Morgunblaðið - 04.02.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
31
íslandsmótið í atrennu-
lausum stökkum:
Kári að ná sér
á strik að nýju
Kári Jónsson þrístökkvari úr
HSK náöi góðum árangri á ís-
landsmeistaramótinu í atrennu-
lausum stökkum á sunnudag, og
varö tvöfaldur íslandsmeistari. Er
hann greinilega á góöri leið með
aö ná sér af slæmum meiðslum,
sem komu í veg fyrir keppni hjá
honum í fyrra. Viröist Kári sterkur
og kraftmikill og ætti aö veröa
gaman að fylgjast meö honum í
þrístökkinu í sumar. Kári náöi
þriöja bezta árangri íslendings í
þrístökki án atrennu á sunnudag
og einum bezta langstökks-
árangri, sem hér hefur náöst.
Annars var árangur í mótinu yf-
irleitt góöur í öllum greinum og
keppnin oft tvísýn. Þá var þátttaka
góö. Helga Halldórsdóttir KR vann
einnig tvær greinar eins og Kári,
en annars uröu úrslitin eins og hér
segir:
Langstökk:
1. Kári Jónsson HSK 3,35
2. Siguröur Matthíasson UMSE 3,29
3. Árni Svavarsson HSK 3,14
Þrístökk:
1. Kári Jón$son HSK 9,93
2. Stefán Þór Stefánsson IR 9,14
3. Sigsteinn Siguröason UMFA 9,14
Hástökk:
1. Siguröur Matthiasson UMSE 1,71
2. Kári Jónsson HSK 1,65
3. Unnar Garöarsson HSK 1,65
Konur:
Langstökk:
1. Helga Halldórsdóttir KR 2,64
2. Jóna B. Grétarsdóttir Á 2,63
3. Berglind Erlendsdóttir UBK 2,50
Þristökk:
1. Helga Halldórsdóttir KR 7,65
2. Bryndis Hólm ÍR 7,51
3. Jóna B. Grétarsdóttir A 7,44
Hástökk:
1. Bryndís Hólm IR 1,25
2. Sigriöur Siguröardóttir 1,25
• Þeir sem léku til úralita, frá vinstri: Hasngur, Þorsteinn, Reynir og
Friöleifur.
Keppni til styrktar
unglingalandsliöinu
UM SÍÐUSTU helgi fór fram í
TBR-húsinu viö Gnoðarvog Fyrir-
tækja- og stofnanakeppni BSÍ.
Alls tóku 32 fyrirtæki þátt í
keppninni en um 30 önnur fyrir-
tæki styrktu keppnina meö fjár-
framlögum.
Til úrslita léku Hængur Þor-
steinsson tannlæknir og Friöleifur
Stefánsson tannlæknir. Hængur
sigraöi í mjög spennandi viöureign
þar sem þurfti oddaleik til aö knýja
fram úrslit, en þau uröu 11:15,
15:6, 18:17. Hængur lék ásamt
syni sínum, Þorsteini, sem nýlega
lék meö landsliöinu á Helvetia Cup
í Sviss.
Friöleifur Stefánsson lék ásamt
Reyni Guömundssyni, og háöu
þeir marga haröa leiki í undan-
keppninni. í heiöursflokki sem svo
var nefndur, en hann var myndaö-
ur af þeim liöum sem töpuöu leik í
fyrstu umferð, léku til úrslita Hótel
Esja og Standberg. Hótel Esja
sigraði nokkuö auöveldlega 15:10
og 15:6. Fyrir Hótel Esju léku Hjalti
Helgason og gamla kempan Jón
Árnason sem enn er í fullu fjöri en
fyrir Standberg léku Einar Sverr-
isson og Adolf Guömundsson.
Keppni þessi var haldin til
styrktar unglingalandsliöinu sem
taka mun þátt í NM unglinga sem
fram fer í Svíþjóö i byrjun mars.
Unglingalandsliðið var nýlega valið
og verður það þannig skipaö: Ind-
riöi Björnsson, Ólafur Ingþórsson,
Þórdís Edwald, Inga Kjartansdóttir
og Elísabet Þóröardóttir sem öll er
úr TBR og Þórhallur Ingason ÍA.
Öll verölaun til keppninnar eru gef-
in af Jóni og Óskari Laugavegi 70.
• Helga Halldórsdóttir vann tvenn gullverðlaun á íslandsmótinu í at-
rennulausum stökkum, og það geröi Kári Jónsson einnig. Kári virðist
nú vera búinn aö ná sér af meiðslunum sem háðu honum í fyrra.
„Boom Boom“ Mancini
keppir loksins aftur
RAY „Boom Boom“ Mancini,
hnefaleikakappinn bandaríski,
sem komst í fréttirnar í haust, er
mótherji hans lést vegna heila-
skemmda sem hann hlaut í viöur-
eign þeirra, tekur um helgina þátt
í sinni fyrstu keppni síöan þá.
Mancini sagöi í samtali viö AP í
gær, að fólk væri sífellt að minna
sig á 13. nóvember, en þá baröist
hann viö Duk-Koo Kom, frá Suö-
ur-Kóreu, sem lést af áverkunum
sem hann þá hlaut. Fyrr í þessari
viku var greint frá því aö móöir
Kóreubúans, Sun-Yo Yagn, 66 ára,
heföi framið sjálfsmorö, meö því
aö drekka eiturefni.
Mancini sagöist harma ófarir
fjölskyldunnar, en hann yröi aö
einbeita sér aö keppninni á sunnu-
daginn, en þá mætir hann Bretan-
um George Fenney. „Ég veit ekki
hvaö gerðist, og óg vil ekki vita
þaö,“ sagöi hann um lát móöur
Duk-Koo Kim. „Það getur veriö aö
hún hafi verið fallvölt. Þaö eru ein-
ungis getgátur sem menn eru að
halda fram um hana.“
Bond hættir
JOHN Bond, framkvæmdastjóri
enska 1. deildarliósins Manchest-
er City, sagði starfi sínu lausu í
gær. Akvörðun hans um aö hætta
kemur í kjölfar stórtaps gegn
Brighton í enska bikarnum, 4:0.
„Ég tel aö ég hafi gert eins mikiö
fyrir Manchester City og ég gat, og
óskaði eftir því viö formann félags-
ins aö hann tæki uppsögn mína til
greina. Þaö hefur fátt gengið
okkur í haginn að undanförnu og
tapiö gegn Brighton var hápunkt-
urinn,“ sagöi Bond í gær.
Bond tók viö liðinu af Malcholm
Allison haustiö 1980, er liöiö var í
neösta sæti 1. deildar. Síöan þá
hefur liðinu vegnaö bæði vel og illa
en gengi þess upp á síökastiö hef-
ur verið slæmt.
• John Bond tók viö Manchester
City í neðsta sæti 1. deildar og
liöið átti mikilli velgengni aö
fagna eftir aö hann tók við því.
Lék liðið m.a. til úrslita um enska
bikarinn, en tapaði þar fyrir
Tottenham. Bond hefur ekki
gengið allt of vel að starfa meö
formanni City, Peter Swales, og
nú skilja leiöir, eins og oft áöur
hefur virst stefna í.