafði fjölskyldan flutzt á
nr. 57, enn við sömu götu. Skóla-
gangan var að þeirra tíma hætti,
t
Innllegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför bróöur okkar,
GUDMUNDAR GÍSLASONAR
frá Kambsnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir frábaera
umönnun í veikindum hans.
Ásta og Guöfinna Gísladætur.
t
Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vin-
arhug vegna fráfalls
FRIÐRIKS GUÐNASONAR,
fulltrúa,
Lindargötu 44b.
Helga Þorsteinsdóttir,
Kjartan Frióriksson,
Auöur Friðriksdóttir, Jón Gíslason
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför
RAGNARS GUDMUNDSSONAR,
Korpúlfsstööum.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks viö
deild 4A, Borgarspítalanum.
Sigríöur Einarsdóttir,
Kristín Ragnarsdóttír, Stefán Már Stefánsson,
Ingíbjörg Ragnarsdóttir, Arne Nordeide,
Þórunn Ragnarsdóttir, Snorri Egilson,
Málfríöur Ragnarsdóttir,
Einar Ragnarsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Guömundur Ragnarsson,
Kristín Ingileifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Miðbæjarskólinn hjá Morthen
Hansen, en eftir fermingu var hún
í unglingaskóla Ásgríms á Berg-
staðastræti 3 og í nokkur ár við
nám í kjólasaumi, en það beindist
að því að fólk gæti unnið sjálf-
stætt að almennum heimilissaumi
heima eða í húsum.
Það átti eftir að koma henni til
góða seinna á lífsleiðinni þótt ekki
yrði það nú, því eigin búskapur tók
við.
Ásta giftist nú Hallgrími Bene-
diktssyni prentara og kaupmanni,
og hófu þau búskap enn við sömu
götu nr. 19, en það hús átti Hall-
grímur ásamt hornhúsi nr. 15 þar
sem hann stundaði matvöruverzl-
un um skeið.
Fjögur Björn eignuðust þau síð-
an, sem upp komust: Margrét
fædd 1926, Ingigerður 1927, Halla
1928 og Gestur 1929.
Allt þetta fólk' er gift og búandi,
Ingigerður og Gestur í Reykjavík
en Margrét og Halla í Bandaríkj-
unum og barnabörnin fjölmörg.
Allan fjórða áratuginn bjuggu
þau þarna ásamt börnum sínum
ungum í góðu mannlífi og góðum
efnum, en fluttust í stríðsbyrjun á
Suðurgötu 34 sem þau keyptu, en
þar dó Hallgrímur skömmu síðar.
Ásta var mikil félagskona og
mannblendin, áratugum saman
starfaði hún í Hvöt innan um sitt
sjálfstæðisfólk innan flokks og
utan, stundaði stíft briddsinn með
þeim öðlingum Maríu Maack og
Guðrúnu á Birninum og ekki alltaf
hávaðalaust því enginn lét sinn
hlut auðveldlega.
Raungóð var hún og hvers
manns hjálparhella ef þurfti.
Ávallt sýndi hún mér hlýju og
glaðværð og á fyrstu búskaparár-
um okkar hjóna vorum við leigu-
liðar hennar á títtnefndu stræti
nr. 19. Stóð hún betur en ekki að
baki okkar og við tengdumst
sterkum böndum.
Sló hún seinna á ævinni oft á
þráðinn bara til að ræða málin við
„minn elskulega systurson" sem
hún kallaði svo.
Þannig skulda ég henni þakkir
fyrir leiðina, þakkir fyrir að gleðja
einu sinni unglingskvikindi, lána
því allar plöturnar sínar í eld-
gamla daga, sem ekki voru nú
margar og hún aldrei fékk aftur.
Síðan má ég ekki heyra „Zwei
Hertzen in drei/viertel Takt"
nefnt.
Eftir lát Hallgríms bjó hún með
börnum sínum unz þau tíndust að
heiman að sinna öðru kalli. Þá brá
hún aftur búi, seldi Suðurgötuna
og flutti aftur í hús sitt á Berg-
staðastræti 19.
Á þessum árum tók hún aftur
upp fyrri iðju og vann við fatagerð
um fjölda ára og fram á áttræðis-
aldur.
Hún var um tíma nágranni
okkar og ók ég henni í vinnu vetr-
arpart og sá ég þá vel, að alda-
mótafólkið lét ekki deigan síga.
Hún bjó síðast í Laugarásnum
ein í góðri íbúð og undi þar hag
sínum eftir aðstæðum, vinirnir
gömlu margir horfnir og þróttur-
inn dvínandi, en hún einangraði
sig aldrei, sótti félagsskap sem
gafst og bliknaði hvergi nema
dauðanum. Og slíku fólki var gam-
an, gott og hollt að kynnast og fari
frænka mín vel.
Hreggviður Stefánsson