Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 32

Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 32
djP-in-L ■■ 1 — ^/Vskriftar- síminn er 830 33 ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FOSTUDAGUR 4. FEBRUAR 1983 1050 farþega ferja í íslandssiglingar í sumar f stað Smyrils I>órshöfn í Færeyjum, 3. febrúar, frá Jögvan Arge, fréttaritara Mbl. FÆREYSKT einkafyrirtæki hef- ur ákveðið, með stuðningi hins opinbera að kaupa sænsku farþeg- aferjuna Gustav Vasa til siglinga milli Færeyja, íslands, Danmerk- ur og Noregs. Kemur skip þetta í stað Smyrils og mun hefja ferðir strax í sumar. Það tekur alls 1050 Afgreiðslu Keldna- samnings frestað BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi að fresta afgreiðslu samnings borgarstjóra og menntamálaráöherra um mál- efni Keldna og Keldnaholts og um landaskipti Reykjavíkur- borgar og ríkisins og um stöðu stofnana ríkisins á svæðinu. Var ákveöið á fundinum að af- greiöa málið á sérstökum auka- fundi í borgarstjórn sem hald- inn verður næstkomandi fimmtudag. Tillaga um þetta efni kom fram við umræður utan dagskrár í borgarstjórn, en Sigurjón Péturs- son hóf hana og óskaði frestunar og nefndi m.a. þau rök fyrir frest- un, að samkomulagið væri yfir- gripsmikið og þyrfti nánari skoð- unar við. Aðrir fulltrúar minni- hlutans í borgarstjórn tóku í sama streng og Sigurjón og studdu frestunartillögu hans. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði við umræðurnar að mál þetta hefði verið lengi í umfjöllun í borgarkerfinu og öll meginatriði þess væru ljós. Jafnframt væri tími naumur og þær frestunar- ástæður sem fram hefðu verið bornar skiptu ekki sköpum. Hins vegar sagði Davíð að fyrst allir fulltrúar minnihlutans óskuðu frestunar væri rétt að verða við henni og lagði hann til að málið yrði afgreitt á aukafundi næsta fimmtudag og var það samþykkt. farþega, þar af 800 í kojur og ennfremur tekur það rúmlega 300 bíla. Gustav Vasa kostar 120 milljónir danskra króna eða um 260 milljónir íslenzkra króna með nauðsynlegum breytingum. Ríkisfyrirtækið „Strandfarar- skip landsins", hefur rekið Smyril á fyrrgreindum siglingaleiðum síðan 1975. Flutningar á fólki og bílum hafa aukizt stöðugt og nú er fyrirsjáanlegt að Smyrill er orð- inn of lítill og auk þess of gamall. Með nýju skipi er ætlunin að einkafyrirtæki taki við siglingun- um. Skipverjar á Smyrli standa þar fremstir í flokki undir forystu Oli Hammer skipstjóra. Stofnfé er 12 milljónir danskra króna og Landsstjórnin mun leggja fram 2,4 milljónir. Kaup á nýju skipi í stað Smyrils hefur verið hitamál í færeyskum stjórnmálum um nokkra hríð. T.d, hefir fiskveiða- og samgöngu- málaráðherrann Olaf Olsen sagt af sér vegna málsins. Landsbankinn kaupir íscargó-vél á 120 þús. kr. LANDSBANKl íslands keypti í gær DC-6 flugvél Iscargo á nauð- ungaruppboði á Reykjavíkurflug- velli. Var bankanum slegin vélin á 120 þúsund krónur eftir að Guðjón Sigurgeirsson flugvirki og lögfræð- ingur bankans höfðu skipst á að bjóða í vélina. Samkvæmt veðbókarvottorði flugvélarinnar og upplýsingum uppboðshaldara hvfldu á vélinni veðskuldir að upphæð 5,3 milljóna króna. Meðfylgjandi mynd var tekin við uppboðið í gær. Sjá nánar á bls. 3. MorgunhlaAið/ Kristján Kinarsson. Stjómin hafiiar kröfii Hjör- leife um einhliða hækkun Iðnaðarráðherra áskilur sér rétt til frumvarpsflutnings á Alþingi HJORLEIFUR Guttormsson iðnaðarráðherra áskildi sér, á ríkisstjórnarfundi í gær, rétt til þess að flytja frumvarp á Al- þingi þess efnis að raforkuverð til álversins í Straumsvík verði hækkað einhliða. Hjörleifur hefur farið fram á ríkisstjórn- arsamþykkt þess efnis, en því er alfarið hafnað af ráðherrum úr röðum sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks. Steingrím- ur Hermannsson lagði fram gagntillögur við tillögum Hjör- leifs, þess efnis að sezt verði að samningaborði með Alu- suisse-mönnum þar sem sam- hliða umræðum um hækkun raforkuverðsins verði fjallað um stækkun álversins og hugs- anlega fleiri eignaraðila, eins og Alusuisse hefur boðið uppá, en Hjörleifur lýst sig andvíg- an. Ríkisstjórnarfundurinn, sem er sá 300. í röðinni, hófst kl. 10 ár- degis og lauk ekki fyrr en kl. 14 og fór mestur hluti hans í umræður Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í hvalveiðimálum: Engin hótun í bréfinu til ís- lenzka utanríkisráðherrans Frá (íunnari Pálssyni, fréllarilara Mor|runblaA.sins í Washington, 3. fvbrúar. MORGUNBLAÐID talaói í dag við ungfrú Ulaudiu Kendrew, sem sér um alþjóóahvalveióimál í banda- ríska utanríkisráóuneytinu. Aðspurð um þaó, hvort tilboð Dams utanrík- isráóherra þess efnis að leyfa íslend- ingum veiðar í lögsögu Bandaríkj- anna, ef þeir mótmæltu ekki hval- veióibanninu, stæói ennþá eftir aó íslenska þingió heföi snúió við ákvöróun ríkisstjórnarinnar, kvaóst hún ekki hafa heimild til aó tjá sig um trúnaóarmál, sem varða bréfa- vióskipti bandaríska og íslenska utanríkisráóuneytisins. Kendrew sagðist hins vegar vilja taka það fram, að það væri misskilningur, að nokkur hótun eða tilraun til að hafa bein áhrif á ákvörðunartöku íslensku ríkis- stjórnarinnar varðandi hvalveiði- málið, hefði komið fram í bréfi Kenneth Dams. Sem betur fer, sagði hún, eru samskipti landa okkar sem best má vera og okkur var fullkomlega ljóst, að hér var um mjög erfiða ákvörðun að ræða fyrir íslensku stjórnina. Að sjálfsögðu erum við mjög ánægð með þá ákvörðun sem tekin var og höfum fullan hug á að hafa gott samstarf við íslensk stjórnvöld, hvort sem um verslun eða önnur viðskipti er að ræða. Aðspurð um það, hvort ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á móti hvalveiðibanninu og síðan ákvörðun þingsins að bera þá ákvörðun ofurliði kýnni að hafa áhrif á innihald orðsendinga Kenneth Dams til Ólafs Jóhann- essonar, svaraði Kendrew því til, að ákvörðunin sjálf og hvernig hún bar að, væri íslenskt innan- ríkismál sem hún gæti ekki lagt dóm á, en lét þess jafnframt getið, að sér þætti ólíklegt að slík minni- háttar atriði hefðu í grundvallar- atriðum áhrif á sambúð Banda- ríkjanna og íslands. Sjá fleiri fréttir og leiðara um hvalveióimálió í miðopnu. um þetta mál. Hjörleifur hefur ítrekað farið fram á, að ríkis- stjórnin taki sjálf einhliða ákvörðun um hækkun raforku- verðsins, en aðrir ráðherrar telja meinbugi vera á því lagalega. Þeir segja hér um að ræða samning ís- lenzka ríkisins við erlendan einka- aðila, en ekki beinan milliríkja- samning, og lagalegar afleiðingar slíkrar ákvörðunar því ófyrirséð- ar. I tillögum Steingríms kemur m.a. fram að hann telur, eins og ráðherrar, aðrir en Alþýðubanda- lagsins, að reyna eigi til þrautar samningaleiðina og að rétt sé að koma til móts við Alusuisse eins og að framan greinir. Hjörleifur heldur því á móti fram, að hann komist ekki lengra í samningsátt með frekari viðræðum við Alu- suisse. Steingrímur leggur og til að skipuð verði viðræðunefnd, sem í eigi sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna. Þá kom fram í umræðunum ákveðinn vilji til þess að skipuð verði ráðherra- nefnd sem í eigi sæti fulltrúar allra stjórnaraðila, til að vera að baki viðræðunefndar, eins og það var orðað. Ljóst var í lok fundarins, sam- kvæmt heimildum Mbl., að langt er í land með að tillögur Hjörleifs hljóti hljómgrunn í ríkisstjórn- inni, en Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. Ekki náðist í Steingrím Hermannsson. Viðmælendur Mbl. reiknuðu með, að til frekari umfjöllunar kæmi í ríkisstjórn, áður en iðnað- arráðherra gripi til þess að fara með málið inn á Alþingi í eigin nafni, en ljóst að hann myndi gera það fyrir þinglok, ef staðan innan ríkisstjórnarinnar breytist ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.