Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Hvalablástur — byggður á misskilningi eftir Eyjólf Konráð Jónson, alþm. . Sá misskilningur hefur ver- ið útbreiddur að við glötuðum einhverjum rétti ef við mót- mæltum ekki samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins frá í sumar um takmörkun og tíma- bundna stöðvun hvalveiða og þá jafnframt að við munum öðlast einhvern rétt, ef við mótmæltum. Allt tel ég þetta byggt á misskilningi, en skal fúslega játa að ég hélt þetta sjálfur áður en ég tók að kynna mér málavexti, en þá sann- færðist ég um framangreinda skoðun. Auðvitað gat mér yfir- sést og því skoraði ég í út- varpsviðtali sl. þriðjudags- kvöld á þá, sem eru annarrar skoðunar að benda á þessi margumtöluðu réttindi. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, var spurður um álit á ummælum mínum án þess að ég fengi að vera viðstaddur til andsvara og Ieiðréttinga og því bið ég Mbl. fyrir þessar línur. Steingrímur Hermannsson svarar því að það þurfi „% hluta atkvæða til að hverfa frá þessu banni, sem nú er búið að samþykkja, og ég held að öll- um hljóti að vera ljóst að til þess hafa hvalveiðiþjóðirnar hvergi nærri mátt í Alþjóða- hvalveiðiráðinu". Þetta er auð- vitað alveg ljóst en mótmæli okkar breyta þar engu um. Þannig hefur enginn maður enn bent á þann rétt, sem við eigum að hafa glatað. Sannleikurinn er auðvitað sá að mikið vatn hefur runnið tii sjávar frá stofnun Alþjóðahvalveiðiráðsins 2. desember 1946. Þá ætluðu hvalveiðiþjóðirnar að standa fast á hefðbundnum „rétti“ sínum, en gerðu sér þó grein fyrir nauðsyn alþjóðasam- starfs, ef hvalastofnarnir ættu ekki að verða aldauða. Þær ætluðu sér þó ekki að láta neina alþjóðastofnun taka fram fyrir hendurnar á sér, ef þeim fyndist of langt gengið, heldur fara þá sínu fram. Þess vegna voru ákvæði 5. greinar alþjóðasáttmálans um skipan hvalveiða sett, en þar er gert ráð fyrir þessum margumtöl- uðu mótmælum. Nú eru hins vegar komnar í hafréttar- sáttmálann mjög strangar reglur um nýtingu og verndun hvala, sem gera þessi ákvæði um mótmæli haldlaus með öllu. Sú þjóð sem brýtur gegn þeirri skyldu sem öllum er lögð á herðar eftir 64. grein haf- réttarsáttmálans, sbr. 120. grein, eða gegn 65. grein um alþjóðlegt samstarf til vernd- unar og viðhalds hvalastofna getur ekki skotið sér undir nein mótmæli, fyrir þeim er einfaldlega ekki gert ráð leng- ur. Þess vegna vefst ráð- herranum auðvitað tunga um tönn. Alþjóðahvalveiðiráðið er síður en svo einhver heilög stofnun. Þvert á móti virðist þar ríkja álíka upplausn og í íslenska stjórnarráðinu um þessar mundir og því voru ekki færri en þrjár útgáfur af ályktuninni sem mótmæla átti, í umferð hér og erfiðlega gekk að fá úr því skorið hver væri hin rétta eða hvort þær væru kannski allar vitlausar. Mála- tilbúnaðurinn varð því að von- um skrítinn. Einhverjum kynni því að detta í hug að hafa ályktanir þessa ráðs að engu og jafnvel að við segðum okkur úr því eins og Kanada- menn hafa gert. En jafnvel þótt við gerðum það er okkur engu að síður skylt að semja við aðra eða stofna ný alþjóða- samtök, ef við hyggjumst halda áfram hvalveiðum hvort heldur er innan eða utan okkar efnahagslögsögu. Naumast dettur nokkrum í hug að við eigum að verða fyrstir þjóða til að þverbrjóta Hafréttarsáttmálann fyrir allra augum, þá sáttagerð sem við höfum barist svo lengi fyrir. Þvert á móti eigum við að byggja hvalveiðar okkar í framtíðinni á grundvelli hans. En inntak sáttmálans er ein- mitt það, að auðlegð hafsins eigi ekki einungis að vernda okkur heldur líka að nýta í þágu alls mannkyns. Við upphaf síðustu haf- réttarráðstefnu byggðust um- ræðurnar mjög á tillögu frá Möltu um að úthöfin skyldu skoðast sem sameiginleg arf- leifð mannkyns. Strandþjóð- irnar hafa þó tryggt sér og eru að tryggja sér víðtækari rétt- indi en menn óraði fyrir. Kannski höfum við verið djarftækir — og ég ekki barn- anna bestur — en hvalina eig- um við ekki einir. Það er stað- reynd, sem ekki verður fram- hjá komist. Áframhaldandi hvalveiðar verða því einungis tryggðar með alþjóðasam- starfi. Okkar hlutdeild í þeim verður meiri en ekki minni ef samfélag þjóðanna veit að okkur má treysta til varðveislu og friðunaraðgerða. Þótt við sækjum rétt okkar með festu og hörku ef því er að skipta og blásum á hvers kyns tilraunir til þvingana eða hótana, hljótA' um við að sækja hann að lög- um — og helst með svolítilli þekkingu og skynsemi. Við getum verið viss um að Kristur ætlaði ekki að stofna marga söfnuði — eftir Torfa Ólafs- son, formann Félags kaþólskra leikmanna Hér fer á eftir ræða, sem Torfi Ólafsson, formaður Fé- lags kaþólskra leikmanna flutti við guðþjónustu í Frí- kirkjunni hinn 23. janúar sl. í tilefni alþjóðlegrar bænaviku í þágu kristilegrar einingar. Ræða Torfa Ólafssonar var lokaatriði í guðsþjónustunni. Sóknarpresturinn séra Gunn- ar Björnsson þjónaði fyrir altari: Kæru kristnu systkin. f tvö þúsund ár hefur kirkjan og Heilög ritning verið leiðarljós kristinna manna. Þar hafa verið til reiðu leiðbeiningar um, hvernig menn skuli lifa ef þeir óska að fara eftir vilja Guðs, og jafnlengi hefur mönnum tekist að loka aug- unum fyrir ýmsu því sem mestu máli skiptir. í tvö þúsund ár hafa menn barist og framið hverskyns voðaverk til þess að ná í sínar hendur sem mestu af gæðum jarð- arinnar, þótt þeir hafi jafnframt verið reiðubúnir til að fallast á þá staðreynd, sem Biblían heldur að okkur og hefur sannast hundrað þúsund sinnum í daglegu lífi, að hamingjan fæst ekki fyrir peninga og lífsþægindi. í tvö þúsund ár hafa menn verið að skipa hver öðrum fyrir, hvernig þeir eigi að lifa og hvaða skoðanir þeir eigi að hafa, og stutt þær fyrirskipanir sínar með hvers kyns ofbeldi, enda þótt sagan sanni, öld fram af öld, að ofbeldi, fæðir ekki annað af sér en nýtt ofbeldi og að hinu góða verður aldrei til leiðar komið með illu. í meira en fimm hundruð ár hefur kristnin verið sundruð og margklofin og kristnir menn hafa jafnvel beitt hinum ofboðslegustu aðferðum til að knýja þá, sem aðr- ar skoðanir höfðu, til að lúta sín- um. Og menn spyrja: Fyrst kristin- dómurinn hefur reynst svona illa í þessi tvö þúsund ár, er hann þá til nokkurs nýtur? Getur hann gert heiminn nokkuð betri en hann hefur alla tíð verið? Því er til að svara að kristnir menn í heild hafa aldrei reynt kristindóminn í alvöru, nema rétt fyrstu aldirnar, þótt alltaf hafi komið fram innan hans undan- tekningar, karlar og konur sem hafa borið Guði sínum og Frelsara svo fagurt vitni að von annarra hefur vaknað á ný, vonin um að viðleitnin til kristilegs lífs sé ekki í öllum tilvikum árangurslaus. En Kristi var líka fyllilega ljóst að hinu endanlega takmarki, Guðsríki meðal allra manna, yrði ekki náö hér á jörðu. „Fátæka haf- ið þér alltaf hjá yður,“ sagði hann eitt sinn. hann reyndi ekki að koma hinu góða til leiðar með ofbeldi, því hann vissi að það er ekkert hægt. Hann þoldi pyntingar, smán og dauða, án þess að bera hönd fyrir höfuð sér og vann með því mesta sigurinn sem unninn hefur verið hér á jörðu. Og hann lét ekki við það sitja að segja mönnunum, hvað þeir ættu að gera, heldur lifði hann full- komlega í samræmi við boðskap sinn. Hann átti aldrei neitt, ekki einu sinni vísan næturstað að kvöldi, hann skipaði fylgjendum sínum aldrei að gera neitt, heldur benti þeim á og sýndi þeim með breytni sinni, hvernig þeir gætu gert vilja Guðs og öðlast lífsham- ingjuna, og ef þeir treystu sér ekki til að fara eftir orðum hans, voru þeir frjálsir að fara frá honum. Hann sagði að Guðsríki væri þeg- ar komið, það er hérna við hliðina á okkur, eins og sólargeisli sem skín niður um skýjarof, og við þurfum ekki annað en ganga út í sólskinið. En að ganga út í sól- skinið útheimtir að við skiljum fá- nýtið, sem við erum vön að burð- ast með, eftir úti í skugganum. Að við gleymum því sem okkar er til að geta fundið allt. Við leitumst frekar við að hugga en leita sjálf- um okkur huggunar. Að við reyn- um frekar að skilja en njóta skiln- ings, að elska en vera elskuð, eins og segir í daglegri bæn Samverka- manna Móður Teresu í Kalkútta og reglusystkina hennar. Engum mun gert rangt til, þótt nafn Móð- ur Teresu sé sérstaklega nefnt, því ég veit ekki til að neinn ágreining- ur sé um það meðal kristinna manna að hún sé eitt hið skærasta ljós sem Guð hefur tendrað okkar á meðal á þessari öld, þeirri öld sem ef til vill hefur gengið lengst í því að afneita honum. Við höfum hist í hinum ýmsu guðshúsum borgarinnar undan- farin kvöld, til að biðja fyrir kristilegri einingu. Við skulum vona að hugur fylgi máli, því það getum við verið viss um að Kristur ætlaði sér ekki að stofna marga söfnuði sem deildu um það sín á milli, hver væri honum þóknan- legastur. EN það hefur ekki farið fram hjá okkur að sá hópur er ekki að jafnaði áberandi fjöl- mennur, sem sér ástæðu til að koma til þessara bænafunda. En tryggir fylgjendur Krists voru ekki heldur sérlega fjölmennir, og hann sagði að þar sem jafnvel tveir eða þrír væru saman komnir í sínu nafni, þar væri hann mitt á meðal þeirra. Og lítill hópur tryggra og einlægra manna er hverju málefni meira virði en fjöl- menn fylking þeirra sem minni áhuga hafa. Að lokinni þessari bænaviku göngum við á ný út í hið daglega líf, eins og við gerum reyndar á hverjum morgni. Hver manneskja, sem við mætum á daglegum ferli okkar, er spurning til okkar frá Kristi: Hvernig ætlar þú að taka á móti þessu barni mínu, þessum bróður þínum eða systur, sem ég sendi til móts við þig? Ég sagði hér að hver sem tæki á móti ein- um af þessum smælingjum, tæki á móti mér. Ég sagði þér söguna af miskunnsama Samverjanum og ég sagði þér að ég væri vínviðurinn og þið, allt folkið, væruð greinarn- ar. Barnið, sem lítur til þín með þá spurn í augum, hvort þú ætlir að brosa til sín og elska sig, sjúkling- urinn sem leitar samúðar og hlýju í svip þínum, einstæðingurinn sem bíður þess hvern einmanalega daginn eftir annan að einhver heimsæki sig, auðnuleysinginn sem enginn vill umgangast — allt er þetta ég að koma til móts þig, því ég lifi í ykkur öllum. Þið eruð vinir mínir að svo miklu leyti sem þið reynist mér vinir, þegar ég leita til ykkar. Ég veit það er erfitt að verða við þessum tilmælum Krists, þótt ekki sé nema að litlu leyti, en hann sagði okkur líka fyrirfram að líf okkar yrði ekki auðvelt, að heimurinn mundi ekki meta læri- sveina sína mikils. Þeir yrðu jafn- vel fyrirlitnir og ofsóttir. Mér er ljóst að við eigum líklega ekki eftir að vinna nein stórvirki fyrir Krist og sjálfsagt eigum við eftir að bregðast honum hvern einasta dag sem við lifum. En hann veit það líka, að hann veit hvað Guð gaf okkur í upphafi og honum er fyrir mestu að við reyn- um aftur, hversu oft sem okkur mistekst, að við stöndum alltaf upp á ný þótt við föllum. Gleym- um því ekki að hann lét lífið til að bæta fyrir breyskleika okkar og syndir, að eina leiðin til Guðs ligg- ur gegnum hann. Og það verður hann sem kveður upp dóminn og hvernig mér og þér hefur tekist að feta í fótspor hans. Það er ekki á færi neins dauðlegs manns að dæma um líf og sáluhjálp ann- arra, en við skulum biðja þess að enginn verði verri maður af kynn- um sínum við okkur. Reynum ekki að skipa öðrum fyrir, hvernig þeir eigi að breyta, sínum þeim heldur með eigin breytni, hvernig kristinn maður á að þjóna Kristi í náunga sínum. Hvernig við getum reynst hvert öðru sannir bræður og systur. Til allrar hamingju eru á ferð í mannlífinu karlar og konur, sem lítið ber á en vinna litlu störfin sín af trúmennsku og kærleika. „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér krónu lífsins," segir í Opinberunarbókinni. Þetta fólk er hin litlu ljós sem sameiginlega varpa ljóma yfir hið breyska mannlega samfélag. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir að þetta fólk sé til, fyrr en þá helst þegar það hefur verið kvatt burt úr þessum heimi, en ef það væri ekki hvert á sínum stað, endur- speglandi ljósið sem skín frá Drottni til okkar allra, mundum við sennilega örvænta. Reynum eftir föngum, hvert um sig, að verða eitt af þessum ljósum Guðs. Á þann hátt getum við lagt af mörkum mikilvægan skerf í þágu kristilegrar einingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.