Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
y**** „#**<* -
Frá hvalveidistöð Norðmanna á Eskifirði. Hvalskurðarmennirnir hafa raðað sér upp á hið gríðarstóra dýr.
r
A hvala-
slóóum
í norður-
höfum
Norska hvalveiðiskipið „Nordenskjöld" á Eskifirði um 1910.
Frá veiðum Norðmanna hér við land laust eftir síðustu aldamót.
Hvalur á skurðarpalli á Seyðisfirði. Ellefsen er lengst til hægri.
kálfarnir voru orðnir allvænir og
Arnfirðingar þóttust vita, að hval-
irnir yfirgæfu fjörðinn, hrundu
þeir á flot þeim bátum, er sér-
staklega voru smíðaðir til hval-
veiða, og skutluðu kálfana. — Þeg-
ar Norðmenn hófu veiðar hér,
hurfu hvalkýr Arnfirðinga."
íslendingar höfðu lítinn hagnað
af hvalveiðum Norðmanna enda
fór gróðinn af hömlulitlum veið-
um þeirra úr landi. Á þeim tíma
voru íslendingar ekki þess um-
komnir að stunda þessar veiðar á
sama hátt og Norðmenn gerðu.
Ekki er þess þó getið að til
fjandskapar hafi dregið milli ís-
lendinga og Noðrmanna vegna
umsvifa þeirra síðarnefndu. En að
því kom þó að íslensk yfirvöld
töldu sig knúin til að stöðva veiðar
Norðmanna vegna greinilegrar
ofnýtingar stofnanna. Árið 1915
setti Alþingi bann við öllum veið-
um stórhvala við strendur íslands.
Þess má geta, að árið áður hófu
íslendingar hrefnuveiðar á smá-
bátum og hafa þær veiðar verið
við lýði hér á landi síðan, en þessi
minnsta hvalategund hér við land
er jafnan veidd með köldum
skutli, sem ekki hefur sprengju í
oddinum.
Hvalstööin í Tálkna-
firði og Hvalur hf.
Árið 1935 hófust hvalveiðar aft-
ur hér við land og var hvalstöðin
staðsett í Tálknafirði. Veiðarnar
stunduðu tveir til þrír bátar og
var þeim haldið áfram til ársins
1939, en lögðust niður á stríðsár-
unum. Að undanteknu fyrsta ár-
inu, þar sem ef til vill var um ein-
hverja byrjunarörðugleika að
ræða, var ársveiðin á bát á milli 40
til 50 hvalir og var greinilegt að
stofninn hafði rétt allmikið við á
þeim 20 árum, sem hann var frið-
aður af íslendinga hálfu. Norð-
menn höfðu hins vegar í millitíð-
inni hafið hvalveiðar frá móður-
skipum í Norður-Atlantshafi og
stóðu þær veiðar frá árinu
1929—1934 er þær lögðust niður.
Heildarveiði íslendinga á árunum
1935 til 1939 nam alls 469 hvölum,
af því voru 30 steypireyðar og 375
langreyðar.
Hvaiveiðar hér við land lögðust
svo niður á stríðsárunum en hóf-
ust að nýju árið 1948 með starf-
semi hvalstöðvar Hvals hf. í
Hvalfirði. Með þessu tímabili hefj-
ast veiðar á sandreyði í allnokkr-
um mæli og búrhval, en veiðar
hans hafa nú verið bannaðar á
Norður-Atlantshafi. Af öðrum
tegundum sem veiddar hafa verið
á þessu tímabili frá 1948 má nefna
steypireyði og hnúfubaka þar til
þær tegundir voru friðaðar en
langreyður hefur verið langmikil-
vægasta tegundin þetta tímabil.
Ekki er ástæða til að fjölyrða
hér um starfsemi Hvals hf. enda
er sú saga öllum kunn sem á ann-
að borð láta sig varða atvinnumál
þjóðarinnar. Ber flestum sem til
þekkja saman um að þessi þáttur í
íslenskri atvinnusögu hafi verið
þjóðinni til hagsbóta og rekstur
fyrirtækisins með miklum ágæt-
um. En nú hefur með óvæntum
hætti verið bundinn endi á starf-
semi fyrirtækisins og bendir allt
til að hvalskipafloti þess verði
seldur í brotajárn.
Lokaþátturinn
Lokaþátturinn í sögu hvalveiða
á íslandi er nú hafinn og hófst
raunar á fundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins sl. sumar þar sem sam-
þykkt var stöðvun hvalveiða
tengdum iðnaði (Commercial
whaling) frá og með árinu 1986.
íslendingar stóðu þá frammi fyrir
því að taka ákvörðun um hvort
þeir ættu að mótmæla banninu og
halda veiðunum áfram eða hlíta
niðurstöðum ráðsins og • leggja
niður þessa atvinnugrein. Alþingi
íslendinga ákvað á sögulegum
fundi, miðvikudaginn 2. febrúar
sl., að mótmæla ekki banninu og
greiddu því atkvæði 29 þingmenn
gegn 28 atkvæðum þeirra, sem
vildu halda veiðunum áfram. Þrír
þingmenn voru fjarverandi.
Það er athyglisvert, að þessi
niðurstaða varð ofan á þrátt fyrir
yfirlýsingar vísindamanna um að
veiðar íslendinga stefndu hvala-
stofnum hér við land ekki í hættu,
en í skýrslu Jóhanns Sigurjóns-
sonar sjávarlíffræðings hjá Haf-
rannsóknrstofnun, til sjávarút-
vegsráðherra, vegna þessa máls
segir orðrétt: — „Til þess að
tryggja hæfilega nýtingu hvala-
stofna heims er mikilvægt að haga
veiðum með tilliti til ástands
hvers einstaks stofns. Allsherj-
arbann við hvalveiðum getur ekki
skoðast sem vísindaleg nauðsyn
eins og nú er háttað veiðum í
heiminum, þótt deila megi um
réttmæti einstakra veiðikvóta.
Þetta á við um veiðar íslendinga
jafnt sem flestra annarra þjóða
heims. Þótt þörf sé á auknum
hvalarannsóknum hér á landi,
virðist engan veginn vera vísinda-
leg réttlæting fyrir stöðvun veið-
anna hér.“
Þrátt fyrir þetta tók meirihluti
Alþingis þá ákvörðun að hætta
veiðum í samræmi við bann Al-
þjóðahvalveiðiráðsins. Ekki skal
dregið í efa að náttúruverndar-
sjónarmið hafi ráðið atkvæðum
margra alþingismanna við at-
kvæðagreiðsluna þótt sá grunur
læðist óneitanlega að mönnum að
þar hafi einnig spilað inn í
hræðsla þingmanna við að skaða
viðskiptahagsmuni íslendinga í
Vesturheimi. Andstæðingar þess-
ara málalykta segja hins vegar að
hér hafi verið farið inn á óheilla-
vænlega braut með því að láta
undan „hótunum amerískra te-
boðskerlinga, sem aldrei hafa
þurft að velta því fyrir sér hvaðan
þær hafa lífsviðurværi sitt“, eins
og það var orðað. Kristján Lofts-
son, forstjóri Hvals hf. sagði í
samtölum við blaðamenn að þetta
væri fyrsta atlaga erlendra þrýsti-
hópa að íslenska lýðveldinu og
óttaðist hann afleiðingarnar ef
framhald yrði á slíkum aðgerðum.
En það var von að tvær grímur
rynnu á suma alþingismenn í
þessu máli þar sem helst mátti
skilja af fréttapistlum frá Banda-
ríkjunum að öll bandaríska þjóðin
væri staðráðin í að láta sverfa til
stáls með íslendingum mótmæltu
þeir banninu. Aðrir hafa dregið
4>etta stórlega í efa og benda á að
almenningur í Bandaríkjunum
hafi ekki haft hugmynd um það
fjaðrafok sem þetta mál olli á ís-
landi.
Við atkvæðagreiðsluna á Al-
þingi gerðu margir þingmenn
grein fyrir atkvæði sínu og komu
þar ýmis sjónarmið fram. Það sem
vakti hvað mesta eftirtekt voru
ummæli Garðars Sigurðssonar,
þingmanns Alþýðubandalagsins,
en hann sagði að málið snerist
ekki um náttúruverndarsjónarmið
heldur viðskiptahagsmuni íslend-
inga í Bandaríkjunum, sem ættu á
hættu að bíða tjón vegna hefndar-
aðgerða þarlendra þrýstihópa. —
„Þess vegna neyðist ég til að segja
já.“ — Þessi yfirlýsing er sjálfsagt
einsdæmi í þingsögu lslendinga og
segir ef til vill meira en allt annað
sem fram hefur komið í umræðum
um þetta mál. Ákvörðun Alþingis
táknar þá ekki aðeins þáttaskil í
sögu hvalveiða á íslandi heldur
hefur einnig verið brotið blað í
sögu Alþingis íslendinga.
Sv.G.